Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 4
föstudagur 16. janúar 20094 Fréttir Sandkorn n Stundum er sagt að enginn sé spámaður í eigin föðurlandi. Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, ritaði eftirfarandi í Reykja- víkurbréfi 22. mars á síðasta ári: „Rík- isstjórn- in verður hins vegar að horfast í augu við þann mögu- leika, að al- varleg fjár- málakreppa geti blasað við hér vegna fjár- mögnunarvanda einhverra íslenzku bankanna undir lok þessa árs og á næsta ári...Hún verður að vera undir það búin og þarf að hafa gert sér grein fyrir, hvernig hún mundi bregð- ast við tilteknum aðstæðum, ef þær kæmu upp. Hún þarf með öðrum orðum að hafa varaá- ætlun.“ - Ætli Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi ekki treyst spádómsgáfu Styrmis? n Innanbúðarátök virðast vera sprottin upp á Fréttablaðinu á milli Björns Inga Hrafnsson- ar, ritstjóra Markaðarins, og Páls Baldvins Baldvinssonar ritstjórnarfulltrúa. Hinn síðar- nefndi skrifaði fjölmiðlapistil í blaðið í gær þar sem hann sagði að sárafáir ættu eftir að horfa á sjónvarpsþátt Björns Inga, Markaðinn, á breyttum og betri dagskrártíma strax eftir kvöldfréttir á Stöð 2. Sagði Páll að dagskrárstjóri Stöðvar 2 myndi aldrei sætta sig við það litla áhorf sem þáttturinn ætti eftir að fá á þessum kjördag- skrártíma. Páll var svo svart- sýnn fyrir hönd Björns Inga að hann lét það fylgja með að hann myndi ekki einu sinni ná ásættanlegu áhorfi þótt hann kæmi fram í sundbol og breytti þættinum í skemmtiþátt um viðskiptalífið. Spurningin er hvort Björn Ingi tvíeflist við hrakspá Páls Baldvins og leggi sig nú í líma við að búa til sölu- vænlegan þátt um leiðinlegt efni. n Marga sjálfstæðismenn setti hljóða þegar þeir hlýddu á ræðu Björns Bjarnasonar á Rás 1 í gærmorgun um ESB-átökin. „Það er náttúrlega hætta á því að Sjálfstæðisflokkurinn liðist í sundur út af deilum um svona mál. Það er ekkert smá mál hvort Ísland ætlar að afsala sér þeim réttindum sem í húfi eru.“ Björn bætti við að ESB-um- ræðan hafi skerpt grundvall- arsjónarmið innan flokksins um að „þetta eigi ekki að gera“. - Rifjast þá upp að Jón Baldvin Hannibalsson sagði í viðtali við DV nýverið að Sjálfstæðisflokk- urinn væri þeirrar gerðar að klíkurnar innan hans gætu ekki leyst ESB-málið á landsfundin- um og væri því óstjórnhæfur. n Góðar heimildir eru fyrir því að Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri hafi hringt í fjársterka menn með hjartað á réttum stað í pólitíkinni og beðið þá um að taka þátt í því að end- urfjármagna Morgunblaðið og tryggja að það verði áfram í „réttum“ höndum. Klukkan ti- far og senn verður Glitnir, sem á 80 prósent krafna á hendur útgefandanum, að taka ákvarð- anir um líf eða dauða blaðsins. Fjárfestar hafa greinilega haft minni áhuga en vænst var, en nú eru sex vikur síðan Moggi komst í greiðsluþrot og gat ekki borgað laun að fullu. - Nú spyrja menn hvað gert yrði við Stefan Ingves eða Jean-Claude Trichet, starfsbræður Davíðs í Svíþjóð og hjá Evrópusam- bandinu, ef þeir hegðuðu sér eins og Davíð. Hinn dásamlegi dónaskapur kristján hreinsson skáld skrifar. „Mér hefur verið hótað – oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Ég á því láni að fagna að taka þátt í