Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 40
föstudagur 16. janúar 200940 Lífsstíll Fataskipti Ef þú ert í stórum vinkvennahópi ættir þú að lauma að þeirri hugmynd að hafa skiptikvöld. allar fáum við jú leið á fötunum okkar og viljum eignast ný öðru hverju og er því tilvalin hugmynd að allar vinkonurnar komi saman með allt sem þær eru orðnar leiðar á í fataskápunum sínum, svo sem flíkur, belti, skó, skart, töskur og annað og býtti. Þú gætir fengið tæki- færi til að eignast bol vinkonu þinnar sem þér finnst svo flottur og fötin þín gætu öðlast nýtt líf hjá þakklátum vinkonum. umsjón: kolbrún pálína hElgadóttir, kolbrun@dv.is slepptu þér á Fyrsta steFnumóti Hvaða kona kannast ekki við að hafa fengið óteljandi ráð frá vinkonum fyrir fyrsta stefnumótið með einhverjum. DV tók saman nokkra punkta sem gott er að hafa í huga fyrir fyrsta stefnumótið en umfram allt skiptir máli að þú sleppir fram af þér beislinu, njótir þín til hins ítrasta og umfram allt gerir þér ekki of miklar væntingar. Besta leiðin til að eiga frábært fyrsta stefnumót er að fara á stefnumót- ið með því hugarfari að þú ætlir að njóta þín til hins ítrasta og gera engar væntingar um að vinna hug og hjarta mannsins sem þú ert á stefnumóti með. Ef þér tekst þetta muntu einnig sýna á þér örugga og heillandi hlið. Ef þú og „deitið“ þitt smulluð saman í fyrsta skiptið sem þið hitt- ust er vissulega auðvelt að gleyma sér í framtíðarhugsunum og draum- um um hamingjusamt líf og spyrja sig hvort þetta sé sá rétti. Stoppaðu þess- ar hugsanir hið snarasta, annars er öll von úti um að kvöldið fari vel. Minntu sjálfa sig þig á að þetta er aðeins ein kvöldstund, slakaðu því á og slepptu þér. Fyrsta stefnumót er aðeins tilraun. Það gæti gengið upp og það gæti alls ekki gengið upp. Ef það eru engir neistar til staðar máttu ekki líta á kvöldið sem sóun. Þú fórst þó allavega út að borða eða gerðir eitthvað annað skemmtilegt og hefur án efa sögu að segja vinkonunum. Í guðs bænum ekki tala um fyrr- verandi kærasta á fyrsta stefnumót- inu eða rifja upp stundir úr fyrri samböndum. Það getur verið mjög fráhrindandi. En ef þú hins vegar spjallar við „deitið“ á sama hátt og þú myndir tala við vini og vinkonur ættir þú að geta sýnt á þér skemmtilega og afslappaða hlið. Segðu frá vandræðalegum at- vikum í vinnunni, eða segðu fyndnar sögur af misheppnuðum sambönd- um vinkvenna þinna. Umfram allt vertu þú sjálf. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að með því að sýna veikleika á einhverju sviði, eins og lofthræðslu, myrkfælni eða annað því um líkt, færðu fólk til að líka betur við þig og líða betur í návist þinni. Reyndu því alls ekki að vera fullkomin eða láta viðkomandi halda að þú sért það. Segðu frá ótta þínum og veikleikum. Ekki sakar að viðurkenna að þú hafir nú verið örlít- ið stressuð fyrir stefnumótið, það að geta viðurkennt það gerir þig mann- lega og á vissan hátt örugga. Vertu óbeisluð og hikaðu ekki við að syngja með laginu sem er í útvarp- inu í bílnum eða annað skemmtilegt. Það að vera svolítið opin og flippuð sýnir að þú hefur upp á spennandi karakter að bjóða. Sérstaklega þar sem „deitið“ þitt á eflaust ekki von á því að þú sýnir svona hegðun. Smá skemmtun, húmor og spenna gerir stefnumótið einfaldlega frábært. Hreyfingar líkamans geta gef- ið margt til kynna. Fylgstu vel með því hvernig „deitið“ þitt hagar sér. Ef hann