Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 6
föstudagur 8. maí 20096 Fréttir
Sandkorn
n Steingrímur J. Sigfússon var
meðal gesta í afmælisboði
Lúðvíks Bergvinssonar sem
haldið var afmælisbarninu að
óvöru fyrir
skemmstu
að Skóla-
brú í hjarta
höfuð-
staðarins.
Ræður voru
haldnar í
gríð og erg.
Steingrímur
J. bað um orðið og upplýsti að
kvöld eftir kvöld í kring um 20.
janúar hefðu hann, Ögmund-
ur Jónasson og Össur Skarp-
héðinsson setið með Lúðvík
á heimili hans í Gnitanesi í
Skerjafirði og lagt grunninn að
samstjórn Samfyklingarinnar
og Vinstrigrænna. Össur sagði
í sinni ræðu að réttast væri
að skýra ríkisstjórnina, sem
nú er í burðarliðnum, Gnita-
nesstjórnina, eftir staðnum
þar sem grunnur hennar var
lagður.
n Allt bendir til þessi nýja rík-
isstjórn verði barin saman á
sunudaginn og að þann sama
dag muni flokksformennirn-
ir Jóhanna
Sigurðar-
dóttir og
Steingrímur
J. Sigfús-
son kynna
útkomuna
úr ráðherra-
kapalnum
sem þau
hafa verið að leggja samhliða
stjórnarmyndunarviðræð-
unum. Talið er víst að hvor
stjórnarflokkurinn um sig fái
fimm ráðuneyti hvor. Þá er
þykir ekki útilokað að ellefti
ráðherrann fljóti með, sem
fagráðherra, og góðar líkur á
að sá verði Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra en ekkert er
þó frágengið í þeim efnum.
n Þá má ganga að því gefnu að
í það minnsta tveir nýir ráð-
herrar muni
skjóta upp
kollinum,
hvor úr sín-
um flokki.
Jóhanna
sjálf og Öss-
ur Skarp-
héðinsson
verða að
sjálfsögðu ráðherrar og fregnir
herma að nánast sé frágeng-
ið að Árni Páll Árnason fái
að spreyta sig í minniháttar
ráðuneyti. Þá munu dreifbýlis-
jöfrarnir Kristján L. Möller og
Guðbjartur Hannesson togast
á um embætti. Þá þykir Katrín
Júlíusdóttir líklegust til þess að
verða önnur konan í ráðherra-
liði Samfylkingarinnar.
n Hjá VG blasir við að Stein-
grímur J. og Ögmundur verði
áfram ráðherrar auk varafor-
mannsins Katrínar Jakobs-
dóttur. Svandís Svavarsdóttir
þykir líkleg til þess að koma
ný inn í ráðherralið vinstri
grænna og hefur hún ver-
ið orðuð við umhverfisráðu-
neytið. Þá þykir ljóst að erfitt
verði að ganga
fram hjá hinum
málglaða Jóni
Bjarnasyni
þegar stól-
um verður
úthlutað en
honum telj-
ast til tekna
bæði löng
þing-
reynsla
og góður
árangur í
Norð-
vestur-
kjör-
dæmi.
Fjórtán slökkviliðsmenn hjá Bruna-
vörnum Árnessýslu sögðu upp störf-
um fyrir tveimur mánuðum og hætta
störfum um næstu mánaðamót. Ell-
efu af þessum fjórtán sögðu upp
vegna ágreinings við slökkviliðs-
stjórann, Kristján Einarsson. Í þeim
hópi eru flestir af reyndustu slökkvi-
liðsmönnunum innan liðsins. Hinir
þrír hætta vegna þess að þeir treysta
sér ekki til að starfa í svo fámennu
slökkviliði.
Kornið sem fyllti mælinn
DV skrifaði um Brunavarnir Árnes-
sýslu í janúar þegar 25 af 63 slökkvi-
liðsmönnum stefndu Brunavörnum.
