Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 34
föstudagur 16. janúar 200934 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Friðrik Kristjánsson bifreiðastjóri á selfossi Friðrik fæddist á Hjarðarbóli í Ölfusi og ólst þar upp og að Stóra-Saurbæ. Hann lauk námi frá Grunnskóla Hveragerðis 1975. Friðrik vann á vertíð í Þorláks- höfn og hjá Sláturfélagi Suðurlands á árunum 1975-77, starfaði í Ullar- þvottastöðinni í Hveragerði 1978- 87 jafnframt því sem hann vann við akstur á vegum Kristjáns Jónssonar. Friðrik hóf síðan störf hjá Dal- verki 1987 og var bílstjóri þar til 2001. Hann starfaði síðan aftur í Ullarþvottastöðinni í tvö ár en hóf þá akstur hjá Vélgröfunni þar sem hann starfar enn. Friðrik tók jafnframt við bú- rekstri að Stóra-Saurbæ 1996, af Jóni Guðmundssyni, bróður fóst- urföður síns, og hefur stundaði þar sauðfjárbúskap og nautabúskap til 2003 er fjölskyldan flutti á Selfoss. Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Ólína Þórunn Sigurðardóttir, f. 11.6. 1961, hús- móðir á Selfossi. Þau hófu saman búskap 1978 en giftu sig 30.5. 1981. Hún er dóttir Sigurðar Þórðarsonar, f. 7.3. 1933, d. 20.8. 1998, og Krist- ínar Þorvaldsdóttur, f. 5.8. 1935, d. 12.10. 2008, húsfreyja. Börn Friðriks og Ólínu Þórunn- ar eru Jóhanna Ósk Friðriksdóttir, f. 14.7. 1979, húsmóðir á Eyrarbakka, gift Guðlaugi Björgvinssyni og eiga þau tvær dætur; Kristín Sigríður Friðriksdóttir, f. 25.2. 1981, starfs- kona við leikskóla á Selfossi en maður hennar er Jón Róbert Páls- son og eiga þau einn son; Kristjana Ólöf Friðriksdóttir, f. 30.12. 1987, starfskona við leikskóla á Selfossi en maður hennar er Jón Helgi Dan- íelsson; Friðrik Freyr Friðriksson, f. 5.4. 1993, nemi en unnusta hans er Aníta Dís Káradóttir. Systkini Friðriks eru Björn Krist- jánsson, f. 18.10. 1939, veitinga- húsaeigandi að Básum í Ölfusi; Kristín Kristjánsdóttir, f. 5.8. 1941, fræðslustjóri í Kópavogi; Ásgeir Kristjánsson, f. 17.12. 1943, leigu- bílstjóri í Reykjavík; Loftveig Kristj- ánsdóttir, f. 27.6. 1947, starfskona við leikskóla; Gestur Kristjánsson, f. 15.5. 1952, vélstjóri í Reykjavík. Foreldrar Friðriks: Kristján Ey- steinsson, f. 29.7. 1910, d. 16.2. 1967, bóndi að Hjarðarbóli í Ölfusi, og Halldóra Þórðardóttir, f. 10.6. 1918, húsfreyja að Hjarðarbóli og síðar að Stóra-Saurbæ. Fósturfaðir Friðriks frá 1970 var Ólafur Guðmundsson, f. 24.3. 1916, d. 10.6. 1983. Ætt Kristján var sonur Eysteins, b. í Litla-Langadal á Skógarströnd og síðast á Breiðabólstað Finnssonar, b. á Skallhóli Einarssonar, b. í Neðri- Hundadal, bróður Finns á Háafelli, og Sveins, föður Ásmundar mynd- höggvara. Einar í Neðri-Hunda- dal var sonur Sveins, b. í Neðri- Hundadal Finnssonar. Móðir Finns á Skallhóli var Sesselja Jónsdóttir. Móðir Eysteins var Guðbjörg, syst- ir Sesselju, móður séra Jónmund- ar í Grunnavík. Guðbjörg var dóttir Gísla, b. á Bæ og Leysingjastöðum Jóhannessonar, í Víkum á Skaga Jónssonar. Móðir Gísla var Guðríð- ur Bjarnadóttir. Móðir Guðbjarg- ar var Guðfinna Sigurðardóttir, frá Álftatröðum Magnússonar. Móð- ir Guðfinnu var Þóra Sveinsdótt- ir, b. í Snóksdal Hannessonar, pr. á Kvennabrekku Björnssonar. Móðir Kristjáns var Jóhanna, dóttir Odds á Giljalandi Sólmunds- sonar, b. á Mjóabóli Jónssonar. Móðir Odds var Svanborg Jóns- dóttir. Móðir Jóhönnu var Dagbjört Jóhannesdóttir, b. í Blönduhlíð, Grímssonar. Halldóra er dóttir Þórðar, b. í Eskiholti í Borgarhreppi í Mýrasýslu Oddssonar og Loftveigar Þórðar- dóttur. 