Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 4
föstudagur 8. maí 20094 Fréttir Sandkorn n Risatap Reykjanesbæjar sem nú er 8000 milljónum króna fátækari veikir mjög stöðu Árna Sigfússonar bæjarstjóra sem fram til þessa hefur verið sem kóngur í ríki sínu. Vandséð er að hann lifi pólitískt af þann skell að sveitar- félag hans er á vonarvöl. Árni íhugaði um tíma að bjóða sig fram til þings í samkeppni við frænda sinn, Árna Johnsen, þótt af því yrði ekki vegna dræmra undirtekta. Einhverjir töldu að hann vildi komast af hinu sökkvandi skipi og inn á þing. n Síðasta ár og það sem af er þessu ári hefur verið Þor- gerði Katrínu Gunnarsdótt- ur, fyrrverandi ráðherra, erfitt. Hún missti ráðherra- stólinn og eiginmað- ur hennar missti fram- kvæmda- stjóra- starfið hjá Kaupþingi í bankahruninu. Risastórt kúlu- lán er að sliga einkahlutafélag þeirra hjóna, 7 hægri, og hafa þau sagt fjárhaginn erfiðan. Nú hefur Kristján, ef marka má vefritið Pressuna, keypt sig inn í Capacent og hefur fengið vinnu. Það hefur því rofað til. n DV greindi frá því fyrir skömmu að útgáfufyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgis- sonar, bæjarstjóra í Kópavogi, hefði fengið greiddar rúmlega 40 millj- ónir króna frá bænum fyrir ýmis verk á síð- ustu árum. Nú hefur hins veg- ar komið í ljós að dóttirin, Brynhildur Gunn- arsdóttir hefur ekki fengið 40 heldur um 50 milljónir frá Kópavogsbæ. Útreikningar heimildarmanns DV voru því hóflegri en efni stóðu til og er ljóst að betur hefur farið um Brynhildi í þægilegu skjóli föður hennar en blaðið greindi frá. En ein jólin mun Gunnar hafa út- skýrt þessar greiðslur bæjarfé- lagsins til fyrirtækis dóttur sinn- ar með því að segja. „Krakkarnir þurfa nú að eiga fyrir hangiketi.“ Enn og aftur sannast því hið fornkveðna að það er sannar- lega gott að búa í Kópavogi. n Gríðarlegt tap Reykjanesbæj- ar á liðnu ári vakti mikla athygli í fjölmiðlum í vikunni. Bæjar- sjóður tapaði 8 milljörð- um króna. Taprekst- urinn þykir sína það sem menn hafa óttast lengi að Árni Sig- fússon sé á góðri leið með að steypa bæjar- félaginu í þrot en óstjórn hans á fjárhag bæjarins hefur löngum verið tíðrædd. Við þessi tíðindi bætist svo að eignarhaldsfélagið Fasteign, sem á allar eignir sem áður voru í eigu bæjarins, hef- ur enn ekki getað fjármagnað víxil sem það þarf að greiða um miðjan mánuðinn og því gætu kröfuhafar gert tilkall til eign- anna á næstunni. Reykjanesbær verður því kannski ekki aðeins nánast gjaldþrota heldur líka eignalaus eftir einkavæðingar- ævintýri bæjarstjórans. VEIT EKKI ENN HVER MYRTI DÓTTUR HANS Formlegri lögreglurannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur hefur ver- ið hætt í Dóminíska lýðveldinu án þess að morðinginn hafi fundist. Þrír hafa þó enn réttarstöðu grunaðra. Fjölskylda Hrafnhildar bað utanríkisráðuneytið um að krefja yfirvöld í landinu um að lögregluskýrslan yrði send til Íslands. Faðir Hrafn- hildar fékk upplýsingar úr skýrslunni á fimmtudaginn og segir niðurstöður hennar vonbrigði. Hann hefur ekki treyst sér til að skoða krufningarskýrsluna. Formlegri rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur, sem fannst látin á hótelherbergi í strandbænum Cabarete í Dómin- íska lýðveldinu í september í fyrra, hefur verið hætt án þess að morð- inginn hafi fundist, að sögn föður hennar Georgs Páls Kristinssonar. Þrír hafa þó enn réttarstöðu grun- aðra samkvæmt lögregluskýrslu sem hann fékk í hendurnar á fimmtudag. Á líki Hrafnhildar fundust ýms- ir áverkar, stungusár voru á lík- ama hennar, áverkar á munni og hafði hún verið lamin í höfuðið með þungu barefli sem var ekki með hvassar brúnir, og er talið að höggið hafi verið banamein henn- ar samkvæmt krufningarskýrslu. Ekkert er enn fast í hendi um til- drög morðsins á Hrafnhildi. En lögreglan í Dóminíska lýðveldinu gaf það hins vegar út eftir morðið að líklega hefði Hrafnhildur þekkt árásarmennina og að um ástríðu- glæp hefði verið að ræða. Hrafnhildur, sem var 29 ára gömul þegar hún lést, rak hótel- ið sem hún bjó á og hafði dval- ið í landinu í tvo og hálfan mán- uð þegar hún var myrt. Hún