Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 34

Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 34
34 bókasafnið 37. árg. 2013 í þriðja lagi að ekki kvæði nógu mikið að frumsömdu skýring- unum til þess að þær gætu skapað honum höfundarétt. For- málar sem Guðni ritaði töldust hins vegar hans höfundaverk og var því útgefandi talinn bera fébótaábyrgð. Gissur Berg- steinsson skilaði sératkvæði og taldi að Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar hefði brotið gegn einkarétti íslenska ríkisins til útgáfu fornrita. Samkvæmt þessum dómi gæti ég tekið allar fornritaútgáfur sem hér um ræðir að undanskildum formálum, skannað þær inn og gert úr þeim rafbækur. Um leið hlýtur hið sama að gilda um margar aðrar fornritaútgáfur. Vafamálið er hvort þær skýr- ingar sem fylgja textum teljist nægilega sjálfstæðar og frum- legar til þess að veita höfundi þeirra vernd. Slík ákvörðun getur orðið mörgum að þröskuldi þegar kemur að endurgerð. Væntanlega getum við einnig yfirfært niðurstöður þessa dóms á þjóðsagnasöfn. Raunar má segja að höfundaréttur að slíkum söfnum sé ætíð vafamál þar sem sögurnar sjálfar eiga varla höfund í þeirri merkingu sem lögin leggja í orðið. Þjóð- sagnasafnarinn hefur yfirleitt verið sá eini sem hefur fengið greitt fyrir verk sitt en það er vafasamt að eigna honum nokk- urn rétt á sögunum sem hann hefur hvergi komið nálægt að semja. Hann gæti þó mögulega gert kröfu til 25 ára verndar samkvæmt a-lið 44. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Sagnamenn- irnir sjálfir uppfylla sjaldan eða aldrei skilyrði frumleika og sjálf- stæðis þegar um er að ræða sögur sem hafa gengið mann frá manni í margar kynslóðir. Þjóðsögur eru í sjálfu sér skapandi verk sem hafa aldrei fallið innan ramma höfundalaga. Líklega er helsti vandinn við mögulega stafræna endurgerð á verkum sem falla undir það dómafordæmi sem við höfum hér sá að fáir vilja taka þá áhættu að lenda í lögsókn frá þeim sem telja sig eiga einkarétt til útgáfu og dreifingar samkvæmt höfundalögum. Þar skortir menn hugrekki Ragnars, Halldórs og Stefáns til að skapa fordæmi. Rafbókavefurinn útg. 2.0 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um Vefinn útg. 2.0 (e. Web 2.0). Samkvæmt þeirri hugmyndafræði eiga notendur að vera virkir gerendur frekar en óvirkir neytendur (O’Reilly, 2005). Rafbókavefurinn hefur markað sér þá stefnu að virkja notendur sína - að nota aðferð sem kallast lýðvistun (e. crowd sourcing). Lýðvistun snýst um að fá almenning til að aðstoða við stór verkefni. Þetta er til dæmis sú leið sem Wikipedia fer til að skrifa sína alfræði. Eftir að ég skilaði af mér lokaverkefninu (Óli Gneisti Sól- eyjarson, 2012) fór ég að velta fyrir mér næstu skrefum með Rafbókavefinn. Haustið 2012 hóf ég störf á bókasafni Iðnskól- ans í Hafnarfirði og fékk þá fljótt vilyrði frá skólameistara um að ég mætti, allavega í hófi, telja það hluta af mínu starfi að vinna að Rafbókavefnum. Þá kom til sögunnar kunningi minn, Svavar Kjarrval, sem upp á sitt einsdæmi bjó til bókaskanna. Hann stefndi að því að nota þetta tæki til að mynda bækur sem komnar væru úr höfundarétti. Ég sá strax að þarna lægi stórkostlegt tækifæri til að koma þessu efni á