Bókasafnið - 01.05.2013, Side 30

Bókasafnið - 01.05.2013, Side 30
30 bókasafnið 37. árg. 2013 varanlegrar varðveislu og jafnframt til birtingar á Netinu sem eitt samhangandi verkefni. Lykillinn að tengingu milli safnanna og þeirra sem vinna með landupplýsingar er í gegnum skráningu og síðan rafræna birtingu lýsigagna. Bætt aðgengi á Netinu Möguleikar til að hafa aðgengi að upplýsingum um landræn gögn hafa gjörbreyst með Netinu. Nota má landfræðilegar vefsíður, landræna lýsigagnavefi, vefsjár og landupplýsinga- gáttir til að nálgast og miðla upplýsingum. Tæki og tæknilegar lausnir eru ekki lengur fyrirstaða í að aðgengi geti fengist að upplýsingum um eldri gögn, heldur er helsta vandamálið að heildarmarkmið hafa ekki verið sett um aðgengi, skráningu og varðveislu. Leiðarljósið er ekki til staðar og lykilsöfnin í landinu virðast ekki tilbúin til að sinna því leiðbeiningahlutverki sem þau ættu að hafa á þessu sviði, meðal annars þar sem bak- grunnur starfsmanna þeirra er á öðrum fagsviðum en á sviði landupplýsinga. Samtök um landupplýsingar á Íslandi – LÍSA, hafa reynt að beita sér fyrir áðurnefndum málum með ýmsum hætti, meðal annars með stofnun samráðsnefndar með Lands- bókasafni Íslands - Háskólabókasafni og Þjóðskjalasafni Ís- lands. Vandinn er hins vegar ekki lengur skortur á vitund um vandamálin, heldur að ekki er búið að velja leiðirnar til að tak- ast á við þau. Hættur sem steðja að landrænum gögnum Geymsluaðstæður Lengi hefur verið þekkt að ýmsir áhrifavaldar í innra umhverfi stofnana hafa áhrif á varðveislumöguleika gagna (Þorvaldur Bragason og Guðrún Gísladóttir, 2007). Þar skiptir miklu máli geymsluaðstaða (hita- og rakastig), öryggiskerfi og eldvarnir, meðhöndlun frumgagna í daglegri vinnslu, en einnig ræður efnisgerðin (pappír, filmur, stafrænt) miklu um öryggið. Þar má nefna að stafræn gögn eru geymd á hinum ólíkustu gagna- miðlum (segulbönd, kassettur, geisladiskar, flakkarar, harðir diskar), á ólíkustu skráarformum (t.d. tiff, jpg, pdf ), en víða hefur hugbúnaður, drif og annar tölvubúnaður til að með- höndla, vinna með og ná út eldri gögnum, verið tekinn úr notkun eða hent. Því er oft mjög dýrt og erfitt, jafnvel ómögu- legt að nýta eða skoða eldri gögn sem þó eru til. Nokkur hluti þeirra gagna sem við þekkjum í dag mun því verða ónýtan- legur með öllu á næstu árum. Ólíklegt er að það verði eingöngu sá hluti sem við teljum að megi grisja. Stjórnsýslulegar breytingar Áhrifavaldar úr hinu ytra umhverfi geta einnig verið hættulegir fyrir varðveisluna. Þar má nefna ýmsar stjórnvaldsaðgerðir eins og flutninga, samruna og niðurlagningu stofnana, gjaldþrot fyrirtækja, einkavæðingu og tilfærslu verkefna frá ríkisgeiran- um til einkamarkaðarins, en einkaaðilum ber engin skylda til að varðveita landræn gögn og höfuðsöfnunum ber ekki skylda á Íslandi til að taka við efni frá einkaaðilum. Breytingum á stofnunum fylgir oft að reynt starfsfólk hættir, nýir aðilar koma inn sem þekkja ekki fortíðina, húsnæði getur minnkað við til- færslur á starfsemi þannig að eldri gögnum þarf að koma í geymslur og niðurstaðan getur orðið að henda gögnum. Þessi umbreyting stjórnvalda er stöðugt í umræðu og framkvæmd, en hins vegar hefur ekki verið skipulagt nægjanlega vel hvernig bregðast eigi við þeim aðstæðum sem gjarnan koma upp varðandi gögn. Óskipuleg meðferð gagna eykur hættu á mistökum sem leiða til þess að mikilvægar heimildir fara forgörðum. Heildaryfirsýn á landsvísu er því nauðsynleg. Heildstæð varðveislustefna Varðveislustefna á landsvísu þarf að fela í sér markmið sem taka á hinum ólíku gerðum, formum og efnisflokkum land- rænna gagna. Ráðuneyti mennta- og menningarmála ætti að leiða stefnumótun á þessu sviði sem yfirvald málaflokksins í landinu. Stefnan þarf að byggja á skýrum markmiðum og hlut- verk einstakra stofnana, sveitarfélaga og annarra þarf að vera vel skilgreint í öllum gagnaflokkum. Í tengslum við stefnuna þarf að semja um og tryggja að gögn í eigu fyrirtækja á mark- aði geti með samningum ratað sömu leið til varðveislu og opinber gögn. Jafnframt þarf að huga að því að samkeppnis- staða fyrirtækjanna raskist ekki með óheftu aðgengi annarra að þeirra gögnum, þ.e. aðgangur annarra verði lokaður í til- tekinn tíma samkvæmt sérákvæðum. Verði þetta gert skapast möguleikar á meiri samvinnu, samnýtingu gagna og þekktra lausna og samræmt skipulag gæti náðst á landsvísu. Mikilvæg forgangsverkefni Til að skýra hvað átt er við með landrænum varðveisluverkefn- um eru hér nefnd nokkur dæmi um mikilvæg forgangsverkefni sem fjalla þarf um og koma í framkvæmd sem fyrst. Loftmyndir Koma þarf loftfilmusöfnum landsins í örugga miðlæga geymslu, en geymslur safnanna eru ekki taldar öruggar. Mikil- vægt er að reyna að semja við einkaaðila um opinbera varð- veislu filma í þeirra eigu. Þá þarf að fá til landsins loftmynda- filmur sem geymdar hafa verið erlendis, samræma mynda- skráningu og bæta aðgengi að upplýsingum um loftmynda- söfn á Netinu. Gervitunglagögn Finna þarf út hvaða gögn eru til af Íslandi, hvar þau eru geymd í heiminum og hvaða hluti myndgagnanna hefur helst gildi sem heimildir til langtímavarðveislu hér á landi. Forgangsraða þarf svæðum, skipuleggja innkaup valins myndefnis og tryggja aðgengi og frjáls afnot í íslenskum stofnunum. Gervitungla- gögn eru yfirleitt í eigu fyrirtækja og enginn veit hve lengi þau verða geymd eða um endingu segulmiðlanna sem þau eru varðveitt á. Stafræn landupplýsingagögn Setja þarf reglur um varðveisluform stafrænna landupplýsinga- gagna og koma verður gögnum sem geymd eru á ólíku formi og geymslumiðlum yfir á diska þar sem koma má við reglubund- inni afritun. Skipuleggja þarf varðveislu og afhendingu staf- rænna landupplýsinga frá stofnunum til höfuðsafna landsins.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.