Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 24
Ekki búin að leggja óperudrauminn á hilluna Valgerði langar að þjálfa sig betur í óperusöngnum. Hún segir það kannski koma með aldrinum, þó hefur hún mikið dálæti á því að syngja í söngleikjum og þess háttar. föstudagur 8. maí 200924 Fókus um helgina Tolli á Skaganum Tolli opnar málverkasýningu í Listasetrinu Kirkju- hvoli á Akranesi á morgun, laugardag, klukkan 15. Sýningin er opin alla daga vikunnar nema mánudaga klukkan 15 til 18 og stendur til 24. maí. Þess má geta að sýning Tolla og fleiri nútímalista- manna í Reykjavík Art Gallery stendur enn yfir. uppboð í gallerí Fold Listmunauppboð fer fram í Gallerí Fold við Rauðarárstíg á mánudag- inn. Að venju verða boðin upp fjöl- mörg verk eftir gömlu meistarana, þar á meðal verk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Svavar Guðnason, Ás- grím Jónsson og Hring Jóhannesson. Að þessu sinni eru einnig mörg verk eftir yngri listamenn, má þar nefna Karólínu Lárusdóttur, Harald Bilson, Húbert Nóa og Daða Guðbjörns- son. Forsýning verka er í Gallerí Fold föstudag til mánudags og á heima- síðu gallerísins, myndlist.is, á sama tíma. Uppboðið á mánudaginn hefst SulTur í HaFnarFirði Kvikmyndasafn Íslands sýnir dönsku myndina Sult í Bæjarbíói á morgun, laugardag. Myndin sem er frá árinu 1966 er byggð á samnefndri bók Knuts Hams- un en í ár eru 150 ár frá fæð- ingu skáldsins. Sultur gerist árið 1890 og fjallar um rithöfundinn Pontus sem ráfar vannærður og matarlaus um stræti Kristíaníu (Osló) og þráir að finna ástina og útgefanda fyrir ritverk sín. Mynd- in hlaut dönsku Bodil-verðlaun- in sem besta danska bíómyndin árið 1967 og Per Oscarsson var valinn besti leikarinn í Cann- es og fékk Bodil-verðlaunin og Gullbjölluna í Svíþjóð sem besti leikarinn. Myndin er sýnd með enskum texta og hefst sýningin klukkan 16. Heimildamynda- röð í nýló Myndin How I learned to overcome my fear and love Arik Sharon eftir ísraelska leikstjórann Avi Mograbi verður sýnd í Nýlistasafninu í kvöld, föstudag, klukkan 20. Sýningin er hluti af heimildamyndaröð sem myndlistarmaðurinn Yrsa Roca Fannberg stendur fyrir í safninu. Myndin er persónuleg sýn leikstjór- ans Mograbi á hinn dáða en jafn- framt umdeilda fyrrum forsætisráð- herra Ísraels, Ariel „Arik“ Sharon. Myndin, sem er í kaldhæðnum tón, segir söguna af gerð heimildamynd- ar um Sharon en fjallar í raun um hið erfiða pólitíska ástand í Ísrael. Pólitískar heimildamyndir verða sýndar í Nýlistasafninu það sem eftir lifir maímánaðar. Frítt inn. Leikfélagið Hugleikur fagnar 25 ára starfsafmæli sínu með því að frum- sýna verkið Ó, þú aftur á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins næsta föstu- dag, 15. maí. Höfundar verksins eru Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Ósk- arsdóttir og Unnur Guttormsdótt- ir en leikstjóri er Oddur Bjarni Þor- kelsson. Hugleikur hefur getið sér orð fyr- ir glannalega meðferð á íslenskum menningararfi, en að þessu sinni er það hans eigin fortíð sem fær hina hugleiksku meðferð því frumgerð leikritsins var frumsýnd fyrir rúm- um tuttugu árum. Og verkið bygg- ir á persónum og stefjum úr hinni klassísku ástarsögu Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. Ungu elskendurnir Sigríður og Indriði verða ástfangin í sveitinni og einsetja sér að hittast í borginni að lokinni sláturtíð. Það gengur hins vegar ekki áreynslulaust fyr- ir sig því þegar til borgarinnar er komið er svo ótal margt sem glepur, svo sem fjöldamótmæli, vængstífð- ir hrafnar, framandi skemmtistaðir, kynleg grös og alls kyns ólifnaður. Auk þess hefur önnur sveitastúlka, Gróa, augastað á Indriða og ger- ir allt til þess að koma í veg fyrir að ástfangna parið nái saman. Í ör- væntingu sinni heldur Sigríður til Danmerkur til að hjúkra gömlum íslenskum presti meðan Indriði fer á sjóinn þess fullviss að hann finni aldrei stúlkuna sína aftur. Að hugleikskum sið leikur tón- list stórt hlutverk í sýningunni. Höf- undar hennar eru Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Eggert Hilm- arsson, Sævar Sigurgeirsson og Oddur Bjarni Þorkelsson. Miðaverð er 1.500 krónur en þrjú hundruð kalli minna fyrir náms- menn, eldri borgara, öryrkja og at- vinnulausa. Miðasala er hafin hjá Þjóðleikhúsinu. Sýningafjöldi er afar takmarkaður. Leikritið Ó, þú aftur er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næsta föstudag: glannaleg Piltur og stúlka Sér sjálfa sig í Maríu Von Trapp Óhætt er að segja að Söngvaseiður sé einn vinsælasti söngleikur allra tíma og er verkið nú sett upp í þriðja sinn hér á landi. Valgerður Guðnadóttir óperusöngkona fer með hlutverk Maríu Von Trapp í söngleiknum og fetar hún óhrædd í fótspor Julie Andrews sem gerði hlutverkið ódauðlegt á sínum tíma. Ljótu hálfvitarnir semja og flytja tónlistina í Ó, þú aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.