Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 15
Í drögum að ályktunum, sem lagð- ar verða fyrir flokksþing Framsókn- arflokksins, er lagt til að Ísland hefji aðildarviðræður að Evrópusam- bandinu á grundvelli umboðs frá Alþingi. Áskilið er meðal annars að hagsmunir landbúnaðar og sjávarút- vegs verði sérstaklega tryggðir og að forræði yfir auðlindum verði áfram í höndum þjóðarinnar. Einnig er lagt til að íslenska þjóðin taki afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæða- greiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu eins og það er orðað. Framsóknar- menn vilja jafnframt að fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og að viður- kennt verði að íslenskur landbúnað- ur sé heimskautalandbúnaður. Lagt er fyrir flokksþingið að við kosningar til Alþingis og sveitar- stjórna verði leitað leiða til að per- sónukjör og vægi kjósenda aukist við röðun á lista. Jafnframt verði reynt að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Leitast verði við að tryggja sem jafnast vægi atkvæða á landsvísu. Lagt er til að lög verði sett um fjöl- miðla og eignarhald þeirra. Einnig að Ríkisútvarpið verði rekið áfram í eðlilegri samkeppni við aðra fjöl- miðla og almannaþjónustuhlutverk þess verði aukið. Vilja samstöðu um formann Flokksþing Framsóknarflokks- ins verður sett í dag, en því lýkur á sunnudaginn með kjöri nýrrar for- ystu. Þrír af fimm frambjóðendum berjast um formannsstólinn. Hös- kuldur Þórhallsson þingmaður, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson skipu- lagshagfræðingur og Páll Magnússon bæjarritari. Allir eru þeir á fertugs- aldri. Á laugardaginn tekur flokks- þingið afstöðu til breytinga á lögum flokksins sem snerta meðal ann- ars fyrirkomulag á kjöri formanns. Lagt er til að fái ekki einn einstakur frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu atrennu verði kosið aftur milli tveggja efstu manna. Þetta er lagt til með það fyrir augum að auka samstöðu um flokks- formanninn. Mismunandi áherslur Tekist verður á um stefnu flokksins í Evrópumálum en flokksþinginu var flýtt til þess að taka af skarið og slá á innanflokksdeilur um Evrópustefnu flokksins. Páll er sá frambjóðandi til formanns sem lengst gengur; hann vill aðildarviðræður. Höskuldur er hófsamari og Sigmundur telur að að- ild að ESB dugi skammt til að leysa bráðavanda þjóðarinnar nú. Ljóst er að veruleg endurnýjun verður í forystu Framsóknarflokksins á þinginu og nánast um kynslóða- skipti að ræða. Stuðningsmenn Páls styðja að miklum hluta Birki J. Jónsson í varaformannssætið. Birkir er einnig talinn eiga fylgi í varaformannssætið meðal stuðningsmanna Sigmundar. Ný forysta flokks- ins verður kjörin á sunnudaginn en varaformaður er valinn að loknu formannskjöri. Talið er hugsanlegt að Birkir dragi framboð sitt til baka verði Höskuldur kjörinn formað- ur flokksins, en óheppilegt þykir að hafa formennina úr sama kjördæmi. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, býður sig fram í varaformannssætið gegn Birki. föstudagur 16. janúar 2009 15Helgarblað Blóm og gjafavara í miklu úrvali Hólagarði · Sími 557-3460 Inngangur sunnanmegin Munið bóndadaginn 23. janúar Framsókn leggur til aðildarviðræður Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag, en því lýkur á sunnudag með kjöri nýrrar forystu. Formanns- slagurinn hefur harðnað á síðustu dögum og óvíst er að einhver einn þeirra sem helst koma til greina nái meirihluta atkvæða í fyrstu atrennu. Einnig er lagt til að íslenska þjóðin taki afstöðu til aðildar- samnings í þjóðarat- kvæðagreiðslu í kjöl- far upplýstrar umræðu eins og það er orðað. Valgerður Sverrisdóttir Er fjórði formaður framsóknarflokksins sem stígur niður af valdastóli á aðeins örfáum árum. flokksmenn eru orðnir fullsaddir á innanflokksátökum. Evrópusambandið framsókn- armenn ætla að leiða til lykta innanflokksátök um Evrópu- stefnu sína og leggja til aðildarviðræður í drögum að ályktun. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.