Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 19
föstudagur 16. janúar 2009 19Fókus
Hvað er að
GERAST?
föstudagur
n Addi Intro á Prikinu
reggíbandið Max and the Crackers kemur
og spilar á skemmtistaðnum Prikinu á
föstudagskvöldið og svo er það addi Intro
sem mun þeyta skífum.
n Dalton á Players
stuðbandið dalton treður upp á Players
föstudagskvöldið 16. janúar.
Hljómsveitina dalton þarf ekkert að kynna
fyrir landsmönnum enda sló bandið
rækilega í gegn í sumar með gæsalaginu.
dalton er án efa ein hressasta og
fjölhæfasta ballhljómsveit landsins.
n Blúskvöld á Græna hattinum
Vinir dóra sem er skipuð þeim Halldóri
Bragasyni gítar, guðmundi Péturssyni
gítar, Ásgeiri Óskarssyni trommur, jóni
Ólafssyni bassa. ásamt
söngkonunni ragnheiði
gröndal mun koma
fram á græna
hattinum föstudags-
kvöldið 16. janúar.
stofnaður verður
Blúsklúbbur akureyrar
sem mun standa fyrir
reglulegum blúskvöldum á akureyri og
vera í samstarfi við blúsklúbba víðs vegar á
landinu.
n Sólskinsdrengurinn í Háskólabíó
sólskinsdrengurinn segir sögu Margrétar,
sem hefur reynt allt til að koma syni sínum
til hjálpar. Keli er ellefu ára og með hæsta
stig einhverfu. Þó Margrét eygi ekki mikla
von fyrir hönd Kela brenna á henni margar
spurningar um það dularfulla og flókna
ástand sem einhverfa er.
Myndin er sýnd bæði föstudag og
laugardag í Háskólabíói, sambíóunum í
Keflavík og sambíóunum á selfossi.
laugardagur
n Nýárstónleikar í Tíbrá
gissur Páll gissurarson, sigrún Eðvalds-
dóttir og salonhljómsveit sigurðar Ingva
snorrasonar:
Pálína Árnadóttir, Bryndís Halla gylfadóttir,
Hávarður tryggvason, Martial nardeau,
Pétur grétarsson og anna guðný
guðmundsdóttir.
Vínarljóð, aríur, polkar, valsar og önnur
gleðitónlist.
Miðaverð: 2900/2500 kr.
n Sixties á 800bar
Hljómsveitin sixties spilar á 800bar
laugardagskvöldið 17. janúar. Hljómsveitin
sixties kom fyrst fram á sjónarsviðið árið
1995 þegar platan Bítilæði kom út, sú plata
innihélt meðal annars lögin Vor í
Vaglaskógi, Viltu dansa og alveg ær, lög
sem ennþá njóta mikilla vinsælda á
dansstöðum víða um land.
alls hefur sveitin sent frá sér 5 plötur og
átt nokkur lög á safnplötum
n Buff á Players
Buff er án efa ein hæfileikaríkasta sem og
skemmtilegasta dansiballahljómsveit sem
komið hefur fram á Íslandi. allt frá hinu
gruggugasta rokki til íslenskra dægur-
perlna er þeim mögulegt að spila og hefur
sveitin verið vinsæl síðustu misseri á
árshátíðum og þess háttar skemmtunum
vegna spilagleði sinnar.
Buff er gleðisveit í öllum sínum skilningi
eins langt og það nær.
n Mono ball á Dillon Sportbar
Mono slær í ekta ball á dillon sportbar,
Hafnarfirði.
Miðaverð 1.000 kr
n Dj Valdi á Glaumbar
Plötusnúðurinn dj Valdi mun þeyta skífum
á glaumbar.
SeVeN PouNDS
Ein
rosalegasta
ástarsaga
sem hefur
verið sögð á
hvítu tjaldi.
m
æ
li
r
m
eð
...
DuBBelDuScH í HAfNAr-
fjArðArleIkHúSINu
feikilega gott
verk. sýningar
að hefjast aftur,
nú í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu.
rockNrollA
tiltölulega
róleg fyrir
hlé en
seinni
parturinn er
í fimmta gír.
