Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 16. janúar 200928 Sakamál Morðið á McDonalDs jackie Marshall var önnum kafin við það sem hún hafði yndi af að gera. dagurinn var 16. apríl 2005, það var hádegi og hin 57 ára amma var brosmild að sjá um barnaveislu á Mcdonalds-veitingastaðnum sem hún stýrði í Chichester í Vestur- sussex á Englandi. Það átti eftir að breytast. örfáum sekúndum síðar gekk hinn tvítugi shane freer inn á veitingastaðinn. Hann hafði fengið reisupassann þennan sama morgun og var allt annað en sáttur. Án nokkurs hiks stikaði hann rakleitt að jackie Marshall, sem átti sér einskis ills von. Lesið um afdrif jackie Marshall í næsta helgarblaði dV. SaklauS í Svartholinu Bretinn Andrew Adams sat fimmtán ár saklaus í fangelsi. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og áfrýjaði dómnum yfir sér án árangurs. Árið 1998 samþykkti nefnd, sem sett var á laggirnar til að rannsaka mál þar sem grunur var um að réttlætis hefði ekki verið gætt, að fara yfir mál Andrews. Árið 1992 var Andrew Adams, þá tuttugu og eins árs, handtekinn fyrir morðið á Jack Royal, 58 ára kennara sem sestur var í helgan stein. Andr- ews hafði þá nýlega kynnst Claire Brayson og þau ákveðið að rugla saman reytum. Framtíðin virtist björt, en annað átti eftir að koma á daginn. Árið 1987 hafði Jack Royal lent í handalögmálum við brotajárns- sala, David Thompson, fyrrverandi viðskiptafélaga sonar hans. Lykt- ir þeirra handalögmála höfðu orð- ið þær að Royal stakk Thompson sautján sinnum með vasahníf með þeim afleiðingum að Thompson lést af sárum sínum. Royal hélt því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða og var síðar sýknaður. Að kvöldi 19. mars 1990 var hringt dyrabjöllu á heimili Royal- hjónanna í úthverfi Gateshead. Um leið og Royal kom út á veröndina var hann skotinn einu skoti í höfuðið. Tengir morðið við brotajárnssalann Frá upphafi var lögreglan þess fullviss að morðið á Royal tengd- ist morðinu á brotajárnssalanum og innan þriggja vikna hafði hún handtekið 19 ára karlmann sem var síðan ákærður fyrir morðið. Sá var eftir þriggja vikna réttarhöld fundinn sýkn saka af kviðdómi, enda reyndist ómögulegt að hrekja fjarvistarsönnun hans sem staðfest var af eiginkonunni. Ekki leið á löngu þar til sjónir lögreglunnar beindust að Andrew Adams og byggðist áhugi hennar á ábendingu frá innbrotsþjófi sem átti yfir höfði sér strangan dóm. Sá sagði að hann hefði verið beðinn að aka með Andrews á bílastæði í Gates- head. Þar hefði Andrews sest inn í hvíta Montego-bifreið og ekið brott. Innbrotsþjófurinn sagði að Andr- ews hefði sagt: „Ég lét hann hafa það í hausinn.“ Síðan, að sögn inn- brotsþjófsins, bar Andrews eld að Montego-bifreiðinni og ók síðan á brott með innbrotsþjófnum. Verknaðurinn átti að vera afmæl- isgjöf til kærustu Andrews, Sue, sem ku hafa beðið hann að myrða Roy- al. Sú staðreynd, sem kom fram við réttarhöldin yfir Andrews, að sam- bandi hans og Sue væri löngu lokið og hann hefði þar af leiðandi enga ástæðu til að myrða Royal, hafði engin áhrif. Andrews var sakfelld- ur 18. maí 1993 og þegar dómur féll stóð hann í sakborningsstúkinni og hrópaði: Ég er saklaus og lögreglan veit það.