Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 24
föstudagur 16. janúar 200924 Helgarblað
S
tóra verkefnið í dag er að
gera allt hvað hægt er til
að bæta stöðu þess mikla
fjölda fólks sem nú er
komið í öngstræti vegna
húsnæðisskulda. Og ég
hef trú á því að árangur náist. Staða
fyrirtækja í landinu er mjög bág og
þau munu skila ríkissjóði litlum tekj-
um næstu ár. Því verður fólkið í land-
inu með sköttunum sjálft að standa
undir velferðarkerfinu næstu árin –
og þess vegna þurfum við róttækar
aðgerðir vegna hrikalegrar skulda-
stöðu þúsunda heimila. Miklir hags-
munir eru í húfi,“ segir Vésteinn.
Ég vil líf í tuskunum
Vésteinn er uppalinn í Árbænum í
Reykjavík. Eiginkona hans er Hildi-
gunnur Árnadóttir félagsráðgjafi og
eiga þau tólf ára son og þriggja ára
dóttur. Hann hefur víða komið við í
atvinnulífinu, var á sínum tíma sölu-
stjóri DV og var útgefandi Dagskrár
vikunnar. Knattspyrnan er samt sem
áður aðaláhugamálið.
„Ég er Fylkismaður og stend með
félaginu af heilum hug. Reyndar er
sonurinn kominn í FH svo ég mæti
oft í Kaplakrika. Slíkt breytir hins
vegar ekki því að stuðningur minn
við Árbæjarliðið er í blóðinu. Eitt-
hvað sem alltaf verður. Svo hef ég
líka verið að þjálfa, svo þú heyrir að
fótboltinn leikur ansi stórt hlutverk.
En ég á fjölmörg fleiri áhugamál. Ég
fer í leikfimi eldsnemma á morgnana
þrjá daga í viku og fæ mikið út úr því,
bæði fyrir líkama og sál. Þá stunda ég
mótorkrossakstur og á haustin geng
ég til rjúpna. Af þessu má ráða að
ég vil hafa líf í tuskunum,“ segir Vé-
steinn og bætir við að aðkoma hans
að hagsmunasamtökunum sé vissu-
lega til marks um lifandi áhuga hans
á því samfélagi sem hann lifir í.
Óðaverðbólga fram undan
Stofnfundur Hagsmunasamtaka
heimilanna var haldinn í gærkvöldi
á fjölsóttum fundi í Háskólanum í
Reykjavík. Segja má að í þeirri með-
göngu hafi tillegg Vésteins skipt
miklu. Í sjónvarpsviðtali í desem-
ber síðastliðnum lýsti hann fjár-
hagsstöðu sinni og fór fram á að
Landsbankinn keypti íbúð sína í
Hafnarfirði á nauðungaruppboði.
Sagði þar íbúðina ekki standa und-
ir lánum og því bæri hann kvíðboga
gagnvart því að fjölskyldan væri að
sökkva í fen enn dýpri skulda.
Höfuðstóll skulda Vésteins er í
kringum 25 milljónir króna en verði
verðbólga svipuð og verið hefur, og
þar með verðtrygging, verður skuld-
in 37 til 38 milljónir króna í lok þessa
árs. Þetta segir Vésteinn að þýði í
raun og veru tæknilegt gjaldþrot,
því íbúðin myndi ekki seljast nema á
um 25 milljónir króna miðað við nú-
verandi árferði á fasteignamarkaði.
Hann hefur ekkert greitt af áhvílandi
skuldum á íbúð sinni síðastliðna
fjóra mánuði og er með því að þrýsta
á viðskiptabanka sinn um aðgerð-
ir. Með þessu kveðst Vésteinn halda
skaða sínum í lágmarki enda sé óða-
verðbólga fram undan, að hans mati.
Aldrei standi þó annað til af hans
hálfu en greiða bankanum mismun
söluverðs og áhvílandi skuldar.
Bankarnir ábyrgðarlausir
Sagan geymir mörg dæmi um að fé-
lagsmálaþátttaka af þessum toga sé
upptaktur stjórnmálaafskipta í fyll-
ingu tímans.
„Ég er ekki á leiðinni í stjórnmál,
hvað sem svo verður ef hnykillinn
vefur upp á sig. Að minnsta kosti er
ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Vésteinn
sem væntir þess að Hagsmunasam-
tök heimilanna geti breytt ýmsu á
þessum síðustu og verstu tímum.
„Þúsundir einstaklinga eru að
sligast undan skuldum sem hækka
stöðugt og sumir hafa enga landsýn.
Meðan best lét lánuðu bankarnir
viðskipavinum sínum fjármuni, án
þess að sýna nokkra samfélagslega
ábyrgð. Skeyttu um það eitt að há-
marka útlánasafnið í von um aukn-
ar tekjur. Allt lagalegt aðhald skorti.
Meðal ástæðna þess að svona sé
komið fyrir heimilunum er í landinu
er að þau hefur skort málsvara. Kröft-
uga rödd í umræðunni sem hefur
áhrif. „Ég vænti að Hagsmunasam-
tök heimilanna geti breytt þessu.“
Fjárhagsleg staða margra er lík því
sem Vésteinn lýsir. Verðtryggðu lán-
in hækka stöðugt og greiðslubyrði af
erlendum myntkörfulánum. lánum
eins og margir slógu, hafi hækkað um
helming og jafnvel meira. Þúsundir
fjölskyldna eru í kröppum dansi og
nauðsynlegt er að stjórnvöld komi
til móts við þann hóp. Vésteinn er
sömuleiðis að horfa á rót vandans,
sem sé sú að bankarnir hafi á góðær-
istímanum sýnt algjört ábyrgðarleysi
í lánveitingum.
