Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 38

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 38
38 bókasafnið 37. árg. 2013 Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig umfjöllun fær WikiLeaks á þessum vefmiðlum? Er munur á milli þessara vefmiðla á þeirri umfjöllun sem WikiLeaks fær? Við flokkun og greiningu á þeim gögnum sem fundust við leit á vefmiðlunum þremur var stuðst við aðferðir Amir Mar- vasti sem hann gerir grein fyrir í bók sinni, Qualitative Research in Sociology frá árinu 2004. Í henni nefnir hann aðferð sína við öflun gagna og innihaldsgreiningu á efni sem tengdist einni rannsókn hans. Hann byrjaði á að ákveða hvaðan hann ætlaði að afla gagna og hvernig gögn hann ætlaði að skoða. Síðan tók hann að lesa yfir gögnin og greina þau þemu sem komu fram í hverri umfjöllun. Að lokum taldi hann hverja umfjöllun fyrir sig og flokkaði niður í ákveðin þemu (Marvasti, 2004). Í tilviki rann- sóknar höfundar um WikiLeaks var hægt að þemagreina mis- munandi umfjallanir um WikiLeaks, til dæmis umfjöllun um fréttir sem tengjast lekum eða umfjöllun um einkalíf Julian Assange. Valin voru nokkur efnisorð til að leita að efni um WikiLeaks á vefmiðlunum þremur sem gáfu margvíslegar en ólíkar niður- stöður. Meðal efnisorða voru: Julian Assange, WikiLeaks, Data Cell og International Modern Media Institute. Umfjallanirnar voru allt frá því að vera litlir fréttabútar upp í að vera stór og mikil viðtöl. Nokkrar umfjallanir töldust ekki tengjast WikiLeaks nægjanlega þótt þær kæmu upp í heimildaleit. Við gagnaleit á vefmiðlunum þremur komu í ljós annmarkar sem rekja má til mismunandi gæða þeirra leitarvéla sem þeir bjóða upp á við leit að ákveðnu efni á vefsíðum þeirra. Á mbl.is er notuð leitarvél sem er sérstaklega hönnuð fyrir leit í gagna- grunnum vefmiðilsins. DV.is og vísir.is styðjast hinsvegar við Google Custom Search, leitarvél sem vissulega hefur sína kosti en er ekki gerð sérstaklega fyrir gagnagrunn þeirra vefmiðla. Þar af leiðandi gefur hún mögulega ekki rétta mynd af því efni sem er annars að finna á þeim. Svo virðist sem að fleiri niður- stöður fáist á vef mbl.is heldur en hjá vísir.is og DV.is. Að auki fylgir sá galli leitarvél vísir.is og DV.is að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda niðurstaðna sem birtast, sýnir leitarvélin þær ekki allar. Því er ekki hægt að fullyrða að um tæmandi leit hafi verið að ræða á vefmiðlunum þremur og að hugsanlega leynast þar gögn með umfjöllun sem ekki komu fram við leit. Niðurstöður Að lokinni efnisleit og gagnagreiningu á vefmiðlunum þremur var farið að vinna með þær umfjallanir sem fundust höfðu og bera þær saman. Þær voru settar upp í töflur til að fá betri yfirsýn yfir hvernig hver umfjöllun skiptist hlutfallslega milli vefmiðlanna. Þeim var skipað í fimm yfirflokka: 1. Almenn umfjöllun um WikiLeaks, 2. Umfjöllun um starfsemi og rekstur WikiLeaks, 3. Umfjöllun um upplýsingaleka WikiLeaks, 4. Barátta WikiLeaks, 5. Umfjöllun um málefni sem tengjast einkalífi Julian Assange (sjá mynd 1). Eftir nánari greiningu kom í ljós að hver yfirflokkur hafði að geyma nokkra undirflokka. Yfirflokkar voru auðkenndir með tölustöfum, en undirflokkar með tölustaf yfirflokks ásamt bókstaf (sbr. mynd 2 og 3). Í þessari grein verður aðeins fjallað um tvo þeirra ásamt undirflokkum: Umfjöllun um upplýsingaleka WikiLeaks (3) og umfjöllun um málefni sem tengjast einkalífi Julian Assange (5). Fyrst skal greint frá samanburði á yfirflokkunum fimm sem fundust við greiningu gagna. Á mynd 1 sést hvernig hver umfjöllun skiptist hlutfallslega á milli vefmiðlanna þriggja. Í vinstri