Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Qupperneq 2
Eigið fé Radda fólksins voru 1,4 milljónir í febrúar. Hörður Torfason segir að sá sem hafði umsjón með fjármálum sam- takanna sé fluttur úr landi. Hann fullyrðir þó að til séu reikningar fyrir þeirri upphæð sem stóð eftir þá en segir ekki hafa staðið til að leggja þá fram. Hörður er kominn í hvíld frá mótmælum í bili en hvetur þá sem ósáttir eru til að láta í sér heyra. föstudagur 8. maí 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni auðmenn í ólgusjó Magnús Þor- steinsson var úrskurðaður gjaldþrota fyrir héraðs- dómi á mánu- dag. Hann skuldar Straumi-Burðarási rúman milljarð króna. Fyrrver- andi viðskiptafélagi Magnúsar, Björgólf- ur Guðmundsson, skuldar Landsbank- anum persónulega tæpa 60 milljarða en eignir hans rýrnuðu um meira en 110 milljarða á síðustu 17 mánuðum. Magn- ús og Björgólfur eru hins vegar, samkvæmt heimildum, aðeins tveir af helstu auðmönnunum sem eru með sjálfskuldarábyrgðir sem falla munu á þá á næstunni. Samkvæmt heimildum DV hyggjast Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, og Ólafur Ólafsson í Samskipum sækja um ríkisborgararétt í Sviss á næstunni. Sigurður sagði þó að þetta væri „tóm þvæla“. Ólafur og Ingibjörg kona hans eru stödd í Sviss um þessar mundir og munu þau vera alflutt þangað samkvæmt heimildum DV. fastur í fangelsi 24 ára Íslendingur, Ragnar Erling Her- mannsson, var handtekinn að kvöldi föstudagsins 1. maí í Brasilíu með 5,7 kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Faðir hans, Hermann Þór, segir að sér líði skelfilega og að Ragnar sé góður drengur að upplagi en hafi átt við sín vandamál að stríða. Það var á föstu- dagskvöldið sem Ragnar var handtek- inn á flugvellinum í borginni Recife, sem er hafnarborg norðarlega í Brasil- íu. Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum var hann á leið upp í flugvél á leið til Malaga á Spáni. Efnin fundust falin í botni á ferðatösku Ragnars en hann hafði fengið þau afhent í borginni Fort Alez sem er norður af Recife. Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði hann að sér hefði verið lofað tíu þúsund evrum fyrir að flytja efnið til Spánar. haukar fagna Íslandsmeistaratitillinn í hand- bolta féll Haukum í skaut annað árið í röð eftir að þeir báru sigur- orð af Völsurum í fjögurra leikja rimmu. Haukar tóku á móti titl- inum á Hlíðarenda eftir að hafa unnið fjórða leikinn í úrslita- rimmunni 25-33. Aron Kristjáns- son segir vinnu liðsins í andlegu hliðinni á miðju móti hafa skil- að því titlinum. Leikmenn, að- standendur og stuðningsmenn Haukaliðsins höfðu því fulla ástæðu til að fagna í leikslok. 2 3 1 Þriðjudagur 5. maí 20092 Fréttir Magnús Þorsteinsson er fyrsti íslenski útrásarvíkingurinn sem úrskurðað- ur hefur verið persónulega gjaldþrota eftir að efnahagshrunið skall á í haust. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp úrskurð þess efnis í gær að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna vanefnda við fjárfestingarbank- ann Straum-Burðarás. Magnús skuldar Straumi rúm- an milljarð króna vegna sjálfskuldar- ábyrgðar sem hann skrifaði upp á árið 2007 þegar hann keypti BOM- fjárfestingar af fjárfestingafélaginu Sjöfn. BOM-fjárfestingar fengu lán- ið frá Straumi-Burðarási árið 2005 og tók Magnús hana yfir. Straumur gerði ítrekaðar tilraunir til að fá skuldina greidda upp eftir að hún hafði gjald- fallið í byrjun september árið 2008, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Í byrjun