PlATAN A DITcH IN TIMe
Með WeAPoNS
upprenn-
andi
hljómsveit
sem eru allir
vegir færir.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
SólSkINSDreNGur
rakleitt í
hjartastað.
TölVuleIkurINN NfS
uNDercoVer
frekar
slakur
leikur sem
skilur lítið
eftir sig.
É g hef svo sem aldrei haft mikinn áhuga á Eurovision en ég var með lag sem ég vissi ekkert hvað ég átti að
gera við. Ég sendi það inn fyrir rælni
og það komst áfram,“ segir Einar en
lagið hans, Fósturjörð, mun verða
flutt núna um helgina og af ekki lak-
ari söngvara en Páli Rósinkranz.
Einar hefur lifað og hrærst í tón-
list í mörg ár fyrir utan að vera sonur
eins hæfileikaríkasta djassista okkar
íslendinga, Árna Scheving, sem lést
fyrir rétt rúmu ári. Að taka þátt í Euro-
vision er því nýr vettvangur fyrir hann.
Hann stóð þó ansi nálægt því þar sem
hann vann um tíma með Euroband-
inu en dró sig úr því áður en allt Euro-
bandsfárið fór af stað á síðasta ári.
„Það er því hálfgerð kaldhæðni ör-
laganna að ég sé orðinn þátttakandi
sjálfur núna,“ segir Einar.
lagið sjálft
Lagið sem um ræðir er lágstemmt
eins og Einar orðar það. Hann er
í raun löngu búinn að semja það.
„Þetta var bara ein af þessum melód-
íum sem ég gekk með í kollinum en
gerði aldrei neitt við. Ég fór að hugsa
og allt í einu var það bara ágætishug-
mynd að lauma því inn í keppnina.“
Páll Rósinkranz, sem mun flytja
lagið hans, er hvað þekktastur úr
hljómsveitinni Jet Black Joe sem naut
gríðarlegra vinsælda hér á árum áður
og því vel reyndur söngvari á ferð.
Hann hefur líka töluvert sungið gosp-
el undanfarið og var lagið sem hann
söng í Eurovision í fyrra í þeim dúr.
Hér eru því menn með ólíkan bak-
grunn á ferð. Eurovision-lag Einars er
þó langt frá öllu því sem þeir eiga að
baki. „Lagið er alls ekki djassað held-
ur er það meira á þjóðlegu nótunum,“
segir Einar.
Samstarf þeirra hefur verið mjög
auðvelt að mati Einars þrátt fyrir ólík-
an bakgrunn þeirra. „Ég er pínulítið
kameljón í eðli mínu sem tónlistar-
maður og Páll er það sennilega líka.
Og hann er náttúrlega mikill talent.“
Einar er svo með einvala lið með
sér í laginu. Eyþór Gunnarsson verð-
ur á píanó, Bryndís Halla Gylfadóttir
á selló og Eyjólfur Bjarni Alfreðsson á
víólu auk þess sem Einar spilar á slag-
verk sjálfur.
ólíkar vinnuaðferðir
Er það mikil áskorun fyrir mann úr
djassheiminum að fullvinna lag sem
fer í söngvakeppni á borð við Euro-
vision? „Í djasstónlist skrifar maður
kannski lag, melódíu eða bara ein-
hverja tóna og gefur síðan mönnum
töluvert frelsi til þess að túlka eftir
sínu höfði,“ segir Einar.
„Lag eins og fyrir Eurovision út-
setur maður hins vegar meira frá A til
Ö. Það taka heldur ekki endilega all-
ir upp í einu, eins og menn gera al-
mennt í djasstónlist.“
Djassisti í eurovison
Aðspurður hvort félagar hans hafi
ekki verið neitt að skjóta á hann fyr-
ir að fara svona langt frá sínum vett-
vangi segist hann ekki hafa fundið
fyrir neinu þannig. Kollegar hans séu
nokkuð frjálslyndir þegar kemur að
tónlistarstílum.