rafbókaform. En það vantaði þó ákveðin verkfæri. Þegar myndaður texti er ljóslesinn verða alltaf villur - allavega á íslenskum texta. Gutenberg verkefnið (www.gutenberg.org) sem vinnur að því að koma textum úr höfundarétti á rafrænt form hefur ákveðna lausn á þessu. Þar koma til dreifðir próf- arkalesarar sem hafa sett upp vefkerfi þar sem einstaklingar geta skráð sig inn og leiðrétt ljóslesinn texta. Þeir fá mynd af blaðsíðu að ofan og textaritil fyrir neðan sem inniheldur texta sem hægt er að laga. Dreifðu prófarkalesararnir tilheyra sam- félagi frjálsrar menningar og því gefa þeir hverjum sem er færi á að nota vefkerfið sitt (sjá nánar á http://www.pgdp.net). Fyrrnefndur Svavar Kjarrval tók að sér að setja upp þetta vefkerfi á léni Rafbókavefsins. Greinarhöfundur hefur síðan þá verið að vinna við þýðingu á kerfinu og laga leiðbeiningar að íslensku. Þegar þessi orð eru rituð eru nokkur prufuverkefni í gangi og vonast er til þess að kerfið verði opnað almenningi áður en langt um líður. Leiðréttingarkerfið virkar þannig að þegar prófarkalesarar skrá sig í það geta þeir valið hvaða texta þeir lesa yfir. Því fylgir sá kostur að þeir geta kosið áhugaverð verkefni fram yfir þau sem þykja óspennandi, er gerir það von- andi að verkum að þær bækur sem klárast fyrst eru þær sem fólk vill lesa. Til viðbótar við vefkerfi dreifðs prófarkalesturs hefur Rafbókavefurinn fengið vilyrði frá Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum um að nýta gagnvirka leiðréttingar- kerfið Skramba sem Jón Friðrik Daðason og Kristján Rúnarsson hafa verið að þróa þar undir umsjón Kristínar Bjarnadóttur. Um leið er stefnt á að Rafbókavefurinn skili af sér fullunnum textum í ritmálssafn stofnunarinnar. Lýðvistun sparar peninga Lýðvistun af því tagi sem ég hef lýst leiðir til þess að mögulegt verður að lesa yfir mikið magn texta án þess þó að verða fyrir miklum fjárútlátum. Í umræðu um verðlag á rafbókum lét Egill Örn Jóhannsson (2012), framkvæmdarstjóri Forlagsins eftir- farandi orð falla um þann kostnað sem liggur að baki útgáfu Heimsljóss á rafbókaform: Kostnaður við rafbókargerðina nam fleiri hundruð þús- undum vegna þessa (prófarkalestur einn og sér er veru- legur). Ég geri ráð fyrir [að] Forlaginu takist seint að ná inn kostnaði vegna þessa, og myndi litlu breyta hvort bókin kostaði 990 krónur eða 3990. Í þessu dæmi þarf að hafa í huga að Heimsljós er bók í lengra lagi, á bilinu 500-700 blaðsíður eftir útgáfum. Einnig verður að nefna að stafsetning Halldórs Laxness gerir prófarkalestur líklega erfiðari en ella. Hins vegar gefur þetta okkur ákveðna hugmynd um kostnaðinn sem liggur að baki útgáfu af þessu tagi. Ef framkvæmdarstjóri Forlagsins telur að það muni ekki endilega svara kostnaði að gefa út eitt af þekktari verkum nóbelsskáldsins hljótum við að spyrja hvað þetta segi okkur um möguleikann á útgáfum af öðrum verkum. Væntanlega svarar það ekki kostnaði að gefa út minna þekkt verk Laxness á rafbók. Hið sama má líklega segja um verk hundruð höfunda sem hafa minni sölumöguleika en verk Laxness. Gæti verið að þúsundir bóka muni aldrei hafa nokkurn möguleika á því að komast á rafrænt form?

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.