“ Erfiður fangi Andrews var dæmdur til lífstíðar- fangelsis og hélt áfram fram sak- leysi sínu og naut stuðnings Claire og fjölskyldu sinnar. Árið 1997 tók áfrýjunardómstóllinn í Lundúnum mál hans fyrir, en Andrews tapaði. Sín fyrstu ár á bak við lás og slá var hann fullur réttlátrar reiði. Hann neitaði að fara að reglum og var fyrir vikið fluttur frá einu fang- elsinu í annað. „Ég hef verið í fjölda fangelsa. Durham, Frankland, Full Sutton, Brixton, Wakefield, Belm- arsh, Whitmoor, Long Lartin – oft fram og til baka á milli þeirra,“ sagði Andrews. Það var ekki til að létta fangels- isvistina að móðir hans lést vegna krabbameins á meðan hann var inni og hann fékk ekki nema tut- tugu mínutur, hlekkjaður við fangavörð, til að kveðja hana þar sem hún lá á banabeð sínum. Las lögfræði í klefa sínum Þegar Andrews virtist sem öll sund væru lokuð heyrði hann af nefnd sem stofnuð hafði verið til að fara yfir mál þar sem áhöld voru um að réttur dómur hefði verið kveðinn upp. Árið 1998 samþykkti nefndin að kíkja nánar á mál hans og í kjöl- farið róaðist Andrews og öldur reiði hans lægði. En sökum anna nefndarinnar liðu þrjú ár áður en nokkuð gerð- ist, og Andrews notaði tímann til að læra pípulagningar, stundaði lík- amsrækt og á kvöldin las hann lög. Það var ekki fyrr en 2005 sem nefndin lagði fram áttatíu og sex síðna skýrslu, afrakstur fjögurra ára rannsóknarvinnu, og mæltist til þess að mál Andrews færi aft- ur fyrir áfrýjunardómstólinn. Máli sínu til stuðnings vísaði nefndin til fjölda atriða sem ekki stóðust nána skoðun. Mikilvæg vitni ekki yfirheyrð Eitt þeirra atriða sem fóru fyrir brjóstið á nefndinni var að lykil- vitni höfðu ekki verið yfirheyrð við réttarhöldin. Þjónustustúlka, sem hafði séð flóttabifreiðina, hvíta Montego-inn, fullyrti að Andrews hefði ekki ekið bifreiðinni. Öryggisvörður við bílastæðið þar sem kveikt var í Montego-bif- reiðinni hafði sagt lögreglunni að engum öðrum bíl hefði verið ekið út af bílastæðinu. Vitnisburður hans stangaðist á við frásögn inn- brotsþjófsins sem sagðist hafa ekið á brott með Andrews eftir að eldur var borinn að Montego-bifreiðinn. Vitnisburður innbrotsþjófs- ins var þungamiðja málflutnings ákæruvaldsins, en Andrews hafði ávallt haldið því fram að sá hefði gert „subbulegt samkomulag“ við lögregluna, enda hafði hann feng- ið skilorðsbundinn dóm eftir að dómari hafði heyrt af hjálpsemi hans við lögregluna. Til að fullkomna efasemd- ir nefndarinnar gaf sig fram kona ein úr kviðdómnum. Hún fullyrti að hún og aðrir í kviðdómnum hefðu verið undir sterkum og ít- rekuðum áhrifum frá einni konu í kviðdómnum. Sú hafði fullyrt við hvert tækifæri sem gafst að hún þekkti vel til málsins og að Andr- ews væri sekur. Eftir að hafa fengið ný sönn- unargögn í hendur og heyrt nýja vitnisburði sneri áfrýjunardóm- stóllinn fyrri dómi yfir Andrews. Eftir að hafa saklaus eytt fimmtán árum á bak við lás og slá var Andr- ew Adams frjáls maður. Enn sem komið er hefur lög- reglan ekki fundið morðingja Jacks Royal og ekki er vitað hvort lögreglan hyggist hefja rannsókn að nýju. uMsjón: koLbEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is Að kvöldi 19. mars 1990 var hringt dyrabjöllu á heimili Royal-hjónanna í úthverfi Gateshead. Um leið og Royal kom út á veröndina var hann skotinn einu skoti í höfuðið. Andrew Adams og Claire frjáls eftir fimmtán ár í grjótinu. LAND-ROVER EIGENDUR ÞAÐ ER ENGINN SKORTUR Á VARAHLUTUM Í LAND-ROVER HJÁ OKKUR Seljum Brakeworld hemlaklossa í margar gerðir bifreiða Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi Símar: 587-1280 849-5740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.