Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 14
föstudagur 16. janúar 200914 Helgarblað um lánafyrirgreiðslu var ekki röng að mati hagfræðinga sem blaðið ræddi við. „Aðgerðin sem slík var ekki röng út frá hugmyndum sem menn hafa í nágrannalöndunum um hvað seðlabankar eiga að gera þegar bankar komast í vandræði. Það var enginn góður kostur í stöð- unni. Seðlabankinn valdi þennan og það er ekki hægt að sjá að hann hefði getað gert neitt betra. Það er alveg ljóst að Seðlabankinn gat ekki bjargað íslenska bankakerf- inu þegar komið var fram á síðasta haust. Það hefði verið alveg sama hvað hann gerði. Hrunið var óum- flýjanlegt og því ekki hægt að skrifa það alfarið á inngrip Seðlabankans í Glitni,“ segir hagfræðiprófessor sem DV ræddi við. Mistök Seðlabankans árin á und- an og aðgerðaleysi hans í marga mánuði fyrir inngripin i Glitni eru hins vegar það sem sigldi þjóðar- skútunni í þrot. Seðlabankinn gaf alltaf út heilbrigðisvottorð fyrir fjár- málakerfið og stuðlaði að vexti bank- anna allt fram á síðustu stundu. Reiði Davíðs Í bókinni Í hlutverki leiðtogans eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur er haft eft- ir Davíð að hann eigi erfitt með að leyna því þegar hann reiðist. „Ég er skapstór og get verið mjög kvikur. Þetta er stór galli. Önnur amma mín varaði mig við þessu,“ sagði Davíð. Annar galli Davíðs sem hann segir frá er hversu dómharður hann sé á menn og málefni. „Ég er mjög næmur fyrir fólki en um leið dæmi ég oft fullharkalega þá sem mér mislíkar við eða þá sem ég tel fara með ósannindi eða ýkjur.“ Þetta sagði Davíð fyrir átta árum og ljóst er að þessir gallar hans hafa síst minnkað eftir að hann tók við emb- ætti seðlabankastjóra árið 2005. Það sést vel á yfirlýsingum hans í fjöl- miðlum. Erfitt reyndist að fá starfsmenn Seðlabankans til að tjá sig um störf Davíðs innan bankans. Einn við- mælandi sagði þó að Davíð hefði alltaf verið mjög stjórnsamur og hann væri vissulega mjög ráðandi innan veggja Seðlabankans þó ekki væri fastar að orði kveðið. Hinir skildu stjórnmálin eftir Þrátt fyrir að Davíð sé alls ekki fyrsti pólitískt ráðni seðlabankastjór- inn taldi einn heimildarmaður DV að aðrir hefðu þó skilið stjórnmál- in eftir þegar þeir yfirgáfu Alþingi. Á það sérstaklega við um Birgi Ís- leif Gunnarsson og Steingrím Her- mannsson. „Í tíð Birgis Ísleifs réð Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur bankans, ákvörðunum sem teknar voru innan bankans.“ Hið sama sé ekki hægt að segja um sam- skipti Davíðs og núverandi aðalhag- fræðings bankans, Arnórs Sighvats- sonar. Í dag sé hagdeildin einungis stoðdeild undir skrifstofu Davíðs og samráðið þar á milli allt annað en í tíð fyrirrennara hans. Hótun í loftinu Eftir bankahrunið hefur verið þrýst á Geir H. Haarde forsætisráðherra um að víkja Davíð úr Seðlabankan- um og hafa heilu mótmælin snúist um að reka þurfi hann úr bankan- um. Furðu hefur sætt að Geir hefur ítrekað lýst því yfir að hann hafi ekki íhugað að skipta um stjórn Seðla- bankans þrátt fyrir áfellisdóma á stjórn hans. Jafnvel Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, hefur lagt til að það væri far- sælast. Sumir töldu þó skýringuna á að- gerðaleysi Geirs fundna þegar Dav- íð sagði í viðtali við danskt dagblað í desemberbyrjun að það hefði alvar- legar afleiðingar ef hann yrði rekinn úr starfi. Hann ætlaði sér að stýra Seðlabankanum í nokkur ár til við- bótar. „Þá hyggst ég hætta af sjálfs- dáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi forsætisráð- herra. Verði ég hins vegar þvingað- ur úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórn- málin,“ sagði Davíð í Fyens Stiftstid- ende. Hins vegar dylst fáum að Davíð hefur enn bein afskipti af stjórnmál- um. Í áramótablaði DV var Davíð útnefndur versti stjórnmálamaður ársins af tveimur stjórnmálafræð- ingum. Baldur Þórhallsson sagði þar að Davíð væri enn lykilmaður í ís- lenskri pólitík. „Staðfestingin á því að Davíð Oddsson hafi aldrei farið úr stjórnmálum er ein af tíðindum ársins. Og hvað hann leikur stórt hlutverk, ekki bara í efnahagsmál- unum heldur einnig í pólitíkinni sjálfri.