Bókasafnið - 01.05.2013, Page 40
40
bókasafnið 37. árg. 2013
Umræða
WikiLeaks samtökin hafa greinilega sett sitt mark á heim
upplýsingafræða með baráttu sinni fyrir upplýsingafrelsi og
frjálsri fjölmiðlun. Samtökin hafa veitt heiminum aðgang að
upplýsingum sem vakið hefur almenning til umhugsunar um
hvort raunverulegt gagnsæi ríki í starfsemi yfirvalda og
fyrirtækja. Samtökin eru þó umdeild og óhætt er að segja að
ólíkar skoðanir ríki meðal fólks um gagnsemi og starfsemi
þeirra og hvort upplýsingalekar samtakanna eigi rétt á sér.
Rannsóknin sem þessi grein fjallar um gaf ýmsar áhugaverðar
niðurstöður (Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, 2012). Til
dæmis kom það ekki á óvart að umfjöllun um það efni sem
upplýsingalekar WikiLeaks innihalda væri algengust, hvort
sem hún tengdist Íslandi sérstaklega eða ekki. Áætla má að
WikiLeaks fái mesta umfjöllun á flestum vefmiðlum heims
vegna þeirra upplýsingaleka sem þeir hafa staðið að og
fjölmiðlar, ekki bara íslenskir, hafa verið duglegir að gera þeim
gögnum skil sem WikiLeaks hafa lekið. Það kemur þó á óvart
hve gríðarlega mikla umfjöllun málefni sem tengjast einkalífi
Julian Assange fá, mögulega á kostnað annarra málefna sem
tengjast samtökunum. Í þeim flokki sést að umfjöllun um
ákærur á hendur Julian Assange vegna meintra kynferðisbrota er
langmest enda birtist sú umfjöllun oft í öðrum umfjöllunum
um WikiLeaks, þeim sem tengdust ekki einkalífi Julian Assange
á nokkurn hátt.
Því má velta fyrir sér af hverju umfjallanirnar skiptast líkt og
þær gera hjá vefmiðlunum þremur. Mögulega eru áherslurnar
gagnvart allri umfjöllun um WikiLeaks misjafnar hjá hverjum
vefmiðli fyrir sig. Sumir gætu lesið út úr þessum niðurstöðum
og haldið því fram að vefmiðlarnir séu hlutdrægir, þess vegna
fjalli einn þeirra meira en hinir um ákærur á hendur Julian
Assange vegna meintra kynferðisbrota og svo framvegis. Eitt
er þó víst að umfjöllunin er eins á vefmiðlunum þremur þegar
kemur að innihaldi hennar. Enginn vefmiðlanna fjallaði
sérstaklega eða mikið um eitthvað tengt WikiLeaks sem hinir
fjölluðu ekki um og þess vegna var hægt að nota sömu yfir- og
undirflokka við greiningu á gögnum vefmiðlanna þriggja.
Umfang hverrar umfjöllunar var svo mismunandi eftir frétta-
vef miðli eins og áður hefur komið fram.
Í þessari rannsókn var eingöngu skoðað magn og eðli þeirra
umfjallana sem fundust um WikiLeaks á vefmiðlunum þremur.
Áhugavert væri að gera rannsókn um hvort umfjöllun þessara
vefmiðla um WikiLeaks væri hlutdræg. Eins væri athyglisvert
að skoða umfjöllun um WikiLeaks í prentútgáfu þessara þriggja
vefmiðla en þeir gefa allir út sitt eigið dagblað.
Abstract
This article contains an overall take on the WikiLeaks
organisation where some of their information leaks are
mentioned as well as a discussion on some of the critique that
the organisation has received. The article is based on a
qualitative study which was done as part of a thesis towards a
BA degree in Library and information science at the University
of Iceland. The purpose of the study was to see how much and
what type of media coverage the WikiLeaks organisation
received from three Icelandic news sites during a specific time
period. The news sites that were studied were mbl.is, vísir.is and
DV.is. The main findings were that the coverage was quite
similar between the three news sites when it comes to its
contents. None of the news sites covered a specific topic which
the other news sites didn‘t cover. However there was a
difference on how much emphasis the news sites had on topics
involving WikiLeaks.
Yfirflokkar
-‐
samanburður Tíðni % Tíðni % Tíðni % 3.
Umfjöllun
um
upplýsingaleka
WikiLeaks
-‐
samanburður Tíðni %
1.
Almenn
umfjöllun
um
WikiLeaks 3 1% 1 1% 1 1% Mbl.is
2.
Umfjöllun
um
starfsemi
og
rekstur
WikiLeaks 61 17% 17 12% 15 14% 3a.
Almenn
umfjöllun
um
upplýsingaleka
WikiLeaks 23 15%
3.
Umfjöllun
um
upplýsingaleka
WikiLeaks 154 42% 55 38% 38 36% 3b.
Umfjöllun
sem
inniheldur
tilkynningar
um
leka 16 10%
4.
Barátta
WikiLeaks 56 15% 27 19% 28 26% 3c.
Umfjöllun
um
efni
sem
kemur
fram
í
skjölum
WikiLeaks 86 56%
5.
Umfjöllun
um
málefni
sem
tengjast
einkalífi
Julian
Assange 94 26% 43 30% 25 23% 3d.
Umfjöllun
um
efni
sem
tengist
Íslandi
og
kemur
fram
í
skjölum
WikiLeaks 29 19%
Samtals 368 100% 143 100% 107 100% Samtals 154 100%
Mynd
1 Vísir.is
3a.
Almenn
umfjöllun
um
upplýsingaleka
WikiLeaks 5 9%
3b.
Umfjöllun
sem
inniheldur
tilkynningar
um
leka 8 15%
3c.
Umfjöllun
um
efni
sem
kemur
fram
í
skjölum
WikiLeaks 12 22%
3d.
Umfjöllun
um
efni
sem
tengist
Íslandi
og
kemur
fram
í
skjölum
WikiLeaks 30 55%
Samtals 55 100%
DV.is
3a.
Almenn
umfjöllun
um
upplýsingaleka
WikiLeaks 12 32%
3b.
Umfjöllun
sem
inniheldur
tilkynningar
um
leka 6 16%
3c.
Umfjöllun
um
efni
sem
kemur
fram
í
skjölum
WikiLeaks 17 45%
3d.
Umfjöllun
um
efni
sem
tengist
Íslandi
og
kemur
fram
í
skjölum
WikiLeaks 3 8%
Samtals 38 100%
Mynd
2
5.
Umfjöllun
um
málefni
sem
tengjast
einkalífi
Julian
Assange
-‐
samanburður Tíðni %
Mbl.is
5a.
Umfjöllun
um
ákærur
á
hendur
Julian
Assange
vegna
meintra
kynferðisbrota 82 87%
5b.
Almenn
umfjöllun
sem
tengist
Julian
Assange
persónulega 12 13%
Samtals 94 100%
Vísir.is
5a.
Umfjöllun
um
ákærur
á
hendur
Julian
Assange
vegna
meintra
kynferðisbrota 36 84%
5b.
Almenn
umfjöllun
sem
tengist
Julian
Assange
persónulega 7 16%
Samtals 43 100%
DV.is
5a.
Umfjöllun
um
ákærur
á
hendur
Julian
Assange
vegna
meintra
kynferðisbrota 20 80%
5b.
Almenn
umfjöllun
sem
tengist
Julian
Assange
persónulega 5 20%
Samtals 25 100%
Mynd
3
Mbl.is Vísir.is DV.is