Hundeltir ævina út
„Stjórnvöld þurfa að setja lög sem
setja bönkunum ákveðnar skorður.
Hvert samfélag byggist á ákveðnum
óskráðum sáttmála fólksins um sam-
eiginlega hagsmuni. Í dag þegar litið
er til baka er hins vegar engu líkara
en bankarnir hafi staðið utan þessa
alls. Það má ímynda sér að fjármála-
fyrirtækin hafi ætlað sér koma af
stað verðbólgu með falli krónunn-
ar. Urðu hins vegar gjaldþrota áður
en dæmið gekk upp,“ segir Vésteinn
sem gagnrýnir að verði einstakling-
ur gjaldþrota geti bankarnir hundelt
viðkomandi árum saman - og jafnvel
ævina á enda. Skynsamlegt sé því að
hérlendis yrðu sett sett lög lík þeim
sem gilda í Bandaríkjunum, sem
kveða á um að ef fjármálastofnun
lánar til íbúðakaupa verði fasteignin
að duga fyrir skuldinni. Lánastofnun
geti ekki elt viðskiptavininn umfram
það sem hann lagði í íbúðakaupin.
Með slíkum lögum hefðu bankarnir
ef til vill sýnt meiri aðgát í útlánum –
og slíku væru margir fegnir í dag.
„Fólk þykir undir öllum kringum-
stæðum slæmt að vera í vanskilum.
Reynir alltaf að berjast fyrir því að
hreinsa nafn sitt en er fast í gildru,“
segir Vésteinn sem gagnrýnir það
sjónarmið að erfiða staða þeirra sem
tóku erlend lán sem nú hafa hækk-
að vegna falls krónunnar sé sjálf-
skaparvíti. Bankarnir hefðu alltjent
átt að upplýsa viðskiptavini sína um
að þegar þeir fengju laun í íslensk-
um krónum væri vogunarspil að
taka lán í erlendri mynt með tilliti til
gengisáhættu. Almenningur verði að
geta treyst ráðum starfsmanna við-
skiptabanka sinna. Öðru máli gegni
um fagfjárfesta eins og lífeyrissjóði
sem hafi fjölda sérfræðinga á sínum
snærum, sem geti í krafti þekkingar
lagt sjálfstætt og óháð mat á hluti.
Engar töfralausnir
„Ég heyrði á sínum tíma margar sög-
ur um að þjónustufulltrúar bankanna
hefðu boðið viðskiptavinum að taka
rífleg lán, hvort heldur er verðtryggð
eða í erlendri mynt – svo viðkom-
andi gæti keypt sér jeppa, fellihýsi
eða farið í heimsreisu svo eitthvað sé
nefnt. Lengi framan af lagði ég eng-
an sérstakan trúnað á þessar sögur
– sem ég hef síðan fengið staðfest að
undanförnu þar sem fólk sýnir mér
himinháa greiðsluseðla og upphæð-
ir sem venjulegu fólki er ógerlegt að
kljúfa,“ segir Vésteinn Gauti.
Á undirbúningsfundum vegna
stofnunar Hagsmunasamtaka heim-
ilanna hefur það viðhorf verið mjög
áberandi að fólki sem skuldar í er-
lendri mynd vegna íbúða eða bíla-
kaupa verði gert kleift að fá lánun-
um breytt yfir í íslenskar krónur á
því gengi sem gilti á lántökudegi.
Slík tæknileg útfærsla er gerleg en
vissulega verði tölurnar kreditmeg-
in á reikningunum í hinum gjald-
þrota bönkum hærri. Á þessu þurfi
hins vegar að finna raunhæfa og
ásættanlega lausn, því þúsundir
fólks eru í mikilli neyð vegna þess
erfiða ástands sem skapast hefur. Þó
sé ljóst að engar töfralausnir séu til
því á fundunum undanfarið hafi fólk
komið með hvert sína reynslusög-
una, sem hver sé annarri ólíkari og
allar jafnslæmar, hver á sinn hátt.
– Fjöldi fólks hefur farið algjörlega
með löndum í öllum fjárfestingum,
sýnt ráðdeild og sparað. Er réttlátt
gagnvart þessu fólki að skuldbreyta
hjá þeim sem fóru með himinskaut-
um í fjárfestingum og lántökum?
„Auðvitað er munur á hlutunum
eftir því hvort þú tókst lán til kaupa á
húsnæði eða hlutabréfum. Þú verð-
ur að hafa í huga að þeir sem eiga
sínar fasteignir skuldlitlar eru líka í
slæmri stöðu því meðan núverandi
aðstæður í efnahagslífinu eru uppi
er markaðurinn algjörlega frosinn.
Verðmyndunin er engin og hrein
eign gufar upp. Ég efast um að fast-
eignamarkaðurinn lifni við meðan
verðtryggingingin er við lýði,“ seg-
ir Vésteinn sem segir baráttu gegn
verðtryggingu líkast til verða eitt af
baráttumálum Hagsmunasamtaka
heimilanna.
Virðingarleysi
Spyrja má hver sé þörfin fyrir hags-
munasamtök heimilanna í landinu
þegar fyrir eru starfandi verkalýðs-
félög og margs konar félagasamtök
önnur sem gefa sig út fyrir að starfa
í þágu þeirra sem á brattann eiga að
sækja með einhverju móti. Vésteinn
telur þörfina þó vera til staðar, þeir
sem síst skyldi hafi brugðist.
„Þeir sem við teljum að eigi að
standa með okkur hafa ekki reynst
Baráttujaxl Vésteinn hefur lifað tímana
tvenna og er sannfærður um að Hagsmuna-
samtök heimilanna geti breytt ýmsu á Íslandi.