Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 8
Mikil umskipti og hræringar hafa orð- ið á eignarhaldi fjölmiðla á Íslandi á liðnum mánuðum vegna efnahags- kreppunnar í landinu. Eignarhald á Morgunblaðinu er í óvissu því enn hafa ekki fundist fjárfestar til að leggja hlutafé inn í útgáfufélag blaðsins, Ár- vakur, og er félagið um þessar mundir í umsjá Glitnis. Eins hefur ekki feng- ist uppgefið hver eigi eignarhalds- félagið Myllustein ehf. sem gefur út Viðskiptablaðið. Hluthafahópur 365 miðla er sömuleiðis í mótun þó svo að tveir stærstu hluthafarnir séu enn Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Hannesson með um 90 prósent eign- arhluta. Á sama tíma og rekstur flestra stærri fjölmiðla gengur erfiðlega í kreppunni og óvissa ríkir um eignar- hald þeirra vegna efnahagsástands- ins hafa sprottið upp ýmsir netmiðlar sem ekki eru eins dýrir í rekstri og sem ekki ríkir eins mikil óvissa um sökum smæðar þeirra. Þessir netmiðlar hafa hugmyndafræðilegar áherslur sem unnið er eftir og er slagsíða þeirra langt til vinstri eða hægri nokkuð ljós því margir kalla nú eftir skýrum og afdráttarlausum svörum til að létta kreppunni af þjóðinni. Mogginn bíður nýrra eigenda Ólafur Stephensen, ritstjóri Morg- unblaðsins, segir að búið sé að skrifa hlutafé hluthafa Árvakurs, útgáfufé- lags Morgunblaðsins, niður vegna rekstrarerfiðleika og að félagið sé í umsjá Glitnis sem heldur utan um það. Hann segir að viðræður hafi ver- ið í gangi við hóp fjárfesta sem lýst hafi yfir áhuga á að leggja hlutafé inn í Árvakur en að hann viti ekki hvaða menn það eru. „Ár- vakur bíður nýrra eigenda en viðræðurnar við Glitni ganga hægar en við bjugg- umst við. Ákvarðanatak- an í bönkunum gengur hægt þessa dagana,“ seg- ir Ólafur. Ritstjórinn segir að staða Árvakurs sé ein- kennileg og að hana þurfi að skýra sem fyrst. „Ég veit hins vegar bara ekki hvenær staðan skýrist,“ segir Ólafur. Óljóst með eignarhald Viðskiptablaðsins Ekki hefur verið gefið upp hver stend- ur á bak við eignarhaldsfélagið Myllu- setur ehf. sem rekur Viðskiptablaðið. Aðspurður segir Haraldur Johann- essen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, ekki geta greint frá því hver eigi Myllusetur. Haraldur segist ekki ætla að kommentera á kjaftasögur um að Róbert Wessmann og Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, komi að Myllusetri en vefmiðillinn Orðið á götunni hélt því fram í gær að eignarhaldi Sig- urðar væri leynt því það gæti skaðað blaðið vegna þeirrar neikvæðu um- fjöllunar sem er um Sigurð í samfé- laginu. „Ég mun greina frá því hver eigi Myllusetur strax og ég get það. Ég tel æskilegast að það komi fram en ég get bara ekki sagt það strax,“ segir Haraldur en samkvæmt heim- ildum DV er Haraldur einn af fáum mönnum sem vita hverjir eigendur Mylluseturs eru. Hluthafahópur í mótun Ari Edwald, forstjóri 365, segir að hluthafahópur 365 miðla, sem á Stöð 2 og Fréttablaðið, sé enn í mótun. Ari segir að Sýn ehf. sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eigi 70 prósent í 365 miðlum og Pálmi Haraldsson eigi 20 prósent en að aðrir hluthafar séu smærri Hann segir að enn- þá sé verið að leita að hluthöfum til að koma að 365 miðlum og að ætl- unin sé að auka hluta- féð í félaginu. DV að mestu í eigu Hreins Elín Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Birtíngs útgáfufélags DV, segir að eignar- haldsfélagið Austursel, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eigi 90 prósenta hlut í Birtíngi. Elín segir að Austursel hafi keypt eignarhlutann af Baugi í nóvember árið 2008. Elín sjálf segist eiga 7 prósenta hlut í útgáfufélaginu og svo eigi ritstjórar DV, þeir Reyn- ir Traustason og Jón Trausti Reyn- isson, samanlagt 3 prósenta hlut í Birtíngi. Nýir vinstrisinnaðir vefmiðlar Elías Jón Guðjónsson, blaðamaður og annar af starfsmönnum Smug- unnar, segir að stærsti eigandi vef- miðilsins sé Vinstrihreyfingin - grænt framboð sem á 36 prósent eignarhluta. „Þetta er alveg augljós- lega pólitískur miðill. Hann er klár- lega vinstrisinnaður og stefnan birt- ist í því. Hann er þó alls ekki eitthvert flokksmálgagn vinstri grænna,“ segir Elías Jón. Aðrir stærri eigendur miðilsins eru Lilja Skaftadóttir, sem á 22 pró- senta hlut, og Björg Eva Erlendsóttir, ritstjóri Smugunnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sem eiga bæði 4,5 prósent að sögn Elíasar. 