Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 27
föstudagur 8. maí 2009 27Helgarblað „Manni hefur oft liðið eins og helg- arpabba,“ segir Svanberg Hjelm, 41 árs atvinnulaus bílstjóri og sjö barna faðir, um álagið og fjarvistirnar sem fylgja því að tryggja velferð og af- komu fjölskyldunnar. Hann kom nýlega fram í Morgunblaðinu og í Kastljósi þar sem hann sagði frá því að hann væri hættur að greiða af lánunum sínum. Að hann yrði hreinlega að velja á milli þess og að fæða fjölskylduna. Blaðamaður DV heimsótti Svan- berg og fjölskyldu og ræddi við þau um stöðu þeirra og hvað væri til ráða. Svanberg sárna ummæli Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra en hann segir að úr þeim megi lesa að leti sé orsök þess að hann geti ekki staðið í skilum. Svanberg segist hafa unnið svo mikið í gegnum tíð- ina að honum hafi oft liðið eins og helgarpabba. Hann hafi hins veg- ar aldrei kvartað en núna er enga vinnu að fá lengur og atvinnuleys- isbætur þeirra hjóna rétt duga til að framfleyta fjölskyldunni. Svanberg er atvinnubílstjóri en hans stétt og aðrar sem tengjast byggingar- iðnaði hafa orðið hvað verst úti í kreppunni. Persónur en ekki bara tölur „Það er fullt af fólki á bakvið þetta. Þetta eru ekki bara einhverjar töl- ur á blaði,“ heldur Svanberg áfram. „Ég á sjö börn og fimm þeirra eru enn á heimilinu. Það eina sem ég ætla að passa er að þau hafi í sig og á. Og að tengdaforeldrar mín- ir, sem hafa gengið í ábyrgð fyrir okkur hjónin, líði ekki fyrir það,“ segir Svanberg og viðurkennir að það sé það eina sem haldi hon- um á Íslandi. „Þau eru reyndar ekki í ábyrgð fyrir íbúðinni held- ur skuldabréfi og vonandi get ég haldið því alveg sér svo að þetta greiðsluverkfall mitt komi ekki nið- ur á þeim.“ Eins og staðan er í dag er Svan- berg að borga rafmagn og síma auk þess að halda uppi sjö manna fjöl- skyldunni sem býr í fjögurra her- bergja íbúð í Reykjanesbæ. „Hvað á ég að gera? Á ég að fæða börnin bara annan hvern dag?“ Lengt í ólinni Svanberg segist hafa reynt að gera samninga við fjölmarga innheimtu- aðila en gefist upp að lokum. „Við vorum búin að reyna að semja við lögmannsstofur og fleiri. Því allt var komið í óefni og farið að herja á okkur úr öllum áttum. Bara síðast í fyrradag var hringt í mig frá einni stofu. Þar var kona að spyrja hvort að ég ætti afrit af frestun á nauðung- arsölu frá sýslumanni. Hún hafði séð mig í Kastljósinu en hún ætl- aði sjálf að fara að krefjast þess að ég yrði settur á nauðungarsölu fyr- ir skitinn 100.000 kall. Hún vildi láta selja ofan af mér fyrir það. Svona eru lögmenn í dag.“ Svanberg segir að af þessum 100.000 krónum hafi höfuðstóll skuldarinnar verið í kringum einn fjórði af upphæðinni. „Restin er lög- maðurinn. Hvað á maður að gera þegar meira en helmingurinn af upphæðunum er orðinn einhver tilbúinn lögfræðikostnaður? Hvers konar samningar eru það nú? Það er bara verið að sparka í liggjandi mann.“ Að mati Svanbergs er lítið réttlæti í því að einkaaðilar nýti sér ástandið og hagnist á óförum ná- ungans. „Það er bara ekkert eðli- legt við þetta. Eini samningurinn sem býðst er að lengja í ólinni. Bara spurning um hversu mikið.