Snerist málið um síma sem slökkvi-
liðsmennirnir fengu svo hægt væri
að kalla þá út á öllum tímum sólar-
hringsins. Samkvæmt kjarasamn-
ingum eiga þeir að fá greiddar nítj-
án þúsund krónur hver á ári fyrir að
bera símann. Sú greiðsla hafði aldrei
verið reidd af hendi og hljóðaði krafa
slökkviliðsmannanna upp á 1,8 millj-
ónir króna án vaxta og lögfræðikostn-
aðar. Búið er að greiða þessa upphæð
til slökkviliðsmannanna.
Slökkviliðsmaður sem DV ræddi
við og vildi ekki koma fram undir
nafni segir að símamálið hafi verið
kornið sem fyllti mælinn í samskipt-
um slökkviliðsmanna við Kristján.
Segir slökkviliðsmaðurinn að málið
hafi borið þess merki að aldrei hafi
staðið til að borga þennan pening.
Eins og kom fram í DV í janúar var
þetta brot á kjarasamningum slökkvi-
liðsmannanna. Slökkviliðsmaður-
inn furðar sig á því að Kristján hafi
ekki verið ávíttur vegna þess þar sem
ástæða hefði verið fyrir stjórn Bruna-
varna að gera athugasemdir við störf
hans. Í staðinn báðu þeir slökkviliðs-
menn afsökunar.
Ekkert hlustað
Slökkviliðið hjá Brunavörnum Ár-
nessýslu er hlutastarfandi lið sem
krefst ekki fastrar viðveru á slökkvi-
stöð. Starfsmenn stunda sína vinnu
annars staðar og henda öllu frá sér
ef útkall er. Um sex manns verða eftir
á Selfossi þegar slökkviliðsmennirn-
ir hætta störfum um næstu mánaða-
mót.
Viðmælandi DV segir skemmst
frá því að segja að ekkert hafi verið
hlustað á slökkviliðsmenn síðustu
mánuði. Fundur var haldinn um
miðjan síðasta mánuð með stjórn-
arfulltrúaráði Brunavarna. Það var
Kristján harðlega gagnrýndur en
ekkert unnið úr þeim kvörtunum hjá
Brunavörnum. Því hafi það eitt verið
eftir í stöðunni að hætta.
Svarar ekki spurningum
Margrét Katrín Erlingsdóttir, stjórn-
arformaður Brunavarna Árnessýslu,
vill sem minnst tjá sig um málið.
„Þetta er sama mál og við erum
búin að vera með í gangi í töluverðan
tíma og erum að vinna að. Fólk er að
vinna saman að lausn málsins.“
Aðspurð um hvort einhvern tím-
ann hafi komið til greina að víkja
Kristjáni úr starfi voru þetta svör
Margrétar:
„Þú getur ekki spurt mig svona.
Þetta er svo einhæft.“
Því næst spurði blaðamaður hvort
kvartanir um slökkviliðsstjórann
hefðu verið teknar til umhugsunar.
„Þessar kvartanir um slökkviliðs-
stjórann? Að þær hafi verið teknar
til umhugsunar? Ég veit nú ekki eig-
inlega hvað ég á að segja við þessari
spurningu. Geturðu ekki sent mér
þessar spurningar þínar á tölvupósti
og ég skal bara svara þeim?“
Blaðamaður sendi Margréti
spurningalista þar sem hann spurði
meðal annars hvort kvartanir í garð
Kristjáns hefðu verið skoðaðar, hvort
Margrét hefði fundið fyrir óánægju
meðal starfsmanna slökkviliðsins
vegna starfa Kristjáns og hvort kom-
ið hefði til greina að víkja Kristjáni
úr starfi. Margrét sagðist ekki svara
þeim spurningum er varða starfs-
mann Brunavarna.
Ekki pólitískt
Blaðamaður spurði Margréti einn-
ig hver staðan yrði hjá Brunavörn-
um Árnessýslu um næstu mánaða-
mót þegar fjórtán starfsmenn hætta
þar. Blaðamaður spurði einnig hvort
byrjað væri að gera ráðstafanir vegna
þessara uppsagna, og ef svo væri,
hvaða. Engin svör fengust við þess-
um spurningum.
