Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 25
föstudagur 16. janúar 2009 25Helgarblað bandamenn í raun. Innan vébanda VR eru 28 þúsund félagar sem vel- flestir greiða í Lífeyrissjóð verslun- armanna. Því er næsta ósennilegt að félagið taki undir þá kröfu okkar að verðtryggingin verði afnumin, enda þótt þeir hagsmunir að létta greiðslu- byrði af húsnæðislánum séu miklu þyngri en hvernig fita megi lífeyris- sjóðina. Allt helgast þetta af því að stéttarfélögin eru fjármagnseigendur og aldrei fer vel á því að þjóna tveim- ur herrum; það er lífeyrissjóðum og launamönnum. Annars er um- hugsunarvert að enginn hefur sýnt almenningi fram á það með skýr- um rökum hvers vegna er tæknilega útilokað að afnema verðtrygging- una. Mér finnst slíkt virðingarleysi. Þau svör sem þjóðin hefur fengið frá ráðamönnum í kjölfar banka- hrunsins eru allt of oft merkingar- leysur og útúrsnúningar. En þetta er vonandi að breytast. Mótmæli síð- ustu vikna og mánaða virðast vera að skila árangri. Dropinn holar steininn. Reyndar virtist mér þessi mótmæla- alda vera að fjara út fyrir jólin, en nú rís hún af tvíefldum krafti,“ segir Vésteinn sem stefnir á að taka þátt í starfi samninganefndar Hagsmuna- samtaka heimilanna. Hennar hlut- verk verður að koma á viðræðum við ríkisvaldið, bankana, stéttarfélög og aðra þá sem ráða og fjalla um hags- muni fjölskyldnanna í landinu – og fá hina sömu til aðgerða. „Jú, vissulega má vera að þessum aðilum þyki sem við séum að rugga bátnum. En slíkt er í góðu lagi því þessir menn hafa stefnt velferð þjóð- arinnar í hættu og mikinn vanda. Þeir verða því að geta tekið gagnrýni. Flestir þeirra sem eru í forystusveit- inni eru hálaunafólk. Ég tel hins vegar að sá sem velst til formennsku í Hags- munasamtökum heimilanna þurfi að þekkja á eigin skinni hvar eldarnir brenna. Ellegar mun samtökin skorta naðsynlegan baráttukraft.“ Verðtryggingin er þýfi Vésteinn Gauti starfar í dag sem markaðsstjóri hjá Spara.is. Áður en hann réð sig þangað, starfaði hann í eitt misseri hjá eignastýringu Glitnis. Segir það hafa verið mjög lærdóms- ríkan skóla – hvar starfsfólkið hafði það eitt markmið að aðstoða við- skiptavini við að ná sem bestum ár- angri. „Hjá bankanum lögðu sig all- ir fram um að veita góða þjónustu eftir bestu samvisku. En vissulega sér starfsmaður á plani ekki allt sem fram fer. Aðeins örfáir menn komu að þeim ákvörðunum sem leiddu til falls Glitnis og hinna bank- anna þriggja í kjölfarið. Aðrir voru að vinna eftir sinni bestu vitund og skipan frá yfirboðurum sínum að hlutum sem áttu að vera viðskipta- vinum hagfelldir. Við sem vorum í eignastýringunni töldum til dæmis vera skyldu okkur að bjóða viðskipta- vinum sem besta ávöxtun í gegnum sjóði bankans, þó áhættan væri meiri en ella. En við þessir almennu starfs- menn vissum hins vegar ekki hverj- ir skulduðu sjóðnum og máttum það ekki samkvæmt reglum Fjármála- eftirlitsins. Síðan sprakk blaðran enda höfðu þá verið undirliggjandi vandamál sem almennir starfsmenn vissu ekkert um. Auðvitað eiga allir að greiða sitt en almenningur getur einfaldlega ekki risið undir því þeg- ar afborganir hafa hækkað jafnmikið og raun ber vitni. Allar líkur benda til að bankarnir hafi tekið stöðu á móti krónunni á síðasta ári sem aftur kom verðbólgu og lækkun gengis hennar af stað. Verðtrygging síðasta árs er að stórum hluta oftekin – sem ber að höndla sem þýfi og skila aftur til rétt- mætra eigenda sinna.“  SigurðurBogiSævarsson Ekki á leiðinni í pólitík Vésteinn útilokar ekki pólitískan feril en segir hann þó ekki á dagskrá. „Stóra verkefnið í dag er að gera allt hvað hægt er til að bæta Stöðu þeSS mikla fjölda fólkS Sem nú er komið í öngStræti vegna húSnæðiSSkulda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.