Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 12
föstudagur 16. janúar 200912 Helgarblað Ég geri ráð fyrir því að með venjulegu starfi frá níu til fimm gefist meira tóm fyrir mig að sinna öðrum þátt- um sem ég hef áhuga á að sinna,“ sagði Davíð Oddsson þegar Halldór Ásgrímsson skipaði hann í stöðu seðlabankastjóra haustið 2005. Daginn eftir að tilkynnt var um skipanina birtist leiðari í Morgun- blaðinu undir yfirskriftinni „Dav- íðstímabilinu lýkur“. Þar var far- ið fögrum orðum um árangur hans sem forsætisráðherra til að skapa hagsæld þjóðinni til handa og sér- staklega tekið fram: „Enginn efast um hæfni Davíðs til að sinna starfi seðlabankastjóra.“ Fáum mun hafa komið skipan Davíðs í embættið á óvart. Rúmum áratug áður en Davíð varð seðla- bankastjóri stóð Steingrímur Her- mannsson, forveri hans í stöðu forsætisráðherra, í svipuðum spor- um. Í endurminningum sínum seg- ir Steingrímur: „Það eina sem ég get fundið að starfsárum mínum í Seðlabankanum var að ég hef aldrei haft það jafnnáðugt í starfi á æv- inni.“ Sem forsætisráðherra var Davíð valdamesti maður íslenskra efna- hagsmála og hann var það áfram í nýja starfinu. Hann átti eftir að verða nánast alráður í Seðlabank- anum og störf hans voru nátengd hruni íslensks efnahagslífs. Ræður ferðinni „Hann er mjög dómínerandi og bankinn snýst svolítið mikið um hann sem persónu,“ segir viðmæl- andi DV sem starfað hefur innan veggja Seðlabankans í tíð Davíðs um formann bankastjórnarinnar. Hann segir Davíð til hróss að hann setji sig vel inn í hlutina þrátt fyrir að hann hafi engar forsendur til þess að taka réttar ákvarðanir. „Ég upplifði það að þrátt fyrir að báðir hinir banka- stjórarnir, þeir Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, væru með meiri reynslu innan bankans auk menntunar var Davíð sá sem réð alltaf ferðinni,“ segir hann. Tvær fylkingar í bankanum Innan veggja Seðlabankans skiptast starfsmenn bankans í tvær fylking- ar. Annars vegar eru þeir sem eru hrifnir af honum og fylgja honum í blindni. Og hins vegar eru þeir sem eru mjög ósáttir við að hafa Davíð vegna pólitískrar ráðningar hans. Á það þá sérstaklega við um hag- deildina innan bankans. „Hann er augljóslega mjög hefnigjarn og við- kvæmur. Svo hefur hann náttúru- lega haft alltof mikil völd í of lang- an tíma. Hann greinir ekki á milli starfa sinna og persónu. Auk þess á hann í illdeilum við fólk og á til að tala mjög undarlega um það,“ segir heimildarmaður blaðsins sem starf- að hefur hjá Seðlabankanum. Þeir starfsmenn Seðlabankans sem DV ræddi við treystu sér ekki til að tjá sig undir nafni um seðla- bankastjórann. Pólitískar ráðningar Davíð var mikið í kastljósinu áður en hann tók við embætti seðlabanka- stjóra í október 2005 og breyttist það lítið þó hann hefði sagt skilið við stjórnmálin. Óhætt er að segja að aldrei hefur staðið eins mikill styr um nokkurn seðlabankastjóra og um Davíð nú. Davíð er ekki fyrsti pólitískt ráðni seðlabankastjórinn en þó hefur hann verið mun meira áberandi en aðrir fyrrverandi stjórn- málamenn sem gegnt hafa þessu embætti. Frægt er þegar Jón Sig- urðsson vék úr embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra árið 1993 og gerðist seðlabankastjóri. Hið sama má segja um Steingrím Hermanns- son sem starfaði sem seðlabanka- stjóri frá árinu 1994 til