mót-mælum og ég mæti á borgarafundi. Ég vil vera þátttakandi í uppbyggingu lýð-ræðisins og ég vil sýna þjóð minni sam- stöðu á meðan við undirbúum það að reisa við ónýtan efnahag. Í hjarta mínu á ég þann draum að hér verði hægt að byggja réttlátt samfélag. Ég var t.d. í miðri iðu hinna svonefndu Kryddsíld- armæla. Ég sá með mínum augum allt sem gerð- ist og verð að viðurkenna að fréttaflutningur af þeim atburði er á skjön við það velsæmi sem mér var kennt að virða. Það er engu líkara en íslenska leiðin, þ.e.a.s. að smjaðra fyrir þeim sem völdin hafa, sé sú leið sem ýmsum er ætlað að fara. Kæra þjóð, ég vil nefna það hér, að stjórnmála- menn neyða fólk til hlýðni. Þeir líta á þennan þátt viðurværisins sem eðlilegt stjórntæki. Nú síðast veitti okkar elskulegi utanríkisráðherra ungri konu einlæga viðvörun, áður en unga konan fór í ræðustól á borgarafundi. Það þrífst dásamlegur dónaskapur í því yndis- lega spillingarbæli sem Ísland er í dag. Og það sem meira er: Þessum dónaskap og þessum ynd- islega yfirgangi hafa stjórnmálamenn beitt um langa hríð. Þetta rita ég hér því ég tala af reynslu. Ég veit hvað fólk er að tala um þegar það segir frá hótunum sem það hefur fengið frá stjórnmála- mönnum. Mér hefur verið hótað – oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég hef fengið kristalstær viðbrögð íslenskra stjórnmálamanna – svo að segja – beint í æð. Og ég veit að þeim loforðum sem ég hef heyrt, í hótunum þessa ágæta skríls, hefur verið framfylgt. Já, jafnvel þótt þetta fólk sé ekki þekkt fyrir að standa við loforð sín. Meðal okkar eru yndislegir boðberar réttlæt- is og visku, frábært og einlægt fólk eins og: Dav- íð Oddsson, Valgerður Sverrisdóttir, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Árni Johnsen, Árni Mathisen, Siv Friðleifsdóttir, Geir H. Haar- de, Björn Bjarnason, Gunnlaugur Sigmundsson, Árni Magnússon, Friðrik Sófusson, auðmenn, ríkisbubbar og fleira fólk sem öðlast hefur eng- lavængi með eðalmennsku sinni, fólk sem lofar guðdómlega nærgætni og fastheldni á eigur ann- arra. Við erum að tala um dásamlegt fólk sem lítur á fyrirgefningu sem sjálfsagðan hlut þeg- ar stjórnmálamenn þurfa á slíkum munaði að halda. Sundruð söfnum við skuldum en samein- uð borgum við brúsann. Réttlætisins mælir má af mörgum teljast hæpinn því ræninginn í reynd er sá sem rannsakar nú glæpinn. Skáldið Skrifar Geir H. Haarde forsætisráðherra hafði orð um að gera úttekt á Seðlabankanum og áhrifum seðlabankalaganna frá 2001 þegar í mars á síðasta ári. Á þeim tíma talaði hann um tímabundinn vanda íslenska fjármálakerfisins og að bankarnir stæðu traustum fótum. Geir frestar Úttekt á seÐlaBankanUM „Úttekt þessi hefur ekki verið gerð. Bankahrunið hefur breytt öllum for- sendum í þessu efni. Ekki hefur verið ákveðið hvernig að framhaldi þess- ara mála verður staðið.