Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 13
föstudagur 16. janúar 2009 13Helgarblað ismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1979 og þar af mennta- málaráðherra 1987-88. Hann er með embættispróf í lögfræði eins og Davíð Oddsson. Enginn tjáði sig líkt og Davíð Davíð setti sjálfur lög árið 2001 sem áttu að auka sjálfstæði Seðlabank- ans en með því að taka síðan sjálf- ur við embætti seðlabankastjóra árið 2005 gerði hann það sjálfstæði að engu. Fyrir árið 2001 hafði Seðla- bankinn ekki jafnmikið sjálfstæði og sá því meira um að framkvæma en að taka ákvarðanir. Flest nágranna- lönd Íslands hafa þvert á móti auk- ið sjálfstæði seðlabanka sinna á síð- ustu árum. „Við erum hins vegar eina landið sem ég þekki til þar sem hefð er fyrir því að setja fyrrverandi stjórnmálamenn í embætti seðla- bankastjóra sem gerir allt tal um sjálfstæði Seðlabankans allsérstakt,“ sagði hagfræðingur sem DV ræddi við. Hann sagði einnig að engir aðr- ir seðlabankastjórar hefðu áður tjáð sig á þann hátt sem Davíð hefur gert. „Yfirlýsingar Davíðs og tal hans op- inberlega um menn og málefni eru með allt öðrum hætti en tíðkast hjá seðlabankastjórum og tíðkaðist hjá forverum hans.“ Hótaði Kaupþingi Mörg af stærstu fjármálafyrirtækj- um landsins óskuðu eftir því árið 2007 að fá að skrá hlutabréf sín í evr- um. Þeirra á meðal var Kaupþing. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðnum í nóvember að honum og Davíð Oddssyni hefði lent saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2006. Þar hótaði Davíð því að hann myndi fella Kaupþing ef evru- skráningin yrði gerð. DV hafði áður fengið ábendingar um þessi orða- skipti en ekki fengið þau staðfest. Sigurður staðfesti þetta í samtali við DV stuttu seinna og hélt óbreyttum framburði. Þá fékk blaðið einnig ábend- ingar um að Sturla Pálsson, fram- kvæmdastjóri alþjóða- og mark- aðssviðs Seðlabankans, hefði orðið vitni að samtali Sigurðar og Davíðs. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra í Seðlabankan- um, er líka sögð hafa verið á staðn- um. Í samtali við Markaðinn sagð- ist Sigurður hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings allt frá ár- inu 1997 þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar göt- ur síðan,“ sagði Sigurður. Hann tók einnig fram að það hefði verið und- arlegt að reka banka en finna fyrir því „...að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar“. Í viðtalinu kom einnig fram að samskipti Kaupþings og Seðlabank- ans hefðu snarminnkað eftir að Dav- íð tók þar við stjórnartaumnum. Aðgerðir komu of seint Hin umdeilda aðgerð Seðlabank- ans að yfirtaka Glitni í lok sept- ember eftir að hafa neitað honum Framhald á næstu opnu Hann vill ráða öllu Seðlabankastjórinn Ingimundur friðriksson og Eiríkur guðnason ráða litlu í seðlabankanum, ef marka má frásögn þeirra sem þekkja til innan bankans. davíð vill ráða öllu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.