50 ára á föstudag Kolbrún Ósk Skaftadóttir bóKaormur í reyKjavíK Kolbrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hún var í Grandaskóla, Hagaskóla og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Kolbrún var í sumarvinnu hjá Pennanum með skóla, starfaði lengi við leikhús í borginni við leik- muni og sýningastjórnun, lengst af hjá Kaffileikhúsinu en auk þess við Borgarleikhúsið. Hún vann auk þess við tökur á sjónvarpsþáttum og við kvikmyndagerð og hefur skrifað fjölda bókadóma sem birst hafa í umsögnum bókaforlaga. Hún starfar nú við birgðabókhald hjá Pennanum. Kolbrún æfði knattspyrnu, handbolta og körfubolta á ungl- ingsárunum með KR og keppti í þessum greinum um skeið. Þá vann hún í sjoppunni við félga- smiðstöðina í Frostaskjóli á ungl- ingsárunum. Fjölskylda Maki Kolbrúnar er Lilja Torfadóttir, f. 9.6. 1976, hárgreiðslukona. Sonur Kolbrúnar og Lilju er Fel- ix Skafti Liljuson, f. 31.12. 2007. Börn Lilju og stjúpbörn Kol- brúnar eru Elísabet Rut Haralds- dóttir, f. 20.9. 1995; Alex Uni Har- aldsson, f. 18.8. 2000. Systkini Kolbrúnar eru Hanna Kristín Skaftadóttir, f. 21.9. 1981, nemi við HR; Hjalti Þór Skaftason, f. 24.10. 1989, nemi við VÍ. Foreldrar Kolbrúnar eru Skafti Harðarson, f. 10.9. 1956, fram- kvæmdastjóri Parket og gólf, og Sara Magnúsdóttir, f. 23.6. 1956, fjármálastjóri. 30 ára á laugardag 85 ára á laugardag ÞorKell ÁrnaSon fyrrv. starfsmaður reyKjavíKurborgar Þorkell fæddist á Vífilsstöðum, þar sem móðir hans var þá starfsstúlka, og ólst upp í Hafnarfirði. Um ferm- ingaraldur flutti hann til Reykjavík- ur með móður sinni og stjúpföður en þau voru lengst af búsett við Haðar- stíginn. Þorkell starfaði hjá Eimskipafé- laginu á sjötta áratugnum en hóf síð- an störf hjá Reykjavíkurborg 1962 og starfaði þar til 1994 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þorkell hefur verið til heimilis hjá systur sinni, Árnu Steinunni. Fjölskylda Hálfsystkini Þorkels, sammæðra, eru Guðbrandur, f. 29.10. 1926, d. 12.12. 2002, bílamálarameistari og örygg- isvörður í Reykjavík, var kvæntur Bjarndísi Albertsdóttur húsmóður og eignuðust þau sjö börn; Svanur, f. 14.12. 1929, fórst með Suðurland- inu 25.12. 1986, sjómaður í Reykja- vík, var kvæntur Fríðu Gústavsdóttur og eignaðist hann fimm börn; Árna Steinunn, f. 5.5. 1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðjóni Andréssyni, ökukennara og fyrrv. forstöðumanni og eiga þau fjögur börn; Már, f. 19.8. 1942, matreiðslumaður og bifreiða- stjóri í Reykjavík, kvæntur Gíslínu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Uppeldisbróðir Þorkels var Birg- ir Harðarson, f. 18.8. 1946, d. 20.6. 1987, forstöðumaður Eimskips í Nor- folk í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Þorkels, samfeðra, eru Kristján, f. 1932, fyrrv. starfsmað- ur við Húsdýragarðinn í Reykjavík; Magga Alda, f. 1936, nú látin, hús- freyja í Núpakoti undir Eyjafjöllum; Hilmar, f. 1938, skipstjóri á Höfn í Hornafirði; Snæbjörn, f. 1940, út- gerðarmaður á Bíldudal; Rannveig, f. 1942, bankastarfsmaður á Patr- eksfirði; Jóna Vestfjörð, f. 1943, hús- móðir í Hafnarfirði; Auðbjörg, f. 1944, bankastarfsmaður í Reykjavík; Hreiðar, f. 1944, fórst með Sæfara frá Tálknafirði, skipstjóri, búsettur á Bíldudal; Bjarnfríður, f. 1947, banka- starfsmaður í Reykjavík; Björg, f. 1948, bankastarfsmaður í Garðabæ; Magnús, f. 1950, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Guðrún, f. 1951, húsmóð- ir á Hvolsvelli; Sigrún, f. 1956, hús- móðir í Hafnarfirði. Foreldrar Þorkels voru Árni Krist- jánsson, f. 7.11. 