febrúar var gerð kyrrsetn- ingargerð hjá Magnúsi til að tryggja skuldina en gat hann þá ekki bent á eignir hér á landi sem dugað hefðu til að standa skil á greiðslu skuldar- innar. Samkvæmt úrskurðinum svar- aði Magnús því hins vegar til að hann ræki umfangsmikla viðskiptastarfsemi í Rússlandi og væri fyllilega fær um að standa í skilum við lánardrottna. Jafn- framt taldi Magnús að ekki væri hægt að taka bú hans til gjaldþrotaskipta hér á landi því lögheimili hans væri skráð í Rússlandi en ekki hér á landi. Hæpið að þrotabú Magnúsar standi undir skuldinni Samkvæmt heimildum DV er afar hæp- ið að nægilega miklar eignir séu inni í þrotabúi Magnúsar til að hægt verði að standa skil á skuldinni við Straum. En í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekkert hafi komið fram sem styðji þær fullyrðingar hans að hann geti stað- ið skil á skuldbindingum sínum við bankann. Auk þess er ekki ljóst hvert þrotabú Magnúsar er, hversu mikl- ar eignir hann á hér á landi og hversu miklar eignir hann á í Rússlandi. Magnús byggði vörn sína í málinu í öðru lagi á því að hann ætti ekki lög- heimili á Íslandi vegna þess að hann hefði flutt lögheimili sitt til Rússlands og því væri ótækt að taka bú hans til gjaldþrotaskipta hér á landi. Í úrskurð- inum segir að lögheimili Magnúsar hafi verið á Íslandi þegar gjaldþrota- krafan barst til dómsins og því muni dómurinn fylgja kröfunni eftir þar en ekki í Rússlandi. Fastlega er gert ráð fyrir að Magnús áfrýji dómi héraðsdóms til Hæstarétt- ar en það hefur ekki fengist staðfest og DV hefur hvorki náð tali af Magnúsi né lögmanni hans, Benedikt Ólafssyni. Samkvæmt heimildum DV á gamli Landsbankinn auk þess háar útistand- andi kröfur á Magnús Þorsteinsson og hefur skilanefnd bankans átt í viðræð- um við hann upp á síðkastið um að greiða þær. Ekki er vitað hvernig þær viðræður hafa gengið. Björgólfur opnar sig: Skuldar Landsbankanum 58 milljarða persónulega Í gær opnaði Björgólfur Guðmunds- son, fyrrverandi viðskiptafélagi Magn- úsar úr Samson-hópnum, persónulegt bókhald sitt í fréttatilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla. Í henni kem- ur meðal annars fram að Björgólfur sé í sjálfskuldarábyrgð við Landsbank- ann fyrir lán sem eru alls um 58 millj- arðar króna. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að eignir Björgólfs hafi lækkað úr 143 milljörðum í ársbyrjun 2008 og niður í 15 til 27 milljarða króna í dag. Stærsti hluti skulda Björgólfs við Landsbankann, um 50 milljarðar króna, eru ábyrgðir fyrir eignarhalds- félagið Gretti sem tengdar eru Eim- skipafélaginu og Icelandic en stjórn Grettis mun óska eftir því við Hér- aðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta á næstunni. Innlendar og erlendar skuldir Björg- ólfs við aðrar lánastofnanir munu svo verða kunngerðar síðar, að því er segir í tilkynningunni. Björgólfur líkt og Magnús virðist því ekki eiga eignir til að standa skil á sjálfskuldarábyrgðum sem þeir skrif- uðu upp á. Óvíst er hins vegar eins og er hvort Björgólfur verður keyrður í þrot persónulega því ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið af eignum Björgólf- ur mun geta lagt á móti skuldunum. Líklegt mun þó þykja að Björgólfur fari sömu leið og Magnús miðað við það sem vitað er um eignastöðu hans í dag. „Þeir enda allir persónulega í þroti“ Samkvæmt heimildum DV skrifuðu margir fleiri auðmenn en þeir Magn- ús og Björgólfur upp á sjálfskuldar- ábyrgðir vegna skulda hjá fjármála- fyrirtækjum sem þeir munu þurfa að standa skil á fljótlega. Þetta þýðir að ef þeir geta ekki staðið í skilum vegna skuldanna geti fjármálafyrirtækin gengið beint á viðkomandi einstakling og sett hann í þrot ef svo ber undir. Fjöldi þeirra auðmanna sem skrif- FYRSTI GJALDÞROTA ÚTRÁSARVÍKINGURINN „Allir þessir helstu útrásarvíkingar eru með sjálf- skuldarábyrgðir úti um allan bæ. Þeir enda allir persónulega í þroti.