Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 20
Þó langt sé um liðið síðan Madel- eine McCann hvarf þegar hún var í fríi með með foreldrum sínum í Pra- ia da Luz í Portúgal, nánar tiltekið 3. maí 2007, fer því fjarri að foreldr- ar hennar hafi gefið upp von um að hún finnist. Nú hefur verið gerð teikning af þeim sem nú er grunaður um að hafa numið Madeleine á brott, en þó nokkrir hafa verið grunaðir um það hingað til og um tíma voru foreldrar Madeleine nefndir til sögunnar hvað varðaði aðild að hvarfi hennar. Teikningin sýnir heldur ófrýni- legan karlmann sem sagt er að hafi fylgst með íbúðinni sem McCann- fjölskyldan dvaldi í, daginn áður en Madeleine hvarf. Þeir sem rannsakað hafa hvarf Madeleine hafa fengið hundruð sím- hringinga síðan foreldrar hennar komu fram í þætti Opruh Winfrey í Bandaríkjunum. Fyrrnefnd teikning byggir á lýs- ingu breskrar konu sem var í frí í Pra- ia da Luz um það leyti sem Madel- eine hvarf. Kona segir að hún hafi séð manninn, með bólugrafið andlit og stórt nef, tvisvar sinnum dagana fyrir hvarf Madeleine, og tjáði lögreglunni að hann væri „mjög ljótur“, um 1,77 metrar á hæð, grannur í óáberandi fatnaði, sennilega gallabuxum. Tvö önnur vitni, 12 ára stúlka og karlmaður frá Cheshire á Eng- landi, hafa einnig tilkynnt að þau hafi séð karlmann fylgjast með íbúð McCann-fjölskyldunnar dagana fyrir hvarf Madeleine. Enn sem komið er hafa stúlkan og maðurinn ekki staðfest af eða á um hvort karlmaðurinn sem þau sáu sé sá sem nýjasta teikningin sýnir. Þúsundir síðna Hvað sem teikningunni líður telja breskir rannsóknarlögreglu- menn sem sestir eru í helgan stein að fimm aðskilin tilfelli þar sem sagt er frá grunsamlegum karlmanni sem kunni að stuðla að lausn gátunnar um hvarf Madeleine. Einn þeirra er Dave Edgar, fimm- tíu og tveggja ára, og annar er Arth- ur Cowley, fimmtíu og sjö ára, en þeir hafa verið ráðnir af foreldrum Madeleine til að halda áfram leitinni að henni. Þessir tveir fyrrverandi lögreglumenn hafa farið í gegnum þúsundir síðna úr hinum opinberu portúgölsku málsskjölum, sem voru gerð opinber í júlí á síðasta ári. Edgar og Cowley hafa mótað kenningu sem byggir á nokkrum frá- sögnum sem ekki hafa heyrst áður, auk tveggja betur þekktra frásagna af manni sem sást bera barn á brott frá íbúð McCann-hjónanna kvöldið sem Madeleine hvarf. Fylgst með íbúðinni í viku Samkvæmt kenningu Edgars og Cowleys mun einhver hafa fylgst með íbúðinni í allt að viku áður til skarar var látið skríða og Madeleine numin á brott. „Samkvæmt minni reynslu er engin tilviljun – það fer ekki einhver inn, einhver sem á leið hjá, og tekur barn og fer með það,“ sagði Dave Ed- gar og bætti við að þrjú vitni hefðu séð grunsamlegan mann á nákvæm- lega sama stað. Edgar sagðist ekki vita hvað portú- gölsk yfirvöld hefðu gert til að útiloka þá sem til sást frá rannsókninni og að hann og Cowley yrðu að ætla að þau hefðu ekkert gert í því og miða rann- sókn sína við það. „Þessi glæpur var framinn í Praia da Luz. Það er afar lokaður ferða- mannastaður, og þar held ég að svar- ið sé að finna,“ sagði Edgar. Sex ára á þriðjudaginn McCann-hjónin notuðu tækifærið sem þau fengu hjá Opruh Winfrey til að birta tölvugerða mynd sem sýn- ir hvernig dóttir þeirra lítur hugsan- lega út í dag, en á þriðjudaginn er af- mælisdagur hennar. Hjá Opruh rifjuðu Kate og Gerry McCann upp þann „hrylling“ og „fullkomið hjálparleysi“ sem þau föstudagur 8. maí 200920 Helgarblað Við vinnum fyrir þig og lækkum verðið um 25% af allri þjónustu Hár Snyrting Neglur Nudd Hver sgata 125 við Hlemm Sími 55-10-10-2 100% hjólastólaaðgengi Hársport - herra - dömu - barna Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf í Portúgal árið 2007, hafa ráðið sér einka- spæjara til að fylgja eftir nýjum upplýs- ingu sem borist hafa. Teikning hefur verið gerð af þeim sem nú er grunaður um aðild að hvarfi Madeleine og telja einkaspæjar- ar foreldra hennar að svarið sé að finna í Praia da Luz, þar sem Madelaine hvarf. „Mjög ljótur“ Maður grunaður Madeleine McCann til hægri er tölvugerð mynd sem sýnir hvernig hún gæti litið út í dag. Kolbeinn ÞorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.