Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 36
föstudagur 16. janúar 200936 Helgarblað HIN HLIÐIN Er alltaf í rétti Nafn og aldur? „Magnús Jónsson og er 43 ára.“ Atvinna? „Leikari.“ Hjúskaparstaða? „Sexhleypa.“ Fjöldi barna? „Ein dóttir, Hekla Magnús- dóttir theramin-leikari.“ Hefur þú átt gæludýr? „Jebb. Nokkur í gegnum tíð- ina. Yfirleitt kisusystur.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Á Nasa. Þar spiluðu Egill Sæbjörns, Mugison, Hjálmar og fleiri.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, er alltaf í Rétti.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Vínrauðu Lloyds-skórn- ir sem ég keypti hjá Rauða krossinum um daginn á þrjú þúsund kall. Ég gef einhverj- um von með þeim kaupum.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, en ég hætti einu sinni að borða mat í þrjár vikur. Mæli með viku.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, á laugardaginn var ég niðri á Jónstorgi.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, ég trúi á geimverur.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Oh Carol með Smokie.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Heroes með Bowie.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að hitta ET.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Close Encounters of the Third Kind og L.A. Law, alla seríuna.“ Afrek vikunnar? „Það er alltaf mikið afrek að komast í gegnum jólamán- uðina, september, október, nóvember og desember. Ég vona að kreppan breyti því rugli í eina viku.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, betra. Ég hef látið gera stjörnukort fyrir mig.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég gutla á tölvufæri, kassagítar, bassa og hljómborð.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusam- bandið? „Nei, Geimverusambandið.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Flatskjár, jeppi, hlutabréf, sum- arhöll, sólarlandaferðir, fóta- nuddtæki og Heineken-múffa. Nei, bíddu, það er kreppa og þá er það ást og kærleikurinn.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Vá, alls engan.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Georg W. Bush og þá til að rass- skella hann á beran bossann.“ Hefur þú ort ljóð? „Ég er trúður og trúðurinn er ljóð.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég skil ekki spurninguna.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Pabba og pabbi er mjög líkur Paul Newman.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Ég tala selamál. En það er eigin- lega leyndó.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Vil helst að fólk fái að ákveða það sem það vill gera sjálft í þeim efnum.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Draumaheimar.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Skelli nokkrum gúrkusneiðum á andlitið, set á mig nátthúfuna og leggst á svæfilinn.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Að Páll Skúlasson, Þorvaldur Gylfason, Njörður P., Þorvald- ur Þorsteins, Lilja Mósesdóttir, Elísabet Rónalds, Kolbrún Hall- dórs og ein geimvera sem kon- urnar velja, fái þriggja mánaða umboð frá þjóðinni til að plotta saman nýtt samfélag á Íslandi frá grunni.“ asdisbjorg@dv.is Magnús Jónsson er einn af leikurunuM í spennuþáttaröðinni réttur en sýning- ar á henni hefJast innan skaMMs. Magnús er ekki bara leikari heldur annar MeðliMa dúettsins bb og blake seM hefur gert það gott að undanförnu. Mynd xxx NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 H TH T Tilboðið gildir út janúar 2009 Geisladiskar 49krdiskurinn 25 eð 50 diskar á spindli. Málum olíumálverk eftir ljósmyndum Barnamyndir Andlitsmyndir Dýramyndir Fjölskyldumyndir Brúðkaupsmyndir Landslagsmyndir og hvað sem er annað... www.portret.is Sími: 899 0274Mjög góð verð og stuttur afgreiðslutími Olíumálverk Ljósmynd Ný og betri Bjargey Aðalsteinsdóttir íþrótta- fræðingur talar um hvað við getum gert til að bæta heilsuna og auka vellíðan. Aukum hamingju okkar Fjölmiðlakonan Sirrý ræðir um sjálfstraust á erfiðum tímum. Hafðu það gott Opinn kvennafyrirlestur á Hótel Sögu (Salur: Harvard II) Laugardaginn 24. janúar kl. 10-13 (mæting 09:45) Morgunstund gefu gull í mund. Fyrirlestrar, uppákomur, dans og gleði. Verð: 4.500 kr. Afsláttarverð: 3.900 kr. ef greitt er 3 dögum fyrirfram. Skráning og nánari upplýsingar á www.sirry.is Allir velkomnir. Á næstunni,,Hafðu það gott” á Reykjanesi, Akureyri, Vestmanneyjum og víðar.  Stubbastandar Utanhúss öskubakkar, bæði standar og á vegg. Standur ehf S: 842-2535 stubbastandur@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.