Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Síða 33
föstudagur 8. maí 2009 33Helgarblað Hún tekur á móti blaða-manni með bros á vör, þessu stóra, glæsilega brosi. Það er hennar sér- kenni. Hún hefur alltaf verið sérlega brosmild og sumir hafa látið það fara í taugarnar á sér. „Vertu ekki alltaf svona ógeðslega hress. Það getur ekki verið ekta,“ hef- ur Edda heyrt einstaka sinnum á lífs- leiðinni. „Við Helga Braga og Björk Jakobsdóttir köllum þessa tegund „fúlar á móti“,“ segir hún. „Ég uppgötvaði seinna á ævinni að það er ekkert sjálfgefið að vakna alltaf með fiðrildi í maganum af til- hlökkun yfir hverjum einasta degi. Það er óvenjuleg guðsgjöf sem ég er ofboðslega þakklát fyrir í dag.“ Hún áttaði sig ekki á því hversu mikil gjöf þetta var fyrr en að hún tapaði gleð- inni á tímabili. „Ég áttaði mig á því hvað þetta er dýrmætt og það er mín reynsla að eftir því sem ég set meiri orku í að þakka fyrir allt það góða í lífi mínu, því meira gott kemur til mín.“ Gamanleikur heillaði ekki Edda ákvað að leggja leiklistina fyr- ir sig ung að aldri. Hún sótti um í leiklistarskólanum, tveggja barna móðir, og lét engan segja sér að hún gæti ekki alið upp tvö börn og verið í svona krefjandi námi. „Ég miða alltaf feril minn við Björgvin Franz þegar ég er að telja árin sem ég hef verið í faginu. Ég átti hann þegar ég var í Nemendaleik- húsinu,“ segir Edda sem hafði engan áhuga á gamanleik á þeim tíma. „Maður velur sér ekki grínið. Það er alveg klárt. Grín er ekki hátt skrif- að í leiklistarskólanum hér á landi og það var það síðasta sem ég ætlaði að eyða lífi mínu í – einhver fíflalæti!“ hrópar Edda og segir alltaf hafa verið stutt í fordómana. „Þegar kaffibrúsa- karlarnir Gísli Rúnar Jónsson og Júlí- us Brjánsson hófu nám við skólann hugsaði ég með mér: Hvað eru þess- ir skrípakarlar að gera í svona alvar- legu námi?“ segir hún glottandi. Nemendur voru ekki örvaðir til að þjálfa hina kómísku hlið listagyðj- unnar, eins og Edda kallar það, og rifjar hún upp samtal við einn kenn- ara sinn eftir sýningu á Moliere-verki á þriðja ári í leiklistarskólanum. „Ég hafði uppskorið töluvert mik- inn hlátur meðan sýningu stóð, mér til mikillar undrunar, og kennar- inn sagði síðan við mig í trúnaði eft- ir sýninguna: „Ég ætla að vara þig við, Edda mín. Þér hættir svolítið til að detta niður í grínið.“ Ég hugsaði þá með mér: Guð minn almáttugur. Grín! Það var hræðilegt. Ég ætla ekki að verða mella í leiklistinni.“ Almenningur elskar grínið Af þeim ástæðum voru hennar fyrstu hlutverk sem atvinnuleikkona há- alvarleg. Edda hóf feril sinn sem gamanleikkona í útvarpinu. Það var í þáttum sem hún, Gísli Rúnar og Randver Þorláksson framleiddu fyrir Jónas Jónasson og hétu Úllen dúllen doff. Edda hefur einnig leikið í fjöl- mörgum áramótaskaupum og tekið þátt í óteljandi uppfærslum á försum og kómedíum auk þess að leika í al- varlegri leikritum og kvikmyndum. „Í dag þakka ég guði fyrir þessa hæfileika, að geta komið fólki til að hlæja, og ég er ekki grenjandi yfir því þó að gamanleikarar þóknist í fæst- um tilfellum einhverri sjálfskipaðri menningarelítu. Það eru alltaf sömu aðilarnir sem fjalla af mikilli fyrirlitn- ingu um gamanleikara,“ segir Edda en er fljót að bæta við: „Almenningur hins vegar styður vel við bakið á sín- um gleðigjöfum og það er það sem skiptir máli.“ Nýjasta gamanleikritið sem Edda leikur í heitir heitir Fúlar á móti og sló gjörsamlega í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur. Það hefur nú verið tekið til sýninga í Íslensku óperunni. Edda leikur þar ásamt Björk Jak- obsdóttur og Helgu Brögu Jónsdótt- ur. „Það eru ekki mjög margar gam- anleikkonur hér á landi. Ég er svo heppin að fá að vinna með tveim- ur flottustu gamanleikkonum – og uppistöndurum – á Íslandi,“ segir Edda. „Við erum búnar að sýna 40 sinnum fyrir norðan og næstum á hverri einustu sýningu fæ ég hlát- urskast yfir einhverju óvæntu sem Björk og Helga gera. Það eru forrétt- indi að fá að fylgjast með þeim á sýn- ingum. Þær eru stundum alveg að drepa mig,“ segir Edda. Sér ekki eftir neinu Þegar