1901, d. 1965, verka- maður í Bræðraminni á Bíldudal, og Steinunn Þorkelsdóttir, f. 14.6. 1895, d. 6.8. 1950, húsmóðir í Reykjavík. Stjúpfaðir Þorkels var Rögnvaldur Guðbrandsson, f. 27.9. 1900, d. 28.2. 1983, lengst af verkstjóri hjá Slippfé- laginu í Reykjavík. Ætt Árni var sonur Kristjáns, sjómanns og b. í Bræðraminni á Bíldudal Jóns- sonar, b. á Barðaströnd Guðmunds- sonar. Móðir Kristjáns var Málfríður Jónsdóttir. Móðir Árna var Rannveig Árna- dóttir, Ólafssonar. Systir Steinunnar var Ingveldur, amma Helenu Eyjólfsdóttur söng- konu. Steinunn var dóttir Þorkels, b. í Lambhaga Árnasonar, bróð- ur Guðrúnar, langömmu Víglundar Þorsteinssonar forstjóra, og Péturs Guðmundssonar, fyrrv. flugvallar- stjóra. Móðir Þorkels í Lambhaga var Steinunn Þorkelsdóttir, b. í Krýsuvík Valdasonar, og Þórunnar Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa Arasonar, hrepp- stjóra á Eystri-Loftsstöðum Bergs- sonar, ættföður Bergsættar Stur- laugssonar. Móðir Steinunnar yngri var Ing- veldur, langamma Páls Jenssonar prófessors. Systir Ingveldar var Sig- ríður, langamma Harðar Sigurgests- sonar, fyrrv. forstjóra Eimskipafé- lagsins. Önnur systir Ingveldar var Sigurbjörg, amma Guðmundar Björnssonar læknaprófessors. Ing- veldur var dóttir Jóns, ættföður Set- bergsættar, og bróður Sigurðar, afa Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta forseta ASÍ. Jón var sonur Guðmundar, b. í Miðdal í Mosfellssveit, bróður Ein- ars, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Ingveldar var Sigríður Þórðardóttir, b. á Reykjum í Biskupstungum Jónssonar, b. á Rafn- kelsstöðum, bróður Sigurðar, afa Vilborgar, langömmu Sigurborgar, móður Emils Jónssonar forsætisráð- herra. Sigurður var einnig afi Elín- ar, langömmu Eyjólfs, föður Sveins, fyrrv. forstjóra Frjálsrar fjölmiðlunar. Jón var sonur Jóns, lrm. á Stóranúpi Magnússonar, b. í Bræðratungu Sig- urðssonar. Kristján fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Lund- arskóla, Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, stundaði nám við VMA og lauk stúdentsprófi þaðan, stund- aði nám við HA og lauk þar BA- prófi í sálfræði og stundar nú nám í kennslufræði við HA. Kristján hefur starfað með unglingum um langt skeið, fyrst við félagsmiðstöðvarnar á Akur- eyri frá því hann var sjálfur átján ára, starfaði á vegum skátahreyf- ingarinnar á sumrin, var flokks- stjóri í unglingavinnunni og við nýframkvæmdir á vegum bæj- arins og hefur starfað við Ung- mennahúsið á Akureyri sl. fimm ár og verið umsjónarmaður þess sl. tvö ár. Kristján stundar mikið úti- vist, fjallgöngur, og ferðir á skíði og snjóbretti. Þá er hann mikill áhugamaður um hálendi Íslands og ferðir um það. Fjölskylda Kona Kristjáns er Sara Ómarsdótt- ir, f. 25.12. 1982, tækniteiknari. Sonur Kristjáns og Söru er Jök- ull Bergmann, f. 25.4. 2008. Systir Kristjáns er Margrét Bergmann, f. 1.12. 1969, þroska- þjálfi á Akureyri. Foreldrar Kristjáns eru Tómas Bergmann, f. 242.3. 1945, starfs- maður í Viðjulundi á Akureyri, og Halla Pálsdóttir, f. 14.4. 1950, starfskona við leikskóla á Akur- eyri. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Kristján Bergmann Tómasson umsjónarmaður Hússins á aKureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.