„Það eru einhvern veginn allir í
öllu á Íslandi,“ segir Einar og er mikið
sannleikskorn í því. Staðreyndin er sú
að síðan Íslendingar fóru að taka þátt
í þessari keppni hafa flestir íslenskir
tónlistarmenn tekið þátt enda þjóðin
ekki stór. „Ef þetta er nógu „hip“ fyrir
Dr. Gunna og Dr. Spock ætti mér að
vera óhætt að taka þátt,“ segir Ein-
ar og hlær og vonar að hann fái ekki
Eurovision-stimpilinn á sig. „Þetta er
tvíeggjað sverð; auðvitað vill maður
að laginu gangi vel en þrátt fyrir það
er þetta eiginlega ekki minn tebolli.“
Áhrif frá pabba
Eins og áður hefur komið fram er
Einar sonur Árna Scheving sem var
einn virtasti djassleikari þjóðarinnar
á meðan hann lifði. Hann hefur því
eflaust haft mikil áhrif á í hvaða átt
tónlistarstíll Einars þróaðist.
„Ég fór mjög ungur að fara með
honum á æfingar og laðaðist strax að
tónlistinni. Og auðvitað heillaðist ég
mest af trommunum.“
Einar er á þeirri skoðun að maður
móti tónlistarskilning sinn tiltölulega
snemma. Eftir það er maður bara
að fínpússa hlutina þó svo kjarninn
breytist lítið eitt.
„Ég vann mikið með föður mín-
um og sérstaklega fyrstu árin í brans-
anum. Spilaði töluvert á tónleikum
með honum og svo voru alltaf reglu-
lega einhver verkefni sem hann vél-
aði mig í. Að auki var hann með tón-
eyra sem ég treysti betur en flestra
þannig að ég bar oft undir hann hug-
myndir mínar.“
Einar var alltaf að vonast til þess
að faðir hans gerði sólóplötu. Hann
var hins vegar orðinn heilsutæpur
undir það síðasta og hafði ekki orku
í að láta það verða að veruleika, þó
hugmyndirnar hafi verið til staðar.
Áhrifavaldar Einars í tónlist eru
svo fjölmargir að hann getur ekki
nefnt neinn einn. „Þeir eru jafnólíkir
og þeir eru margir. Sem dæmi get ég
nefnt Miles Davis, U2 og Debussy.”
Pabbi hans átti líka sinn þátt í að
móta stíl Einars. „Þótt hann hafi haft
mikil áhrif á mig höfðum við í raun-
inni mjög ólíka sýn á tónlist.“
reynslubolti í bransanum
Einar byrjaði mjög ungur sem at-
vinnumaður í tónlist, en hann var að-
eins 15 ára þegar hann var farinn að
spila með sumum af þekktari mönn-
unum í bransanum. „Ég spilaði fyrst í
Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni
og stuttu síðar á böllum. Svo var ég til
dæmis í húsbandi á Hótel Sögu þeg-
ar ég var 16 ára og mikið með Björg-
vini Halldórssyni í framhaldinu. Á
svipuðum tíma fór ég að spila tölu-
verðan djass og var meðal annars í
djasskvartett Reykjavíkur ásamt Ey-
þóri Gunnarssyni, Tómasi R. og Sig-
urði Flosasyni, auk þess að spila með
Stórsveit Reykjavíkur.“
Einar kláraði nám í FÍH árið 1993
og fluttist svo þremur árum síðar til
Miami í Bandaríkjunum þar sem
hann fór í frekara nám. Hann ílengd-
ist þar við spilamennsku og kennslu
og flutti svo til New York um tíma.
Árin þarna úti urðu á endanum níu
talsins.
„Ég spilaði hina og þessa stíla á
meðan ég bjó úti, en undir það síð-
asta var ég mest spilandi R’n B. Ég
tók svo upp plötuna mína í New York
áður en ég fluttist heim.“
Platan heitir Cycles og hlaut Einar
Íslensku tónlistarverðlaunin á síðasta
ári í flokki djasstónlistar fyrir hana.