ársins 1998. Framsóknarmaðurinn Finnur Ing- ólfsson starfaði sömuleiðis sem seðlabankastjóri frá árinu 2000 til ársins 2002. Davíð breytti lögum svo ekki þyrfti að auglýsa starfið Davíð hafði sig ekki mikið í frammi til að byrja með. Mánuði eftir að hann hóf störf í bankanum tók hann við af Birgi Ísleifi Gunnarssyni sem hafði verið formaður bankastjórn- ar frá árinu 1993. Fyrsta verk Dav- íðs var þó að hækka stýrivexti í 10,5 prósent. Hafði bankinn þá hækk- að vexti sína um 5,2 prósent frá ár- inu 2004. Seðlabankinn hækkaði síðan ítrekað stýrivextina árið 2006 og voru þeir í lok ársins komn- ir í 14,25 prósent. Þetta átti eftir að skapa grundvöllinn fyrir Icesave- reikninga Landsbankans erlendis og Kaupþing Edge-reikninga sam- nefnds banka, þar sem bankarnir nýttu gríðarlegan vaxtamun milli Ís- lands og annarra landa til að lokka til sín sparifjáreigendur. Með því styrktist gengi krónunnar gríðarlega og viðskiptahalli jókst enn. Aldrei áður hafði orðið jafnmikil skuld- setning hérlendis og eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Þess skal getið að ekki þurfti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Ástæða þess var að Davíð breytti lögunum um Seðlabankann árið 2001. Samkvæmt 23. grein þeirra laga segir að forsætisráðherra skipi formann bankastjórnar Seðlabank- ans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn. Auk þess segir að ekki sé skylt að auglýsa þessi embætti laus til umsóknar. Lofsamaði útrás bankanna Í frægri ræðu sem Davíð hélt á veg- um Viðskiptaráðs eftir bankahrun- ið í nóvember síðastliðnum sagðist hann ítrekað hafa varað við stór- aukinni skuldasöfnun vegna útrás- ar íslensku bankanna. Þá lét hann þau orð líka falla í viðtali hjá Sig- mari Guðmundssyni í Kastljósinu að hann hefði aldrei sungið þennan „útrásarsöng“. Davíð virðist þó lítið hafa haft á móti útrásinni því hann lét þau orð falla á ársfundi Lands- sambands lífeyrissjóða í maí 2006 að staða stóru viðskiptabankanna væri með ágætum. „Arðsemi þeirra hefur verið með ágætum og eigin- fjárstaðan er mjög sterk. Þetta sýna meðal annars álagspróf Fjármála- eftirlitsins og mat Seðlabankans á mögulegu útlánatapi. Þessar athug- anir benda mjög eindregið til þess að eiginfjárstaða bankanna sé svo sterk að hún geti staðið af sér veru- legt efnahagsáfall þar sem saman færu mjög alvarlegir skellir. Fjár- hagslegar undirstöður þeirra eru því styrkar,“ sagði Davíð. Auk þess lét hann þau orð falla að fjárfesting- ar bankanna væru vel heppnaðar. „Seðlabankinn telur að flest bendi til að vel hafi tekist til í fjárfestingum þeirra í útlöndum. Dótturfyrirtæki þeirra eru traust fjármálafyrirtæki sem sæta ströngu eftirliti í heima- löndunum líkt og móðurbankarnir gera heima fyrir,“ sagði hann. Bar fyrir sig bankaleynd Ræðan á fundi Viðskiptaráðs eftir bankahrunið vakti ekki síður athygli því þar sagðist Davíð vita af hverju Bretar hefðu beitt hryðjuverkalög- um gegn íslensku bönkunum, nokk- uð sem flokkaðist undir mikilvægar upplýsingar sem vörðuðu almanna- hag. Þegar gengið var á Davíð neit- aði hann hins vegar að gefa upp ástæðuna fyrir hryðjuverkalögun- um. Viðskiptanefnd Alþingis boðaði Davíð því á sinn fund til að fá þess- ar upplýsingar. Hann afboðaði sig óvænt á fyrsta fundinn en mætti á þann næsta í fylgd lífvarða og neit- aði enn að gefa