Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 16. janúar 200910 Fréttir Senn líður að endalokum setu Georges W. Bush í valdamesta embætti heims og mikið hefur verið skrifað og skraf- að um óvinsældir hans á heimsvísu. Þó flestir geti verið sammála því að áhöld séu um ágæti margra ákvarð- ana forsetans og að hann sé víða illa þokkaður hljóta að finnast þjóðir sem harma brotthvarf hans. Samkvæmt könnun fréttastofu ABC og Washington Post í október voru 73 prósent landsmanna óánægð með störf Bush sem er met í óvin- sældum Bandaríkjaforseta fyrr og síðar. Bush getur eigi að síður huggað sig við að til eru lönd sem ekki deila skoðun Bandaríkjamanna í einu og öllu. Skókastið í Írak er í huga margra myndbirting álits þjóða heims á for- seta Bandaríkjanna, sem af mörg- um er talinn sá versti í sögu þjóðar- innar, en engu að síður má, ef grannt er skoðað, finna þjóðir sem telja sig standa í þakkarskuld við hann. Þar má nefna til sögunnar einhver ríki Afríku, en um 80 prósent álfunn- ar eru hlynnt honum, og Kosovo þar sem hann nýtur þvílíkrar hylli fyrir að styðja sjálfstæði landsins að ein aðal- gata var nefnd í höfuðið á honum. Peter Berkowitz hjá Hoover-stofn- uninni segir að það sé almennt við- tekin skoðun að Bush hafi vakið hat- ur í garð bandarísku þjóðarinnar, en málið sé flóknara en svo. Sambandið við Ísrael Ein tryggasta bandalagsþjóð Banda- ríkjanna er nú um stundir í sviðsljósi alþjóðasamfélagsins. Þar er um að ræða Ísrael, sem hefur verið gagnrýnt fyrir harkalegar aðgerðir gegn Palest- ínumönnum á Gaza. Nú þegar dag- ar Bush sem Bandaríkjaforseta verða senn taldir ítrekaði hann óhvikulan stuðning sinn við Ísraela og aðgerðir þeirra á Gaza. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkj- unum telja ekki loku fyrir það skot- ið að Ísraelar hafi ákveðið að láta til skarar skríða áður en Bush léti af embætti. Ráðamenn í Ísrael vita að þeir eiga Hauk í horni þar sem Bush er og að þeir geta treyst á stuðning hans. Verð- andi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er hins vegar óþekkt stærð og ekki á vísan að róa með tilliti til við- bragða ríkisstjórnar hans. Tengsl Ísraels og Bandaríkj- anna hafa ávallt verið sterk, en að mati margra hafa þau verið sterkari í stjórnartíð Bush en allajafna. Fyrr- nefndur Berkowitz var í Ísrael þegar Bush sótti landið heim á síðasta ári. „Ísrael er sennilega eini staðurinn á jarðríki þar sem Bush uppskæri fagn- aðarlæti,“ segir Berkowitz. Sennilega hugsa Palestínumenn Bush þegjandi þörfina, enda mun stuðningur hans við Ísraelsmenn enduróma í huga þeirra. Velvilji blandinn vonbrigðum Norður af landsvæðum Ísraels og Palestínu liggur Líbanon. Enn eim- ir eftir af velvilja í garð Bush í Líban- on, í það minnsta á meðal ákveðinna afla. Stuðningi Bandaríkjanna við flokksklíkur hliðhollar Vesturveldun- um í ólgunni sem myndaðist í kjölfar morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, 2005 var vel tekið. Frjálslyndir stjórnmálamenn, hlynntir Vesturveldunum og andvígir Sýrlandi, stóðu með pálmann í hönd- unum í kosningum sem fylgdu í kjöl- far „Sedrusviðarbyltingarinnar“, eins og byltingin var kölluð í Washing- ton, og ríkisstjórn var mynduð í fyrsta skipti í þrjá áratugi. En hætt er við að velvilji Líbana í garð Bush sé