Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 16. janúar 2009 17Umræða Hver er maðurinn? „Ómar örn Hauksson.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég veit það ekki satt að segja, áhuginn og sköpunargleðin og að reyna að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hvar ólstu upp? „Í Breiðholtinu.“ Hvað lékstu þér helst við sem barn? „Ég glápti ofboðslega mikið á sjónvarpið og teiknaði mjög mikið.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Á svo sem ekki neinn einn en góður matur er mitt uppáhald.“ Hvernig kom það til að þú fórst að hanna veggspjöld? „Það var enginn sem var að gera þetta hérna heima sem lagði einhvern metnað í að gera flott plakat. Ég hef sjálfur mikinn áhuga á bíóplakötum, safna þeim og pæli í þeim og ég ákvað bara að bjóða fram mína þjónustu. Það hefur bara gengið ágætlega.“ Ertu búinn að vera lengi í þessu? „fyrsta plakatið gerði ég í kringum 2005. Var í sjónvarpsviðtali og var eitthvað að bölva íslenskum bíóplakötum. sagði að ég gæti gert þetta betur sjálfur. Óli Palli í Popplandi hringdi svo í mig stuttu seinna og vildi taka mig á orðinu og ég varð bara að standa við mitt.“ Hefurðu hitt einhverja fræga eftir að þú fórst að vinna í þessu? „jaaa, þegar ég fór á kvikmyndahátíð í texas í fyrra hitti ég leikstjóra sem er mikil kempa í bransanum en hinn venjulegi maður hefur örugglega ekki hugmynd um hver þetta er. Ég hitti hann fyrir tilviljun en í kjölfarið fór ég að vinna fyrir hann.“ Ertu kominn í draumastarfið þitt? „Þetta er voðalega gaman og þegar maður er svona kvikmyndanörd eins og ég er gaman að vera partur af þessu. En það er takmarkaður markaður hérna heima, aðeins handfylli af myndum gerð en ég er búin að koma mér upp fastakúnnum.“ Hver er draumurinn? „að lifa góðu lífi og losna við þetta volæði sem er í gangi hérna núna.“ Hvað finnst þér um borgarafundina í Háskólabíói? „Mér finnst þessir fundir mjög góðir og hef horft á þá í sjónvarpinu. En ég vil ekki ofbeldi og þessi læti, mér finnst þetta vera fara pínulítið úr böndunum.“ Bylgja Hauksdóttir 44 Ára starfsMaður Í fiskútflutningi „Þetta er alveg nauðsynlegt, ég hef ekki mætt á fundi hér í reykjavík en hef mætt á fundi á sauðárkróki þar sem ég bý. Ég held að ofbeldi og skemmdarverk skili engu, en friðsamleg mótmæli eiga rétt á sér.“ sigríður Elín Þórðardóttir 48 Ára starfsMaður HjÁ Byggðastofnun „Ég hef nú bara horft á þá í sjónvarpinu og finnst þetta mjög gott framtak. Mér finnst að þeir sem mótmæla eiga að koma fram og sýna andlit sitt.“ anna sigríður Árnadóttir 62 Ára fyrrVErandi kEnnari „Ég hef ekki farið á slíkan fund en þeir eru alveg sjálfsagður hlutur. Ég hef mætt á austurvöll og gæti alveg hugsað mér að mæta áfram þangað, það má ekki slaka á og út með þetta hyski eins og er verið að fara fram á.“ jónas skaftason 68 Ára lEiguBÍlstjÓri Dómstóll götunnar ómar Örn Hauksson, fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinn- ar Quarashi, hefur verið duglegur að koma sér áfram í gerð veggspjalda fyrir kvikmyndir. um þessar mundir er hann að hanna plakat fyrir ekki ómerkari mann en þann sem lék freddie kruger í nightmare on Elm street. Mikill kvik- Myndanörd „Mér líst mjög vel á þetta og fylgist með þessu af og til í sjónvarpinu, ég vona að fólkið fái svöru við því sem það spyr en þetta er að sjálfsögðu svo nýtt fyrir okkur.