“ Þannig hljóðar svar Geirs H. Haar- de forsætisráðherra við fyrirspurn DV um fyrirhugaða úttekt á Seðla- bankanum. Geir gerði slíka úttekt að umtalsefni þegar hann ávarpaði árs- fund bankans 28. mars í fyrra, réttu hálfu ári fyrir kerfishrun íslensku bankanna. Úttekt senn tímabær Efnislega sagði Geir meðal annars í ræðu sinni þá að gagnrýni á stefnu Seðlabankans hefði orðið hávær- ari eftir því sem stýrivextir hækkuðu og hávaxtatímabilið lengdist. Gagn- rýnin gæti verið byggð á tilteknum séraðstæðum hér á landi þar sem peningamálastefnan virkaði illa eða jafnvel alls ekki. „Sé þessi gagnrýni byggð á haldbærum rökum ber að taka hana alvarlega því það hlýtur að vera kappsmál allra að annað af meg- instjórntækjunum í efnahagsmálum, peningamálastefnan, virki svo sem til er ætlast... Ýmsir hafa af góðum hug velt upp spurningum um þessi mál... Aðrir hafa spurt hvort Seðlabankinn hafi við núverandi aðstæður öll þau tæki í vopnabúri sínu sem hugsanleg eru til að sinna hlutverki sínu.“ Geir fór varlega í gagnrýni sinni á Seðlabankann á ársfundinum en sagði síðan orðrétt: „Senn verður tímabært að gera fræðilega úttekt á þessu viðfangsefni í góðu samstarfi við Seðlabankann því það er nauð- synlegt að svara þeim spurningum sem upp hafa komið, meta reynsl- una af framkvæmd seðlabankalag- anna frá 2001 og hvort allar þær við- miðanir sem stuðst er við séu þær heppilegustu til framtíðar litið. Til slíks verks þarf, þegar þar að kemur, að fá hæfustu sérfræðinga, erlenda og innlenda, líkt og gert hefur verið annars staðar.“ Ekkert hróflað við seðlabankastjórum DV spurði Geir tveggja spurninga vegna orða hans á ársfundinum. Annars vegar hvort úttektin, sem forsætisráðherra boðaði, hafi ver- ið gerð og mat verið lagt á reynslu og framkvæmd seðlabankalaganna frá 2001. Hins vegar var spurt hvort hrun bankakerfisins og fjármála- kreppan hefðu breytt áformum for- sætisráðherra eitthvað, til dæmis á þann veg að í smíðum væri frum- varp um breytingar á Seðlabankan- um og hugsanlegan samruna hans og Fjármálaeftirlitsins? Eins og fram kemur í svarinu hér að framan hefur umrædd úttekt á Seðlabankanum ekki verið gerð. Þá er ekki að skilja að forsætisráð- herra eða ríkisstjórnin hafi enn tek- ið ákvörðun um það hvernig stað- ið verði að endurskoðun laga um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í kjölfar bankahrunsins. Þannig er ekki hægt að ráða af svari Geirs að hann og ríkisstjórn hans hafi lagt drög að breytingum á lögum og reglum um sem leitt geti til manna- breytinga í Seðlabankanum og Fjár- málaeftirlitinu eins og stjórnvöld ýj- uðu þó að í kjölfar bankahrunsins. Í lok ræðu sinnar á ársfundi Seðlabankans 28. mars á síðasta ári sagði Geir að íslenskt banka- kerfi og íslensk efnahagsmál stæðu taustum fótum þótt á móti blési. „Þegar horft er á staðreyndir í efna- hagslífi okkar kemur í ljós að öllum hagtölum og hagspám ber í meg- inatriðum saman um að horfurnar séu góðar, staða efnahagsmála sé í meginatriðum sterk og staða bank- anna traust.“ „Senn verður tímabært að gera fræðilega út- tekt á þessu viðfangs- efni í góðu samstarfi við Seðlabankann því það er nauðsynlegt að svara þeim spurningum sem upp hafa komið...“ JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Geir H. Haarde Í lok ræðu sinnar á ársfundi seðlabankans sagði geir að íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál stæðu traustum fótum þótt á móti blési. Davíð og Geir úttektin á seðla- bankanum, sem geir nefndi, hefur ekki verið gerð. davíð Oddsson og aðrir æðstráðendur í seðlabankanum og fjármála- eftirlitinu geta andað rólega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.