“ IngI F. VILHjáLMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Magnús Þorsteinsson Björgólfur guðmundsson Landsbankaeigendurnir í slæmum málum magnús Þorsteinsson og Björgólfur guðmundsson, sem keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, eru tveir af þeim auðmönnum sem eru í afskaplega slæmum málum samkvæmt tíðindum gærdagsins. naFn FéLagS VerðMætI 1. 1. 2008 30. 6. 2007 Landsbanki íslands 81 ma. kr. 90 ma. kr. Straumur-Burðarás 28 ma. kr . 41 ma. kr. Eimskip 16 ma. kr. 19 ma. kr. icelandic 3 ma. kr. 4 ma. kr. West Ham united 15 ma. kr. 15 ma. kr. Samtals 143 milljarðar króna 169 milljarðar króna EIGNIR BJöRGóLFS NÚ ERU mETNAR Á 15 TIL 27 mILLJARðA KRóNA EIGNIR BJöRGóLFS ÁRIN 2007-2008 Miðvikudagur 6. Maí 2009 17 Sport Leikmaður ársins LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, var um helgina útnefndur leik-maður ársins í NBa-deildinni. James skaut hinum geysisterka kobe Bryant hjá La Lakers ref fyrir rass en hann var í öðru sæti í kjörinu og dwayne Wade hjá Miami sem lenti í þriðja sæti. Bryant hreppti einmitt titilinn í fyrra. James er fyrsti leikmaðurinn í sögu Cavaliers til þess að hreppa titilinn. Hann skoraði 28,4 stig, tók 7,6 fráköst og gaf 7,2 stoðsendingar að meðaltali í 81 leik í vetur. LeBron hafði mikla yfirburði í valinu. Nafn hans var að finna á öllum atkvæðaseðlunum, 109 af þeim 121 sem tóku þátt í valinu settu hann efstan á sinn lista, ellefu völdu hann sem næstbesta leikmanninn og aðeins einn setti hann neðar á lista, í þriðja sætið. Le-Bron er aðeins 24 ára og 106 daga gamall, hann er yngsti maðurinn til að hreppa titilinn síðan Mos-es Malone var valinn leikmaður ársins 24 ára og sextán daga gamall veturinn 1978 til 1979. Manchester United sigraði Arsenal ör- ugglega 3-1 í síðari leik liðanna í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Em- irates-leikvanginum í Lundúnum en United vann fyrri leik liðanna 1-0 á Old Trafford. United vann því einvígið samanlagt, 4:1, og mætir annaðhvort Chelsea eða Barcelona sem eigast við á Stamford Bridge á morgun. United-menn voru sterkari aðilinn í leiknum allt frá upphafi og gerðu út um leikinn strax í upphafi. Fyrsta mark United kom eftir varnarmistök hjá Arsenal þar sem hinn ungi bakvörð- ur Gibbs í liði Arsenal rann á blautu grasinu. Ji-Sung Park nýtti sér þau og lagði boltann laglega yfir Almunia í markinu. Annað mark United kom svo strax á 11. mínútu leiksins en þar var á ferðnni enginn annar en Christiano Ronaldo. Hann skoraði beint úr auka- spyrnu en þetta þýddi að heimamenn hefðu þurft að skora fjögur mörk til þess að tryggja sér sæti í úrslitum. Þriðja og síðasta mark United kom svo á 61. mínútu og var þar Ronaldo aftur á ferð. Hann skoraði eftir laglega skyndisókn United sem hann hóf sjálf- ur. Arsenal náði svo að klóra í bakkann þegar Van Persie skoraði á 74. mínútu en það var of seint. Darren Fletcher fékk að líta rauða spaldið í leiknum og missir af úrslitunum. asgeir@dv.is Öruggt á emirates stjarnan missir menn Stjarnan, sem nýlega tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næsta ári, mun að öllum líkindum missa