Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 16
Nú eru þrír mánuðir liðnir síðan Ís- land fór á hliðina, en tvö ár síðan glöggir menn sáu í hvað stefndi. Yfir- leitt er nú ekki hlustað á menn sem eru að reyna að koma vitinu fyrir fólk, og oft er eina leiðin að láta svoleiðis fólk renna duglega á rassinn. Það er þá lítið annað að gera en að reyna að standa upp og spjara sig. Uppgangur og velgengni eiga marga feður, en tap og gjaldþrot eru munaðarleysingjar, sagði einhver, og á það vel við „ekki mér að kenna“ sem heyrist í sölum Alþingis og úr rústum bankanna. Ég er algjörlega sammála er- lendum fræðimönnum sem halda því fram að íslenska gjaldþrotið or- sakaðist ekki af undirmálskrísunni vestra, heldur af eigin gjörðum og stjórnlausum lántökum bankanna og þeirra meðreiðarsveina. Margt er hægt fram að telja, en eitt er þó öðru fremra og það er vitleysan að hafa haft tvær mismunandi peningamála- stefnur í sama landinu, en það geng- ur ekki upp. Það er í sjálfu sér einnig grátbroslegt að menn héldu að þeir gætu stofnað einhverja alþjóðlega bankaparadís eða miðstöð á Íslandi. Það segir sig sjálft að krónan okk- ar, þessi micro-gjaldmiðill, er ein- faldlega of lítil til þess. Ekki er ég þó að gera lítið úr krónunni, hún hefur dugað vel í gegnum tíðina og kemur til með að duga vel í framtíðinni ef við höldum vel á spöðunum. Við getum aldrei aftur leyft klíku af siðspilltum afætum í sjálfsafneitun að hertaka efnahagslíf okkar Íslend- inga og fremja efnahagsleg hryðju- verk sem geta ekkert annað kallast en landráð og föðurlandssvik. Mörgum er um að kenna, en ég held að stjórn- völd beri mesta ábyrgð á því hvern- ig komið er og því regluverki sem afæturnar fengu að vinna við, eftir- litslaust. Hvar í vestrænum heimi er formaður stjórnar fjármálaeftirlits í glansauglýsingum og bæklingum fyrir einkabanka? Maður hristir bara hausinn, ruglið er svo ömurlegt. Ekk- ert virðist hafa komið út úr þessari útrás nema nokkur hundruð tusku- búðir og þúsund milljarða skuldsetn- ing þjóðarinnar sem næstu kynslóðir þurfa að horfast í augu við. Þetta líkist allt einu stóru píramídasvindli. Í dag er „Iceland“ samnefnari efnahagslegra hörmunga og gjald- þrots, og verður „The Icelandic Way“ notað um ókomna tíð í heiminum um eitthvað sem er gjaldþrota eða á leiðinni í gjaldþrot. Já, hvílík eft- irmæli (sic!) Það sem mér finnst þó athyglisvert er að það virðist vera al- gjört forystu-, aðgerða- og upplýs- ingaleysi hjá stjórnvöldum. Stjórnarflokkarnir eru að velta sér upp úr alls konar málum sem skipta minna máli eins og hlutirnir eru og virðast ekki sjá þjóðina kvelj- ast og eignirnar brenna upp. Þeir sjá framhjá mótmælunum, þeir sjá ekki hörmungarnar, þeir sjá ekki að sér, þeir sjá ekki neitt. Þetta eru blindir menn sem dettur ekki í hug að segja af sér. föstudagur 16. janúar 200916 Umræða Glöggt er gests augað Spurningin „Jú, það eiga allir séns, líka Páll Baldvin,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs fréttablaðs- ins og umsjónarmaður samnefnds þáttar á stöð 2. Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra á fréttablað- inu, ritaði fjölmiðlapistil í blaðið í gær þar sem hann sagði að þáttur Björns Inga á stöð 2 myndi bíða afhroð í áhorfsmæl- ingum sem næsti dagskrárliður á eftir fréttum stöðvar- innar því hann höfðaði ekki til kjöráhorfenda hennar. Áttu ekki séns, Björn ingi? Sandkorn n Sjálfstæðismenn eru sem á nálum vegna yfirvofandi að- gerða Geirs H. Haarde. Fæstir vita hvað formaðurinn er að hugsa varðandi ráðherraskipti og hreinsun út úr Seðlabanka og Fjár- málaeftirliti. Víst er þó að Geir bíð- ur þess að landsfund- urinn verði afstaðinn og hann fái endurnýj- að umboð til formennsku. Þá fyrst telja menn að hann leggi til atlögu við Davíð Oddsson og aðra þá sem unnið hafa leynt og ljóst gegn honum. Aðeins liggur fyrir það eitt að Björn Bjarnason hverfur af ráðherra- stóli og Bjarni Benediktsson kemur í staðinn. Allt eins er talið að breytingarnar verði víðtækari. n Leyndin yfir eigendum Við- skiptablaðsins er ennþá algjör. Haraldur Johannessen heldur fast utan um lista hinna dul- arfullu og gefur ekkert upp fremur en Arna Schram, for- maður Blaðamannafélagsins, sem var einn hinna stálheppnu sem fékk vinnu hjá leynifélag- inu. Arna er svo á hinn bóginn að vinna að hag allra þeirra blaðamanna sem Framtíðar- sýn borgar ekki laun. Staða for- manns Blaðamannafélagsins er þannig mjög snúin. n Sá naski vefur Orðið á göt- unni fullyrðir að það sé talið skaða trúverðugleika Við- skiptablaðsins ef upplýst verði hverjir voru svo heppnir að fá það á silfurfati þegar Framtíð- arsýn gafst upp. Guðmund- ur Magnússon, ritstjóri Eyj- unnar og Orðsins, upplýsir að Róbert Wessman sé einn þeirra huldumanna Haraldar Johannessen sem standa að leynifélaginu Myllusetri ehf. Þá nefnir hann Sigurð Ein- arsson, fyrrverandi stjórnar- formann Kaupþings, og telur nafnleyndina vera til að skaða ekki orðspor Viðskiptablaðs- ins! n Staða Morgunblaðsins og Ólafs Stephensen ritstjóra verður pín- legri eftir því sem lengra líður án þess að neinn vilji taka yfir 5000 millj- óna króna skuldabagga félagsins. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, boðaði það í desember að skamman tíma þyrfti til að koma saman nýj- um eigendahópi. Síðan hefur það eitt gerst að Nýi Glitnir hefur lagt félaginu til 5 millj- ónir á dag til að koma blaðinu út og halda prentsmiðjunni gangandi. Vandi Glitnis er sá að staðfest gjaldþrot Árvak- urs þýðir gríðarlegt högg fyrir efnahagsreikning bankans. Því heldur vitleysan áfram og almenningur borgar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netInu: dv.Is aðalnúMer: 512 7000, rItstjórn: 512 7010, áskrIftarsíMI: 512 7080, auglýsIngar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta er 2009- vinkillinn. Útrás hjartans. Gefa en ekki taka.“ n Brynhildur Guðjónsdóttir um sýninguna Brák sem hún ætlar að sýna í Kaupmannahöfn. - Fréttablaðið „Oft loðir skíturinn mest við þá sem kasta honum, bæði í alvörunni og í orðum, þannig að þeir eru nú ekki í neinni stórkost- legri hættu.“ Arnar Jónsson hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum sem skorað hefur á útrásarvíkinga að koma og vera skotmörk í árlegu skítkasti. - DV „Ég sótti um í Leiklistarskólan- um á sínum tíma en komst ekki inn. Þá fór ég í fýlu í nokkur ár... eða svona... fór inn í mig.“ Pétur Jóhann um velgengnina eftir að honum var hafnað í Leiklistarskólanum. - Vikan „Vinsamlega sýnið þolin- mæði. Það hrundu allir vefþjónar okkar kl.11.55 í dag vegna mikils heim- sóknafjölda.“ Tilkynning Iceland Express eftir að þeir hófu rýmingarsölu á flugsætum í vikunni. Í kjölfar þess hrundu allir vefþjónar fyrirtækisins vegna mesta álags í sögu félagsins. - visir.is „Mér leið svolítið kjána- lega, bara eins og ég væri fimm ára.