Slökkviliðsmaður sem DV ræddi
við segir að Kristján haldi starfinu
vegna þess að hann sé framsóknar-
maður og varinn af Framsóknar-
flokknum í Árnessýslu. Þessu vísar
Margrét alfarið á bug.
„Ég bendi á að framsóknarmenn
í Árborg eiga einn fulltrúa í fulltrúa-
ráði Brunavarna Árnessýslu, sjálf-
stæðismenn í Árborg einn og aðrir
koma úr öllum flokkum frá öðrum
sveitarfélögum. Alger samstaða er
í fulltrúaráði og hefur þetta ekkert
með pólitík að gera. Í fulltrúaráði
sitja sex fulltrúar og fer ég aðeins
með eitt atkvæði af þeim,“ segir Mar-
grét sem er bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokksins í Árborg.
Fjórtán starfsmenn Brunavarna Árnessýslu hafa sagt upp störfum, flestir vegna
ágreinings við slökkviliðsstjórann, Kristján Einarsson. Slökkviliðsmennirnir hætta
störfum um næstu mánaðamót. Slökkviliðsmenn segja stjórn Brunavarna ekki hafa
hlustað á kvartanir þeirra í garð Kristjáns. Margrét K. Erlingsdóttir, stjórnarformað-
ur Brunavarna Árnessýslu, svarar engum spurningum um Kristján.
ÓÁNÆGÐIR SLÖKKVI-
LIÐSMENN SEGJA UPP
lilja Katrín gunnarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
„Þú getur
ekki spurt
mig svona.
Þetta er svo
einhæft.“
Vill lítið segja
margrét vill ekki tjá sig
um hvort rætt hefur ver-
ið um að víkja Kristjáni
úr starfi vegna óánægju
meðal slökkviliðsmanna
í hans garð.
gagnrýndur
slökkviliðsmenn hafa
gagnrýnt Kristján
harðlega án árangurs.
„Það er búin að vera bullandi sátta-
vinna í þessu máli. Strákarnir vilja
fá greitt fyrir að fá símana og bera
þá þrjú ár aftur í tímann samkvæmt
kjarasamningi. Túlkun á því frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga er
að það verði að gera. Þó svo við hefð-
um látið þá fá góða síma og komið til
móts við allskyns kröfur mega sveit-
arfélög gera vel við sína menn en það
kemur kjarasamningum ekki við,“
segir Kristján Einarsson, slökkviliðs-
stjóri Brunavarna Árnessýslu.
25 af 63 slökkviliðsmönnum hafa
stefnt Brunavörnum Árnessýslu og
var málið þingfest í fyrradag. Símana
fengu slökkviliðsmennirnir svo hægt
sé að ná í þá á hvaða tíma sólar-
hrings sem er ef eldur kviknar. Sam-
kvæmt kjarasamningum eiga þeir
að fá greiddar nítján þúsund krón-
ur hver á ári. Sú greiðsla hefur aldrei
verið reidd af hendi og krefjast þeir
nú greiðslu þrjú ár aftur í tímann fyr-
ir að hafa gsm-síma frá slökkviliðinu
á sér allan sólarhringinn eins og seg-
ir til um í kjarasamningum. Er upp-
hæðin sem deilt er um komin upp
í um 1,8 milljónir án vaxta og lög-
fræðikostnaðar.
Óánægja í slökkviliðinu
Guðni Á. Haraldsson, lögmaður
slökkviliðsmanna, segir sáttavið-
ræður standa og á hann ekki von á
því að málið fari mikið lengra.
„Brunavarnir tóku sér frest til að
skila greinargerð um málið en við
erum í viðræðum um hvort hægt sé
að semja um þetta og greiða þessa
upphæð. Við vonum að það tak-
ist sátt í málinu og ég á frekar von á
því.“
Samkvæmt heimildum DV hefur
verið mikil óánægja meðal slökkvi-
liðsmanna í Árnessýslu og skilja þeir
ekki af hverju málið hefur þurft að
ganga svona langt. Heimilidir DV
herma enn fremur að Kristján Ein-
arsson slökkviliðsstjóri hafi neitað
að borga þetta gjald og telja slökkvi-
liðsmenn að með því hafi hann vís-
vitandi verið að brjóta kjarasamn-
inga. Því hafi málið undið upp á sig
og slökkviliðsmenn séð sig knúna til
að leita til lögfræðings.