Trommari og lagahöfundur
„Það er í raun algengara en menn
halda,“ segir Einar þegar hann er
spurður hvort það sé ekki sérstaða
að til séu trommarar sem semji lög
sjálfir. „Ég get strax nefnt Phil Collins.
Hann er auðvitað best þekktur sem
söngvari og lagahöfundur, en er auð-
vitað fantagóður trommuleikari. Svo
verður ekki af honum tekið að hann
semur grípandi melódíur. Svo er fullt
af öðrum gaurum. Einhverra hluta
vegna er fólk alltaf voðalega hissa
að trommuleikarar geti gert eitthvað
meira en að halda á trommukjuð-
um,“ segir Einar og hlær en hann
bætir því jafnframt við að áhugi hans
hafi stefnt meira og meira í átt að tón-
smíðum.
Nú ásamt þátttökunni í Eurovision
er hann til að mynda að vinna að
klassísku píanóverki sem hann hefur
mikinn áhuga á. „Það er nokkuð sem
ég hef ekki gert áður. Með mig er það
þannig að ég geri það sem mér dettur
í hug hverju sinni og mér er nokkuð
sama hvort það er eitthvað sem fólk
býst við af mér eða ekki,“ segir hann.
„Ég forðast helst að setja sjálfan mig
og aðra í einhverja flokka,“ segir Einar
að lokum. Lagið hans verður eins og
fyrr segir flutt í Söngvakeppni sjón-
varpsins næstkomandi laugardag og
mun Páll Rósinkranz flytja lagið Fóst-
urjörð. asdisbjorg@dv.is
„Þetta var bara ein af þessum melódíum sem ég
gekk með í kollinum en gerði aldrei neitt við.“
Einar er þekktur í djassheiminum en fer inn á nýjan
vettvang í Eurovision en hann tekur þátt í fyrsta skipti.
MYND HeIðA HelGADóTTIr
Páll rósinkranz Mun flytja lag Einars,
fósturjörð, í söngvakeppninni á
laugardaginn.
Nóg verður að gerast í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi og eitthvað
að sjá fyrir alla.
Árleg sýning á myndskreyting-
um í íslenskum barnabókum, Þetta
vilja börnin sjá!, verður opnuð í
Gerðubergi á sunnudaginn klukkan
15 en þetta er í sjöunda skiptið sem
sýningin er haldin. Um leið verða
Dimmalimm-verðlaunin afhent en
það eru verðlaun sem veitt eru fyr-
ir bestu myndskreytingar í íslensk-
um barnabókum. Verðlaunin voru
fyrst veitt árið 2002 og taka allir þeir
barnabókahöfundar þátt sem taka
þátt í sýningunni. Í ár taka 24 mynd-
skreytar þátt og fer verðlaunaaf-
hendingin fram á opnuninni.
Einnig er á staðnum sýning á
brúðum Leikbrúðulands úr Völs-
ungasögu og má sjá úrval leik-
brúða úr sýningunni Prinsessan
í hörpunni eftir handriti Böðvars
Guðmundssonar. Brúðurnar eru
hannaðar af Petr Matasek, þekktum
og margverðlaunuðum leiktjalda-
og brúðuhönnuði.
Þessar sýningar standa til 15.
mars og á meðan á þeim stend-
ur mun starfsfólk taka á móti 8 ára
skólabörnum og leiða þau um sýn-
ingarnar auk þess sem boðið verð-
ur upp á leiðsögn fyrir aðra aldurs-
hópa .
Á sama tíma í Boganum verð-
ur opnuð sýning á vatnslitamynd-
um Huga Jóhannessonar og nefnist
sýningin Úr högum og heimahög-
um. Hugi er 85 ára að aldri og hefur
haldið fjórar málverkasýningar um
ævina. Sú sýning stendur til 1. mars
og er aðgangur ókeypis.
Viðburðarík helgi í Gerðubergi:
dimmalimm-verðlaunin veitt