Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 40
föstudagur 8. maí 200940 Sakamál Vonda stjúpan Þrjátíu og níu ára að aldri varð martha rendell þriðja, og síðasta, konan sem hengd var í Ástralíu. martha hafði flutt inn til thomasar Nicholls eftir að hann skildi við eiginkonu sína. thomas hafði forræði yfir fimm börnum þeirra hjónanna, og skikkaði martha börnin til að kalla hana „mömmu“. En móðureðlið virtist mörthu ekki í blóð borið og börnunum fækkaði. Lesið um vondu stjúpuna í næsta helgarblaði dV. Sendur af Guði Joseph Vacher flæktist um suðausturhluta Frakklands undir lok nítjándu aldar, betlandi, stelandi og myrð- andi. Svo hroðaleg voru morð Josephs, svo skelfilegar voru limlestingar hans að hann öðlaðist nafngiftina „Suðaustur kviðristan“. Joseph Vacher fæddist 16. nóvem- ber 1869 í Bourg-en-Bresse í Frakk- landi. Hann var sonur ólæss bónda og var ungur að árum sendur í kaþ- ólskan skóla þar sem í heiðri voru hafðar afar strangar reglur. Í skól- anum var Joseph innrætt hlýðni og guðhræðsla. Sagan segir að Joseph hafi litið á það sem björgun frá lífi í fátækt og skorti, þegar hann var kallaður í herinn árið 1893. Örvæntingar- fullur vegna þess hve hægt gekk að klifra upp metorðastigann reyndi Joseph í fyrsta skipti að fremja sjálfsvíg, með því að reyna að skera sig á háls. Á meðan Joseph var í hernum varð hann ástfanginn af Louise, ungri þjónustustúlku, og gerði hos- ur sínar grænar fyrir henni. Louise endurgalt ekki tilfinningar Josephs, en engu að síður gerði Joseph loka- tilraun til að heilla hana og fá hana til að trúlofast honum áður en hann snéri heim á leið í lok her- skyldunnar. Hryggbrot og morðtilraun Louise var þá búin að fá sig full- sadda af Joseph og hafnaði honum og hæddi. Óður af bræði og niður- lægingu skaut Joseph hana fjórum skotum og reyndi síðan að fremja sjálfsvíg. Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að Louise særðist alvarlega en lifði af. Joseph skaut sjálfan sig tveimur skotum í höfuðið með þeim afleiðingum að annar helmingur andlits hans lamaðist, og voru byssukúlurnar aldrei fjarlægðar. Auk þess sem hægri helmingur andlits Josephs lamaðist skaddað- ist hann á auga og uppskar geð- truflanir. Joseph Vacher var í kjöl- farið komið fyrir á geðsjúkrahúsi í Dole. Vistin á sjúkrahúsinu gerði Joseph ekkert gagn, en einu ári síðar var hann útskrifaður, „lækn- aður að fullu“, og þess var ekki langt að bíða að morðferill hans hæfist. Joseph fer á flakk Joseph var tuttugu og fimm ára þegar hann var útskrifaður af geð- sjúkrahúsinu í apríl 1894 og lagðist í flæking. Á næstu þremur árum og hálfu ári betur myrti Joseph og lim- lesti að minnsta kosti ellefu manns; eina konu, fimm táningsstúlkur og fimm táningspilta. Mörg fórnarlamba Josephs voru fjárhirðar sem gættu hjarðar sinn- ar á afviknum svæðum. Joseph stundaði að stinga fórnarlömb sín ítrekað en lét ekki þar við sitja. Í mörgum tilfellum skar hann úr þeim innyflin og nauðgaði þeim og skipti þá engu máli hvort fórnar- lambið var kvenkyns eða karlkyns. Á þessum tíma flæktist Joseph frá einu þorpi til annars frá Norm- andy til Provence. Hann hélt sig að mestu leyti í suðausturhluta Frakk- lands og dró fram lífið með því að sníkja vinnu á bóndabæjum frá degi til dags. Bréf til dómarans Í ágúst 1897 réðst Joseph á konu sem var að safna furukönglum í Ardeche. Konan tók á móti og bár- ust öskur hennar til eyrna eigin- manns hennar og sonar sem báðir þustu henni til aðstoðar. Feðgarnir báru Joseph yfirliði og fóru með hann til lögreglunn- ar. Þegar hér var komið sögu höfðu yfirvöld engar vísbendingar sem bentu til sektar Josephs með tilliti til þeirra morða sem framin höfðu verið og þar sem brot hans var talið fremur léttvægt var hann dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir ósæmilegt athæfi. Einhverra hluta vegna fann Joseph sig knúinn til að skrifa bréf til dómarans: „Já, ég framdi glæp- ina... ég framdi þá alla í andartaks- æði“. Joseph Vacher fullyrti að hann væri geðveikur vegna lækningar sem skottulæknir veitti honum eft- ir að hann sýktist af hundaæði þeg- ar hann var bitinn af hundi átta ára að aldri. Joseph var víst aldrei bit- inn af hundi, heldur hafði hundur sleikt hann. Sendur af Guði Síðar skipti Joseph um skoðun og sagði að hann væri sendur af Guði, líkt og heilög Jóhanna af Örk, til að fá fólk til að hugsa um og skilja hinar raunverulegu dyggðir trú- arinnar. Hvernig honum tókst að réttlæta morð á að minnsta kosti ellefu manneskjum með þeirri skýringu fylgir ekki sögunni. Eftir ítarlega rannsókn sem framkvæmd var af liði lækna var Joseph Vacher úrskurðaður heill á geði og sakhæfur og dæmdur til dauða við dómstólinn í Ain þann 28. október 1898. Tækifærið not- aði Joseph til að ávarpa réttinn, án leyfis og óumbeðinn: „Dýrð sé Jesú! Lengi lifi Jóhanna af Örk! Dýrð sé stórkostlegum píslarvott- um vorra tíma! Dýrð sé hinum mikla frelsara! Joseph Vacher, geðveikur eða ekki, var ekki eins borubrattur þegar hann var færður að fallex- inni tveimur mánuðum síðar, í dögun 31. desember 1898. Hann harðneitaði að ganga að fallexinni og neyddust verðir til að hálfbera hann eða draga til böðulsins. Joseph Vacher var tuttugu og níu ára þegar blaðið skildi höfuð hans frá búki. umsjóN: koLbEiNN ÞorstEiNssoN, kolbeinn@dv.is Rafstilling ehf. Startarar alternatorar 581 4991 663 4942 Í mörgum tilfellum skar hann úr þeim innyflin og nauðg- aði þeim og skipti þá engu máli hvort fórn- arlambið var kven- kyns eða karlkyns. Joseph Vacher að verki Hann limlesti fórnarlömb sín á hryllilegan hátt. Joseph Vacher Neitaði að ganga að fallexinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.