Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 53
53
bókasafnið 37. árg. 2013
Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls Ísfelds,
smásögurnar Klámhundurinn úr bókinni Ó fyrir framan eftir
Þórarin Eldjárn og Kóngurinn í Svíþjóð úr bókinni Veturnótta-
kyrrur eftir Jónas Árnason, frásögnin af smákökubakstri Bárðar
Killian í skáldsögunni Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason
og sagan af þorrablóti Íslendingafélagsins í Chicago úr bókinni
Bréf til Brands eftir Harald Bessason. Það er vel þess virði að líta
í þessar bækur og taka áhættu á að deyja ekki úr hlátri. Fyrir
nokkrum árum kom út bókin Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal
eftir Finnboga Hermannsson. Finnbogi ritar þar æviminningar
Steinólfs Lárussonar bónda í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í
Dölum. Eftirfarandi kafl i kemst samkvæmt spauggreind undir-
ritaðs á lista yfi r lífshættulegan lestur:
Bros trjónukrabbans
Steinólfur hefur í áranna rás varpað fram hugmyndum um
ýmsar nýjungar, eins og hér er greint frá. Þegar ég komst til vits
og ára fékk ég áhuga á að kanna dýralíf í Breiðafi rði með nýt-
ingu sjávarskepna að markmiði. Ég vissi að Pétur Þorsteinsson,
sem var sýslumaður í Búðardal á ofanverðri síðustu öld, vildi
kanna sjávarnytjar í Hvammsfi rði og hafði ekki síst trjónu-
krabbann í huga, sem þar er krökkt af. Ég skrifaði Pétri bréf þar
að lútandi, þar sem segir meðal annars:
Hér framundan láðinu býr ein sérkennileg sjókind bæði
djúpt og grunnt og virðist vera af stjarnfræðilegri stofn-
stærð en meðalstærð þessa kvikindis sem einstaklings
er svipuð og eitt handsápustykki, sava de París, en þó
frammjókkandi og endar í trjónu búkurinn, augu á
stilkum svo sem Marsbúar hafa, og getur dýrið horft
aftur fyrir sig og fram, og haft yfi rsýn fyrir báða sína
enda samtímis, leikur framsóknarmönnum mjög öfund
til þessa hæfi leika dýrsins.
Tvær tennur hefur dýrið, sína í hvoru munnviki, og bítur
saman tönnum frá hlið, tennur þessar eru ekki umlukt-
ar vörum, heldur nokkurs konar fálmurum, og brosir
dýrið þar af leiðandi sífelldlega, og þó heldur kalt. Til að
bera sig um, hefur skepnan tíu fætur og ber kné mjög
hærra en kviðinn, það er mjög krikagleitt, líkt og hesta-
menn sem lengi hafa riðið feitu.
Ævinlega gengur dýrið út á hlið, ýmist til hægri eða
vinstri og virðist vera mjög pólitískt, einnig má það
teljast mjög siðferðislega þróað skapnaðarlega þar sem
spjald vex fyrir blygðun þess mjög sléttfellilega, einna
líkast skírlífi sbeltum. Ekki verður dýrið kyngreint af
þessum sökum nema með ofbeldi.
Ef menn vilja hafa einhverjar nytjar af dýri þessu, er af-
skaplega örðugt að afl ífa það snyrtilega, þar sem það
sökum síns skapnaðarlags fæst hvorki hengt né skorið,
skotið eða rotað, því brynja hörð umlykur skepnuna
gjörsamlega og er lífseigla þessa dýrs með ólíkindum.
Sé það geymt í haldi á þurru landi mun sultur einn
ganga af því dauðu að því er virðist.
Bíður það örlaga sinna mjög stillilega, en þegar því fer
að leiðast biðin, gefur það frá sér sladdandi hljóð, sams
konar sladdandi hljóð mátti heyra í baðstofum hér áður
fyrr, einkum fyrripart nætur, þegar griðkonur feitar voru
gnúðar sem ákafast til frygðar.
Bíldrykkur sá sem bensín kallast hefur mér reynst einna
bestur til að afl ífa þessa skepnu óskemmda í þeim til-
gangi að þurrka hana innvirðulega og gefa konum í
Reykjavík, ágætum og æruprýddum, sem ég hef kunn-
ingsskap við utanklæða. Þær stilla þessari skepnu upp
við hliðina á Hallgrími Péturssyni ellegar mynd af for-
setanum og svo innanum plattana.
Tæplega mun vera vænlegt að veiða skepnu þessa í
þeim tilgangi, en ef takast mætti að veiða hana í stórum
stíl og upphugsa þokkalega aðferð til að afl ífa hana,
vaknar sú spurning hvort ekki mætti verka þessa
skepnu í dægilega krás til að selja þjóðum.
Er mér fortalið að japanskir kaupi og eti ólíklegustu
kvikindi og borgi þeim mun meira fyrir sem skepnan er
svipljótari, samkvæmt okkar smekk í þessu skyni mætti
ef til vill biðja dýrðarmenn fyrir sunnan um rannsókn á
þessu dýri og fá plögg með línuritum og prósentum,
svo sem í eina stresstösku til að byrja með.
Ekki urðu nú mikil not af trjónukrabbanum, kjötið lítið sem
ekkert af honum, og menn orðnir svangir aftur í þann mund
sem búið var að nasla af dýrinu. Strákar suður á Akranesi
reyndu að hagnýta krabbann, sem ekki gekk. Hann syndir því
áfram um Breiðafj örð, krikagleiður, og brosir síst hlýrra en
fyrrum.