Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 27
föstudagur 16. janúar 2009 27Helgarblað Það er kreppa og það er janúar. Ef nú er ekki rétti tíminn til að hjúfra sig að hlýju og kærleiksríku dýri, láta kjassa sig og knúsa og gera slíkt hið sama á móti er aldrei rétti tíminnn til þess. dV heyrði í nokkrum þjóðþekktum einstaklingum sem búa svo vel að eiga gæludýr sem þeir elska meira en alla heimsins flatskjái, hlutabréf og gullkort.Gæludýr eru Gulls íGildi Jói Fel bakari Tók marGra ára Tuð að fá hund ragnheiður elín Clausen, Fyrrverandi þula smjaTTa á GnísTiGómum „Ég á þrjá hunda, tvo husky-hunda sem heita Heimskautahríma og Heimskauta- hekla og svo eina blandaða tík sem heitir Krumma. Hríma og Hekla eru systur og alveg einstaklega skemmtilegir karakterar og ég er mjög náin þeim. Þær tala við mig með því að úa einhvern veginn og skamma mig stundum til dæmis þegar ég kem seint heim, ef ég vaki of lengi eða eitthvað slíkt. Miklar persónur. Þær eru líka mjög ólíkar, Hekla er eins og herforingi og ekki hrædd við neitt á meðan Hríma þorir varla enn út að pissa eftir áramótin. Krumma er þriðja tíkin en hún er blanda af irish setter, labrador og border collie og hún er gáfuð eins og mannvera. Það er svolítið skondið að segja frá því að ég á svona gnístigóm og þær hafa allar tekið upp á því að stela honum og smjatta þá í spað. annars eru þær mjög ljúfar.“ Margrét lára viðarsdóttir Fótboltakona Gullfiskar oG dramaTík „Besta vinkona mín gaf mér fiska í afmælisgjöf síðasta sumar. Henni fannst ég eiga allt og það væri svo erfitt að velja handa mér gjöf. Henni fannst því mjög sniðugt að gefa mér gullfiska. Ég get ekki sagt að ég sé búin að bindast þeim sterkum tilfinningaböndum. Ef ég er alveg hreinskilinn eru þeir svolítið til trafala og það hefur verið mikil dramatík í kringum þá. Maður þarf að koma þeim í pössun þegar maður er ekki heima eða fer til útlanda og það gerist mjög oft í mínu tilfelli. Kannski þykir manni nú samt vænt um þá innst inni. Ég hef ekki mikið verið í gæludýrunum en afi var með hesta þegar ég var lítil og ég er mikið fyrir þá. En það hefur nú ekki gefist mikill tími fyrir annað en fótbolta og skóla síðan ég flutti frá Eyjum. Kannski að maður sinni hestunum betur þegar maður hefur meiri tíma.“ bJörgvin halldórsson söngvari dreGinn fram úr af keTTinum „Við eigum tvo ketti. fyrstan skal telja hann jökul Ljónshjarta, níu ára hvítan persa af tegundinni color point. Hann er aðalkallinn á heimilinu. síðan er það Emma Lína ellefu ára sem er grá, hálf síams og hálf villikisa. Þau eru miklir vinir og góð við hvort annað þótt þau séu af tveimur ólíkum heimum. Ég er alinn upp við ketti í kringum mig og það hafa alltaf verið kettir á heimilinu mínu. Þeir eru sjálfstæðir og sérstakir og gefa manni mikið þegar þeir vilja. svo eru þeir líka dularfullir, fullir af visku og hlýju og róa mann niður. jökull vekur okkur hjónin á hverjum morgni og gefst ekki upp fyrr en hann hefur komið okkur fram úr eldsnemma á morgnana að tala við sig eða jafnvel fara í fótbolta ef vel liggur á honum. Emma er ennþá svolítill villiköttur í sér og verður aldrei fullorðin. Hún skýst um alla íbúð endrum og sinnum og vill leika sér.“ sigríður beinteinsdóttir söngkona kafar með opin auGu „Hann heitir frosti og er 90 prósent golden retriever-hundur. Það er bara smá Íslendingur í honum. Hann er með hvítt framan á loppunum og svo er hann ekki með rétta hausinn en hann er alveg yndislegur karakter. Hann er tíu ára og algjör dekurrófa. Ég bý í einbýlishúsi og hef stóran garð svo ég lét útbúa stórt virki fyrir hann svo hann er með sinn eigin stóra garð sem hann valsar inn og út um eins og honum hentar, eins og ég segi, bara algjör dekurrófa. Ég reyni að fara með hann út á hverjum degi og þá löbbum við í 40 til 60 mínútur. frosti gerir nokkuð sem fáir hundar gera, það er að kafa með opin augun. stundum sér maður hann bara fara á bólakaf svo rassinn stendur einn upp úr. Ef hann kafar í ferskvatni og sér niður á botn getur maður séð að hann er með opin augu, alveg eins og selur bara. Það er alveg svakalega skemmtilegt að horfa á það. Hann má ekki sjá vatn þá vill hann fara út í. annars er hann svo blíður og góður og ég veit ekki hvað ég myndi gera án hans.“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk. Umsóknarfrestur á vorönn 2009 er til 15. febrúar nk. Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á: Dvalarstyrk (verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Akstursstyrk (sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla.) Nánari upplýsingar og skráning umsókna vegna vorannar 2009 er á www.lin.is Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.