Bókasafnið - 01.05.2013, Side 46

Bókasafnið - 01.05.2013, Side 46
46 bókasafnið 37. árg. 2013 talið mikilvægt að hanna skjalaflokkunarkerfi þannig að sem minnst hætta sé á að skjal geti flokkast á fleiri en einn stað (Robek o.fl., 1995; CECA, 2008). Í fjórða lagi voru allir viðmælendurnir nema einn, sem ekki hafði skoðun á málinu, sammála um að endurskoða þyrfti skjalaflokkunarkerfið enda hefði það úrelst í áranna rás. Einn viðmælendanna hafði til dæmis orð á því að flokkarnir al- mennt efni og ýmislegt væru of mikið notaðir. Því virðist sem úrelt skjalaflokkunarkerfi hafi haft hamlandi áhrif á skjala- vistunarferli starfsmanna stofnunar B. Regluleg endurskoðun skjalaflokkunarkerfa er einmitt nauðsynleg og telst mikilvæg- ur þáttur í innleiðingarferli skjalastjórnar- og skjalaflokkunar- kerfa. Má þar nefna verklagsreglur á borð við Málalykil Þjóð- skjalasafns Íslands (Kristjana Kristinsdóttir o.fl., 2009), ýmsa staðla og staðalígildi á borð við ÍST ISO 15489:2001, MoReq2 og DIRKS (Staðlaráð Íslands, 2005; CECA, 2008; National Archives of Australia, 2001) ásamt fjölda rannsókna og fræðilegra yfir- litsgreina (Cisco og Jackson, 2005; Bruno og Richmond, 2003; Bedford og Morelli, 2006; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2006b). Í fimmta lagi skipti máli að starfsfólk væri haft með í ráðum við hönnun skjalaflokkunarkerfisins. Þrír þátttakenda minnt- ust á að samvinna við notendur væri nauðsynleg við breyt- ingarnar og í þátttökuathuguninni var rætt um hversu jákvætt væri að starfsfólk hefði fengið að vera með í ráðum. Svo virðist sem virk þátttaka starfsfólks stofnunar B við endurhönnun skjalaflokkunarkerfis stofnunarinnar hafi haft hvetjandi áhrif á starfsfólk og aukið áhuga þess á skjalaflokkun og vistun skjala. Þátttaka notenda við þróun skjalaflokkunarkerfa er almennt talin mjög til bóta og hjálpa til við að gera kerfin notendavæn (Gregory, 2005; Jeffrey-Cook, 2005; Morelli, 2005; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2009). Í sjötta lagi hafði það hvetjandi áhrif ef tekið var tillit til þarfa starfsfólks varðandi skipulagningu, vistun og leit. Gar- rido (2008) telur að skjalavistunarvenjur fólks verði að skoða og taka með í reikninginn þegar nýtt skjalaflokkunarkerfi er hannað. Ef starfsfólki finnst t.d. þægilegt að flokka ákveðin skjöl eftir landssvæðum ætti að aðlaga flokkunarkerfið að því. Jones (2008) tekur í svipaðan streng þegar hann segir að koma þurfi til móts við þarfir starfsfólks. Þyki því til að mynda þægilegt að vinna með skjöl í möppum, sem eru algengur raf- rænn vistunarmáti, eigi kerfið að endurspegla það gagnvart notendum. Ef hönnuðir skjalaflokkunarkerfa koma til móts við notendur ætti það að hafa hvetjandi áhrif á skjalavistunarferli fólks (Garrido, 2008). Þarfir starfsfólks, markmið stofnunar Þegar skoðað var hvort munur væri annars vegar á þörfum og/ eða markmiðum starfsfólks þegar það flokkaði og héldi utan um skjöl sín og hins vegar á markmiðum með hinni opinberu skjalastjórn stofnunarinnar kom ákveðið misræmi í ljós. Allir viðmælendur geymdu skjöl utan RSSK og var enginn þeirrar skoðunar að öll skjöl ættu heima í einum gagnagrunni. Þetta kom einnig fram í rannsókn Garrido (2008) á skjalaskipulagi bankastarfsmanna. Sú hugsun að RSSK sé sameiginlegur geymslustaður fyrir nánast öll skjöl skipulagsheildarinnar virð- ist því yfirleitt fjarri starfsfólki. Inn í RSSK vildi fólk setja