Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 35

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 35
35 bókasafnið 37. árg. 2013 Hér er sjálfvirk vernd höfundaréttar líklega fyrst og fremst að vernda bókina frá áhugasömum lesendum. En vandamál eru til þess að leysa þau. Rafbókavefurinn hefur opið fyrir þann möguleika að skanna inn höfundaréttarvarðar bækur með leyfi rétthafa. Það mætti hins vegar spyrja hvort bókasöfn landsins, og þá sérstaklega Landsbókasafn Íslands - Háskóla- bókasafn, ættu ekki að bjóða upp á og hvetja til þess að höf- undarétthafar bóka sem ekki er hægt að koma á framfæri með krafti markaðsafla gefi rétt sinn eftir. Þannig gætu bókasöfn, eða frjáls verkefni eins og Rafbókavefurinn, tekið að sér að koma þessum bókum á rafrænt form. Ég á erfitt með að trúa öðru en að ótal höfundarétthafar séu spenntir fyrir því að koma verkum til almennings á þennan hátt. Vandinn myndi felast frekar í að hafa ekki undan verkum en að erfitt verði að fá þau inn á borð og þá mun lýðvistun verða valkostur sem ekki er hægt að líta framhjá. Lýðvistun á fleiri sviðum Sú reynsla sem fæst með dreifðum prófarkalestri Rafbókavefs- ins mun nýtast öðrum lýðvistunarverkefnum í framtíðinni. Í versta falli getum við, hið minnsta, farið yfir þau mistök sem voru gerð. Lýðvistun er svo sannarlega stórkostlegt tól sem bóka-, skjala-, ljósmynda- og jafnvel minjasöfn geta nýtt sér. Í Ástralíu hefur þessi aðferð verið notuð til að prófarkalesa texta skannaðra dagblaða. Er einhver ástæða fyrir því að taka ekki upp þessa aðferð hjá Tímarit.is? Það eru líka til dæmi um lýðvistun á skráningu upplýsinga um ljósmyndir. Hvað hamlar því að íslensk ljósmyndasöfn geri það sama? Í grein sinni um ástralska verkefnið bendir Rose Holley (2010) á að velvilji al- mennings í garð slíkra stofnana geri það að verkum að fólk sé líklegt til að taka þátt í lýðvistunarverkefnum á þeirra vegum. Ef við tökum næsta rökrétta skref frá dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins má velta því fyrir sér hvort það sé einhver ástæða fyrir því að lýðvistun geti ekki virkað til að skrifa upp pappírshandrit, sendibréf og jafnvel texta fornbókamennt- anna af skinni. Hve margir sagnfræðinemar hafa lært handrita- lestur án þess að hafa notað þá þekkingu á hagnýtan hátt? Við getum til dæmis gengið út frá því að texti hafi þrjár umferðir af lýðvistuðum yfirlestri og uppskrift þar sem fyrsti skrifar upp og næstu tveir leiðrétta áður en fræðimaður kemur að verkinu. Í einhverjum tilfellum er ekki einu sinni þörf á aðkomu fræði- manns. Að geta nýtt sér þekkingu og velvild almennings er til mikilla hagsbóta. Margt af því sem lýðvistun gerir mögulegt væri aldrei hægt að framkvæma á annan hátt. Við höfum ekki tækni, fjármagn eða mannafla til þess að vinna öll þessi verk. Lýðurinn, almenningur getur komið okkur til bjargar. Ráð fyrir lýðvistun frá Rose Holley. Ráð 1: Hafðu skýrt markmið á aðalsíðu vefs þíns (þarf að vera stór áskorun). Ráð 2. Hafðu skýringarmynd sem sýnir hvernig gengur að ná markmiðinu. Ráð 3: Gættu vel að því að allt notendaumhverfið sé auðvelt í notkun, fljótlegt og traust. Ráð 4: Hafðu verkið auðvelt og skemmtilegt. Ráð 5: Verkið þarf að vera áhugavert. Ráð 6: Nýttu atburði líðandi stundar ef þeir geta hjálpað þér. Ráð 7: Haltu vefnum virkum með því að bæta við nýju efni og verkefnum. Ráð 8: Veittu sjálfboðaliðunum valkosti. Ráð 9: Hafðu árangur vinnunnar sýnilegan. Ráð 10: Gefðu sjálfboðaliðum þínum tækifæri til þess að gera sig sýnilega ef þeir vilja fá hrós og viðurkenningu fyrir vinnu sína. Ráð 11: Verðlaunaðu þá sem mestu koma í verk með stigveldi sem hvetur til samkeppni. Ráð 12: Skapaðu umhverfi þar sem sjálfboðaliðar geta átt samskipti og þar með byggt upp liðsanda og bakland. Ráð 13: Komdu fram við „ofur“ sjálfboðaliða þína með virð- ingu og hlustaðu á ábendingar þeirra. Ráð 14: Gerðu ráð fyrir að sjálfboðaliðar geri hlutina rétt en ekki rangt. Heimildir: Egill Örn Jóhannsson (2012, 14 september). [Svar við bloggfærslu]: „Rán- dýru rafbækurnar“ í Málbeinið. Sótt 16. september 2012 af http://mal- beinid.wordpress.com/2012/09/14/randyru-rafbaekurnar/ Einar Arnórsson. (1953). Stjórnarskráin og Hrafnkötlumálið. Tímarit lög- fræðinga, 3 (1) 14-26. Eiríkur Örn Norðdahl. (2011). Ást er þjófnaður. Perspired by Iceland og SLIS. Haraldur Guðnason. (1979, 10. febrúar). „SKRÍLÚTGÁFA“ á Laxdælu og „HATURSÚTGÁFA“ á Njálu: Fyrri hluti. Lesbók Morgunblaðsins, 4-5, 14-15. Holley, Rose. (2010). Crowdsourcing: How and Why Should Libraries Do It?. D-Lib Magazine 16 (3/4). Sótt 10. september af http://www.dlib.org/ dlib/march10/holley/03holley.html Hrafnkatla: Halldór Kiljan Laxness gaf út með lögboðinni stafsetningu íslenzka ríkisins. (1942). Reykjavík: Halldór Laxness, Ragnar Jónsson og Stefán Ögmundsson. Hrd. 1943, bls. 237 (nr. 118/1942) Hrd. 1950, bls. 353 (nr. 124/1947) Höfundalög nr. 73/1972 Jónas Jónsson (1941, 11. október). „Fornbókmenntirnar í svaðið“. Tíminn, 402. Lög um rithöfundarétt og prentrétt nr. 13/1905 Lög um breytingu á lögum nr. 13. 20. okt. 1905, um rithöfundarétt og prentrétt nr. 127/1941. O’Reilly, Tim (2005, 30. september). What Is Web 2.0: Design Patterns and Business Models for the Next Generation of Software. O’Reilly Media. Sótt 23. október 2012 af http://oreilly.com/web2/archive/what-is- web-20.html Óli Gneisti Sóleyjarson. (2012). Rafbókavefurinn: íslenskar rafbækur í opnum aðgangi. Óbirt MA-ritgerð: Háskóli Íslands, Hugvísindasvið. Páll Sigurðsson. (1995). Höfundaréttur: Meginreglur íslensks réttar um höf- unda vernd. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.