Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 6
föstudagur 16. janúar 20096 Fréttir Sandkorn n Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokks- ins, hefur farið með löndum undanfarið. Hann opnaði sig þó í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið í vikunni og nefndi landráð í samhengi við aðgerð- arleysi ríkis- stjórnarinn- ar. „Stærstu mistökin, og á þeim vakti ég athygli í fjölmiðlum strax, voru þegar Brown setti hryðjuverkalögin á íslensku bankana í Bretlandi þann 8. október og seinna kom í ljós að lögin náðu yfir lýðveldið sjálft, Seðlabankann og ríkisstjórn- ina. Að bregðast ekki kröftug- lega við þessari árás stappar trúlega nærri því að vera land- ráð, trúlega af vangá eða hugs- unarleysi.“ n Stríð Ara Edwald, forstjóra 365, og mótmælenda tók óvænta stefnu í gær. Ari hafði fjallað um það áfall sem starfs- fólk Stöðvar 2 varð fyrir á gamlársdag þegar mót- mælendur ruddust þar inn. Sagði forstjórinn að sumir starfsmanna hans hefðu misst svefn vegna aðfararinnar og margir fengið áfall. Líkti hann reynslu þeirra við þá sem fórnarlömb nauð- gana ganga í gegnum. Reiði braust út vegna þeirra orða forstjórans sem í gær bað fórn- arlömb nauðgana afsökunar á samlíkingunni. n Sú kenning er uppi að heimastjórnararmur Sjálf- stæðisflokksins undir andlegri leiðsögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra hyggist gera Geir H. Haarde formanni skráveifu á lands- fundinum eftir rúma viku. Um það er rætt að Davíðs- armurinn muni hvetja lands- fundarmenn til þess að kjósa annan en Geir í formanns- stólinn en allir eru jú í fram- boði til formanns. Hermt er að hvatt verði til þess að setja nafn Bjarna Benediktssonar, verð- andi ráðherra, á kjörseðilinn og freista þess að veikja Geir. n Mikael Torfason, bókaútgef- andi og fyrrverandi ritstjóri DV, gerir víst hosur sínar grænar fyrir Ragn- hildi Magn- úsdóttur, dagskrár- gerðarkonu á Bylgjunni. Heyrst hefur að þau hafi farið á nokk- ur stefnu- mót en sambandið sé enn á byrjunarstigi. Hafa fjölmiðla- dúfurnar aðeins hist í stutt- an tíma enda ekki langt síðan Mikael skildi við barnsmóður sína, Maríu Unu Ólafsdóttur. „Ég var eiginlega gapandi yfir þessu,“ segir 33 ára atvinnulaus karlmaður í Kópavogi sem fékk óvænt svör frá bæjarfélaginu þegar hann leitaði á náðir félagsþjónustu þess í fjárhagskröggum sínum. Manninum, sem óskaði nafnleynd- ar vegna barna sinna og verður hér eftir kallaður Geir, var sagt að hann gæti ekki fengið fjárhagsaðstoð þar sem brúttólaun hans voru yfir fjár- hagsaðstoðarkvarða bæjarins. Fé- lagsráðgjafi bæjarins benti honum því næst á að hann gæti drýgt at- vinnuleysisbætur sínar með því að hætta að leigja íbúð sína í Kópavogi og leigja þess í stað herbergi í iðn- aðarhúsnæði í Reykjavík. Það er að segja bærinn gat ekki aðstoðað hann og ætlaði að færa hann yfir á Reykjavík. DV hefur afrit af tölvu- póstsamskiptum Geirs við félags- þjónustu bæjarins undir höndum. Sagt upp án uppsagnarfrests Geir missti vinnu sína í haust þar sem honum var sagt upp án upp- sagnarfrests. „Ég hafði verið veik- ur í svolítinn tíma, þeir sendu mér uppsagnarbréf þar sem þeir sögðu að ég ætti ekki að koma aftur. Ég fór á þeirra fund en á þeim tímapunkti var allt hrunið hjá þessu fyrirtæki sem hafði starfað mest fyrir Lands- bankann. Ég ákvað því að láta þar við sitja enda var ég á þessum tíma í rannsóknum hjá spítalanum vegna magakvilla sem hafði haldið mér frá vinnu löngum stundum. Útkoman úr því var að hann var tilkominn vegna álags í vinnunni. Ég ákvað því að taka því rólega og skráði mig á atvinnuleysisbætur.