Kristján kannast ekki við ósætti
hjá Brunavörnum og botnar ekki í
því af hverju málið fór svona langt.
„Þetta mál fór miklu lengra en
allir aðilar ætluðu sér. Það hafa hin-
ir og þessir slökkviliðsmenn sem
standa í þessu komið til mín og þeir
ætluðust ekki til þess að þetta mál
færi svona. Það eru engir að skella
hurðum. Þetta eru fínir strákar sem
vilja þessu apparati vel. Vegna and-
rúmsloftsins í þjóðfélaginu eru sum-
ir hverjir með erfiðar skuldir og því
pirraðir inni í sér en það er ekkert
ósætti,“ segir Kristján.
Einn stór misskilningur
„Við höfum engar áhyggjur. Málið
verður ekki tekið fyrir fyrr en eftir
tvær til þrjár vikur og ég vona að við
verðum búnir að ná lendingu fyr-
ir það. Þetta er hundleiðinlegt mál,“
segir Kristján og telur það byggt á
einum stórum misskilningi.
„Við vorum í góðri trú að við vær-
um að gera gott og það ætti að ganga
frá þessum greiðslum í launaum-
ræðunni í desember. Þá hefði þetta
leiðrést gagnvart launanefnd sveit-
arfélaganna og Landssambandi
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna. En síðan voru samningarn-
ir framlengdir og þetta atriði var ekki
með. Ég kenni samt engum um.“
Svipað mál kom upp hjá slökkvi-
liðinu í Þorlákshöfn en það gekk frá
málinu í fyrra og bað slökkviliðs-
menn sína afsökunar. Árnessýsla er
nú eina sveitarfélagið sem hefur ekki
borgað slökkviliðsmönnum þessar
greiðslur.
Margrét Katrín Erlingsdóttir, for-
maður Brunavarna Árnessýslu, ber
ábyrgð á málinu en hún vildi ekkert
tjá sig um það af hverju málið hefði
gengið svona langt.
„Ég er búin að vera að vinna í
þessu máli síðan það kom upp og
ég vil ekkert tjá mig um það. Þetta
er launamál starfsmanna sem ég vil
ekki ræða í fjölmiðlum. Það er búið
að stefna okkur fyrir dóm og þá þarf
ég að passa mig. Við erum búin að
vinna að lausn málsins á síðustu
mánuðum og ég vona að það leysist
sem fyrst.“
Kristján Einarsson
föstudagur 23. janúar 20098
Fréttir
„Vegna andrúmsloftsins í þjóðfélaginu eru sumir hverjir með erfiðar skuldir og því pirraðir inni í sér en það er ekkert ósætti.“
lilja Katrín gunnarsdÓttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Óánægðir slökkviliðsmenn
samkvæmt heimildum dV eru
slökkviliðsmenn í Árnessýslu
ekki ánægðir með framgöngu
slökkviliðsstjóra í málinu.
mynd guðmundur Vigfússon
Á bakvakt allan sólarhringinn
slökkviliðsmönnum hafa ekki
verið greiddar nítján þúsund
krónur á mann síðustu þrjú árin.
mynd stEfÁn Karlsson
Ekkert ósætti
Kristján Einarsson harmar að
lögfræðinga hafi þurft til að útkljá
málið og segir ekkert ósætti vera
milli sín og slökkviliðsmanna.
SLÖKKVILIÐSMENNSTEFNA YFIRMANNI
Kannast ekki við ósætti
í samtali við dV í janúar sagðist
Kristján ekki kannast við ósætti innan
Brunavarna Árnessýslu. Hann kenndi
kreppunni um pirring vegna vangold-
inna símagreiðslna.