lokaút- gáfur af skjölum; móttekin og send bréf, skýrslur auk skjala sem greindu frá ákvarðanatöku starfsmanna. Skjöl utan RSSK voru til dæmis drög, ýmis afrit og langflest tölvuskeyti. Þetta samræmist rannsókn Garrido (2008), þar sem langfæst tölvu- skeyti virtust rata inn í RSSK og aðeins lokaútgáfur skjala þóttu þess verðar að fara þar inn. Svo virðist sem viðmælendum hafi verið umhugað um að setja ekki hvað sem er inn í RSSK og að skjal þyrfti að hafa ákveðið gildi eða gæði til þess að eiga þar sess. Ýmislegt getur haft áhrif á þessa skoðun fólks, til dæmis þær kröfur Þjóðskjalasafns Íslands að öllum skjölum RSSK skuli einnig skilað á prentuðu formi eða að öll skjölin inni í RSSK verði geymd um ókomna tíð. Einnig getur verið að fólk óttist að ef öll skjöl verði sett inn í RSSK yfirfyllist það og endi eins og tölvupósthólfið eða sameignin; troðfullur geymslustaður sem erfitt er að leita í. Athygli vekur að til þess að halda utan um skjölin sem ekki fóru inn í RSSK höfðu allir viðmælendur útbúið sér flokkunarkerfi af einhverju tagi. Þessi kerfi reyndust nokk- uð misjöfn hvað varðar skipulagningu og útfærslu en byggð- ust þó öll upp á möppum. Sum kerfin voru vandlega útfærð og ljóst að mikil vinna og reynsla lá þar að baki. Önnur kerfi voru aðeins lauslega sett upp og þegar skipulaginu sleppti voru notaðar möppur sem báru óljós nöfn á borð við „ýmislegt“ eða „annað“. Jones (2008) bendir á að allir reyni að skipuleggja skjölin sín. Þeir finna sér kerfi sem oftast inniheldur að minnsta kosti eina „ýmislegt“ möppu og getur það orsakað óljóst skipulag. Í rannsókn Garrido (2008) kemur ennfremur í ljós að þrátt fyrir að fólk útbyggi sér kerfi til að skipuleggja skjölin væri það oftast gert í flýti, jafnóðum og þörfin myndaðist. Endurskoðun væri sjaldnast viðhöfð og smám saman úreltist hluti kerfisins. Þegar margir starfsmenn vista á þennan hátt í sameiginlegu kerfi, til dæmis á sameign, margfaldast vandinn við að finna skjölin í frumskógi mappa sem margar bera óljós heiti og enn aðrar eru úreltar. Jones (2008) telur að ákveðið bil sé á milli þarfa skipulagsheildar og þarfa starfsmanna gagn- vart skjalamálum. Á meðan skipulagsheildin hallast að sam- ræmingu, samkvæmni og kerfisbundinni stjórn, forðast ein- stakir starfsmenn stífar reglur og verkferla og styðja sam- kvæmni einungis þegar þeim hentar. Skjöl þeirra lenda í lok- uðum hólfum á borð við einkadrif og deildardrif. Slíkt fyrir- komulag getur hindrað þekkingarstjórnun skipulagsheildar- innar og unnið á móti kerfisbundinni skjalastjórn. Þrátt fyrir að þetta geti mjög vel verið raunin má færa rök fyrir því að hér sé aðeins um að ræða ólíkar leiðir starfsfólks og stofnunar. Spurn- ingin er þá að hvaða markmiði leiðirnar liggja. Þrátt fyrir að flokkunarkerfi viðmælendanna væru að mörgu leyti ólík var aðalmarkmið fólks ætíð það að geta fundið skjölin aftur þegar á þyrfti að halda og á sem skemmstum tíma. Markmiðin með hinni opinberu skjalastjórn stofnunarinnar eru mun fleiri, svo sem að þær upplýsingar sem finnast í skjölunum hagnýtist stofnuninni, að tryggja öryggi skjalanna, að varðveita sögu stofnunarinnar og sjá til þess með geymslu- og grisjunaráætl- un að líftíma skjala verði stjórnað og skjöl safnist ekki upp. En segja má að höfuðmarkmiðið hljóti að vera að geta fundið skjölin aftur innan ásættanlegra tímamarka. Þannig reyndist

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.