Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 2
SJÓMAÐUR SEGIR OKRINU STRÍÐ Á HENDUR Útgerðarmaðurinn Guðmundur Gísli Geirdal tók málin í sínar hendur eftir að hafa fengið sig fullsaddan af of háu fiskverði í búðum. Hann opnaði sína eigin fiskbúð í Kópavogi sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni. Hann rær á nóttunni, gerir að eldsnemma morguns og fiskurinn sem ekki fer á markað fer fersk- ur beint í búðina. föstudagur 16. janúar 20092 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Glæsibílafloti bankanna Ríkisbank- arnir þrír eiga 157 bíla af ýmsum stærðum og gerðum. Lang- flestir bílanna myndu flokkast sem lúxus- bílar eins og BMW, Audi og Toyota Land Cruiser. Ódýrustu lúxusbílarnir í eigu bankanna kosta um og yfir tíu milljónir króna en þeir dýrustu kosta yfir tuttugu milljónir. Flestir lúxusbílarn- ir voru sérpantaðir fyrir bankana í fyrra og eru því glænýir. Þeir bíla- sérfræðingar sem DV ræddi við segja að Glitnir eigi flottasta bílinn en það er sérinnfluttur BMW M5-sportbíll sem var keyptur glænýr í byrj- un síðasta árs. Bíllinn kostar yfir tuttugu milljónir beint úr kassanum en B&L sá um innflutninginn. Flestar þessar glæsikerrur eru þekkt- ar fyrir allt annað en að vera sparneytnar en sumar þeirra „þamba“ bensín eins og einn fróður bílaáhugamaður sagði við blaðamann DV. 50 þúsund á daG Þingmenn hafa fengið 2,6 milljónir króna í dagpeninga frá bankahruninu. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa frá 1. október fengið greidda rúma milljón. Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir, Samfylk- ingunni, fékk 450 þúsund krónur vegna átta daga dvalar erlendis vegna þingstarfa. Í þessum tölum er reyndar ekki miðað við ferð þingmanna á aðalþing Sameinuðu þjóð- anna sem hækkar kostnaðinn verulega. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist hreinlega geta kúgast vegna vinnubragða sem þessara. „Það er svo löngu komið nóg af bulli og bruðli. Hljómur í fyrirmælum um að skera niður annars staðar í þjóðfélaginu er tómur og holur með þessar greiðslur til hliðsjónar,“ segir Kristján Gunnarsson. leynihlutur á aflandseyju Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópa- vogs, seldi hlut sinn í verktakafyrirtækinu Klæðningu árið 2003, en í kjölfarið varð til leynihlutur í Kaupþingi í Lúx- emborg. Klæðning hefur unnið mikið fyrir Kópavogsbæ. Minn- isblöð frá Klæðningu benda til að Gunnar Birgisson hafi unnið hjá Klæðningu eftir að hann seldi hlut sinn í fyrirtæk- inu. Starfsmaður Kaupþings vill ekki segja hver átti hlutinn. Mikil leynd hefur hvílt yfir því frá árinu 2003 hver eigi fjórðungseignarhluta í verktakafyrirtækinu. Fjórðungs- hluturinn í Klæðningu fór til Kaupþings í Lúxemborg við endurfjár- mögnun og eigendaskipti í Klæðningu í apríl árið 2003. Frá árinu 2003 og til loka árs 2008 þegar Klæðning skipti aftur um eigendur sá Kaup- þing um að ráðstafa hlutnum fyrir eiganda hans. Ekki er vitað hvort eða hvernig hluturinn sem Kaupþing ráðstafaði fór yfir til nýs eiganda fyrirtækisins, Lómasala ehf. intrum siGað á skólabörn Í mötuneytum Kópavogs- skóla og Digranesskóla er aðkeyptur matur frá Sláturfé- lagi Suðurlands. Ef foreldr- ar standa ekki í skilum við fyrirtækið er reikningurinn sendur í rukkun til Intrum. Talsverð óánægja var á fundi Framsóknar í Kópavogi í síðustu viku með þetta fyrirkomulag. Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, segir þetta afar skrýtna leið til að innheimta peninga fyrir skólamat. Andrés Pétursson, formaður skóla- nefndar í Kópavogi, segir þægilegra að fyrirtæki rukki peningana beint inn. Kópavogsbær ákvað þó að setja Sláturfélaginu stólinn fyrir dyrnar svo rukkanirnar yrðu ekki framar sendar í innheimtu til Intrum. Þetta er þó ekki eina dæmið um slíka rukkun. Eftir frétt DV hafði foreldri á Egilsstöðum samband og sagði frá því hvernig reikn- ingur hefði þrefaldast að upphæð í innheimtu hjá Intrum. 2 3 4 hitt málið 1 Miðvikudagur 14. janúar 20098 Fréttir Bankarnir eiga Bíla fyrir milljarð Íslensku bankarnir þrír sem eru í ríkiseigu eiga glæsilegan bílaflota en samkvæmt grófum útreikning- um er heildarverðmæti hans meira en einn milljarður íslenskra króna. Hver banki á rúmlega fimmtíu bíla en helmingur þeirra myndi flokkast sem lúxusbílar, bílar sem kosta yfir tíu milljónir króna, en sumir þeirra eru breyttir og hlaðnir aukabúnaði eins og bluetooth-kerfi og aksturs- myndavél. Þeir bílasérfræðingar sem DV ræddi við segja að Glitnir eigi flott- asta bílinn en það er sérinnfluttur BMW M5 sportbíll sem var keyptur glænýr í byrjun síðasta árs. Bíllinn kostar yfir tuttugu milljónir beint úr kassanum en B&L sá um innflutn- inginn. Þess ber að geta að allar tölur um verð bílanna eru fengnar frá bílaum- boðunum og í sumum tilvikum hjá bílasölum. Er þá