Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Síða 31
föstudagur 8. maí 2009 31Helgarblað greindur og altént afar hjátrúarfullur eins og títt var reyndar um flestalla íbúana á þessum slóðum. Þegar galdrafárið stóð sem hæst gat Giles Corey þess við einhvern nábúa að hann hefði séð konu sína - sem reyndar var þriðja eiginkona hans - að lesa bók, sem hann vissi ekki hver var, en sjálfur var Giles Corey ólæs. Þetta dugði til þess að yfirvöldin beindu athygli sinni að eiginkonu Coreys og vildu draga hana fyrir dóm og hengja hana, þar sem hún væri augljóslega norn og sérstök þénustupía andskotans. Bóndi dreginn fyrir dóm Þrátt fyrir að hann ætti sjálfur sök, ef sök skyldi kalla, á upphafi málsins gegn konunni blöskraði Giles Corey nú þessi framganga og gekk hann á fund dómaranna og krafðist þess að látið yrði af ofsóknum gegn konu sinni. En það hafði þær afleiðingar einar að dómararnir fyllt- ust tortryggni. Hvers vegna var þessi maður að halda uppi vörnum fyrir þjónustupíu djöfulsins? Það hvarfl- aði ekki að þeim að það gæti verið vegna þess að Gil- es Corey þætti vænt um konu sína og vissi vel að hún væri engin svartagaldursnorn, heldur var eina skýring- in sem þeim datt í hug sú að hann væri sjálfur í þjón- ustu andskotans og hættulegur galdrakarl. Og Giles Corey var dreginn fyrir dóm og þess krafist að hann svaraði því hvort hann væri á snærum djöfuls- ins eður ei. Nú lenti Giles Corey í klemmu. Í fyrsta lagi gat hann neitað, en þess voru ótal dæmi frá Salem þessar vik- urnar og mánuðina að slíkt væri talið nær óbrigðult merki þess að menn væru í rauninni djöfladýrkendur og galdrahyski. Því ætti hann á hættu að vera tekinn umsvifalaust af lífi. En ef hann játaði væru lífslíkur hans nokkru betri, þar sem þeir sem játuðu voru síður teknir af lífi - það er að segja ef þeir iðruðust. Eina leiðin að steinþegja En þó svo Giles Corey slyppi kannski lifandi frá því að játa á sig galdra, þá lá jafn ljóst fyrir að þá yrði býlið dæmt af honum og andvirði þess félli til yfirvaldanna. Og eftir allt það erfiði sem Giles Corey hafði lagt á sig til að yrkja sitt land og koma upp sínu býli, þá gat hann ekki hugsað sér að allt yrði á endanum unnið fyrir gýg í einhverri galdravitleysu og synir hans yrðu að hrekjast slyppir og snauðir af bænum. Lausn Giles Corey var einföld. Hann neitaði einfald- lega að svara spurningum um hvort hann væri útsend- ari andskotans og sagði ekki eitt einasta orð. Samkvæmt enskum lögum bar dómara þrívegis að spyrja sakborn- ing hvort hann væri sekur eða saklaus. Ef hann svaraði engu var í rauninni ekki hægt að halda lögformleg rétt- arhöld yfir honum, en í staðinn mátti láta hann sæta pyntingum sem í versta tilfelli gátu fólgið sér í bana, því menn voru pyntaðir allt til dauða ef þeir þráuðust enn við að lýsa annaðhvort yfir sekt eða sakleysi sínu. Sakborningurinn var lagður á bakið á steingólf, út- limir hans festir í járnhringi og teygt á þeim eins og kostur var, og síðan var spjald sett ofan á hann og þar komið fyrir þungum lóðum, svo sakborningnum lá þegar í upphafi við köfnun. En ef hann vildi enn ekki játa eða neita ásökunum þeim sem á hann voru bornar var fleiri lóðum bætt á spjaldið, smátt og smátt. Aftökur tóku marga daga Þessi grimmilega pyntingar- og aftökuaðferð var oft marga daga að skila árangri - ef árangur skyldi þá kalla, því sakborningnum var gefið að borða og drekka á milli. Ætlunin var í rauninni ekki drepa hann nema hann þrjóskaðist við, en þá mátti hann líka kveljast og deyja eins og honum sýndist. Í sumum tilfellum var steini með hvössum brúnum komið fyrir undir baki sakborningsins til þess að hann píndist enn meir en ella þegar fargið lagðist ofan á hann, og hinir guðhræddu íbúar Salem höfðu einmitt sett slík- an stein undir bakið á Giles Corey. En hann bar allar sínar píslir með sannri reisn, neitaði að mæla orð frá vörum um sakarefnin en bað böðla að bæta meiri þunga á spjald- ið sem hvíldi á brjósti hans. Og að lokum gaf hann upp öndina, og er þetta sem fyrr segir eina dæmið um þessa aftökuaðferð í Bandaríkjunum tilvonandi. Nokkru eftir að þeir Giles Corey og séra Georg höfðu verið líflátnir lauk galdrafárinu næstum því jafn snögg- lega og það hafði byrjað. Yfirvöldin höfðu látið hrífast með múgæsingunni, en nú var skyndilega eins og rynni af þeim og landstjórinn hætti skyndilega að staðfesta þá dauðadóma sem enn streymdu frá dómstólnum í Sal- em. Spilaborg galdraofsókna hrynur Á undraskömmum tíma hrundi spilaborg galdraof- sóknanna og kviðdómendurnir sem höfðu kveðið upp tugi dauðadóma gáfu nú út sameiginlega yfir- lýsingu, þar sem þeir lýstu því yfir að dómar þeirra hefðu ekki verið á rökum reistir, heldur hefðu þeir verið á valdi öflugrar og almennrar múgblekkingar. Með tíð og tíma greiddu yfirvöldin bætur til þeirra sem harðast höfðu orðið úti, eða aðstandenda þeirra ef viðkomandi höfðu verið teknir af lífi. Þá brá reyndar svo við að meðal þeirra sem heimtuðu hæstar bætur voru sumir þeirra sem höfðu gengið harðast fram í að ásaka náunga sína fyrir galdur og djöfulskap. Galdrafárið í Salem, þar sem menn voru í raun teknir af lífi án dóms og laga, eða eftir málamynda réttarhöld, þar sem niðurstað- an var í rauninni ákveðin fyrirfram, olli því að ný- lendubúar reyndu að treysta undirstöður réttarkerf- is síns. Ætlunin var að koma í veg fyrir önnur eins dóms- morð í framtíðinni. Eftir sem áður voru menn teknir af lífi, en þó eingöngu fyrir það sem taldir voru alvar- legir glæpir. Og nokkuð dró úr almennri kæti þess al- mennings sem viðstaddur var aftökur, þótt enn um sinn tíðkaðist að taka fólk af lífi á almannafæri. Og þá fór nú kliður um mannfjöldann, sem beðið hafði spenntur eftir því að fá að sjá séra Georg dingla í gálganum ásamt konunum sjö. Safnið í Salem Nornasafnið í salem vekur athygli. Þar er haldið til haga þeim atburðum sem áttu sér stað undir lok sautjándu aldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.