Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 54
54
bókasafnið 37. árg. 2013
Kristín Gústafsdóttir fæddist 26. mars 1946 og var því rétt að
verða 67 ára þegar hún lést hinn 12. mars 2013. Kristín var
fædd og alin upp í Reykjavík, lauk stúdentsprófi við stærð-
fræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1967 og kennara-
prófi frá Kennaraskóla Íslands ári síðar. Sama ár hóf hún
kennslu við Álftamýrarskóla þar sem hún kenndi til ársins
1973 þegar hún venti sínu kvæði í kross og fór í nám í bóka-
safnsfræði og sálarfræði við Háskóla Íslands. B.A.-prófi í þeim
greinum lauk hún haustið 1977. Meðfram háskólanámi sínu
vann hún sem bókavörður í hlutastarfi við Landsbókasafn og
frá 1977–1980 var hún þar bókasafnsfræðingur í fullu starfi . Þá
færði hún sig aftur um set og gegndi starfi bókasafnsfræð-
ings á Aðalsafni Borgarbókasafns næstu 13 ár eða þangað til
hún sótti um og fékk starf við bókasafn Kennaraháskóla Ís-
lands haustið 1993 þar sem hún starfaði til ársins 2008. Kristín
sinnti ýmsum félagsstörfum á vettvangi bókasafnsmála og
var meðal annars varaformaður Félags bóksafnsfræðinga
1984–1986.
Ég kynntist Kristínu fyrst eitthvað að ráði haustið 1982
þegar ég hafði um fj ögurra mánaða skeið vinnuskipti við
Önnu Torfadóttur, sem þá var bókasafnsfræðingur á Aðal-
safninu í Þingholtsstræti. Kristín og fl eira fólk á svipuðum
aldri bar þá af miklum metnaði uppi upplýsingaþjónustuna í
safninu. Greinilegt var að samstarfsfólkið virti vel fagmennsku
Kristínar. Hún lét sér annt um safngesti og gerði sér far um að
sinna þörfum þeirra af alúð og nákvæmni. Athugul, fróð og
orðheppin var hún í hópi samstarfsfólks, tillögugóð og vel
liðin.
Menntun Kristínar, hæfi leikar og vinnubrögð nýttust ekki
síður vel í starfi við Kennaraháskólann. Það var í upphafi öðr-
um þræði við kennslumiðstöð, sem Námsgagnastofnun kom
á fót á Laugavegi 166, en hafði verið færð yfi r til Kennarahá-
skólans. Að hinu leytinu var verið að innleiða nýja þætti í
Gegniskerfi nu og tók hún þátt í því af festu og fumleysi. Á
meðan Kristín starfaði við Kennaraháskólann urðu þar miklar
breytingar á öllum sviðum, í starfsemi stoðþjónustunnar eins
og annars staðar. Skólar voru sameinaðir, skipulagi umturnað
og hrikti þá annað slagið í ýmsum innviðum. Þó að Kristín
hefði kannski stundum kosið að umrótið væri minna sló hún
aldrei af gæðakröfum í neinu verki og lagði sig alla fram. Hún
átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og varð að lokum að
hætta störfum upp úr sextugu. En þar sem Kristín var glögg
og nákvæm æxlaðist það þannig að efnislyklun og skráning
urðu hennar meginviðfangsefni síðustu árin. Hún skráði
greinar í íslenskum uppeldis- og menntamálatímaritum í
Gegni um leið og þau komu út og naut til þess óskoraðs
trausts bæði innan bókasafnsins og hjá skráningarsérfræð-
ingum Landsbókasafns. Samstarfsfólki ber saman um hve
gott hafi verið að vinna með Kristínu. Hún setti sig vel inn í
mál, var gagnrýnin og hreinskiptin í viðræðum og kom há-
loftafl ugköppum jafnan niður á jörðina en tók vel öllum góð-
um rökum. Blessuð sé minning Kristínar Gústafsdóttur.
Kristín Indriðadóttir
Höfundur er verkefnisstjóri í skjalasafni Háskóla Íslands
en var forstöðumaður bókasafns Kennaraháskólans og síðar
Menntasmiðju
Minning
Kristín Gústafsdóttir 1946-2013