gert ráð fyrir að bíll- inn sé nýr enda hefur DV ekki töl- ur yfir ekinn kílómetrafjölda undir höndum eða tæmandi lista yfir þann aukabúnað sem fylgir sumum bif- reiðunum. Lánaði sjálfum sér Glitnir er sá banki sem á flest- ar glæsikerrurnar en heildarverð- mæti þeirra er rúmar 150 milljónir íslenskra króna. Þá er aðeins reikn- að verðmæti tólf dýrustu bílanna en bankinn á fjörutíu og níu bíla. Gríð- arlegir fjármunir liggja því í bílaeign Glitnis en samkvæmt heimildum DV hefur bankinn ekki reynt að losa sig við neinn af fjörutíu og níu bílum sínum. Glitnir gerði vel við toppana í bankanum en fyrir utan stórglæsi- legan BMW M5 sportbíl á bankinn einn BMW 7 sem kostar rúmar tut- tugu milljónir króna, einn Porsche Cayenne jeppa sem kostar rúmar fimmtán milljónir króna og þrjá Audi Q7 jeppa sem kosta rúmar þrettán milljónir stykkið. „Ódýrari“ lúxusbílar Glitnis kosta ekki nema rúmar tíu milljónir króna en það eru bílar eins og BMW X5, BMW X3, BMW 5 og þó nokkrir Toy- ota Land Cruiser jeppar. Það sem vekur athygli er að Glitn- ir hefur í flestum tilvikum lánað sjálf- um sér fyrir kaupunum. Þannig er Glitnir fjármögnun skráður eigandi flestra bílanna, en Glitnir banki er skráður umráðamaður. Landsbank- inn og Kaupþing fóru ekki þessa leið því þeir eru skráðir eigendur allra bílanna. Samkvæmt upplýsingum frá mannauðssviði Glitnis er stefna Nýja Glitnis sú að einungis bankastjóri hafi bifreiðahlunnindi en það er hluti af umsömdum starfskjörum. Í svari Glitnis kemur einnig fram að átta af þessum bifreiðum eru not- aðar vegna daglegs reksturs en aðr- ar bifreiðar sem nýi bankinn tók yfir voru hluti af kjörum starfsmanna í gamla bankanum. Þess vegna hafa allir þeir starfsmenn sem sagt var upp og þeir sem héldu starfi sínu bíl- ana áfram út uppsagnarfrestinn eða í þrjá til sex mánuði. Sumir þeirra hafa nú þegar skilað bifreiðunum. „Bankinn leitar nú leiða til þess að skila eða selja viðkomandi bifreið- ar í samstarfi við fjármögnunaraðila og bifreiðaumboð,“ segir jafnframt í svari Glitnis. Ekki fékkst svar við því hverjir aka hvaða bílum og því enn á huldu hvaða bankastarfsmaður keyrir um á tuttugu milljóna króna BMW M5 sportbíl. Rándýrir Lansbankajeppar Toyota-umboðið á Íslandi fékk held- ur betur nokkrar krónur í vasann þegar Landsbankamenn fóru í versl- unarleiðangur í janúar og febrúar á síðasta ári en þá voru keyptir hvorki meira né minna en þrír Toyota Land Cruiser 200 jeppar, dýrasta jeppabif- reiðin frá Toyota, einn Toyota Land Cruiser 120 og einn Toyota Avensis. Jepparnir þrír kosta samtals þrjátíu og níu milljónir beint úr kassanum en þó má gera ráð fyrir að Landsbank- inn hafi fengið ágætis afslátt enda um stórkaup að ræða. Land Cruiser- inn er, þrátt fyrir gífurlega hátt verð, ekki dýrasti jeppinn í leikfangakass- anum því Landsbankinn á Porsche Cayenne Turbo S sem var keyptur í enda árs 2006 beint úr kassanum. Bíllinn var keyptur af Bílabúð Benna sem flutti hann inn sérstaklega fyrir Landsbankann en bíllinn er 522 hest- öfl. Þá á Landsbankinn einnig flott- Glitnir er sá banki sem á flestar glæsikerrurn- ar en heildarverð- mæti þeirra er rúmar 150 milljónir íslenskra króna. Þá er aðeins reiknað verðmæti tólf dýrustu bílanna en bankinn á fjörutíu og níu bíla. Ríkisbankarnir þrír eiga 157 bíla af ýmsum stærðum og gerðum. Langflestir bílanna myndu flokkast sem lúxusbílar eins og BMW, Audi og Toyota Land Cruiser. Ódýrustu lúxusbílarnir í eigu bank-anna kosta um og yfir tíu milljónir króna en þeir dýrustu kosta yfir tuttugu milljónir. Flestir lúxusbílarnir voru sérpantaðir fyr-ir bankana í fyrra og eru því glænýir. Samkvæmt heimildum DV hefur enginn ríkisbankanna reynt að losa sig við bílana en heild-arverðmæti þeirra er meira en einn milljarður íslenskra króna. AtLi MáR GyLfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Drekka bensín Segja má að sumir bílanna drekki bensín og því getur rekstrarkostnaðurinn hlaupið á tugum milljóna. Miðvikudagur 14. janúar 2009 9 Fréttir asta Lexus-bílinn af öllum ríkisbönk- unum en sá er af gerðinni LS600H og var keyptur í enda árs 2007. Lexus- inn kostar ekki nema rúmar tuttugu milljónir króna. Samkvæmt heim- ildum DV hefur Landsbankinn ekki reynt að selja neinn þessara bíla. DV sendi fyrirspurnir á alla bankana um bílaeign þeirra og hverjir nytu bíla- fríðinda bankans og er beðið eftir svari frá Landsbankanum. Landsbankinn á fimmtíu og einn bíl en þar af eru nokkrir bílar merkt- ir Landsbankanum og þar af leiðandi notaðir alfarið í starfsemi bankans. Audi í uppáhaldi Kaupþingsmenn voru í góðærinu hrifnir af dýrustu jeppunum frá Audi en bankinn á til að mynda þrjá Audi Q7 jeppa en stykkið kostar þrettán milljónir úr kassanum. Fyrirspurn um bílaflota Kaupþings var svar- að seinnipartinn í gær en Þórður Pálsson, talsmaður