dálki má sjá númer og heiti yfirflokkanna, en í þeim hægri hvernig umfjöllunin skiptist hlutfallslega í hvern flokk fyrir sig. Áhugavert er að sjá að þótt sömu þemu eða yfirflokkar einkenni umfjöllunina hjá vefmiðl- unum þremur er tíðni umfjöllunar ekki sú sama á milli vefmiðl- anna. Það sem var sameiginlegt með vefmiðlunum þremur var sú umfjöllun sem var algengust og sú umfjöllun sem var óalgeng- ust. Umfjöllun 3 um upplýsingaleka WikiLeaks var algengust. Með henni er átt við almenna og sértæka umfjöllun um þau gögn sem WikiLeaks hefur lekið eins og hinum umtöluðu sendiráðspóstum. Ástæður fyrir háa tíðni umfjöllunar um upp- lýsingaleka WikiLeaks geta verið margar. Eins og komið hefur fram hér á undan hafa WikiLeaks samtökin mikil tengsl við Ís- land og hefur eitthvað af þeim upplýsingum sem samtökin hafa lekið tengst Íslandi beint. Nánar um tölur og tíðni um- fjöllunarinnar má sjá á mynd 2. Hin almenna umfjöllun um Wiki- leaks (1) var sú óalgengasta á öllum vefmiðlunum, en með henni er átt við sögu, tilgang og stefnu WikiLeaks. Það kom á óvart hversu litla umfjöllun hún fékk á vefmiðlunum eða 1%. Tíðni umfjöllunar í hinum þremur flokkunum, eða flokkum númer 2, 3 og 4 var hins vegar ólík milli vefmiðla. Umfjöllun 4 um baráttu WikiLeaks inniheldur allar þær umfjallanir sem tengjast baráttu WikiLeaks við hin ýmsu fjármálafyrirtæki sem og tilraunir einstaklinga, fyrirtækja og yfirvalda til að þagga niður í samtökunum. Þessi umfjöllun var sú næst algengasta hjá DV.is eða 26%. Aftur á móti var umfjöllun 5 um málefni sem tengjast einkalífi Julian Assange næst algengust hjá mbl.is og vísir.is eða 26% og 30%. Með þeirri umfjöllun er átt við pers- ónulegar umfjallanir á Assange, hvort sem þær tengjast ákærum sem hann sætir vegna kynferðisbrota eða ekki. Yfirflokkar  -­‐  samanburður Tíðni % Tíðni % Tíðni % 1.  Almenn  umfjöllun  um  WikiLeaks 3 1% 1 1% 1 1% 2.  Umfjöllun  um  starfsemi  og  rekstur  WikiLeaks 61 17% 17 12% 15 14% 3.  Umfjöllun  um  upplýsingaleka  WikiLeaks 154 42% 55 38% 38 36% 4.  Barátta  WikiLeaks 56 15% 27 19% 28 26% 5.  Umfjöllun  um  málefni  sem  tengjast  einkalífi  Julian  Assange 94 26% 43 30% 25 23% Samtals 368 100% 143 100% 107 100% Mynd  1 Mbl.is Vísir.is DV.is Yfirflokkar  -­‐  samanburður Tíðni % Tíðni % Tíðni % 1.  Almenn  umfjöllun  um  WikiLeaks 3 1% 1 1% 1 1% 2.  Umfjöllun  um  starfsemi  og  rekstur  Wik Leaks 61 17% 17 12% 15 14% 3.  Umfjöllun  um  upplýsingaleka  WikiLeaks 154 42% 55 38% 38 36% 4.  Barátta  WikiLeaks 56 15% 27 19% 28 26% 5.  Umfjöllun  um  mále ni  sem  tengjast  e nkalífi  Julian  Assange 94 26% 43 30% 25 23% Samtals 368 100% 143 100% 107 100% Mynd  1 Mbl.is Vísir.is DV.is Yfirflokkar  -­‐  samanburður Tíðni % Tíðni % Tíðni % 1.  Almenn  umfjöllu    WikiLeaks 3 1% 1 1% 1 1% 2.  Umfjöllun  u  starfse i  og   ekstur  WikiLe ks 61 17% 7 12% 15 14% 3.  Umfjöllun  u  upplýsingaleka  WikiL aks 154 42% 55 38% 38 36% 4.  Barátta  WikiLeaks 56 15% 27 19% 28 26% 5.  Umfjöllun  u  málefni  se  t ngjast  einkalífi  Jul an  Assa e 94 26% 3 30% 25 23% Samtals 368 100% 143 1 0% 107 1 0% Mynd  1 Mbl.is Vísir.is DV.is Yfirflokkar  -­‐  samanburður Tíðni % Tíðni % Tíðni % 1.  Almenn  umfjöllun  um  WikiLeaks 3 1% 1 1% 1 1% 2.  Umfjöllun  um  starfsemi  og  re tur  WikiLeaks 61 17% 17 12% 15 14% 3.  Umfjöllun  um  upplýsingaleka  WikiLeaks 154 42% 55 38% 38 36% 4.  B rátta  WikiLeaks 56 15% 27 19% 28 26% 5.  Umfjöllu  um  mál fni   em  t ngjast  eink lífi  Julian  Assange 94 26% 43 30% 25 23% Samtals 68 100% 143 10 % 107 100% Mynd  1 Mbl.is í ir.is DV.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.