blandinn vonbrigðum því sumarið 2006 sló í brýnu með her- skáum liðsmönnum Hisbolla og Ísra- elum og upphófst grimmilegt stríð. Þrátt fyrir að fjöldi almennra borg- ara félli í valinn drógu Bandaríkja- menn það dögum saman að hvetja til vopnahlés. Vinsældir í Afríku Hið neikvæða í stjórnartíð Bush á það til að skyggja á það jákvæða, og mik- ið af því jákvæða er að finna í Afríku. Margir sem gagnrýnt hafa Bush hafa orðið hvumsa yfir þeim vinsældum sem hann nýtur á meðal margra Afr- íkuþjóða. Samkvæmt könnun sem Pew- stofnunin stóð fyrir voru allt að 80 prósent Afríkubúa ánægð með Bush, jafnvel í löndum þar sem meirihluti íbúa er múslímar. Frést hefur að fjöldi foreldra í Darfur hafi skírt börn sín í höfuð hins 62 ára forseta. Sú stað- reynd að Bandaríkjamenn standa ekki í neinum hernaðarátökum í álf- unni kann að hafa einhver áhrif, en engu að síður er ekki vert að horfa framhjá þeirri staðreynd að Bush ákvað að auka hjálparstarf í Afríku og studdi við efnahags- og heilsufarsleg- ar umbætur í álfunni. Erlend aðstoð við Afríku fjórfald- aðist í tíð Bush frá 2001 til 2008, úr 1,3 milljörðum dala í 5 milljarða dala. Ómælt fjármagn var einnig veitt til aðgerða gegn malaríu og eyðni og til að verðlauna góða árangursríka stjórnun. Forseti Tansaníu, Jakaya Kikwete, fór ekki í grafgötur með álit sitt á Bush þegar sá síðarnefndi heimsótti landið í febrúar. „Ýmsir menn kunna að hafa ýmsar skoðanir á þér og ríkisstjórn þinni og arfleifð. En við hér í Tans- aníu, ef við eigum að tala fyrir okkur og fyrir Afríku, vitum fyrir víst að þú, herra forseti, og stjórn þín hafa verið góðir vinir okkar og góðir vinir Afr- íku,“ sagði Kikwete. Ekki bara vinir Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Því má eflaust finna ríki sem koma til með að sakna Bush, en á öðrum forsendum en til dæmis Afríka. Kólumbía hafði vonast til að undirskrifa fríverslun- arsamning við Bandaríkin, en verð- ur nú að bíða og sjá hvernig Barack Obama, verðandi forseta Bandaríkj- anna, hugnast það. Fyrrverandi sovétlýðveldi eins og Úkraína og Georgía, sem bundu von- ir við að fá inngöngu í Atlantshafs- bandalagið, NATO, kunna einnig að horfa með eftirsjá á valdatíð Bush og, líkt og Kólumbía, verða að bíða og sjá hvað Barack Obama gerir. Og ekki má gleyma þeim sem ávallt voru reiðubúnir til hnútukasts gegn Bandaríkjunum og Bush. Þeirra á meðal má finna Hugo Chaves, for- seta Venesúela, Fídel Castro, fyrrver- andi leiðtoga Kúbu, og síðast en ekki síst Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir muni sakna mannsins sem þeir elskuðu að hata þegar þeir þurfa að hefja samskipti við eftirmann hans, mann sem heimsbyggðin elskar að elska. KolbEinn þorStEinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Bush ekki alveg vinalaus Meirihluti heimsbyggðarinnar bíður þess með eftirvæntingu að George W. bush Bandaríkjafor- seti láti af valdamesta starfi veraldar. Bush getur þó yljað sér við þá vitneskju að til eru þjóðir sem meta framlag hans meira og betur en þorri jarðarbúa. Jakaya Kikwete, forseti tansaníu, og George W. bush Kikwete fer ekki í launkofa með gott álit sitt á Bandaríkjaforseta. George W. bush nýtur mik- illa vinsælda meðal afríkubúa, og ekki að ástæðulausu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.