“ Svanberg telur einnig að bank- arnir séu ekki hættir að níðast á fólki þótt þeir séu komnir í ríkiseigu. „Það er allt reynt. Þó að seðilgjald- ið hafi verið bannað með lögum þá kemur bara eitthvað annað í staðinn sem kallast greiðslugjald. Vitleysan og níðingshátturinn heldur áfram og ný ríkisstjórn er ekki einu sinni sest. Þetta er bara kjaftæði.“ Sárt að missa vinnuna Það var erfið raun fyrir Svanberg að fá uppsagnarbréfið og þurfa skyndi- lega að sitja heima aðgerðarlaus eft- ir að hafa unnið baki brotnu í rúma tvo áratugi. „Síðastliðið 21 ár hef ég setið undir stýri á flutningabílum, vörubílum og ýmsum vinnuvélum. Þannig að ég hef starfað í þeim geira sem hefur orðið hvað verst úti og er gjörsamlega hruninn í dag.“ Í upphafi árs í fyrra hóf Svanberg störf hjá GT verktökum en þar fengu allir starfsmenn uppsagnarbréf í vor. „Í vetur sáum við um snjómokst- ur fyrir Vegagerðina. Ég sá um að vakta vegina hérna á Suðurnesjun- um og alla Reykjanesbrautina. Ég keyrði um á eftirlitsbíl og sá um að hringja út fleiri bíla ef þörf var á því. Mér fórst það vel úr hendi en síð- an kom sumarið og það tóku eng- in ný verkefni við. Það er enginn að byggja eða gera neitt. Það eru engar framkvæmdir í gangi og bara ekkert að gerast.“ Svanberg og starfsmenn fyrir- tækisins vissu að uppsagnarbréf- ið kæmi með vorinu. „Það var al- veg jafn sárt fyrir það. Það er sárt að þurfa að setjast á rassgatið með tærnar upp í loft eftir að hafa séð fyrir sínum alla tíð. Það er sárt að vita af öllum þessum litlu púkum sem treysta á það að maður beri björg í bú. Það er sárt að geta ekki starfað við það sem maður elskar að gera.“ Enga vinnu að fá Eiginkona Svanbergs, Sæunn Anna Sæmundsdóttir, er einnig atvinnu- laus en hún hefur verið heima- vinnandi undanfarin ár. Svanberg á fimm börn úr fyrra hjónabandi en á tvö börn með núverandi eiginkonu sinni. Stráka sem eru tveggja og fjög- urra ára. Nú þegar yngri strákurinn er að komast á leikskólaaldur stóð til að Sæunn myndi fara út á vinnu- markaðinn en þar sem atvinnuleysi hefur rokið upp úr öllu valdi er það hægara sagt en gert. Sérstaklega þar sem atvinnuleysi er hvað mest á Reykjanesinu. „Það var líka hagkvæmara fyr- ir okkur að hún væri heima að reka þetta fjölmenna heimili en að við værum að greiða leikskólagjöld og annan kostnað. Ég tæki þá að mér Svanberg Hjelm er hættur að greiða af lánum sínum. Hann segir það í forgangi að fæða fjöl- skyldu sína en hann er sjö barna faðir. Svanberg segist reka sig á vegg hvert sem hann snýr sér og fyrst hann sé kominn í vanskil séu litlir möguleikar á greiðsluaðlögun. Svanberg og eigin- kona hans eru bæði atvinnulaus og ráðleysið er algjört. Þau vita ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér og vita ekki hvert þau eiga að snúa sér. Þau eru ekki nógu rík til að greiða af skuldum sínum og ekki nógu fátæk til að fá aðstoð félagsmálayfirvalda. Þorir ekki að hugsa um framtíðina Framhald á næstu síðu „Það er sárt að þurfa að setjast á rassgatið með tærnar upp í loft eftir að hafa séð fyrir sínum alla tíð. Það er sárt að vita af öllum þessum litlu púk- um sem treysta á það að maður beri björg í bú. Það er sárt að geta ekki starfað við það sem mað- ur elskar að gera.“ Fjölskyldan mikil óvissa er um framtíð- ina og hjónin eru ráðalaus. mynd HEiða HELgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.