upp ástæðuna fyrir ákvörðun Breta. Blaðamaður DV hitti Árna Mathiesen fjármálaráðherra hins vegar á Alþingi stuttu eftir fund við- skiptanefndarinnar og sagði Árni að Davíð hefði ekki borið fyrir sig bankaleynd þegar hann innti Davíð eftir svörum um þær ástæður sem lágu að baki beitingu hryðuverka- laganna. „Ég hef spurt hann sjálfur að þessu og þá bar hann ekki fyrir sig bankaleynd. Eftir því sem hann hef- ur sagt mér voru grunsemdir um það að Kaupþing hefði flutt fjár- muni ólöglega til Íslands en eftir því sem ég best veit hefur það ekki ver- ið staðfest,“ sagði Árni og bætti við að hann sæi ekki að aðrar ástæður gætu komið til greina. „Þeir höfðu grun um það á þessum tíma.“ Leyndir minnismiðar Jafnvel þó Davíð haldi því statt og stöðugt fram að hann hafi varað við útrás bankanna hafa forsvarsmenn gömlu viðskiptabankanna stigið fram og sagst ekki kannast við þann málflutning Davíðs. Í viðtali við Fin- ancial Times 23. október síðastlið- inn sagði Davíð hins vegar að til væru minnismiðar sem sönnuðu að hann hefði varað bankamenn við en stjórnendur Glitnis, Kaupþings og Landsbankans ekki hlustað á hann. Í þessi orð hans var vitnað á forsíðu Morgunblaðsins. DV óskaði strax í októberlok eft- ir þessum minnismiðum frá Seðla- bankanum. Ekkert svar barst frá bankanum. Því kærði blaðamað- ur sinnuleysið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en Seðlabank- inn heyrir undir upplýsingalög og ber að afgreiða upplýsingabeiðnir eins fljótt og auðið er. Seðlabankinn hafnaði beiðni DV eftir að úrskurðarnefndin hafði sett sig í samband við hann vegna kærunnar. Þá kærði blaðamaður þá ákvörðun bankans að neita að opin- bera minnismiðana og er það mál enn í kæruferli hjá úrskurðarnefnd- inni. Þrátt fyrir að Davíð hafi í viðtali við erlent dagblað sem dreift er á alþjóðavísu bent á minnismiðana sem sönnun á málflutningi sínum er þeim enn haldið leyndum, tveim- ur og hálfum mánuði síðar. Jóhannes farsæll Þótt miklar efasemdir og vantraust ríki gagnvart embætti seðlabanka- stjóra og að þeir séu pólitískt ráðnir hefur slíkt alls ekki alltaf verið raun- in. Seðlabanki Íslands var stofnað- ur árið 1961 og var doktor Jóhannes Nordal formaður bankastjórnar frá árinu 1964. Hann gegndi embættinu til ársins 1993, eða í 29 ár. Jóhannes Nordal lauk doktorsgráðu frá Lond- on School of Economics árið 1953 í félagsfræði. Jóhannes var mjög far- sæll í starfi og lítill ágreiningur var því um embætti seðlabankastjóra fyrstu 30 árin. Jón Baldvin Hanni- balsson lét reyndar eitt sinn þau orð falla að hans fyrsta verk sem ráðherra yrði að reka Jóhannes úr Seðlabankanum en það gerði hann þó ekki. Segja má að gagnrýni á störf seðlabankastjóra hafi aukist eftir að Birgir Ísleifur Gunnarsson tók við embætti formanns bankastjórnar af Jóhannesi árið 1993. Birgir Ísleif- ur tók við embætti seðlabankastjóra árið 1991 eftir að hafa verið alþing- Hann vill rá a öllu nÆrMYnD Stýrir ferðinni daginn áður en glitnir var þjóðnýttur var boðað til leynifundar í seðlabankanum. davíð Oddsson var í ökumannssætinu eftir fundinn, geir Haarde forsætisráðherra við hlið hans og Árni Mathiesen fjármálaráðherra í aftursætinu. Myndin hefur þótt táknræn og sýna hver var við stjórnvölinn í upphafi bankahrunsins. MynD RóBeRT ReyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.