Edda var að hefja sinn fer- il voru þær enn færri leikkonurnar sem lögðu fyrir sig gamanleik en er í dag. „Ég dáðist endalaust að Sig- ríði Þorvaldsdóttur. Mér fannst hún óendanlega fyndin. Hún var fast- ráðin í Þjóðleikhúsinu og lék í öllum söngleikjum og gamanverkum sem sett voru á fjalirnar og svo var hún dásamleg í fjölmörgum áramóta- skaupum,“ segir Edda sem steig sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu með leikkonunum Kristbjörgu Kjeld og Þóru Friðriksdóttur. Edda hefur allt- af borið mikla virðingu fyrir þessum merku leikkonum. „Það að stunda leiklist er svolít- ið eins og að gera kjarkæfingar. Það þarf nefnilega töluverðan kjark til að opinbera sínar eigin tilfinningar uppi á sviði og leyfa áhorfendum að horfa inn í sálina á sér,“ segir Edda. „Ef leik- arar gefa ekki af sér tilfinningalega ná þeir ekki að hrífa áhorfendur. Þannig að ég tala oftar um kjarkmikla leikara en hæfileikaríka.“ Aðspurð segist Edda vera stolt af ferli sínum og það er fátt sem hún myndi breyta ef hún gæti byrjað upp á nýtt. „Hefði ég fengið að horfa fram í tímann þegar ég var að byrja feril- inn og séð framtíðarverkefnin hugsa ég að ég hefði lagt verulega mikið á mig til að fá að leika fleiri dramatísk- ar rullur. Það var búið að innprenta okkur að gamanleikurinn væri svo ómerkilegur,“ útskýrir Edda. „Í dag er ég svo óendanlega þakk- lát fyrir öll þess dásamlegu hlutverk sem ég hef fengið að takast á við. Ég hef alltaf fengið brjálæðislega skemmtileg verkefni.“ Hló og dansaði í gegnum hjartasárin Það var þó ekki alltaf auðvelt að stíga á svið og viðurkennir Edda að eftir skilnaðinn við Gísla Rúnar Jónsson hafi hún gengið í gegnum mikinn ólgusjó. „Þegar maður er sorgmædd- ur er oft ákaflega erfitt að þurfa að fara upp á leiksvið með kökk í háls- inum kvöld eftir kvöld og geisla af orku og gleði.“ Edda var á þessum tíma að leika einleik sem Lily Tomlin lék á sviði í mörg ár, Leitin að vísbendingum um vitsmunaverur í alheiminum. „Þetta var frekar dramatískt verk og alveg ofboðslega gaman að fá að takast á við þau fjölmörgu hlutverk sem voru í þessu leikverki. Á tímabili hélt ég samt að ég kæmist ekki inn á sviðið. Ég var með svo mikil þyngsli í hjart- anu, eins og eðlilegt er þegar fólk upplifir svona skipbrot.“ Hún áttaði sig þá á því að eina leiðin til þess að halda haus væri að auka endorfínframleiðslu lík- amans fyrir sýningar. „Endorfín er náttúrulegt deyfiefni og gleðihorm- ón sem kemur manni í vímu og með ákveðnum æfingum eykur maður framleiðsluna á þessum vímugjafa svo mikið að það kemur manni í gegnum heila kvöldsýningu,“ út- skýrir Edda. „Ég hafði ekki lesið mér mikið til um hvernig líkaminn framleið- ir þetta heilunarefni en komst svo að því að með því að syngja, dansa eins og vitleysingur og hlæja eins og fífl eykur maður endorfínfram- leiðslu líkamans um mörg hundruð prósent.“ Seinna viðaði Edda að sér heil- miklu efni um lækningarmátt end- orfíns og hvernig maður getur stjórnað framleiðslunni til að verða náttúrulega „high“. Hún segir fólk mikið velta fyrir sér sambandi hennar og Gísla í dag. Þau kynntust ung í leiklistarskól- anum og hafa unnið töluvert sam- an í gegnum tíðina. Hún segir sam- skiptin afskaplega hlýleg. Edda og Gísli eiga saman tvö börn, Björgvin Franz og Róbert Ólíver, en fyrir átti Edda stúlkurnar Evu Dögg og Mar- gréti Ýri. „Í dag erum við góðir vinir, við Gísli, og eigum fallega fjölskyldu. Það er kannski auðveldara að halda góðum vinskap þar sem við búum hvort í sínum heimshlutanum,“ seg- ir hún hlæjandi en Gísli hefur dvalið í Kaliforníu um tíma þar sem hann starfar sem þýðandi og höfundur. Skotin á nýjan leik Í seinni tíð hefur Edda fengið mikla dellu fyrir heilsufæði og náttúruleg- um lækningaraðferðum. Edda tekur það fram að sem gömlum hippa hafi þessar pælingar hennar verið henni eðlilegar en Ágústa amma henn- ar, sem var öll í náttúrulækningum, hafði gífurleg áhrif á hana. „Amma á Hóli var rosalega merki- legur karakter. Hún var stjórnsöm og æðislegur performer og stjórnaði heimili sínu og börnunum sjö með harðri hendi. Amma var