Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 52

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 52
52 bókasafnið 37. árg. 2013 Eins og hjá fl eirum þá er svefnherbergið aðalvettvangur bókalesturs hjá undirrituðum. Fyrir kemur að texti vekur upp spennu, þannig að maður mætir nánast ósofi nn í vinnuna, en yfi rleitt er þetta átakalaus tími, gleraugu sett upp og nokkrar síður lesnar áður en svefninn sigrar. Svona gengur þetta kvöld eftir kvöld. Bækurnar eru misáhugaverðar, eins og gengur. Eins gaman og það nú er að detta niður í virkilega vel skrifaða bók svo að vart verði lestur stöðvaður, þá er nú frekar sjald- gæft að lenda í lífshættu við lestur. Það hefur nú samt hent undirritaðan. Þau eru ófá skiptin sem ég hef brosað í kampinn og hlegið lágt með sjálfum mér þegar hnyttilega er að orði komist, en nokkrum sinnum á minni hálfrar aldar lestrarævi hef ég fengið heiftarleg hlátursköst við lestur og það er ekkert grín. Ég er þeim ósköpum gæddur að hlæja tiltölulega hljóð- lausum hlátri með tilheyrandi hristingi. Standi hláturinn lengi yfi r, endar hann í óstöðvandi hósta. Þá stendur nákomnum ekki á sama. Þessi hláturstegund er ekki heppileg liggjandi uppí rúmi og ég hef stundum verið hætt kominn. Ekki oft, en samt vildi ég ekki hafa misst af þessum hættustundum. Nú er alkunna að kímnigáfa er misjöfn milli manna, kynslóða og jafnvel þjóða. Það sem einum fi nnst sniðugt fi nnst öðrum ekki. Fyndnar kringumstæður krefj ast þess oft að bæði sjón og heyrn eða mynd og hljóð þurfa að vera í lagi. Leikarar og brandarakarlar/-kerlingar hafa ýmis trix og hjálpargögn upp í erminni eins og svipbrigði, raddbeitingu og líkamstjáningu til að framkalla bros og hlátur. Auðvelt er að blekkja og gabba með kvikmynda- og hljóðtækni. En menn, sem einungis með því að setja stafi á blað og geta með því kallað fram dillandi hlátur, að ég tali ekki um hláturskast, hljóta að búa yfi r snilligáfu. Í desember las ég mér til ánægju nokkur jólaljóð eftir Þórð Helgason. Þau eru reyndar óútgefi n en höfundur var svo vinsamlegur að prenta þau út fyrir okkur hjónin. Þórður bregður upp alveg kostulegum myndum af jólahaldi í fáein- um orðum. SERÍA Jólaserían steindauð eins og venjulega og pabbi orðinn þúsund volta. JÓL Afi kemur með slaufu um hálsinn eins og kisa. KOMMI Helvítis kommar alltaf segir amma þegar afi situr fastur í kreppunni og harðneitar að fara heim nema hann fái að syngja Fram þjáðir menn í þúsund löndum kringum jólatréð. Að lokum er sæst á Maístjörnuna Ég gerði tilraun til að lesa ljóðin upphátt fyrir konuna mína, en komst ekkert áleiðis fyrir hósta og andköfum. Þá rifj aði ég upp fyrir sjálfum mér hvaða bækur eða bókakafl ar hefðu kall- að fram viðlíka líkamsviðbrögð. Og niðurstaðan varð þessi (með fyrirvara um gloppótt minni): Kafl ar úr skáldsögunni Bækur og líf Bókahlátur   Kristján Sigurjónsson er fréttamaður á RÚV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.