tvo sterka leikmenn úr sínum röðum. Morgunblaðið greindi frá þessu en Björgvin Hólmgeirsson mun líklega halda utan í atvinnumennsku. Hann fer fljótlega til Svíþjóðar að skoða aðstæður hjá úrvalsdeildarliðinu Hammerby. Þá hyggst Fannar Örn Þorbjörnsson leggja skóna á hilluna og einbeita sér að vinnu og fjölskyldu á næstunni. Hann vildi þó ekki útiloka neitt en sagðist hafa náð flestum þeim markmiðum sem hann hefði sett sér sem handknatt- leiksmaður. Leikur með ÓLa stef Handboltasnillingurinn ivano Balic mun leika með Ólafi Stefánssyni og guðjóni val Sigurðssyni hjá þýska úrvalsdeildarliðinu rhein-Neckar Löwen á næstu leiktíð. guðjón valur er hjá liðinu fyrir en bæði Balic og Ólafur eru væntanlegir á næstu leiktíð. Ólafur frá Ciudad real á Spáni en Balic frá rk Zagreb. Balic fór þangað frá spænska liðinu Portland San antonio í fyrra fyrir metfé. Fjárhagsstaða Zagreb er hins vegar erfið eftir að hafa misst sinn helsta styrktaraðila. Balic vildi ekki taka á sig launalækkun og yfirgefur því liðið eftir stutt stopp. uMSJÓN: tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSoN, tomas@dv.is F l u g u l í n u d a g a r í Ve s t u r r ö s t Sérverslun veiðimannsins Laugarveg 178 - sími: 551 6770 Afsláttur af flugulínum frá hinum þekkta framleiðanda RIO á línudögum í Vesturröst 20% Það kom fátt á óvart í uppstillingu liðanna í byrjun í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Haukar byrjuðu í 3-2-1 vörn líkt og í síðasta leik enda skilaði hún þeim nokkuð sannfærandi sigri í þriðja leik liðanna. Vörn Haukanna var sterk í upphafi á meðan Valsmenn fundu ekki taktinn nægilega vel í 6-0 vörninni. Eftir tíu mínútna leik var staðan 4-6 Haukum í vil. Sóknarleikur Hauka var töluvert meira sannfærandi þar sem Andri Stefan stjórnaði honum eins og herforingi. Snemma leiks kom Mark- ús Máni Michaelsson inn hjá Vals- mönnum til þess að blása lífi í sókn- arleikinn en án árangurs. Í staðinn tók Markús tvö ótímabær skot sem skilaði sér í mörkum hjá Haukum og staðan skyndilega orðin 4-8. Verkefni Valsmanna var ekki öf- undsvert þar sem sterk vörn Hauka neyddi Valsmenn í erfið skot hvað eftir annað sem Birkir Ívar varði eða að þau fóru fram hjá. Endurkoma Valsmanna Um miðjan hálfleikinn breyttu Vals- menn vörn sinni í 5-1 þar sem þeir spiluðu framarlega á Sigurberg Sveinsson. Við það kom hik á sókn- arleik Hauka og Valsmönnum tókst að minnka muninn í eitt mark, 9-10. Haukar héldu áfram að sækja en þrjár brottvísanir gerði Valsmönnum auð- veldara að saxa á forskot þeirra. Þegar þrjár mínútur voru eftir í fyrri hálfleik var staðan 12-14 Haukum í vil. Leik- urinn var gríðarlega hraður síðustu mínúturnar þar sem Heimir Árnason og Sigurbergur fóru mikinn hvor sín- um megin á vellinum. Hálfleikstölur 15-16. Hungrið meira hjá Haukum Bæði lið byrjuðu af miklum krafti í síð- ari hálfleik en Valsmenn fóru illa með færi sín. Birkir Ívar varði þrívegis en Ól- afur Gíslason var einnig í stuði hinum megin og varði jafnóðum frá Haukum. Haukar voru þó ívið sterkari og staðan 16-18 eftir fimm mínútna leik. Enda fékk Valur tvívegis brottvísun í upp- hafi hálfleiksins og missti boltann þri- svar. Mistökin voru þó beggja vegna en Haukar alltaf skrefi á undan. Áfram voru það markverðr liðanna sem voru í aðalhlutverkum. Ólafur stóð sig frábærlega hjá Valsmönnum og gaf þeim tækifæri til þess að jafna leikinn í stöðunni 19-20 Haukum í vil. Þá varði Birkir hins vegar tvíveg- is þegar Haukar voru einum færri og þeir gengu á lagið og skoruðu í