alltaf að sýna mér alls konar greinar sem hún klippti út úr dönsku blöðunum. Þar fann hún meðal annars auglýsingar um þaratöflur og einhverjar „miner- al“ töflur sem hún lét vinkonur sínar í útlöndum kaupa fyrir sig og senda sér,“ rifjar hún upp. Edda viðurkennir að vinkonur hennar fái stundum nóg þegar hún eys yfir þær fyrirlestrum um GSE- dropa og steinefnablöndur ef þær kvarta yfir flensueinkennum. Edda hefur lesið heilmargt um aukaefni í matvælum og nánast breytt alfarið mataræði sínu í seinni tíð. „Ég reyni að borða eins mikið eit- urefnalaust og mögulegt er. Það er það eina sem ég hef að leiðarljósi. Því minna af viðbættum efnum, því auð- veldara er að halda sýrustigi líkam- ans í lagi og þeim mun heilbrigðari verður líkaminn,“ segir Edda en hún viðurkennir einnig að þurfa að halda sykurfíknarskrímslinu niðri. „Ég er mikill nautnaseggur og inn við beinið sukkari og ég þarf stöðugt að spá í hvað ég læt ofan í mig, en ég vil þó ekki vera alveg heilög belja,“ segir hún hlæjandi og viðurkennir að þetta sé í rauninni allt saman pjatt. „Ég heimta að vera ofurskvísa til hundrað og þriggja ára aldurs. Núna er ég, gamli fyrrverandi hippinn, til dæmis farin að klæða mig í „design“ föt, íslenka hönnun að sjálfsögðu. Pjattið drífur mig áfram og hefur hemil á sukkaranum.“ Edda er 56 ára og passar ekki bara hvað hún lætur ofan í sig held- ur líka hvað hún ber á líkama sinn. Allar snyrtivörur verða helst að vera náttúrulegar. „Ég er ekkert að yngj- ast og komin töluvert fram yfir 21 árs þannig að það er meiri fyrirhöfn að halda í unglinginn. Svo er ég orð- in helmingi pjattaðri eftir að ég varð nýlega skotin í ofboðslega falleg- um manni. Það hef ég ekki upplifað mjög lengi og stend mig að því að vera miklu áhugasamari um skvísu- fötin en áður,“ segir Edda flissandi. „En íslenskar konur eru líka mjög meðvitaðar um það að þó að þær eldist þurfa þær ekki að líta út eins og krumpaðir ruslapokar. Konur hér á Íslandi eru ofboðslega flottar fram eftir öllum aldri.“ Edda vill þó lítið gefa upp um nýja manninn í lífi sínu en það sést á blikinu í augum hennar að hún er svo sannarlega skotin. Menningarlega sinnaður kommi Edda segir þetta töluverða breyt- ingu frá klæðaburði hippatímans þegar hún gekk eingöngu í kartöflu- þrykktum hveitipokum og fótlaga skóm sem voru í laginu eins og tív- olíbílar. „Ég var algjör hippi og hnuss- aði með fyrirlitningu á alla sem ekki voru nákvæmlega eins og við menningarlega sinnuðu kommarn- ir í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Þeir sem ekki gengu í mussum og reyktu pípu og voru með kringl- ótt gleraugu eins og við hugsuðirn- ir voru allir langt undir meðalgreind að okkar mati, kapítalistar og fórn- arlömb auðvaldsins,“ segir Edda og skellihlær að eigin fordómum. Í menntaskóla eignaðist Edda sitt fyrsta barn og segir það hafa ver- ið mikið gæfuspor að eignast sína fyrstu dóttur 17 ára gömul. Aðra dótturina eignaðist hún þegar hún var nýbúin að setja upp stúdents- húfuna. „Ég verð að segja að stúlkurn- ar mínar tvær ólu mig mikið upp,“ segir hún. „Sú eldri var alveg frá fæðingu dásamleg pjattrófa. Það var alveg sama hvað ég setti hana í margar hippamussur. Augu henn- ar ljómuðu þegar hún sá hún sá hælaskó og fína tjullkjóla. Yngri dóttirin var meira eins og ég, svo- lítið seinheppin og ævinlega með matseðilinn framan á sér, dásam- legt krútt.“ Leiklistin einmanaleg Edda hefur átt farsælan feril í leik- listinni undanfarna þrjá áratugi en hún er þó ekki viss um að leiklistin sé það eina sem hún hefur áhuga á þegar hún verður stór. „Ég verð allt- af í leiklistinni. Ég er alveg sannfærð um það, en ég veit ekki hvort mig langar að vinna við það eingöngu,“ segir Edda sem ákvað fyrir nokkru að skrá sig í meistaranám í menningar- stjórnun á Bifröst. Skotin í ofboðslega fallegum manni Framhald á næstu síðu „Ég heimta að vera ofurskvísa til hundrað og þriggja ára aldurs.“ Edda Björgvins- dóttir Er löngu orðin þjóðargersemi. Leiklist- arferill hennar spannar rúm þrjátíu ár. Myndir HEiðA HELGudóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.