Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 11
Siv Friðleifsdóttir B 1.119.924 kr. 16 dagar 2 ferðir: Helsinki, New York Dagsmeðaltal: 70 þúsund krónur föstuDagur 16. jaNúar 2009 11Fréttir Bush ekki alveg vinalaus Þar má nefna til sögunnar einhver ríki Afríku, en um 80 prósent álfunnar eru hlynnt honum, og Kosovo þar sem hann nýtur þvílíkrar hylli fyrir að styðja sjálfstæði landsins að ein aðal- gata var nefnd í höfuðið á honum. Ekki Elska allir Bush Hugo CHavez „Djöfullinn kom hér í gær. Hann talaði eins og hann ætti heiminn allan. Á nákvæmlega þess- um stað má enn finna lyktina af brennisteini.“ – Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 20. september á síðasta ári. „Litli heimsveldissinnaði herramaðurinn úr norðri hlýtur að vera kominn yfir ána núna. Köllum kröftuglega á hann: farðu heim Kani.“ – 11. mars þegar Bush ferðaðist um Suður- Ameríku. „Við þurfum ekki einu sinni að hafa fyrir því að eyðileggja ferð [Bush]. Hann er pólitískt hræ. Í andardrætti hans er daunn pólitísks dauða og brátt verður hann að geimryki sem hverfur af sviðinu.“ – Þegar Bush var á ferðalagi um Suður-Ameríku. MaHMoud aHMadinejad „Við þökkum guði að óvinir okkar eru bjánar.“ – 6. febrúar 2006. „Er mögulegt að upplifa veröld án Bandaríkjanna og gyðingdóms? Þið skulið vita að það er hægt, svo sannarlega er hægt að upplifa þetta slagorð, að ná þessu markmiði.“ – 26. október 2005. „Ég er ekki á móti gyðingum. gyðingar njóta virðingar allra, líkt og allt mannfólk, og ég ber mikla virðingu fyrir þeim.“ – Í samræðum við fréttamenn, 21. september 2007. „trúarleiðtoginn sagði að þessi herstjórn sem hertekið hefur jerúsalem verði að hverfa af blöðum sögunnar.“ – 26. október 2005. „Við höfum ekki samkynhneigt fólk í Íran.“ „Í Íran fyrirfinnst þetta fyrirbæri ekki, ég veit ekki hver hefur sagt ykkur að svo sé.“ – Í Colombia-háskólanum í New York, – 24. september 2007. Bush í ísraelska þinginu stuðningur Bandaríkjanna hefur löngum verið óskoraður og afdráttarlaus. FÆR Á aÐRa MillJÓn FYRiR aÐ FeRÐasT Dagpeningar þingmanna vegna setu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna sem haldið var í New York í október nema 5,4 milljónum króna. Heildargreiðslur Alþingis vegna dagpeninga þingmanna frá bankahruninu nema því 7,6 milljónum. Tveir þeirra þingmanna sem sóttu allsherjarþingið fengu um 84 þús- und á dag í dagpeninga. Ásta Ragnheiður jóhannesdóttir, Sam- fylkingu, hefur fengið 1,5 milljónir króna fyrir að ferðast síðustu þrjá mánuði. „Ég hef ekki orðið vör við að það sé mikill afgangur. Við gistum á hót- elum þar sem þingin eru haldin og borðum þar og það eru yfirleitt frek- ar dýr hótel,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Frá 1. október og til ára- móta fór hún í þrjár ferðir til útlanda á vegum þingsins. Heildargreiðslur dagpeninga til hennar vegna þing- starfa erlendis á tímabilinu nema 1,5 milljónum króna. engar skemmtiferðir DV miðar við októberbyrjun í út- reikningum þar sem sá tími markar upphaf bankahrunsins. Ásta Ragn- heiður bendir á að hún ákveði ekki sjálf hvert hún fari heldur séu ferð- irnar hluti af þingstörfum. „Þetta eru engar skemmtiferðir,“ segir hún. Hún tekur hins vegar fram að í þinginu sé nú unnið að miklu sparn- aðarstarfi, verið sé að leggja niður stóran