Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 26
föstudagur 16. janúar 200926 Helgarblað Gæludýr eru Gulls íGildi Kolbrún björnsdóttir, þáttastjórnandi Í bÍtið HrinGlaði í „Hundastokkunum“ „Pétur er eldri hundurinn minn, verður tveggja ára í maí en ég fékk hann í útskriftargjöf frá foreldrum mínum þegar ég lauk prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 2007. Mario er innflytjandi, borinn og fæddur á Írlandi, en kom til landsins í júní 2008. Hann er aðeins yngri en Pétur, varð eins árs í nóvember síðastliðinn. Það var aldrei planið hjá mér að eignast hund, hvað þá hunda, en þegar ég sá þessa tegund gerðist eitthvað. Þetta er rétt eins og þegar það klingir í eggjastokkunum hjá konum þegar þær sjá lítil börn, það hringlaði í „hundastokkunum“ mínum. Þeir eru ótrúlega miklir karakterar, mjög ólíkir en ákaflega góðir vinir, bæði hvor annars og fjölskyldunnar. Við getum ekki ímyndað okkur lífið án þeirra enda með eindæmum yndislegir. Pétur er rólegri týpan, svolítið svalur á því, mjög fimur og líkjum við honum oft við Íþróttaálfinn. Mario er meiri kraftlyft- ingatýpan, karlmennskan uppmáluð og svolítill brussugangur á honum. Hann er þessi sem fellir hluti um koll ef þeir eru fyrir honum. Þeir eiga það þó sameiginlegt að finnast afskaplega gott að sofa, eru yfirleitt fyrstir í rúmið á kvöldin og hrjóta hátt og mikið. Þeir slógu til dæmis alveg í gegn í kringum áramótin en við fórum til tengdafjölskyldu minnar á akureyri. Þar voru allir staðir nýttir til þess að leggja sig, höfuðið lagt nánast ofan í strigaskó, blundur tekinn undir jólatrénu og þar fram eftir götunum. Það er hægt að gleyma tímanum algerlega bara með því að fylgjast með þeim. göngutúrarnir eru oft skrautlegir þar sem Mario telur það á sína ábyrgð að passa upp á Pétur með því að taka tauminn hans í kjaftinn og halda í hann. Þegar það tekst ekki reynir hann að taka í sinn taum og halda þannig í sjálfan sig.“ birta björnsdóttir fatahönnuður Borða Grænmeti oG fjarstýrinGar „Þær heita dimma og Loppa og eru rósettunaggrísir og erum við búin að eiga þá í um þrjú ár. Við gáfum stormi, syni okkar, dimmu í eins árs afmælisgjöf, svo kom í ljós að dimma var ólétt þegar við fengum hana og brátt eignaðist hún tvo unga. Við héldum einum eftir og það er sem sagt Loppa. Þær eru mjög þægilegar og barngóðar en þær éta alveg ógurlega mikið og skíta svakalega, það þarf því að skipta á búrinu þeirra mjög reglulega. Þær borða aðallega grænmeti og fjarstýringar ef þær komast í þær. Þegar þær eru svangar syngja þær fyrir okkur eða eiginlega í hvert skipti sem við opnum ísskápinn. Á sumrin fá þær svo að vera í búri úti í garði á daginn. Þá borða þær nær eingöngu gras. Þetta eru mjög skemmtileg gæludýr.“ bergur ebbi benediKtsson tónlistarmaður Hættur að taka áHættu „nafnið snúlli varð fyrst fyrir valinu, mér fannst bara viðeigandi að velja svona klassískt kattarnafn en svo ákvað ég að breyta því fyrir stuttu í símon. snúlli var þá því miður orðið svolítið fast við hann þannig að í dag heitir hann símon snúlli. Ég fékk hann árið 2003 í Kattholti en þá var hann nokkurra mánaða. símon snúlli gerir allt eftir bókinni, drekkur mjólk og elskar fisk þá sérstaklega harðfisk. Þess á milli borðar hann ódýra tegund af kattamat og er bara afar sáttur við það. símon snúlli hefur nú farið í gegnum eitt og annað þrátt fyrir að að vera fyrirmyndarköttur. Eitt sinn horfði ég á hann verða fyrir bíl, það var frekar óskemmtilegt. Hann haltraði í viku og það blæddi aðeins en svo var málið bara dautt. Þessir kettir eru svo duglegir að lækna sig sjálfir. Miklu harðari af sér en mannfólkið. Einu sinni varð hann líka fárveikur, þá hélt ég að hann væri að drepast en hann jafnaði sig nú á því greyið. Einu sinni týndist hann og var búinn að vera týndur í tvo daga þegar ég fann hann bara fyrir tilviljun langt frá heimili okkar. Þá var hann svolítið illa farinn. Ætli það megi ekki segja að hann sé búinn með nokkur líf blessaður. Í dag er hann orðinn fimm ára og hættur að taka svona áhættu, sérstaklega yfir vetrartímann.“ þorsteinn guðmundsson, leiKari og grÍnisti eru í fjarBúð „Ég á tíu mánaða gamlan mini pincher sem er eiginlega eins og doberman sem er búinn að fara í þurrkara. Hann heitir snúður og það tók margra ára tuð í konunni að fá loksins hund á heimilið. Þegar hún var tilbúin fékk ég að kaupa hann og það hefur komið í ljós að við vorum öll tilbúin. Ég held jafnvel að konan sé ánægðari með hann en ég. Þetta er æðislegur hundur. Hann er náttúrlega varðhundur í eðli sínu en hann er mjög heimilisvænn. Hann er húsvanur og fær að sitja við matarborðið þegar við erum að borða og koma upp í rúm á morgnana, og situr svo auðvitað hjá mér þegar ég horfi á sjónvarpið á kvöldin.“ jói fel baKari tók marGra ára tuð að fá Hund „Ég á köttinn Bessa sem er fjögurra ára gamall. dóttir mín kom með hugmyndina um að skíra hann Bessa eftir Bessastöðum en í mínum huga er hann skírður eftir Bessa Bjarnasyni. Ég sá mér þarna leik á borði að heiðra fallinn meistara. Þarna var því mjög gott samkomulag. Bessi býr reyndar núna hjá syni mínum í tengibyggingu við húsið sem ég bý í. Við erum því eiginlega í fjarbúð. Ég held honum uppi fjárhagslega, við hittumst reglulega en það er ekki um dagleg samskipti að ræða. Ég lifi það alveg og hann virðist ekki kvarta undan samskiptaleysi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.