“ Færeyska X-Factor- stjarnan Jógvan um vel heppnaða afmælisveislu sína og mikið pakkaflóð. - Séð og heyrt Fæðing siðleysis Leiðari Það þarf enga rannsóknarnefnd til að komast að því að ástæðan fyrir hruni Íslands var skuldir. Og það þarf ekki heldur nefnd til að rannsaka hver beri ábyrgð á skuldunum. Það þarf hins veg- ar rannsóknarnefnd til að skilja hvers vegna hinir ábyrgu axla ekki enn ábyrgðina og halda áfram að rústa velferð almennings. Ekkert bannar bönkum að skuldsetja sig og ekkert meinar einstaklingum að skuld- setja sig. Enginn einn skuldsettur maður get- ur borið þjóðhagslega ábyrgð. Til þess ræður almannavaldið seðlabankastjóra, forsætis- ráðherra og viðskiptaráðherra. Það er þeirra að koma í veg fyrir að þjóðarbúið verði í heild sinni svo skuldsett að ríkið, og þar með al- menningur, þurfi að lenda saklaus í ánauð. Meðan Geir Haarde var fjármálaráðherra og forsætisráðherra og Davíð Oddsson for- sætisráðherra og seðlabankastjóri uxu þjóð- arskuldir minnst tífalt og nálguðust heims- metið. Davíð rak ríkið eins og konungdæmi, en Geir rak það eins og fyrirtæki. Hann leit svo á að mestu skipti að ríkissjóður væri skuldlaus, jafnvel þótt efnahagslífið í heild stefndi fram af hengiflugi ofurskulda. Þeir tveir virðast líta svo á að þeir beri enga þjóð- hagslega ábyrgð. Það litla sem þeir gerðu var skaðlegt. Þeir ýttu undir skuldsetningu almennings, stýrðu fólki inn í skuldaáþján, héldu bindiskyldu bankanna í lágmarki, og síðast en ekki síst snarhækkaði Davíð stýri- vexti og opnaði þannig á brotsjó lána yfir landið. Meðan skuldaflóðið ágerðist styrktist krónan, en það var ljóst að hún myndi hrapa þegar skuldirnar yrðu innheimtar og krón- um yrði skipt yfir í erlenda gjaldmiðla. Niðurstaðan af efnahagshruninu er hin- um valdasjúka og hefnigjarna Davíð nokk- uð hagfelld. Nú hefur ríkið miklu meiri völd yfir efnahagslífinu í landinu og þar með fyr- irtækjum þeirra manna sem Davíð hótaði og hataðist við leynt og ljóst. Og enginn getur snert við honum nema Geir, sem þorir það ekki, því hann óttast Davíð og veit að ef Dav- íð fer verður hann næstur. Stóra spurningin nú er hvernig yfirlýsti lýðræðisflokkurinn Samfylking náði að drepa hugsjónir sínar með því að hindra kosningar og halda Davíð og Geir við völd. Ástæðan er líklega ósköp einföld og mann- leg. Hún snýst um valdagræðgi í bland við sérhlífni og persónulega nauð. Sumir ráð- herrar og margir þingmenn eru með hrika- lega skuldsett heimili, jafnvel á barmi gjald- þrots. Ef þeir ganga gegn flokki sínum blasir gjaldþrot við þeim og þar með enda- lok stjórnmálaferilsins. Af því stafar siðleysi Samfylkingarinnar undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, sem er einn helsti sökudólgurinn í efnahagshruninu. Ingibjörg virðist hafa setið leynifundi með Davíð og Geir og leynt viðskiptaráð- herranum stöðu mála, miðað við yfirlýsing- ar hans um vanþekkingu. Í eðlilegu lýðræði hefði viðskiptaráðherrann sagt af sér vegna niðurlægingarinnar af hálfu formannsins, óháð eigin ágæti og heilindum. Það er hins vegar vafamál hvort persónulegur fjárhagur hans þoli tekjumissi, þar sem hann hefur óg- urlegt myntkörfulán á húsi sem hann getur ekki selt, ekki frekar en aðrir. Ömurleg rétt- arstaða einstaklinga gagnvart bönkum hefur líka áhrif á lýðræðislega kjörna fulltrúa. Þeir eiga velferð sína og fjölskyldunnar undir því að spila með í siðleysinu. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Í eðlilegu lýðræði hefði viðskiptaráðherrann sagt af sér vegna niðurlægingarinnar. kjaLLari Guðmundur Franklín Jónsson kaupsýslumaður skrifar „Hvar í vestrænum heimi er formaður stjórnar fjármálaeft- irlits í glansauglýsing- um og bæklingum fyrir einkabanka?“ bókStafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.