næstu sókn. Áfram þurfti Valur að hafa mun meira fyrir mörkum sínum en Haukar og neyddist til þess að taka erfið skot í kjölfarið. Á meðan var flotið í sókn- arleik Hauka mun betra og þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan 21- 25 fyrir Hauka. Eftir það litu Haukar aldrei um öxl og völtuðu yfir andstæð- inga sína á lokasprettinum. Lokatölur urðu 25-33 og Haukar Íslandsmeistar- ar annað árið í röð. Verðskuldað meistarar „Við erum verðskuldað Íslandsmeist- arar,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok í viðtali á RÚV. „Ég vil þakka Völsurum fyrir frábæra rimmu þar sem bæði lið vildu vinna en við vorum sterkari á lokasprettinum,“ hélt þjálfari Íslandsmeistaranna áfram en hann hefur skilað titli í hús þau tvö ár sem hann hefur verið með liðið. Haukar byrjuðu tímabilið illa í deildinni en spiluðu aftur frábærlega í Meistaradeildinni. Eftir áramót var það svo allt annað Haukalið sem tók þátt í Íslandsmótinu og niðurstað- an er deildar- og Íslandsmeistaratit- ill. „Vinnan sem við lögðum í andlega þáttinn um áramót hefur heldur betur skilað sér. Þessir strákar eru sannkall- aðir sigurvegarar.“ Aron Kristjánsson ásgEir jónsson blaðamaður skrifar: asgeir@dv.is Íslandsmeistarar annað árið í röð Haukar voru sterkari í úrslitarimmunni og sigruðu 3-1. MYnD rAKEL ósK sigUrÐArDóTTir ronaldo virðist vera óstöðvandi. Valsmenn geta borið höfuðið hátt. „Sannkallaðir Sigurvegarar“ F l u g u l í n u d a g a r í Ve s t u r r ö s t Sérverslun veiðimannsins Laugarveg 178 - sími: 551 6770 Afsláttur af flugulínum frá hinum þekkta framleiðanda RIO á línudögum í Vesturröst 20% „Ég viðurkenni að ég hef ekki einu sinni kíkt á þetta. Það var maður sem sá um þetta. Ég kom ekkert nálægt fjármálunum sjálfur,“ segir Hörð- ur Torfason um þær 1,4 milljónir sem standa eftir sem eigið fé Radda fólksins samkvæmt fjárhagsyfirliti á vef samtakanna. Yfirlitið nær til 9. febrúar 2009 en mótmælafund- ir Radda fólksins voru slegnir af 14. mars. Hörður segir að maðurinn sem starfaði lengst af sem gjaldkeri sam- takanna heiti Eiríkur að fyrra nafni. „Ég man ekki hvers son hann er,“ segir Hörður. Hann bætir við: „Hann flutti úr landi um páskana .“ Fljótt að hverfa Rekstrarreikningur Radda fólksins nær yfir tímabilið 24. október 2008 til 9. febrúar 2009. Þar kemur fram að söfnunarfé hafi verið 3,7 milljón- ir og rekstrargjöld tæpar 2,3 milljón- ir. Hagnaður á tímabilinu er því 1,4 milljón og eigið fé samtakanna 1,4 milljónir í febrúar. Spurður hvað hafi verið gert við þessa peninga segir Hörður: „Það eru reikningar fyrir þessu öllu sam- an.“ Hann bendir á að fjórir mót- mælafundir hafi verið haldnir eftir að rekstrarreikingurinn var gerður og kostnaður við hvern fund nemi minnst tvöhundruð þúsund krón- um. „Þetta er fljótt að telja niður,“ segir Hörður. Hann tekur fram að lít- il mæting hafi verið á síðustu fund- ina og því lítið sem ekkert safnast á þeim. Endurskoðandinn dýr Hörður barðist mikið fyrir því á mót- mælafundunum á Austurvelli að allt væri uppi á borðum. Þegar blaða- maður spyr hann hvort standi til að leggja fram reikninga fyrir þeim 1,4 milljónum sem eftir stóðu seg- ir hann: „Reyndar ekki. Þú ert fyrsta manneskjan sem imprar á þessu. Ég sé ekki ástæðu til að spandera pen- ingum í þetta,“ segir Hörður og vís- ar í þann kostnað sem fylgir því að fá löggiltan endurskoðanda til að yfir- fara bókhaldið. Hann ítrekar einn- ig að fundunum hafi verið hætt svo skömmu eftir að síðustu reikningar voru yfirfarnir. Þórhallur