bankans, tjáði blaðamanni að hjá Nýja Kaupþingi yrðu engin bifreiðahlunnindi eftir 1. febrúar. „Bílarnir verða seldir. Þeir starfs- menn sem hafa hætt og höfðu afnot af bíl hjá gamla bankanum hafa allir skilað þeim,“ segir Þórður. Ef litið er á kaupverð tuttugu dýrustu lúxusbíla Kaupþings má reikna út að bankinn hefði auðveld- lega getað sparað í kringum hundrað og þrjátíu milljónir en því miður voru ódýrir bílar ekki í tísku í góðærinu. Kaupþing á flesta bíla, eða fimm- tíu og sjö, en þó ber að geta að nokkr- ir þeirra eru, eins og hjá hinum bönkunum, notaðir beint í starfsemi bankans eins og til dæmis Volkswag- en-bílar sem notaðir eru í ýmsa flutn- inga. Þamba bensín Flestar þessar glæsikerrur eru þekktar fyrir allt annað en að vera sparneytn- ar en sumar þeirra „þamba“ bensín eins og einn fróður bílaáhugamað- ur sagði við blaðamann DV. Tölurnar sem birtar eru í umfjölluninni eru því aðeins áætlað kaupverð bílanna en ekki rekstrarkostnaðurinn. Sá kostn- aður getur hlaupið á tugum milljóna enda þarf að tryggja bílana. Lands- bankinn hefur ekki svarað fyrirspurn DV um framtíð bílanna en á meðan borgar almenningur bensínið. Dýrt ævintýri Bankarnir spöruðu hvergi í góðærinu og nú sitja ríkisbankarnir uppi með glæsikerrur af ýmsum stærðum og gerðum. Glitnir BMW M5 Árgerð 2008 508 hestöfl Verð: 20+ milljónir BMW 7 Verð: 20+ milljónir stykkið Porsche Cayenne Verð: 15+ milljónir BMW X5 Verð: 12+ milljónir stykkið BMW 5 Verð: 10+ milljónir stykkið Aðrar tegundir: audi a4 - Ford Explorer - Toyota Land Cruiser 100 - Toyota Land Cruiser 120 - Lexus rX350 - Land rover discovery 3 BMW X3 Verð: 10+ milljónir stykkið landsbankinn kaupþinG Toyota Land Cruiser 200VX Árgerð: 2008 289 hestöfl Verð: 13+ milljónir Audi Q7 Verð: 13+ milljónir stykkið BMW X5 Verð: 12+ milljónir stykkið Land Rover Discovery 3 Verð: 12+ milljónir stykkið Aðrar tegundir: Mercedes Benz g - Mitsubishi Outlander - Toyota Land Cruiser 100 - Mitsubishi Pajero - Ford Expedition - dodgeram 2500 - Chevrolet Suburban Toyota Land Cruiser 120 Verð: 7+ milljónir stykkið Porsche Cayenne Turbo S Árgerð 2006 522 hestöfl Verð: 20+ milljónir Audi Q7 Verð: 13+ milljónir stykkið Toyota Land Cruiser 200 Verð: 13+ milljónir stykkið Audi Q7 Verð: 13+ milljónir stykkið Aðrar tegundir: Mercedes Benz 313Cdi - Mercedes Benz S- Ford Explorer Sport Trac - nissan Pathfinder - Toyota rav4 - Land rover discovery 3 - Land rover range rover Toyota Land Cruiser 120 Verð: 7+ milljónir stykkið Lexus LS600H Verð: 20+ milljónir Mercedes Benz ML Verð: 13+ milljónir stykkið Porsche Cayenne Turbo Verð: 10+ milljónir stykkið Range Rover Sport Verð: 10+ milljónir Lexus RX400H Verð: 9+ milljónir stykkið Mercedes Benz ML Verð: 12+ milljónir stykkið Flottustu bílar bankanna SKÓLAMÁLTÍÐIR INNHEIMTAR AF HÖRKU: dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 12. janúar 2009 dagblaðið vísir 7. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 fréttir BÖrnin gjaLda fYrir VaXandi fátÆKt SKóLaStjórar KVíðafuLLir Vegna Kre ppunnar Boðið upp á frían hafragraut í tVeim ur SKóLum aronpáLmi áframíidoL fóLK SVonaforðaSt Þú fLenSuna RUKKARAR SENDIR Á SKÓLABÖRN SérfrÆðingarnir gefa ráð SÖng KántríLag fórnarLÖmB íSraeLS EKKI VIÐ HÆFI BARNA sv ið se tt M YN d paLLitiL ameríKu fóLK LamB hrÆddi fjárhunda eYddi 600 ÞúSundumí Þrjá StóLa og Sér eKKi eftir ÞVí fréttir fréttir neYtendur hrYLLingurinn á gaza óritSKoðaður „ég ÞeKKti eKKi mitt eigið Barn“ Fimmtudagur 15. janúar 20098 Fréttir „Það er svo löngu komið nóg af bulli og bruðli. Hljómur í fyrirmælum um að skera niður annars staðar í þjóðfé- laginu er tómur og holur með þessar greiðslur til hliðsjónar. Maður hrein- lega kúgast þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður Starfsgreinasambands- ins. Honum ofbjóða dagpeningar þingmanna en dæmi er um að þing- maður hafi fengið rúmlega 175 þús- und krónur vegna þriggja daga ferðar til útlanda. Óbreyttir dagpeningar Frá bankahruninu hefur verið tíðrætt um að skera niður á helstu vígstöðv- um. Dagpeningar þingmanna hafa þó haldist óbreyttir. Frá 1. október til áramóta nema dagpeningar Alþingis til þingmanna 2,6 milljónum króna. Á þessu tímabili hafa sex ferðir verið farnar á vegum þingsins til útlanda. Þá hafa sautján þingmenn dvalist erlend- is í fjörutíu og sjö daga. Flestir hafa að- eins farið í eina ferð en þrír hafa farið í tvær ferðir. Styst þessara ferða er fundur þing- manna EFTA í Genf 25. nóvember. Tveir þingmenn sóttu fundinn og fékk hvor rúmar 43 þúsund krónur í dag- peninga vegna hennar. Lengsta ferð- in á tímabilinu var fimm daga. Þar var um að ræða ársfund NATO-þingsins í Valencia dagana 14. til 18. nóvember. Þar er gert ráð fyrir þremur gistinótt- um. Þrír þingmenn sóttu ársfundinn og fékk hver þeirra tæpar 274 þúsund krónur í dagpeninga vegna hennar. Ekki á farfuglaheimilum Kristján Gunnarsson bendir á að þeir sem hann starfar fyrir í Starfsgreina- sambandinu fái vegna vinnuferða sinna dagpeninga sem rétt duga fyr- ir útlögðum kostnaði. Hann telur að þingmenn geti gist á heldur góðum hótelum fyrir greiðslurnar frá Alþingi. Hins vegar sé auðvitað eðlilegt og sjálf- sagt að greiða útlagðan kostnað þing- manna. „Ég ætla þeim alls ekki að gista á einhverjum farfuglaheimilum. Ég vil gera vel við það fólk sem er full- trúar okkar á erlendri grund. En ég vil „Ég held að það hljóti að þurfa að skoða þetta með sömu gler- augum og niðurskurð á öðrum sviðum.“ Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir Kristján Gunnarsson MILLJÓNIR Í DAGPENINGA ERla HlynsdÓttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Dagpeningar þingmanna Ásta r. JóhannesDóttir s 449.200 kr. 8 dagar Valencia, liechtenstein ragnheiður e. ÁrnaDóttir D 273.563 kr. 5 dagar Valencia magnús stefÁnsson B 273.563 kr. 5 dagar Valencia Ásta möller D 157.650 kr. 3 dagar genF (Fundur alþjóða- þingmannasambandsins) þuríður Backman V 157.650 kr. 3 dagar genF (Fundur alþjóða- þingmannasambandsins) Árni þór sigurðsson V 152.986 kr. 3 dagar brussel, genF (Fundur þingmannaneFndar eFta) katrín JúlíusDóttir s 152.986 kr. 3 dagar brussel, genF (Fundur þingmannaneFndar eFta) Ármann kr. ólafsson D 109.556 kr. 2 dagar brussel BJarni BeneDiktsson D 109.556 kr. 2 dagar brussel illugi gunnarsson D 109.556 kr. 2 dagar brussel Árni pÁll Árnason s 101.528 kr. 2 dagar helsinki helgi hJörVar s 101.528 kr. 2 dagar helsinki kJartan ólafsson D 101.528 kr. 2 dagar helsinki kolBrún hallDórsDóttir V 101.528 kr. 2 dagar helsinki kristJÁn þór Júlíusson D 101.528 kr. 2 dagar helsinki ragnheiður ríkharðsDóttir D 101.528 kr. 2 dagar helsinki siV frið- leifsDóttir B 101.528 kr. 2 dagar helsinki Þingmenn sjálfstæðisflokks dagpeningar: 1.064.465 krónur Átta þingmenn, tuttugu dagar Þingmenn samfylkingar dagpeningar: 805.242 krónur Fjórir þingmenn, fimmtán dagar Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs dagpeningar: 412.164 krónur þrír þingmenn, átta dagar Þingmenn Framsóknarflokksins dagpeningar: 375.091 króna tveir þingmenn, sjö dagar Þingmenn Frjálslynda flokksins engar ferðir á tímabilinu miðað er Við tímabilið 1. október 20 08 til 1. janúar 2009. flokkarnir ferðast dagpeningar þingmanna eru ákvarðaðir á ferðakostnað- arnefnd alþingis. upphæð þeirra er misjöf n eftir því hvert er farið en áfangastöðum er skipt í fjóra flo kka. þannig eru greiddir hærri dagpeningar til þeirra sem f erðast til new York og moskvu en þeirra sem fara til genf og hong kong á vegum þingsins. dagpeningar miðast við sdr sem er meðalgengi helstu gjaldmiðla. Við útreikn inga dagpeninga miðar dV við gengi sdr á síðasta degi hve rrar ferðar samkvæmt gengisskráningu seðlabankan s. samkvæmt leiðbeiningum frá skrifstofu alþingis er í ú treikningum miðað við áttatíu prósent af heildarupphæ ð dagpeninga að viðbættri þeirri upphæð sem ætluð er t il gistikostnaðar. hann er þó undanskilinn ef um dagsferðir er að ræða. upplýsingar um ferðir eru fengnar af vefsíð u alþingis. Fimmtudagur 15. janúar 2009 9 Fréttir ILLJ I Í I Tugir þúsunda fyrir dagsferð Sautján þingmenn hafa farið til útlanda á vegum þingsins eftir bankahrunið. Á tímabilinu hefur minnst verið greiddar 43 þúsund krónur fyrir dagsferð. Mynd Karl PeTersson heldur ekkert bruðl og vitleysu,“ segir Kristján. Honum finnst upphæð dagpen- inga til þingmanna úr miklum takti við íslenskan raunveruleika eins og hann blasir við í dag. „Ég held að það hljóti að þurfa að skoða þetta með sömu gleraugum og niðurskurð á öðrum sviðum. Það er búið að ofbjóða Íslend- ingum endalaust með svona vinnu- brögðum. Eftir því sem meira er skoð- að ofan í þessa potta og ormagryfjur koma upp meiri leiðindi,“ segir hann. Tvær utanlandsferðir Til viðbótar fyrrnefndum ferðum fóru tveir þingmenn á þing Alþjóðaþing- mannasambandsins í Genf 13. til 15. október, sjö þingmenn sóttu þing Norðurlandaráðs í Helsinki 27. til 29. október, fimm þingmenn voru í Brus- sel 3. til 4. nóvember á fundi þing- mannanefnda EFTA og EES og loks fór fyrsti varaforseti Alþingis á fund for- seta þjóðþinga evrópskra smáríkja í Liechtenstein 27. til 29. nóvember. Þrír þingmenn fóru í tvær ferðir á tímabilinu, þau Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og Katrín Júlíusdóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna. Bakka hver annan upp Þingmenn fá 50 þúsund krónur á dag í dagpeninga frá ríkinu, ef þeir ferðast. SEX MILLJÓNIR Á MANNSbARN Skuldir og skuldbindingar ríkis- sjóðs stefna í að verða það miklar að upphæðin dygði til að kaupa 80 til 100 fermetra fjögurra herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu fyrir hverja einustu