Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 21
föstudagur 16. janúar 2009 21Helgarblað sem það er ekki mikil vinna hjá mér fram undan ætla ég að nýta tímann minn í uppbyggingarstarfið. Ég gæti vel hugsað mér að fara út í einhvers konar fjölmiðla- og stjórnmálastarf í framtíðinni.“ Sjálfur stofnaði Þórarinn vefritið gagnauga.is á sínum tíma og leggur ríka áherslu á að hann vilji ekki starfa við hlutlausa fréttamennsku. „Ég tel alls ekkert nauðsynlegt að þeir sem stofna litla fjölmiðla séu hlutlausir. Við sjáum það líka að þeir fjölmiðlar sem reyna að vera hlutlausir eru það ekki.“ Skríll er gildislægt hugtak Þórarinn nefnir sjálfur nýleg dæmi úr fjölmiðlum þar sem honum finnst hlutleysis ekki hafa verið gætt. „Nýlegt dæmi er Morgunblað- ið sem talar um mótmælendur sem skríl sem er mjög gildislægt hugtak. Auk þess þykir mér skýr ummerki þess að Morgunblaðið hafi verið beitt þrýstingi að ofan þegar bloggummæli voru fjarlægð við tvær fréttir á mbl. is er varða Ólaf og Guðmund Klem- enssyni. En Ólafur er hagfræðingur í Seðlabankanum og á greinilega öfl- uga vini. Svo fór Stöð 2 mikinn í lyg- um um mótmælin á gamlársdag þar sem ég stóð bæði Sigmund Erni og Ara Edwald að lygum og ýkjum. Ég mætti þarna fyrstur manna að skoða aðstæður en ég var með son minn og hélt mér því fyrir utan átökin. Eftir á talaði ég hins vegar við marga, mót- mælendur, lögreglumenn og starfs- fólk Stöðvar 2. Ég sá það strax að mið- að við lýsingar allra lét Sigmundur Ernir skáldskapardæluna ganga.“ Of mikið gert úr brotnum rúðum Aðspurður hvort mótmælendur gangi aldrei of langt í sínum aðgerðum svar- ar Þórarinn: „Það má gagnrýna það að ýmislegt sem mótmælendur hafa gert sé óþarfi og varpi slæmu orði á hópinn. Mér finnst það hins vegar svo smávægilegt miðað við þær skemmd- ir sem unnar hafa verið á íslensku efnahagslífi. Mér finnst í rauninni ömurlegt hversu mikið mál er gert úr brotnum rúðum meðan ráðamenn og auðmenn sitja sem fastast í sínum stöðum.“ Getum ekki losnað við þetta lið Þórarinn viðurkennir fúslega að honum þyki mótmælin ekki skila árangri gagnvart yfirvöldum. „Hins vegar skila þau sér í auknum sam- takamætti og frumkvæði fólksins sjálfs sem er jafnvel mikilvægari árangur til lengri tíma litið. Valdið kemur frá fólkinu og ég hef þá af- stöðu að það sé sjálfsagt að nota all- ar vígstöðvar sem fólk hefur, hversu máttlausar sem þær kunna að vera. Ég sé það líka sérstaklega að við búum við það sem ég kalla fulltrúa- einræði þar sem við kjósum okkur fulltrúa sem við sitjum uppi með í fjögur ár því þeir hafa nánast ein- ræðisvald og komast upp með allt. Líka öll lögbrot. Við getum ekkert losnað við þetta lið og það er sama hversu margir mæta í friðsöm mót- mæli og hversu oft, það hefur ekki áhrif.“ Hann segir þó ekki koma til greina að hætta að mótmæla enda snúist mótmælin um þátttöku frekar en út- komu. „Fremur en að sitja heima ætla ég að halda áfram að mótmæla. Þetta er ekki spurning um það hvort menn séu að ná árangri eða ekki. Aðalmál- ið er að mæta á mótmælin og tjá sig. Þannig sýnir maður sína afstöðu og sýnir að manni sé ekki sama. Þegar maður tekur þátt í kosningum getur maður líka sagt að eitt atkvæði skipti engu máli þannig séð í talningu. Það skiptir hins vegar máli fyrir þann sem kýs hvaða afstöðu hann tekur og hvernig hann lifir í sátt við sjálfan sig og sína afstöðu. Þátttakan er aðalat- riðið en ekki útkoman.“ krista@dv.is MótMælir Með barnið í fanginu „Mótmælendur beita ekki ofbeldi“ Þórarinn segir ofbeldi sem brjótist út á mótmælum vera fyrst og fremst lögreglunnar. Kýs að mæta með barnið frekar en að setja það í pössun Þórarinn segir að sér finnist gott að börnin fái sitt tækifæri til að vera viðstödd mótmælin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.