Björnsson, viðskiptafræðingur og löggiltur end- urskoðandi, vottar þá. Hörður tekur einnig fram að ef af því yrði væri hann sömuleiðis í vandræðum með að koma upplýs- ingunum inn á vefsíðu samtakanna. Þeim sem hafa hug á að skoða rekstrarreikninginn er bent á að nota Firefox-vafra þar sem hann sést ekki ef Explorer-vafri er notaður. Hörður segir þetta einn fylgifisk þess hversu illa honum hefur gengið að koma efni inn á síðuna. Hann segist þó taka því fagnandi ef einhver býður sig fram til að aðstoða hann við slíkt. Hvattur áfram Raddir fólksins börðust fyrir því að stjórn Fjármálaeftirlitsins yrði sett af, sem og stjórn Seðlabankans og að boðað yrði til alþingiskosninga. „Ég náði öllum þessum markmið- um,“ segir Hörður. Hann hefur und- anfarið fengið fjölda áskorana um að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Það rignir yfir mig sím- tölunum og skipunum um að ég eigi að fara að mótmæla,“ segir Hörð- ur. Raddir fólksins eru hins vegar í dvala og sér Hörður ekki ástæðu til að mótmæla sjálfur að sinni. „Ég fer ekki að standa niðri á Austurvelli og mótmæla einhverju út í bláinn.“ Margir hafa sagt aðgerðir ríkis- stjórnarinnar ekki gagnast heimil- unum nægilega en Hörður sér ekki ástæðu til að mótmæla þeim. „Hér búa 320 þúsund manns. Það hljóta að vera einhverjir aðrir sem geta far- ið og mótmælt. Ég hvet fólk sem hef- ur samband við mig að fara sjálft og mótmæla.“ Hörður segist enn vera að jafna sig eftir mótmælahrinuna á Austur- velli. „Ég stóð fyrir þessu í 22 vikur. Þetta reyndi gífurlega á mig og ég bara verð að fá að hvíla mig.“ MÓTMÆLIR EKKI ÚT Í BLÁINN „Þú ert fyrsta manneskjan sem imprar á þessu“ Erla HlynsdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Í hvíld frá mótmælum Hörður torfason segir mótmælahrinuna í vetur hafa reynt mikið á sig. Hann er því kominn í hvíld frá mótmælum, í bili. Myndir rakEl óskUl consilisqUE Mótmælin Hörður stóð fyrir öflugum mótmælum á austurvelli og í framhaldinu blossaði Búsáhaldabyltingin upp. AGNES STAL SENUNNI dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mIðvIkUdAGUr oG fImmTUdAGUr 6. – 7. mAí 2009 dagblaðið vísir 71. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 fréTTIr FAÐIR RAGNARS HERMANNSSONAR: „þetta er helvíti á jörðu“ SmYGLAðI SEX kíLÓUm Af kÓkAíNI hANS BíðUrvíTISvIST í BrASILíSkU fANGELSI fAðIr rAGNArS: „vIð BíðUm mILLI voNAr oG ÓTTA“ rAGNAr fYrIr TvEImUr ÁrUm: „NENNI EkkI Að TAkA LífINU ALvArLEGA“ SLÓ í GEGN Á STÖð 2 í LEITINNI Að STrÁkUNUm 205% mUNUr Á PITSUm EkkI PANTA BLINdANdI frJÁLS EfTIr 16 Ár dÆmdUr SAkLAUS 13 ÁrA AfNEITAr EIGNArhLUT EIGINkoNU SINNAr forSTJÓrI EImSkIPS hAfNAr GÖGNUm dv oG BÝðUr BLAðAmANNI vINNU fréTTIr fréTTIr NíTJÁN ÁrA NAUðGAð í mIðBÆNUm fréTTIr LéT LÖGmENN Á hÁTíð hEYrA þAð ICELANdAIr SPArAr mEð ErLENdUm fLUGmÖNNUm íSLENSkIr fLUGmENN rEkNIr NEYTENdUr ErLENT Þriðjudagur 5. maí 2009 3 Fréttir Davíð Oddsson Ól-afur Arnarson Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, vís- ar því á bug að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi kúgað sig til þess að veita ekki Baugi lán til kaupa á bresku versl- anakeðjunni Arcadia veturinn 2001 til 2002. Ólafur Arnarson fjallar um mál- ið í nýrri bók sinni um bankahrun- ið, Sofandi að feigðarósi. Orðrétt segir Ólafur um viðskipti Sólons og Davíðs: „Hann (Davíð) hefði haft af því fregnir að Búnaðarbankinn hygð- ist koma að fjármögnun á kaupum Baugsfeðga á útlendum tuskubúð- um. Þetta litist sér ekki á og myndi ekki láta líðast á sinni vakt. Ráð- legt væri fyrir Búnaðarbankann að kippa að sér höndum í þessu máli; gætu viðbrögð bankans raun- ar haft áhrif á starfslengd banka- stjórnanna. Davíð minnti á að það hefði tekið skamma stund að losna við Sverri Hermannsson og félaga úr Landsbankanum á sínum tíma. Sólon sagði síðar í góðra vina hópi að hann hefði svo sem ekki þurft að fletta upp orðum forsætisráð- herra til að ráða í merkingu þeirra. Sagðist hann aldrei, hvorki fyrr né síðar á langri starfsævi í banka- kerfinu, hafa fengið viðlíka símtal og þetta.