fjögurra manna fjöl- skyldu landsins. Ekki vilja allir búa á höfuðborgarsvæðinu. Því væri til dæmis hægt að kaupa 100 fermetra íbúð á Ísafirði og tvo jeppa að auki fyrir hlutdeild hverrar fjölskyldu í skuldum ríkisins. Skuldir ríkissjóðs nema nú þeg- ar rúmum 900 milljörðum króna. Ofan á þetta má búast við að bæt- ist 500 milljarðar króna vegna lána- samninga við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og ýmis ríki í tengslum við það. Áætlað hefur verið að 150 milljarðar króna falli á ríkissjóð vegna Icesave og endurfjármögn- unarþörf bankanna hefur verið áætluð 385 milljarðar króna. Þetta þýðir að nú stefnir í að skuldir og fjárhagslegar skuldbindingar rík- issjóðs verði fljótlega orðnar um tvö þúsund milljarðar króna. Mjög misjafnt er hvernig þessi lán eru nýtt. Þannig er hugmyndin á bak við lánið frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og tengd lán sú að pen- ingurinn verði nýttur í varasjóð en ekki eytt. Það þýðir að hægt væri að endurgreiða lánið með sama fé og tekið er að láni. Á móti kemur að vaxtagreiðslur af 500 milljörðum króna geta verið verulegar. Gríðarleg hækkun Skuldir ríkissjóðs hafa hækkað verulega á skömmum tíma. Í jan- úar í fyrra námu skuldir ríkissjóðs 302 milljörðum króna og skiptust innlendar og erlendar skuldir þá því sem næst til helminga. Nú eru skuldir ríkissjóðs komnar í 920 millj- arða og fyrirsjáanlegt að þær hækki í um tvö þúsund millj- arða króna. Það þýðir að skuldir og skuld- bindingar ríkissjóðs hafa nær þre- faldast á rúmlega einu ári og stefna í að rúmlega sexfaldast, sé miðað við janúar á síðasta ári. Langstærst- ur hluti skuldaaukningarinnar er tilkominn vegna bankahrunsins og tilrauna til að vernda krónuna með erlendri lántöku. Jeppar, skjáir og sólarferðir Þessar upphæðir jafngilda því að hvert einasta mannsbarn á Íslandi þurfi að greiða 6,1 milljón króna vegna skuldasöfnunar ríkisins. Hver einasti Íslendingur, sama á hvaða aldri hann er, gæti fest kaup á 6,1 milljónar króna 2008 árgerð af Toyota Landcruiser-jeppa. Fyr- ir sömu upphæð gæti hver einasti Íslendingur keypt 60 flugfarmiða fram og til baka í sólina á Flórída. Ef hugurinn stefnir ekki í sólina, þá gæti hver Íslendingur fest kaup á tæplega 40 flatskjársjónvörpum , á meðalverðinu 150 þúsund krónur. Skuldir ríkissjóðs jafngilda því að hver fjögurra manna fjölskylda á landinu skuldi rúmlega 24 millj- ónir króna, sem dugar til að kaupa þriggja til fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík. Fyrir 24 milljónir gæti fjögurra manna fjölskylda fest kaup á 100 fermetra íbúð á Ísafirði og keypt tvo Landcruiser-jeppa að auki. skuldir ríkissjóðs janúar 2008 302 milljarðar janúar 2009 920 milljarðar Horfur 1.950 milljarðar miðað er við skuldastöðu í janúar í fyrra, í janúar núna og með hliðsjón af fyrirsjáanlegum lántökum. valGeIr Örn raGnarsson oG BrynJólfur Þór GuðMundsson blaðamenn skrifa: valgeir@dv.is og brynj olfur@dv.is sextíu sinnum í sólina Fyrir 6,1 milljón króna væri hægt að kaupa 60 flugmiða fram og til baka til Orlando á Flórída. farmur af flatskjám Hver einasti Íslendingu r gæti fest kaup á tæplega 40 flatskjám fyrir sömu upphæð og skattgreiðendur þurfa að taka á sig. allir á jeppa Hver Íslending- ur gæti keypt sér 6 milljóna króna jeppa. þriðjudagur 13. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Meiri þorsk og það strax Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar krefst þess að sjávarútvegsráð- herra heimili nú þegar auknar þorskveiðar á Íslandsmiðum. Í tillögu Í-listans sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi kemur fram að ljóst megi vera að nýjustu rannsóknir á stofnstærð sýni að auka megi þorskveiði- heimildir um að minnsta kosti 50 þúsund tonn á þessu ári án þess að markmið um sjálfbærni þorskstofnsins sé stefnt í hættu. „Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar er ekki verjandi að bíða með ákvörðun um aukna þorskveiði,“ segir í bókun frá fundi bæjar- stjórnar. Iceland kaupir fleiri verslanir Verslanakeðjan Iceland, sem er í eigu Baugs, hefur fest kaup á 51 verslun Woolworths í Bretlandi. Woolworths á í miklum rekstrarerfiðleikum og lokaði síðustu 200 verslun- um sínum fyrir viku. Talsmenn Iceland-keðj- unnar segjast geta útveg- að um 2.500 manns vinnu í verslunum sem félagið hefur nú fest kaup á. Flestar eru þær í Suður-Englandi en 10 þeirra eru í London. Verslanir Iceland voru 682 fyrir kaupin og eru því orðnar 733. Wools- worth var tekið til gjaldþrota- skipta fyrir jól þegar ljóst var að rekstur þessarar aldar- gömlu verslanakeðju var kominn í þrot, en hún veitti 27 þúsund manns vinnu. Mótmæltu aðgerðaleysi Hópur fólks safnaðist sam- an fyrir utan stjórnarráðið og Alþingishúsið í morg- un en hópurinn vildi mót- mæla meintu aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Hópurinn skvetti meðal annars rauðri málningu á stjórnarráðið en hópurinn færði sig því næst að Alþing- ishúsinu. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram, þó er lögregla í viðbragðs- stöðu á vettvangi. Mest sjálfbærni á Norðurlöndum Ísland er í sjötta sæti yfir lönd heims þegar horft er til sjálfbærr- ar þjóðfélagsþróunar. Ríkin á Norðurlöndum eru áberandi á listanum sem nær til 151 lands í heildina. Sjálfbærni er mest í Sví- þjóð og síðan koma Sviss, Noreg- ur, Finnland, Austurríki og Ísland. Danir standa verst Norðurlanda þegar litið er til sjálfbærni en eru samt í fjórtánda sæti á listanum. Í rannsókninni er litið til 22 þátta, meðal annars gæða lofts og vatns, heilsufars, notkunar end- urnýjanlegra orkugjafa, jafnréttis kynjanna og menntunar. Ísland fær einkunnina 6,69. Svíþjóð, sem leiðir listann, fær 7,02. Húðflúraði hakakross á unglingLögreglan á Vestfjörðum hefur gert upptæk húðflúrunartæki 24 ára Ís- firðings sem hefur undanfarið húð- flúrað börn undir lögaldri án sam- þykkis foreldra þeirra. Meðal þeirra húðflúra sem maðurinn hefur gert er svartur hakakross á úlnlið viðskipta- vinar síns. Sautján ára piltur fékk síð- an húðflúraða kennitölu sína á úln- liðinn, annar svartan djöflakross og sá þriðji nafnið sitt. Enn einn dreng- urinn lét húðflúra ensku orðin „love“ og „hate“ á hendur sínar þannig að hver fingur utan þumalfingra fær einn staf. Margir þeirra sem maðurinn hef- ur húðflúrað eru undir aldri og brá foreldrum heldur í brún þegar börn- in þeirra komu heim með áberandi húðflúr sem ekki hafði fengist leyfi fyrir. Húðflúrarinn sjálfur er einnig með nokkur verk eftir sjálfan sig, þar á meðal húðflúraði hann sig á sköfl- unginn með stöfunum „TKD“ sem standa fyrir heiti austurlensku bar- dagaíþróttarinnar Tae kwan do. DV náði ekki tali af húðflúraran- um í gær. Þegar haft var samband við lögregluna á Vestfjörðum í gær- kvöldi fengust engar upplýsingar um í hvaða farvegi málið væri. Eftir því sem DV kemst næst hefur maðurinn ekki tilskilin leyfi til að húðflúra, þó um sjálfráða einstaklinga sé að ræða. erla@dv.is Tækin gerð upptæk Lögreglan á Vestfjörðum gerði upptæk húðflúrun-artæki manns á þrítugsaldri sem hafði húðflúrað ungmenni á Ísafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd PhoTos.coM DV hefur undir höndum skjal frá því í ágúst árið 2005 þar sem Hreini Jónassyni, fyrrverandi verkstjóra og framkvæmdastjóra hjá verktaka- fyrirtækinu Klæðningu ehf., er veitt umboð til þess af tveimur starfs- mönnum Kaupþings í Lúxemborg, þeim Halldóri Þorleifs Stefánssyni og Olivier Gaston-Braud, að fara með tæplega fjórðungseignarhluta í fyrirtækinu á ársfundi þess. Eignar- hlutinn var fimmtán milljónir króna að nafnvirði og varð til við endurfjár- mögnun Klæðningar. Ekki er vitað hver átti þennan falda eignarhluta í Klæðningu. Átti Gunnar Birgisson hlutinn? Mikil leynd hefur hvílt yfir því frá árinu 2003 hver eigi þennan fjórð- ungseignarhluta í verktakafyrirtæk- inu en Gunnar Birgisson, núverandi bæjarstjóri Kópavogs og fyrrver- andi framkvæmdastjóri og eigandi Klæðningar, hefur verið nefndur sem líklegur eigandi. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Klæðning hef- ur á síðastliðnum árum unnið mikið fyrir Kópavogsbæ. Gunnar Birgisson vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. Fjórðungshluturinn í Klæðningu fór til Kaupþings í Lúxemborg við endurfjármögnun og eigendaskipti í Klæðningu í apríl árið 2003. Frá ár- inu 2003 og til loka árs 2008 þegar Klæðning skipti aftur um eigendur sá Kaupþing um að ráðstafa hlutn- um fyrir eiganda hans. Ekki er vit- að hvort eða hvernig hluturinn sem Kaupþing ráðstafaði fór yfir til nýs eiganda fyrirtækisins, Lómasala ehf. stórskuldugt fyrirtæki Samkvæmt minnisblaði frá Klæðn- ingu frá 2003 voru skuldir fyrirtækis- ins um 270 milljónir króna þegar eig- endaskiptin áttu sér stað árið 2003 og var fyrirtækið endurfjármagnað um 60 milljónir króna. Þessi end- urfjármögnun var talin nauðsynleg til að hægt væri að ná skuldum fé- lagsins niður í um 70 milljónir króna því verkefnastaða þess væri „allgóð“ samkvæmt minnisblaði frá fyrirtæk- inu, meðal annars vegna útistand- andi verkefna fyrir Kópavogsbæ, og því ætti að vera hagnaður af rekstri fyrirtækisins það árið. Stærsti einstaki hluthafinn eftir endurfjármögnunina var JBB bygg- ingar ehf. sem setti 20 milljónir inn í fyrirtækið við endurfjármögnun- ina. Næststærstu hluthafarnir voru svo Veðafl ehf. sem setti 15 milljónir inn í fyrirtækið og svo komu 15 millj- ónir inn frá þeim sem átti hlutinn sem Kaupþing sá um. Kaupþing var skráð fyrir hlutnum á minnisblaði frá Klæðningu um hluthafa í fyrir- tækinu og skiptingu hlutafjár í því. ByGG átti ekki hlutinn Auk Gunnars Birgissonar