“ Aðeins hálfar bætur Þar sem Geir hafði unnið tæpa sex mánuði á árinu fékk hann ekki nema hálfar atvinnuleysisbætur. Það þýðir tæpar 40 þúsund krón- ur. „Þá sá ég ekki fram á að eiga fyrir leigu og leitaði því til félags- málaþjónustu Kópavogs. Þar var enga aðstoð að fá þar sem ég hafði samkvæmt tveimur síðustu launa- seðlum farið yfir fjárhagsaðstoðar- kvarða bæjarins með brúttólaun,“ segir Geir. Brúttótekjur hans voru yfir 100.950 króna viðmiðinu, að- eins 1.070 krónum á seinni launa- seðlinum, og því var enga aðstoð að fá. Bent á að leigja herbergi í Reykjavík Ljóst var að aðstæður Geirs voru afar slæmar og var hann þá spurð- ur hvort mögulegt væri fyrir hann fá inni hjá fjölskyldu eða ættingjum. Í svari sem honum barst frá Kópa- vogsbæ segir: „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mjög lág útborg- un en eina sem mig dettur í hug, er hvort þú eigir einhvern lánamögu- leika hjá banka með tímabundna aðstoð á meðan þú ert atvinnulaus eða hvort foreldrar eða ættingjar eru tilbúnir að styðja við þig tíma- bundið hvort sem það er að bjóða þér í mat eða eitthvað slíkt.“ Þá var honum síðar í sama pósti bent á að hægt er að leigja herbergi með öllum nauðsynjum en sameigin- legri salernisaðstöðu fyrir 55 þús- und krónur á mánuði. Eftir húsa- leigubætur myndi það veita honum auka 35 þúsund krónur milli hand- anna. Það húsnæði sem þar er til- greint er í 110 Reykjavík. Með tvö börn Geir hefur leigt íbúð í Kópavogi ásamt öðrum einstaklingi þar sem hvor um sig borgar 80 þúsund krón- ur í leigu á mánuði. „Ég á tvö börn sem ég fæ aðra hverja helgi og þarf að geta boðið þeim upp á meira en eitt herbergi einhvers staðar úti í buska. Fyrir utan það að ég fengi aldrei krakkana ef ég gæti ekki boð- ið betur. Sá möguleiki var því úti- lokaður,“ segir Geir. Á ekki að vísa fólki milli sveit- arfélaga „Nú veit ég ekki forsöguna í þessu máli en það er afar mikilvægt að sveitarfélögin fari eftir þeim fjár- hagsaðstoðarreglum sem þeim er gert að fara eftir. Og það sé ekki ver- ið að vísa milli sveitarfélaga,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, félagsmála- stjóri Kópavogsbæjar, þegar hann er spurður út í svörin sem Geir fékk frá bænum. „Hvert sveitarfélag á auðvitað að sinna réttindum sinna íbúa og það er algjört grundvallar- atriði. En að vísa einstaklingi milli sveitarfélaga kemur ekki til greina. En ef það er gert undir einhverjum kringumstæðum er ekki rétt að gera slíkt,“ bætir Aðalsteinn við. Lifir á 20 þúsund krónum 1. desember öðlaðist Geir rétt á því að fá mismun greiddan frá Kópavogsbæ ef brúttóupphæð at- vinnuleysisbóta hans færi ekki yfir 100.950 krónur. Þar sem hann fær aðeins hálfar atvinnuleysisbætur var hann gjaldgengur. Það þýðir að hann fær nú með uppbótinni frá Kópavogsbæ 110 þúsund krónur á mánuði. „Þegar ég fæ peningana um mánaðamótin borga ég leiguna mína og þarf síðan að teygja 20 þúsund krónur út mánuðinn.“ Það hefur hins vegar reynst honum ómögulegt í núverandi árferði þeg- ar allt hefur hækkað og hefur hann þurft að fá lánað hjá fjölskyldunni til að komast af. „Ég er búinn með þennan 20 þúsund kall, og mánuðurinn er hálfnaður,“ segir Geir. Óvíst er með framhaldið þar sem reglur hafa nú breyst. Núna eru atvinnuleysisbæt- ur hans tekjutengdar og hljóða nú upp á rúmlega 100 þúsund krónur, hann efast því um að fá frekari að- stoð frá félagsþjónustunni. Með skuldabagga á bakinu Eins og áður segir á Geir tvö börn sem búa úti á landi. Hann hafði verið með bíl á leigusamningi frá því í ársbyrjun 2007 sem hann hef- ur þurft að skila þar sem engin leið er fyrir hann að halda honum. Að eigin sögn situr hann uppi með ein- hverjar milljónir í skuld vegna bíls- ins. Bíllaus getur hann ekki nálgast börnin sín, það er vandamál sem hann segist enn eiga eftir að leysa. „Þegar ég fæ peningana um mánaðamótin borga ég leiguna mína og þarf síðan að teygja 20 þúsund krónur út mánuðinn.“ SiguRðuR MikAeL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Vísað á Reykjavík geir fékk þau svör að hugsanlega væri hagkvæmast fyrir hann að flytja úr Kópavogi í leiguherbergi í reykjavík. Ekki rétt að gera slíkt segir félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. Mynd gunnAR gunnARSSon 33 ára atvinnulaus karlmaður í Kópavogi er óánægður með svör sem hann fékk frá félagsþjónustu bæjarins í haust. Bærinn gat ekki orðið við beiðni hans um fjárhags- aðstoð og benti honum á hagstætt leiguherbergi í Reykjavík. Það á ekki að vísa á milli sveitarfélaga, segir Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. FÁTÆKUM BEINT TIL REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.