hallar sér upp að þér líkar hon- um líklega vel við þig og þá getur þú leyft þér að halla þér örlítið á móti. Ef hann talar mjög hratt og er stress- aður skalt þú reyna að tala hægar og vera yfirveguð. Þá slakar hann frek- ar á. Að lokum eru nokkrir hlutir sem hafa ber í huga þegar kemur að því að panta mat á veitingahúsum á fyrsta stefnumóti. Alls ekki panta þér mat sem getur verið subbulegt að borða, samanber spaghettí, humar eða ann- að slíkt sem er borðað með höndun- um. Það er ekki aðlaðandi að vera sleikjandi út um munnvikið eða vera með puttana á kafi í matnum. Pant- aðu þér dannaðan disk og vertu dama og í guðs bænum ekki drekka of mik- ið. Gangi þér vel á fyrsta stefnumót- inu! Ekki búast við of miklu Ekki gera of miklar væntingar á fyrsta stefnumótinu. konan konan innblástur Frá hommum kanye West hefur nú uppljóstrað hvaðan hann fái innblásturinn að því hvernig hann klæði sig. rapparinn segist alltaf tékka á því hverju samkynhneigðir menn klæðist því þeir kunni svo sannar- lega að klæða sig. Því ætti okkur ekki að bregða við slúður um það að kayne West sé farinn að kíkja á eftir karlmönnum, við vitum að hann er bara að tékka á stílnum þeirra. Dökkhærðar Farsælastar bretar eru ólmir í að gera kannanir á hinu og þessu. nýlega stóð hárvöruframleiðandinn garnier fyrir könnun á hárlit kvenna. útkoma könnunarinnar var sú að dökkhærð- ar konur nái meiri starfsframa og eigi betra ástarlíf en rauðhærðar og ljóshærðar. Einnig kom fram að 76% bresku þjóðarinnar telja dökkhærðar konur vera gáfuðustu konurnar en þær þéna að auki að meðaltali tíu þúsund krónum meira á mánuði en ljóshærðar og rauðhærðar. niðurstaða könnunarinnar var þó ekki eingöngu slæm fyrir þær sem ekki eru dökkhærðar, ljóshærðar voru kosnar skemmtilegustu konurn- ar og rauðhærðar kosnar þær djörfustu. Föt úr sígarettu- stubbum sífellt er verið að finna nýjar leiðir til endurvinnslu en það allra nýjasta og eflaust það undarlegasta er föt búin til úr gömlum sígarettustubbum. hönnuðurinn alexandra guerrero frá Chile hefur nú hannað heila línu af höttum, hönskum, peysum og teppum úr sígarettum. alexandra og sjálfboðaliðar hennar tíndu stubbana af götum Chile og sótthreinsuðu þá. Því næst voru stubbarnir þurrkaðir, eiturefni á borð við nikótín fjarlægð og búið til efni. Efninu er síðan blandað við ull til að sauma úr því fatnað. tíska tíska konan Bókin Uppeldi fyrir umhverfið er komin út hjá Sölku. Í bókinni er fjall- að um hvernig hægt er að annast börn með grænan lífsmáta að leið- arljósi; með því að nota umhverfis- vænar bleiur, mildar snyrtivörur og hreinsiefni, endurnýta föt og hús- gögn, njóta útivistar og fækka bíl- ferðum er hægt að stunda uppeldi fyrir umhverfið. Í bókinni eru gefnir valkost- ir. Ljósgrænt, grænt og dökkgrænt. Í ljósgræna flokknum er til dæm- is bent á að hægt er að fá umhverf- ismerktar vörur en svo stigmagnast ráðin. Bókin er eftir Susannah Marriott en kemur út í íslenskri þýðingu Katr- ínar Jakobsdóttur og Gunnars Sig- valdasonar. Katrín og Gunnar eiga tvo syni og því reynslumikil þegar kemur að börnum og barnauppeldi. Katrín Jakobsdóttir er þýðandi glæsilegrar uppeldisbókar: grænn líFsmáti Uppeldi fyrir umhverfið fjall- ar um vistvænar bleiur, lífrænt fæði og margt fleira nytsamlegt. Þýðandi bókarinnar katrín jakobsdóttir alþing- iskona þýddi bókina. konan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.