hefur Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) verið nefnt sem mögulegur eigandi hlutarins en á minnisblöð- unum frá Klæðningu kemur fram að 15 milljónir af 60 milljóna króna endurfjármögnuninni hafi komið frá BYGG. Þetta er jafnhá upphæð og eignarhluturinn í Lúxemborg var metinn á. Á minnisblöðunum frá Klæðningu kemur fram að milljón- irnar 15 frá BYGG séu „viðvíkjandi lán“. Gunnar Þorláksson, annar af eigendum BYGG, segir að fyrirtæk- ið eigi ekki eignarhlutinn í Klæðn- ingu í Lúxemborg. „BYGG á ekki hlut í Klæðningu og hefur aldrei átt. BYGG hefur aldrei átt þátt í þessu félagi. Meira þarf ég ekki að segja,“ segir Gunnar. Spurður segir Gunnar að hann þurfi ekki að svara því hvort BYGG hafi tekið þátt í endurfjár- mögnun Klæðningar árið 2003 eins og kemur fram í minnsblöðunum frá fundum Klæðningar. hreinn framkvæmdastjóri í stað Gunnars Við endurfjármögnunina lét Gunn- ar Birgisson, núverandi bæjarstjóri Kópavogs og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, af störfum sem framkvæmdastjóri Klæðningar og seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Hreinn Jónasson, sem Kaupþing veitti um- boðið til að fara með fjórðungshlut- inn í fyrirtækinu á ársfundinum 2005, var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins í stað Gunnars. Á stjórn- arfundi í fyrirtækinu var ákveðið að Gunnar Birgisson starfaði áfram hjá fyrirtækinu „sem ráðgjafi og við sér- verkefni“ samkvæmt fundargerð. Gunnar áfram við störf? Í minnisskjali frá Klæðningu, þar sem rætt er um hlutafjárkaup JBB ehf. í Klæðningu, er áframhaldandi aðkoma Gunnars að fyrirtækinu rökstudd með þeim hætti að Klæðn- ing hafi haft „mikil verkefni vegna persónulegra tengsla Gunnars Birg- issonar og þekkingar hans“. Sagt er að á Íslandi sé mjög fljótt að berast hverjir eigi hvað og að það leki út um kerfið mjög fljótt, meðal annars bankakerfið. Í skjalinu kemur einn- InGI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is LEYNIMAKK Í KÓPAVOGI ley nis kjö l Fréttir H u g sa s é r! Guðmundur G. Gunnarsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi, spyr þeirrar spurningar á heimasíðu félagsins, hvort félagið eigi lengur samleið með Sjálfstæðis- flokknum í þeim hremmingum sem ganga yfir þjóðina um þessar mundir. „Sú spurning hlýtur að leita á okk- ur félaga í Sjálfstæðisfélagi Álftaness hvort hagsmunir okkar fari saman með Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir,“ skrifar Guðmundur. Hann segir að ástæður þessara hugrenn- inga sinna séu meðal annars ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar og um- ræðan um ESB. Hann segir að svo virðist vera sem raunveru- lega sé verið að reyna að koma því inn hjá almenningi að Evrópusambands- umræða og aðild að því sé einhver lausn á vanda þjóðarinnar núna. Svo sé hins vegar alls ekki. „Ekki verður séð að á næstu miss- erum verði búið að skipta út krónunni fyrir evruna. Ekki verður heldur séð að við myndum renna átakalaust í eina sæng með Evrópuþjóðum í ESB. Séu einhverjar töfralausnir til í skúffum, af hverju þá ekki alveg eins að ræða það að taka upp dollar í stað aumrar krón- unnar?“ Efast um flokkinn Engin töfralausn „Þjóðin er afvegaleidd með umræðuflækju um ESB,“ segir Guðmundur. ig fram að ekki sé ljóst hvernig við- skiptavinir Klæðningar muni taka því að JBB kaupi stóran hlut í fyrir- tækinu og að líklegt sé að „allnokkur viðskipti muni tapast“. Þess vegna er komist að þeirri niðurstöðu í minn- isskjalinu að það muni „styrkja við- skiptin“ að Gunnar verði áfram að störfum hjá Klæðningu þó að hann selji eignarhlut sinn og láti af störf- um sem framkvæmdastjóri. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, segir að Gunnar Birgisson hafi staðfastlega lýst því yfir að hann hafi ekki unn- ið hjá Klæðningu eftir að hann seldi hlut sinn. „Þegar Gunnar átti hlut í Klæðningu fyrir 2003, og málefni fyrirtækisins voru tekin fyrir í bæj- arráði, vék hann alltaf af fundi sem tengdur aðili. Eftir að Gunnar seldi hlut sinn í fyrirtækinu hætti hann því vegna þess að hann taldi sig geta tek- ið þátt í afgreiðslu mála tengdum fyr- irtækinu eins og hver annar því fyrir- tækið kæmi honum ekki við lengur,“ segir Flosi. Hreinn neitar að tjá sig Hreinn Jónasson segist, aðspurður um fyrir hvaða eiganda Klæðning- ar ehf. hann hafi setið ársfundinn árið 2005, ekki hafa áhuga á að ræða málið við blaðamann. „Ég er löngu hættur hjá Klæðningu. Ég hef eng- an áhuga á að ræða þetta. Takk fyrir,“ segir Hreinn. Hreinn er vinur Gunnar Birgis- sonar og hefur meðal annars unn- ið fyrir hann í kosningum. Í grein í Mannlífi frá árinu 2007 er sagt að Hreinn hafi verið notaður sem lepp- ur við eigendaskiptin í fyrirtækinu og hann hafi verið sagður í hópi eig- enda fyrirtækisins og skráður sem stjórnarmeðlimur. Stuttu eftir eig- endaskiptin