“ guðrún HÖgnadóttir 48 Ára afgrEiðslukona Í Casa kringlunni maður Dagsins Ég gekk framhjá strætóskýli í gær sem er ómerkilegt í sjálfu sér; það eru strætóskýli úti um allan bæ þótt vagnarnir séu sjaldgæfari og alltof oft alltof seinir. Þannig var það einmitt í gær, sýndist mér, vagninn hafði trú- lega sleppt úr ferð og í horni skýlisins sat norpandi kona. Ég bauð henni góðan daginn af því að mér finnst það svo góður siður jafnvel þótt mér sé ekkert endilega svarað á móti, sér- lega ekki síðustu mánuði, og líka þótt ég viti svo sem ekkert um það hvort dagurinn sé góður hjá þeim sem verður fyrir kveðjunni eða eigi eftir að verða það. -Góðan daginn, sagði ég sem sé við konuna. -Ætli það ekki, svaraði hún með útlendum hreim og bætti við að það væri ekki hægt að treysta á strætó frekar en annað hérna. -Vagninn hlýtur að fara að koma, hann fer alveg að koma, ég er viss um að hann er á leiðinni, hann kemur örugglega rétt bráðum, vertu viss. -Þú þarft nú ekki að tyggja þetta ofaní mig, það er óþarfi, ég heyri vel þótt ég sé eldri en þú og ég skil ís- lensku vel þótt ég sé þýsk. -Fyrirgefðu, ég sagði nú bara svona, sagði ég. –Æ, Íslendingar eru alveg eins- og börn og hegða sér einsog börn og eru hræddir við svipuna einsog börn og trúgjarnir einsog börn - en samt eru Íslendingar engin börn, því mið- ur, vegna þess að börn vita um hvað kreppumálið snýst en það gera Ís- lendingar ekki og nú eru þeir orðnir svartsýnasta fólk í heimi með skottið á milli lappanna og lafandi tunguna og svo gerist þetta alltsaman sama aftur, sagði konan og um leið kom vagninn og hún nikkaði og hvarf og ég vissi að ég var fulltrúi vonlausu Íslendinganna en hún væri fulltrúi vitru barnanna - og þá mundi ég eftir línum úr bók Guðrúnar Helgadóttur Saman í hring sem eru í raun lýsandi fyrir örvæntingu þjóðar sem skilur ekkert í því hvers vegna hún er sví- virt, hneppt í ótta og þrældóm og síð- an svift sannleikanum til að kóróna vanvirðinguna. Línurnar eru svona og það er barnið Lóa Lóa sem á þær: „Henni var kalt og hún var alein. Þetta voru allt asnar. Ég skal aldrei segja neinum neitt, hugsaði hún. Allir segja að maður eigi að segja satt. Samt skrökva allir að Öbbu hinni og hún heldur bara að Lási komi aftur, þessi bjáni. Svo þegar mað- ur segir sjálfur alveg satt verð- ur mamma bara reið. Og Heiða, sem allir eru svo hrifnir af. Eins og Lóa Lóa hefði ekki hundrað sinn- um heyrt hana skrökva. Einu sinni sagði hún Kristínu á 12 að mamma og pabbi væru niðri í bæ og þá var pabbi blindfullur heima hjá Lása netamanni.“ Satt að segja held ég að ríkis- stjórnin sé blindöskrandi full og viti sínu fjær líka; hún segir að minnsta kosti ekki satt og henni vefst svo sannarlega tunga um tönn í ótrúlegu aðgerðarleysi sínu. Það er líka löngu kominn tími til að við hættum allri meðvirkni og tökum af henni völdin; með illu skal illt út reka ef hið góða dugar ekki til! Við lifum ekki á rjómabollutímum! Með skottið á milli lappanna kjallari vigdís grímsdóttir rithöfundur skrifar „Satt að segja held ég að ríkisstjórnin sé blindöskrandi full og viti sínu fjær líka.“ mynDin draugaHúsið tÓnlistarHúsið stEndur sEM lEgstEinn lÁnagÓðærisins Við innsiglinguna Í rEykjaVÍkurHöfn. mynd HEiða HElgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.