hafði ætlað að dvelja í landinu þar til í janúar 2009. Georg segir að hann hafi beðið utanríkisráðuneytið að tala við yf- irvöld í Dóminíska lýðveldinu um að fá lögregluskýrsluna í málinu senda. Hann segir að skýrslan hafi borist til hans í gegnum utanríkis- ráðuneytið á fimmtudaginn. Þrír hafa enn réttarstöðu grunaðra Georg segir að samkvæmt skýrsl- unni hafi þeir þrír aðilar sem lágu undir grun í málinu - tveir karl- menn og ein kona - enn réttar- stöðu grunaðra í málinu þó svo að formlegri rannsókn hafi verið hætt. „Rannsóknin stendur bara opin. Málið er opið en óupplýst og það kemur fram í skýrslunni að reynt sé að finna ný sönnunar- gögn í málinu og að beðið sé eft- ir því,“ segir Georg og bætir því við að meðan ekkert nýtt komi fram virðist lögreglan í Dóminíska lýð- veldinu ekkert frekar ætla að gera til að finna morðingja Hrafnhild- ar. Hann segir að upplýsingarnar úr lögregluskýrslunni valdi mikl- um vonbrigðum því fjölskyldan hafi búist við betri upplýsingum úr henni. DNA-rannsókn leiddi ekki til neins Georg segir að niðurstöður úr DNA-rannsókn á lífsýnum sem fundust á morðstaðnum hafi ekki leitt til þess að náðst hafi að tengja þá þrjá sem liggja undir grun við morðið á Hrafnhildi. „Það er það eina sem þeir gefa út um málið; að formlegri rannsókn hafi ver- ið hætt vegna skorts á sönnunar- gögnum,“ segir Georg og bætir því við að vinnubrögð lögreglunnar í Dóminíska lýðveldinu við rann- sóknina á morðinu séu skrítin þar sem hún hafi lítið gefið upp um rannsóknina. „Kannski eru þeir bara að rannsaka kolvitlaust fólk því það fundust lífsýni á morð- staðnum sem ekki voru úr þeim sem eru grunaðir,“ segir Georg. „Ómöguleg niðurstaða“ Georg segir að fjöldskyldan sé aug- ljóslega afar ósátt við þessa niður- stöðu. „Það er ekki hægt annað en að vera ósáttur; þetta er náttúru- lega ómöguleg niðurstaða,“ segir Georg. Hann segir að fjölskyldan viti ekkert um hversu mikið lög- reglan í Dóminíska lýðveldinu hafi lagt í rannsókn málsins, hverj- ir hafi verið rannsakaðir og hverjir ekki, vegna þess að öll rannsókn- argögn málsins hafi ekki verið gef- in upp af ótta við að það gæti skað- að rannsóknarhagsmuni. Á eftir að skoða krufningarskýrsluna Faðir Hrafnhildar segir að hann hafi enn ekki treyst sér til að skoða krufningarskýrsluna um morðið á dóttur sinni. Hann segir þó að bráðlega muni hann gera það en að betra hafi verið að láta nokk- urn tíma líða frá morðinu áður. „Ég á eftir að skoða hana betur til að átta mig á stöðunni. Ég fæ hana afhenta á næstunni. Maður þarf að vinna þetta í réttri röð gagnvart sjálfum sér,“ segir Georg. Aðspurður hvort fjölskyldan hyggist gera eitthvað frekar í mál- inu til að ýta á eftir rannsókninni á morðinu á Hrafnhildi segir Georg að það sé voðalega lítið sem hægt sé að gera að svo stöddu. „Ég sé ekki að við getum brugðist eitt- hvað við þessu. Það er voðalega lítið sem við getum gert annað en að reyna að þrýsta á lögreglurann- sóknina héðan. Ég held að það stoði lítið að fara þarna út og beita sér í þessu.“ Hann segir að í lögregluskýrsl- unni komi fram að ræðismaður Íslands í Dóminíska lýðveldinu, José Miladeh Jaar, sé í vikulegu sambandi við yfirvöld í landinu til að fylgjast með framvindu rann- sóknarinnar og að tíminn muni leiða í ljós hvort þetta verði end- anleg niðurstaða í rannsókninni. InGI F. VILHjÁLmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það er ekki hægt ann- að en að vera ósáttur; þetta er náttúrulega ómöguleg niðurstaða.“ myrt í Dóminíska lýðveldinu í fyrra Hrafnhildur Lilja georgsdóttir var myrt í dóminíska lýðveldinu í september í fyrra. formlegri rann- sókn á morðinu hefur verið hætt. faðir hennar fékk lögregluskýrsluna um rannsókn morðsins í hendur á fimmtudaginn og segir niðurstöðu hennar vonbrigði. Ósáttur við lögreglurannsóknina faðir Hrafnhildar, Karl georg Kristinsson, er ósáttur við rannsókn lögreglunnar á morði dóttur hans. Karl hefur enn ekki treyst sér til að lesa krufningarskýrsluna. Hann sést hér með Hrafnhildi á útskriftardegi hennar úr Verkmenntaskólanum á akureyri árið 2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.