Bókasafnið - 01.05.2013, Page 32

Bókasafnið - 01.05.2013, Page 32
32   Höfundaréttur er góður - því meiri sem höfundarétturinn er þeim mun betra. Eitthvað á þessa leið hljómuðu orð Glyn Moody á ráðstefnu um stafrænt frelsi árið 2012 þegar hann var að reyna að skýra þróun á höfundaréttarlögum. Sjálfur taldi hann réttast að afnema slík lög með öllu. Þó ég sé ekki jafn rótttækur og Moody þá tel ég að höfundaréttarlög setji fólki of oft þröngar skorður. Veturinn 2011-2012 vann ég að meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun sem kallast Rafbókavefurinn (www.raf- bokavefur.is). Verkefnið snerist annars vegar um að útbúa og dreifa rafbókum á íslensku og hins vegar að fj alla fræðilega um rafbækur. Rafbækurnar sem ég útbjó féllu fl estar í fl okk íslenskra fornbókamennta en einnig voru þar skáldsögur og smásögur sem komnar voru úr höfundarétti. Að hluta byggði ég þar á frumkvöðlastarfi Netútgáfunnar sem kom fj ölda verka á rafrænt form. En ég tók líka þýddar sögur sem höfðu birst í blöðum fyrri alda og búið var að skanna á Tímarit.is. Ég ljóslas þær (breytti myndum í texta) með forriti og prófarkalas síðan til að geta gert úr þeim rafbækur. Þegar ég var að leita að spennandi efni í blöðum fyrri alda lenti ég oft í klípu. Það eitt og sér að saga hafi birst árið 1895 þýðir ekki endilega að hún sé laus úr höfundarétti. Höfundur- inn gæti vel hafa lifað í fi mmtíu ár til viðbótar og til að fi nna út úr því þurfti rannsóknarvinnu. Stundum varð ég að leysa úr skammstöfunum eða aðgreina alnafna til að fi nna hið mikil- væga dánarár. Ef efnið var enn í höfundarétti fór málið ekkert lengra. Það að elta uppi afkomendur höfunda og fá samþykki hjá þeim er einfaldlega of mikið mál fyrir svona sjálfboða- vinnu. Sem dæmi um hve erfi ð leitin getur verið má nefna að ég skoðaði ákveðnar ævintýrabækur sem voru þýddar á þriðja áratug tuttugustu aldar. Miðað við dánardægur höfundar falla upprunalegu bækurnar úr höfundarétti eftir um tíu ár. Að gamni mínu skoðaði ég hvenær höfundaréttur á íslensku þýðingunni myndi renna út. Ég fann upplýsingar um að þýð- andinn hafi látist í hárri elli árið 1982, sem þýðir að þýðingin sjálf er í höfundarétti fram til ársloka 2052. Ég fl etti manninum upp í minningargreinum og sá að hann hafði eignast níu börn (sem voru ekki einu sinni nafngreind). Má gera því skóna að fl est börn þýðandans lifi nú annað hvort í hárri elli eða séu nú þegar látin. Þá hefur rétturinn færst til barnabarna eða jafn- vel barnabarnabarna. Það má því álykta að höfundarétturinn deilist á tugi manna í dag.1 1. Raunar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að passa upp á höfundarétt íslenskra þýðenda sem voru ekki bundnir af slíkum takmörkunum þar sem Ísland varð ekki aðili að Bernarsáttmálanum fyrr en um miðja tuttugustu öld og gátu því löglega þýtt efni hvaða höfundar sem þeir vildu (þó einhverjir þeirra hafi vissulega fengið leyfi ) (Páll Sigurðsson, 1994). Óli Gneisti Sóleyjarson er með BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði, MA gráðu í þjóðfræði, diplómugráðu í opinberri stjórnsýslu og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun. Hann hefur meðal annars starfað á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Borgarbókasafni, sinnt stundakennslu í Háskóla Íslands. Er nú forstöðumaður Bókasafns Iðnskólans í Hafnarfi rði og kennir stöku sinnum um rafbækur og rafbókagerð í Endurmenntun Háskóla Íslands. Stafræn endurgerð texta Höfundaréttur og lýðvistun

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.