Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 36
36
Útdráttur
Þessi grein byggist á lokaverkefni (BA) mínu í bókasafns- og
upplýsingafræði við Háskóla Íslands sem fjallar um eigindlega
rannsókn er gerð var á umfjöllun þriggja íslenskra fréttavef-
miðla um WikiLeaks samtökin. Skoðaðir voru þrír fréttavef-
miðlar: mbl.is, vísir.is og DV.is. Leitast var við að svara eftirfar-
andi rannsóknarspurningum: Hvernig umfjöllun fær Wiki-
leaks á þessum vefmiðlum? Er munur á milli þessara vefmiðla
á þeirri umfjöllun sem Wikileaks fær? Við framkvæmd rann-
sóknarinnar var innihaldsgreining notuð. Leitað var eftir um-
fjöllunum á fréttavefmiðlunum með fyrirfram ákveðnum efn-
isorðum sem tengdust WikiLeaks. Lesið var yfir þær umfjall-
anir sem voru síðan greind í nokkur þemu. Að því loknu var
hver umfjöllun talin niður í ákveðna flokka. Helstu niðurstöður
voru þær að umfjöllunin á milli fréttavefmiðlanna þriggja var
frekar svipuð hvað varðaði innihald. Enginn fréttamiðlanna
þriggja fjallaði sérstaklega né meira en hinir um málefni sem
tengdust WikiLeaks. Hinsvegar var munur á því hversu mikla
áherslu fréttavefmiðlarnir lögðu á ákveðin umfjöllunarefni
tengd WikiLeaks.
Inngangur
WikiLeaks samtökin eru mjög umdeild og hafa verið áberandi
í umræðunni um upplýsingafrelsi undanfarin ár og hafa upp-
lýsingalekar þeirra vakið mikla athygli um allan heim. Þeir
upplýsingalekar sem þau hafa staðið að tengjast mörgum að-
ilum og mörgum löndum, þar á meðal Íslendingum og Ís-
landi. Af þeim ástæðum taldi höfundur áhugavert að athuga
hverskonar umfjöllun samtökin væru að fá á þremur íslensk-
um fréttavefmiðlum og hve mikla. Ástæðan fyrir því að frétta-
vefmiðlanir mbl.is, vísir.is og DV.is voru valdir var sú að þeir
töldust vera helstu fréttavefmiðlar landsins að mati höfundar.
WikiLeaks samtökin
Þann 4. október 2006 var lénið WikiLeaks.org stofnað af Julian
Assange, einum af forsprökkum WikiLeaks samtakanna og
markaði það upphaf þeirra. Þrátt fyrir ungan aldur hafa sam-
tökin sett mark sitt á heim upplýsinga með því að miðla um-
deildum og að mörgu leyti mikilvægum upplýsingum til al-
mennings. Upplýsingar, sem sumir einstaklingar, fyrirtæki og
yfirvöld eru gjarnan á móti að komi fyrir augu almennings
(Assange, 2011).
WikiLeaks fær oftast upplýsingar frá nafnlausum heimilda-
mönnum í gegnum Netið þó þau taki líka stundum við upp-
lýsingum í eigin persónu. Starfsfólk samtakanna vinnur sífellt
að því að þróa örugga og nýstárlega tækni sem gerir fólki
kleift að miðla upplýsingum rafrænt til samtakanna eða ann-
arra miðla á öruggan og fljótlegan hátt. WikiLeaks gefa aldrei
upplýsingar um heimildamenn sína og reyna eftir fremsta
megni að vernda nafnleysi þeirra. Þegar samtökunum berast
upplýsingar fer af stað ferli þar sem uppruni þeirra og trú-
verðugleiki er rannsakaður. Leitað er eftir því hvort upplýsing-
arnar séu sannar og réttar með ýmsu móti. Þegar upplýsing-
arnar hafa svo verið sannreyndar skrifa fréttamenn WikiLeaks
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar er bókasafns- og upplýsingafræðingur, BA og stundar nú nám til
meistaragráðu í sömu fræðum við Háskóla Íslands.
WikiLeaks og frelsi til upplýsinga
Rannsókn á umfjöllun þriggja íslenskra fréttavefmiðla um WikiLeaks