árið 2003 hætti Hreinn sem framkvæmdastjóri Klæðningar og Sigþór Ari Sigþórsson var ráðinn í hans stað. Ber fyrir sig bankaleynd Halldór Þorleifs Stefánsson, starfs- maður Kaupþings banka í Lúxem- borg sem skrifaði undir skjalið þar sem Hreini Jónassyni er veitt um- boð til að fara með eignarhlutinn í Klæðningu, vill ekki gefa upp fyr- ir hönd hvaða manna Hreini var veitt umboðið til að fara með eign- arhlutinn og ber fyrir sig banka- leynd. „Ég bara má ekki svara því vegna bankaleyndar. Ég hef ekkert um þetta að segja. Ég get því mið- ur ekki hjálpað þér,“ segir Halldór. Hann segir að umboðið til Hreins hafi verið veitt í nafni „okkar við- skiptavinar“. Gunnar Birgisson „Við ætluðum bara að reyna að auka fiskneysluna. Þannig að fólk hafi aftur efni á því að éta fisk sem ódýr- an mat. Þetta er ömurlegt hvern- ig er búið að þróa þessa fiskneyslu hér á landi, að þetta sé orðin ein- hver lúxusvara. Að það skuli vera Íslendingar sem ekki hafi efni á því að éta fisk, mér finnst það alveg út í hött,“ segir Guðmundur Gísli Geir- dal útgerðarmaður. Hann tók málin í sínar hendur á dögunum eftir að hafa fengið sig fullsaddan af of háu fiskverði. Hann opnaði Fiskbúðina Freyju ásamt eiginkonu sinni. Ofboðið „Það er ekki bara að mér hafi ofboð- ið verðið heldur er það nú þannig að okkur sjómönnunum er allt- af kennt um verðið í búðunum. Ég hef sjálfur farið í fiskbúð þar sem ég var að hneykslast á verðinu. Ég sá kílóið af ýsuflökum á tólf til þrettán hundruð krónur og búðarmaður- inn sagði mér að það væri út af því að ýsan væri orðin svo rosalega dýr á mörkuðunum. Ég sagði honum að ég hefði nú verið að landa á mark- að fyrr um daginn þar sem ég fékk 150 krónur fyrir kílóið og þetta væri bara ekki satt. Þá vildi hann náttúr- lega ekki tala við mig lengur,“ seg- ir Guðmundur sem býður fiskinn á kjaraverði í verslun sinni á Bakka- braut 6 við höfnina í Kópavogi. Þar fæst úrval af fisktegundum, eftir því hvað veiðist hvern dag. Lægri en flestir Guðmundur er með lágmarks- álagningu á fiskinum hjá sér og tek- ur mið af markaðsverði á hverjum degi. Guðmundur landar afla sínum á markað en heldur eftir hluta fyrir búðina. „Við erum að selja ýsu sem ég landaði bara í gær á 670 krón- ur kílóið af flökum og heila ýsu á 250 krónur. Hann segir fólk halda að fiskur sé miklu dýrari en hann er í raun. Suma daga er fiskurinn dýrari en aðra í Fiskbúðinni Freyju en Guðmundur segist vonast til að kílóverðið fari aldrei yfir 700 krónur hjá sér. Langur vinnudagur Guðmundur tekur daginn snemma og það skortir ekki dugnaðinn. „Ég fer á sjó á miðnætti, þá reikna ég með að koma að landi um fjögurleytið, þá fer ég að flaka. Ég hef engar áhyggjur af því, ég legg mig bara einhvern tíma þarna á milli. Ég er vanur því að vinna mikið,“ segir Guðmundur. Eiginkona hans sér svo um að afgreiða í búð- inni. Hann segir vel koma til greina að ráða mann til að sjá um flökunina ef reksturinn stendur undir sér en hann vonast til að svo fari ekki. „Ef ég þarf að ráða mann og borga honum laun leggst það á fiskinn og ég ætla að reyna að forðast það.“ Eins og í gamla daga Guðmundur getur boðið ferskari fisk en flestir, því hann landar hon- um nánast beint í búðina. „Fiskur- inn sem ég landa á markaði er aldrei kominn í búðirnar fyrr en daginn eft- ir. En hérna get ég landað að morgni og hann er kominn í búðina klukk- an tvö sama dag. Ég slepp við mark- aðsgjöldin og flutningsgjöldin, þess vegna get ég haft hann ódýrari.“ Guðmundur segir að þau hjón- in hafi farið rólega í auglýsingar þar sem þau séu enn að læra að fóta sig á þessu nýja sviði. En það skortir ekki traffíkina í búðina hjá honum þrátt fyrir það og virðist fólk taka ódýrari og ferskari fiski fegins hendi á þess- um síðustu og verstu. Guðmundur segir búðina sjálfa vera án alls íburð- ar og í ætt við það sem var í gamla daga. „Þetta er hrá búð náttúrlega. Svipað og þetta var í gamla daga þeg- ar menn fóru bara niður á bryggju til að fá fiskinn. Það er enginn íburður í búðinni, hér er bara selt af þessum eina báti. Þetta er líkara fiskvinnslu, hér er bara eitt búðarborð og ýsan er í krapa.“ Fiskurinn beint úr bátnum Guðmundur tekur það þó skýrt fram að þau séu með þessu ekki að fara í samkeppni við aðra heldur í raun að höfða til annars hóps. „Gamla fólkið kemur mikið sem vill fá þverskorna ýsu eins og þetta var. Þeir sem vilja þessa flottu fiskrétti í sósum og þess háttar fara bara áfram í hinar búð- irnar. En við erum að selja þeim sem hefðu viljað kaupa fisk beint upp úr báti. Ég vil hafa verðið þannig að ég hvetji fólk til að kaupa heila ýsu eða flakaða. Eitthvað einfalt bara.“ „Að það skuli vera Íslendingar sem ekki hafi efni á því að éta fisk, mér finnst það alveg út í hött.“ SiGurður MikaEL jónSSOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.