“ Birgir Guðmundsson sagði þá í samtali við DV að stjórnmálamað- urinn í Seðlabankanum væri sá sem hefði staðið sig hvað verst á ár- inu. „Því hann er stjórnmálamaður í Seðlabankanum. Þetta er ekkert annað.“ Hrós frá Svíþjóð Davíð hefur undanfarið bent á að hann hafi gagnrýnt ýmislegt í að- draganda bankahrunsins. Viðmæl- endur DV eru sammála um það. „Hins vegar hafði hann ekki fag- lega þekkingu til þess að rökstyðja þá gagnrýni eitthvað frekar. Hann beitti sér ekki að því að lagfæra það sem hann taldi rangt. Það er því lít- ið hægt að hrósa honum fyrir emb- ættisverkin hans,“ sagði heimildar- maður. Einn fárra sem hafa stutt hann er Göran Persson, fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, sem stadd- ur var hérlendis fyrir stuttu. Hann var spurður álits á því í viðtali við Morgunblaðið að stjórnmála- maður eins og Davíð Oddsson gegndi embætti formanns bankastjórnar Seðlabanka Ís- lands. „Seðlabanki þar sem ekki er til staðar í stjórninni einhver með þekkingu á al- þjóðlegum stjórnmálum er illa staddur, það er mjög mikil- væg færni. Og sá sem nú stýrir bankanum er mjög hæfur á því sviði,“ sagði Persson. Lítil áhrif bankaráðs. Bankaráð Seðlabankans er skip- að sjö fulltrúum sem eru pólitískt ráðnir. Formaður bankastjórnar er Halldór Blöndal, fyrrverandi alþing- ismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forseti Alþingis. Eina menntun Hall- dórs er stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri sem hann lauk árið 1959. Aðrir sem sitja í banka- ráði eru meðal annars Ragnar Arn- alds, fyrrverandi fjármálaráðherra og alþingismaður fyrir Alþýðu- bandalagið. Hann ber Davíð vel söguna og telur hann stjórnunarstíl Davíðs ekki öðruvísi en fyrirrennara hans. Ragnar hefur setið í bankaráði Seðlabankans frá árinu 1999. Hið sama er ekki hægt að segja um alla. Einn viðmælandi blaðsins sagði að Davíð hefði sem dæmi misst stjórn á skapi sínu á fundi með bankaráði eftir hrun Glitnis: „Á fundum með bankaráði var Davíð algjörlega yfir- gnæfandi. Fólk setur alltaf gagnrýni fram með varfærnislegum hætti í návist hans.“ Erlend aðstoð Carsten Valgreen, fyrrverandi aðal- hagfræðingur Danske Bank, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið þar sem hann lagði til að utanaðkomandi aðilar myndu stýra Seðlabankan- um. Taldi hann þetta nauðsynlegt til að skapa þá fjarlægð sem oft er erfitt að ná á Íslandi. Fagfólk væri þá að verki sem ætti ekki starfsframa und- ir stjórnmála- eða viðskiptalegum hagsmunum hér á landi. Þessu eru viðmælendur DV margir sammála. Þeir telja eðlilegt að allir seðla- bankastjórarnir víki, ekki einungis Davíð. Robert Wade, prófessor í stjórn- málahagfræði við London School of Economics, lagði einnig til á borg- arafundi í Háskólabíói í vikubyrjun að Davíð yrði vikið úr bankanum, við mikinn fögnuð fundargesta. Robert gekk þó skrefinu lengra og stakk upp á því að Davíð yrði gerður að sendiherra Ís- lands á Vanúatú, lítilli eyju í Kyrrahafinu sem er í stór- kostlegri flóðahættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Að mati prófessorsins skortir Davíð skilning á alþjóðleg- um fjármálum og þar sem hann hafi orðið uppvís að algjörri vanrækslu í starfi sé honum ekki stætt á að halda áfram störf- um. annas@dv.is Norski skógarkötturinn Þar sem ekki náðist í davíð Oddsson í síma fór blaðamaður heim til hans. davíð svaraði hins vegar engu, sneri sér að norskum skógarketti og klappaði honum áður en hann sneri baki í blaðamann og fór inn. MyND SigtRygguR ARi Krafist afsagnar Mótmæli fóru fram við seðlabankann og þess var krafist að davíð segði af sér. MyND SigtRygguR ARi Sigurður Einarsson segir davíð hafa hótað sér vegna þess að Kaupþing vildi gera upp í evrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.