“ Sólon gerir athugasemdir við þetta í orðsendingu til DV, sem fjall- aði um málið í síðustu viku: „Vegna þessa vil ég aðeins segja að Davíð reyndi aldrei að hafa áhrif á mig vegna útlána bankans. Hinsvegar get ég sagt að ég var á móti því að bankinn lánaði til verkefnisins og var það ekki í fyrsta skipti sem ég var andvígur að lána til verkefna erlendis á vegum þessara aðila. Ef öll bók Ólafs er jafn sönn og þetta atriði þá er ekki mikil sagn- fræði í bókinni!“ „Ég stend fast við frásögn mína um afskipti Davíðs af Sólon. Ég hef þetta úr nokkr- um áttum og eftir að at- hugasemd Sólons birtist á vefnum ykkar hafa menn haft samband við mig og staðfest að frásögn mín er rétt,“ segir Ólafur í orðsendingu til DV. Lánsloforð en ekki lán Nánari athugun DV bendir til þess að Ólafur Arnarson fari efnislega með rétt mál í bók sinni. Sam- kvæmt heimildarmönnum, sem til þekkja, birtist Davíð í eigin per- sónu á skrifstofu Sólons í bankan- um og hafði í hótunum við hann. Baugur hafði veturinn 2001 og 2002 fjármagnað kaup á Arcadia að mestu leyti, einkum hjá Royal Bank of Scotland. Heimildarmenn DV segja að Arcadia hafi verið of- skattað og átt góðar vonir um að fá stórar upphæðir endurgreidd- ar frá skattayfirvöldum ytra. Hins vegar hafi Royal Bank of Scotland líklega þótt erfitt að taka áhættu gegn breskum skattayfirvöldum. Af þeim sökum hafi Baugur leitað til íslensku bankanna um lánslof- orð ef málið félli Arcadia í óhag. Eftir því sem næst verður komist var um að ræða 50 milljóna punda lánsloforð samtals eða sem svar- ar 9,5 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Fyrir átta árum þóttu þetta miklir peningar á íslenskan mælikvarða og var því reynt að fá loforð um lán hjá þrem- ur bönkum, Íslandsbanka, Lands- banka og Búnaðarbanka. Þar af var ætlunin að leita eftir 15 millj- óna punda lánsloforði hjá Búnað- arbankanum, afganginn átti að fá í hinum bönkunum tveimur. Báðir rætt þetta áður Á þessum tíma var Halldór J. Kristj- ánsson bankastjóri Landsbankans og Kjartan Gunnarsson formaður bankaráðsins. Formaður banka- ráðs Íslandsbanka var á þessum tíma Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ um langt skeið, og Valur Valsson banka- stjóri. Valur og Kristján eru flokks- bræður Davíðs og Kjartan auk þess framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins á þessum tíma. Aug- ljóslega var því vandalítið fyrir Davíð að fá vilja sínum framgengt í Landsbankanum og Íslandsbanka. Hann kaus að beita óvenjulegri að- ferð við Búnðarbankann, sem enn var í eigu ríkisins, og birtist inni á skrifstofu Sólons. „Við mig hafa líka talað menn sem fullyrða að Davíð hafi greint þeim frá þessum samskiptum við Sólon og að frá- sögninni beri saman við frásögn mína. Þannig að ég stend fastur á þessu þó að Sólon kjósi núna ein- hverra hluta vegna að reyna að hlaupa frá þessu, sem hann hefur sjálfur sagt við mann og annan,“ segir Ólafur. Sem kunnugt er fóru kaup Baugs á Arcadia út um þúfur þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra lét gera húsleit hjá Baugi í lok ágúst 2002, nánast sama dag og Baugsmenn voru að ganga frá kaupum á Arcadia í samstarfi við skoska viðskiptajöfurinn Philip Green í London. Skrúfaði Sjálfur fyrir lán til BaugS JÓhAnn hAukssOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Ég hef þetta úr nokkrum áttum og eftir að athugasemd Sólons birtist á vefn- um ykkar hafa menn haft samband við mig og staðfest að frásögn mín er rétt.