Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 16. janúar 200920 Helgarblað É g hef fremur kosið að mæta með börnin mín á mótmælin heldur en að fá pössun. Mér finnst líka gott að börnin fái sitt tækifæri til að vera við- stödd mótmælin og geti horft til baka stolt af að hafa tekið þátt í þeim,“ segir Þórarinn Einarsson mótmælandi. Þórarinn hefur skorið sig úr í mót- mælunum fyrir þær sakir að vera iðu- lega með sex mánaða dóttur sína í fanginu eða tveggja ára son í kerru í miðjum mótmælunum. „Ég hef reynt að mæta á öll mót- mæli sem skipulögð hafa verið og gerði það jafnvel fyrir hrunið.“ Þórarinn og barnsmóðir hans búa ekki saman og því skiptast þau á að vera með börnin. Hann segir barns- móðurina fullkomlega sátta við að börnin mæti með föður sínum á mót- mælin. „Barnsmóðir mín er ítölsk og var mjög pólitísk á sínum tíma. Í dag skiptir hún sér hins vegar ekki af þessum málum lengur. Hún hefur, að mér finnst, misst svolítið trúna á fólki og einbeitir sér því mest að hag fjöl- skyldunnar.“ Hrint með barnið í fanginu Aðspurður hvort hann hafi aldrei ver- ið hræddur um börnin þegar mót- mæli standa sem hæst segist Þórar- inn einu sinni hafa óttast um dóttur sína. „Það var þegar Bónusfánanum var flaggað. Þá var ég þar að fylgjast með og sá aukalið lögreglunnar koma á vettvang. Ég stillti mér upp við vegg með dóttur mína í fanginu og það kom lögreglumaður aðvífandi og hrinti mér. Ég datt og lögreglumann- inum sjálfum var mjög brugðið þeg- ar hann sá að ég var með stelpuna í fanginu.“ Sjálfur staðhæfir Þórarinn að það eina sem hann þurfi að varast með barnið í mótmælunum sé lögreglan. „Ég veit það að mótmælendur beita ekki ofbeldi. Allt ofbeldi í mótmæl- unum er fyrst og fremst lögreglunn- ar og eða afleiðing af því. Lögreglan er mjög aðgangshörð og beitir ofbeldi að óþörfu. Lögreglan getur verið mjög varasöm svo ég hef passað mig á því að halda mig frá þegar ég sé að lög- regluofbeldið er að byrja. Ég skilgreini rúðubrot mótmælenda og brennda kapla ekki sem ofbeldi.“ Fyrirgefur ekki utanríkisráðherra Aðspurður hverju hann sé að mót- mæla leggur Þórarinn ríka áherslu á að hann sé alls ekki að mótmæla kreppunni. „Það geta nú ýmis áföll dunið yfir okkur og það er jafnvel fyrirgefanlegt að stjórnmálamenn og menn í viðskiptalífinu af gáleysi kalli svona yfir þjóðir. Aðallega er ég að mótmæla því að menn taki ekki ábyrgð og stjórnmálamenn sitji í sín- um stöðum eins og þeir séu algjör- lega ómissandi,“ segir Þórarinn og hitnar í hamsi þegar hann minnist á formann Samfylkingarinnar og ut- anríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Við erum orðin nokkuð meðvit- uð um spillinguna í samfélaginu en mér finnst gjörsamlega ófyrirgefan- legt af formanni Samfylkingarinnar, miðað við allar þær lýðræðishugsanir sem hún fór með í pólitíkina og barð- ist mikið á móti ægivaldi og spilling- arvaldi Sjálfstæðisflokksins, að nú er hún orðin meðlimur í spillingarlið- inu sjálf. Ég veit ekki hvers vegna hún valdi að fara þessa leið og mér sýnist hún vera að misnota aðstöðu sína og aðstöðuna í þjóðfélaginu til að láta gamlan draum rætast, að fara inn í Evrópusambandið,“ en sjálfur er Þór- arinn mikið á móti inngöngu Íslands í ESB. Hentar ekki að vera í föstu starfi Þórarinn er nýhættur í fæðingarorlofi og sér ekki fram á að fara í fasta vinnu á næstunni. „Ég hef ekki verið mikið í föst- um störfum. Hef frekar tekið vinnu- tarnir sem hentar mínum lífsstíl. Síðast starfaði ég í garðyrkju og þar MótMælir Með barnið í fanginu Þórarinn Einarsson mætir á öll mótmæli með sex mánaða dóttur sína í fanginu eða tveggja ára son í kerru. Hann segir að það eina sem hann þurfi að óttast með börnin í miðjum mótmælum sé lögreglan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.