48 aðrir aðilar eiga svo minni hlut í Smu- gunni. Elías Jón segir að Smugan hafi verið stofnuð vegna þess að vantað hafi fjölmiðil sem nálgaðist málin frá vinstri hliðinni en ekki frá miðjunni eða hægri hliðinni eins og svo margir aðrir fjölmiðlar. Haukur Már Helgason, ritstjóri og ábyrgðarmaður marxíska vefmiðils- ins Nei, segir að enginn eigi vefmið- ilinn eins og er. „Nei er ekki rekið af neinum eins og er. Það hefur ekki verið búið til formlegt félag eins og er heldur hafa allir sem koma að miðlin- um gefið vinnu sína,“ segir Haukur en bætir því við að þetta muni hugsan- lega breytast á næstunni. Haukur seg- ir að miðillinn hafi tekið til starfa sem svar þeirra sem standa að honum við lélegum fjölmiðlum í landinu. Borgaralegur AMX Óli Björn Kárason, ritstjóri og einn af eigendum vefmiðilsins AMX, segir að miðillinn sé í eigu fjögurra manna sem hver um sig eigi fjórð- ungshluta. Auk Óla Björns eru eig- endurnir Jónas Haraldsson, hinn ritstjóri miðilsins, og þeir Arthúr Ól- afsson og Friðbjörn Orri Ketilsson. Óli Björn segir að ritstjórnarstefna miðilsins sé byggð á borgaralegum gildum og hugmyndum um frelsi einstaklingsins en að jafnframt sé vefurinn óháður öllum stjórnmála- flokkum og hagsmunasamtökum. Miðillinn þykir þó draga taum þess hluta Sjálfstæðisflokksins sem stundum hefur verið kenndur við heimastjórnararminn, þar sem til dæmis andstaðan við aðild að Evr- ópusambandinu er mikil. föstudagur 16. janúar 20098 Fréttir Síginn grásleppa og saltfiskur alla daga Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Sími 517 3131 • sjavarbarinn.is sjavarbarinn@gmail.com 50% afsláttur á kvöldinn af sjávarréttahlaðborðinu Kr. 1.300 (áður kr. 2.600) Eignarhald nokkurra fjölmiðla á Íslandi fjölmiðill/útgáfufélag Eigandi aMX/straumröst ehf. Óli Björn Kárason 25%, jónas Haraldsson 25%, friðbjörn Orri Ketilsson 25%, arthúr Ólafsson 25% dV/Birtíngur ehf. austursel Hreins Loftssonar 90%, Elín ragnarsdóttir 7%, reynir traustason og jón trausti reynisson samanlagt 3% Eyjan Birgir Erlendsson, jón garðar Hreiðarsson, rúnar Hreinsson og Pétur gunnarsson fréttablaðið/365 miðlar Hluthafahópur í mótun. stærstu hluthafar: jón Ásgeir jóhannesson og félög tengd honum eiga 70% og Pálmi Haraldsson 20% Morgunblaðið/Árvakur Í umsjá glitnis/Hluthafa leitað nei Enginn rúV ohf. Íslenska ríkið skjárinn/skipti ehf. Exista á skipti.BBr ehf. sem er í eigu Lýðs og Ágústs guðmundssona smugan Vinstrihreyfingin - grænt framboð 36%, Lilja skaftadóttir 22%, Björg Eva Erlendsdóttir 4,5%, steingrímur j. sigfússon 4,5%. 48 litlir hluthafar. stöð 2/365 miðlar Hluthafahópur í mótun. stærstu hluthafar: jón Ásgeir jóhannesson og félög tengd honum eiga 70% og Pálmi Haraldsson 20% Viðskiptablaðið/Myllusetur ehf. Óuppgefið „Árvakur bíður nýrra eigenda en viðræð- urnar við Glitni ganga hægar en við bjugg- umst við. Ákvarðana- takan í bönkunum gengur hægt þessa dagana.” Umræður Árvakurs við Glitni ganga hægt. Mikil óvissa ríkir um framtíð Morgunblaðsins. Eignarhaldið á Við- skiptablaðinu er leyndarmál. Hluthafahópur 365 miðla er enn í mótun. Nokkrir smáir vefmiðlar með skýrt eignarhald og afdráttarlausa hugmyndafræðilega stefnu hafa skotið upp kollinum í kreppunni. huldumenn og vg í fjölmiðlarekstri INgI F. VIlHjálMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Ritstjórn Morgunblaðsins framtíð Morgunblaðsins er í mikilli óvissu og hafa fundir með starfsmönnum glitnis gengið hægar en vonast var eftir. steingrímur j. sigfússon formaður Vg á 4,5 prósenta hlut í vefmiðlinum smugunni. Vg er stærsti eigandi miðilsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.