“ Forsætis- ráðherrann fyrrverandi davíð Oddsson mætti á skrifstofu Sólons og lét hann vita að auðvelt væri að segja upp bankastjór- um ríkisbank- anna. höfundurinn Ólafur arnarson segir að Sólon Sigurðsson bankastjóri sé á hlaupum frá máli sem hann hafi sjálfur rætt við aðra. DÞrOta kingurinn aði upp á slíkar sjálfskuldarábyrgðir er nokkuð meiri en talið hefur verið út frá umfjöllun fjölmiðla því það var ekki svo að þeir baktryggðu sig alltaf með því að láta ábyrgð á útistandandi skuldum falla á eignarhaldsfélög en ekki sig persónulega. Þessi tilhneiging þeirra til að skrifa undir sjálfskuldar- ábyrgðir mun hafa aukist til muna þeg- ar bankahrunið var handan við hornið og aðgangur að lánsfé varð enn erfið- ari en áður og ljóst var hvert stefndi. Þá örvæntu menn og skrifuðu upp á slík- ar ábyrgðir persónulega. Samkvæmt heimildum DV skrifuðu sex eða sjö þekktustu íslensku auð- mennirnir allir upp á slíkar ábyrgðir upp á hundruð milljóna ef ekki millj- arða sem falla muni á þá á næstunni. „Þessir helstu útrásarvíkingar okk- ar hafa allir verið með sjálfskuldar- ábyrgðir úti um allan bæ. Þeir enda allir persónulega í þroti. Það verður gengið svona á alla þessa gæja,“ segir heimildarmaður DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Heimildarmaðurinn segir að það hversu harka- lega verði gengið að auð- mönnunum velti eingöngu á fjármálafyr- irtækjunum og hversu hart þau sækja kröfurn- ar. SamSOn-hópurinn mjög laSkaður Björgólfur guðmundsson og magnús Þorsteinsson voru tveir af stofnendum eignarhaldsfélagsins Samson sem stofnað var árið 2002 til þess að kaupa rúmlega 48 prósenta kjölfestuhlut í Landsbanka íslands í lok ársins. Þriðji maðurinn í hópnum var Björgólfur Thor Björgólfsson. Þremenningarnir komu sem stormsveipur inn í íslenskt viðskiptalíf árið 2002 og notuðu meðal annars þær 400 milljónir dollara sem þeir höfðu fengið þegar þeir seldu Heineken Bravo-bjórverksmiðjuna í rússlandi fyrr á því ári. Kjölfestuhluturinn í Landsbankanum var í þeirra eigu þar til Landsbankinn var yfirtekinn af íslenska ríkinu í október síðastliðnum. Nú blæs ekki byrlega fyrir magnúsi, sem er fyrsti íslenski auðmaðurinn sem úrskurðaður er gjaldþrota í kjölfar efnahagshrunsins auk þess sem líklegt verður að teljast að Björgólfur fari sömu leið að öllu óbreyttu. Meðan allt lék í lyndi Björgólfur guðmundsson og magnús Þorsteinsson sjást hér á meðan allt lék í lyndi í landinu og útrásarvíkingarnir þrjátíu voru lofsungnir sem óskabörn þjóðarinnar. Fréttir gærdagsins benda hins vegar til þess að bæði magnús og Björgólfur muni eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með milljarðaskuldir sem þeir eru persónulega ábyrgir fyrir. Björgólfur Thor Björgólfsson Var stærsti einstaki hluthafinn í fjárfestingabankanum Straumi-Burðarási þegar hann var yfirtekinn af ríkinu í byrjun mars. Bankinn sem áður var í eigu hans hefur nú keyrt fyrrverandi viðskiptafélaga Björgólfs, magnús Þorsteins- son, í þrot vegna vanefnda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.