hluta af ferðum þingmanna og reynt að halda lágmarkstengslum við þau alþjóðasamtök sem þing- menn eru í. „Mér finnst ástæða til að spara á allan hátt,“ segir hún. Fimm milljóna ferð Fimm þingmenn sóttu allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í október og numu dagpeninga- greiðslur til þeirra 5,4 milljónum króna. Þingmenn fóru á þingið í tveimur hópum. Álfheiður Ingadóttir, þing- maður vinstri-grænna, Katrín Júlíus- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fóru til New York 5. október og komu aftur heim 18. október. Í seinni hópnum voru þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, og Guð- finna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Þær fóru út 12. október og komu aftur til Íslands 24. október. Þessar þingkonur fengu hver um sig rúma milljón í dagpeninga vegna ferðarinnar. ekki á vef alþingis DV birti í gær úttekt á dagpening- um þingmanna frá 1. október 2008 til áramóta. Alþingi hafði ekki tekið saman ferðir þingmanna til útlanda á þessu tímabili. Blaðamaður fékk þær upplýsingar á skrifstofu Alþingis að á vefsíðu þingsins væru birtar til- kynningar um þær ferðir sem farnar hefðu verið. Á vefnum er hins vegar ekki greint frá ferð þingmanna á alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna og því voru dagpeningar vegna hennar ekki með í fyrri útreikningum. Dagpeningar eru misháir eftir því hvert er ferðast en New York fellur undir kostnaðarsamasta flokkinn. Útreikningar eru unnir samkvæmt leiðbeiningum frá Alþingi eins og tí- undað var í grein gærdagsins. ÁSta RagnHeiðuR jóHanneSdóttiR S 1.510.624 kr. 21 dagur 3 ferðir: Valencia, Liechtenstein, New York Dagsmeðaltal: 72 þúsund krónur KatRín júlíuSdóttiR S 1.244.382 kr. 17 dagar 3 ferðir: Brussel, genf (fundur þingmannanefndar Efta), New York Dagsmeðaltal: 73 þúsund krónur guðfinna Bjarnadóttir d 1.061.424 kr. 13 dagar 1 ferð: New York Dagsmeðaltal: 84 þúsund krónur * Dagpeningar samkvæmt reglum alþingis miðast við sDr sem er meðalgengi helstu gjaldmiðla. Við útreikninga dagpeninga miðar DV við gengi sDr á síðasta degi hverrar ferðar samkvæmt gengisskráningu seðlabankans. Álfheiður ingadóttir v 1.091.396 kr. 13 dagar 1 ferð: New York Dagsmeðaltal: 84 þúsund krónur ÞINGMENN FERÐAST Á KOSTNAÐ ALMENNINGS: dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 15. janúar 2009 dagblaðið vísir 10. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 Engin ÁSt ÍEurOViSiOn fólk TAKA 50 ÞÚSUND á DAG HaraSYStur SYngja um ÁStlEYSi HVErt Barn Skuldar6 milljónir ÖgurStund SjÁlfStæðiSflOkkS fréttir „maður HrEinlEga kúgaSt“ milljónir Í dag-PEninga frÁ BankaHruninu dætur ÁrnaStYrktarÍ nÁm Hagur almEnningS SnarVErSnar „góðærið“fElldi fólk nEYtEndur fréttir drEPa dÝrtil að SPara 101 þúsund fyrir tvo daga í Helsinki 449 þúsund fyrir átta daga á Spáni og í liechtenstein 110 þúsund fyrir tvo daga í Brussel 158 þúsund fyrir þrjá daga í genf kOlBrún HalldórSdóttir, Vg ÞurÍður Backman, Vg ÁSta r. jóHannESdóttir, SamfYlkingu Bjarni BEnEdiktSSOn, SjÁlfStæðiSflOkki VElja Þau ESB? drauga- BOrgin rangÁrÞing Ytra BOrgar nÁmið mEð falSkt lÖgHEimili ErlEnt fréttir fréttir eRla HlynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Þetta eru engar skemmti- ferðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.