Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Page 44
föstudagur 8. maí 200944 Sport
Stemningin er alltaf góð hjá okkur. Liðið hefur verið að spila vel á undirbúningstíma-bilinu og þetta er allt á réttri
leið,“ segir Heimir Guðjónsson,
þjálfari Íslandsmeistara FH, um
þá tilfinningu sem hann hefur fyr-
ir liði sínu, nú þegar aðeins fáein-
ir dagar eru þar til flautað verður
til leiks á nýju 12 liða Íslandsmóti
í knattspyrnu.
Fullir sjálfstrausts
Lengjubikarinn er orðinn fastur
liður í undirbúningi liðanna fyr-
ir Íslandsmótið. FH-ingar gerðu
sér lítið fyrir og unnu mótið og
bættu síðan við titlinum meist-
arar meistaranna eftir sigur á
KR. Heimir bendir þó á að þeir
titlar hjálpi mönnum ekki mik-
ið þegar út í Íslandsmót er kom-
ið. „Það eina sem þetta gerir er að
veita liðinu sjálfstraust í upphafi
móts,“ segir hann. Heimir segir
að staðan á liðinu sé fín. Reynd-
ar sé meira um meiðsl núna en á
sama tíma í fyrra. „Það eru auð-
vitað fjórir menn meiddir og bara
vika í mót. Þar af eru þrír varn-
armenn,“ segir Heimir, en þeir
Freyr Brynjarsson og Tommy Nil-
sen munu að líkindum missa af
fyrstu tveimur til þremur leikj-
unum. Þá mun Dennis Siim ekki
verða með í fyrstu sex umferðun-
um, í það minnsta. „Á móti kem-
ur að aðrir leikmenn fá tækifæri
til að sýna sig og það er auðvitað
jákvætt. Ef þeir standa sig vel þá
er ekkert sjálfgefið að hinir labbi
inn í liðið,“ segir Heimir og segir
að samkeppni um stöður sé lið-
inu til góða. Þannig haldi menn
sér á tánum.
Veit lítið um Sverri
Nokkuð hefur verið rætt um að FH-
ingurinn Sverrir Garðarson gangi til
liðs við sitt gamla félag á lánssamn-
ingi í sumar. Sverrir er á mála hjá
sænska 1. deildarliðinu Sundsvall.
Spurður hvort hann bindi vonir við
að endurheimta varnarmanninn
sterka segir Heimir að hann fylg-
ist ekki náið með framgangi máls-
ins. „Það er ekkert að gerast og ég
veit ósköp lítið um þetta. Þú verð-
ur bara að spyrja stjórnina,“ segir
hann léttur í bragði.
Blóðtaka í framlínu
FH-ingar hafa orðið fyrir nokkurri
blóðtöku frá því í fyrra, sérstak-
lega framarlega á vellinum. Bræð-
urnir Arnar og Bjarki Gunnlaugs-
synir sem léku með FH framan af
síðasta tímabili hafa tekið við 1.
deildarliði ÍA auk þess sem sókn-
armaðurinn Jónas Grani Garðar-
son og varnarmaðurinn Höskuld-
ur Eiríksson hafa gengið til liðs
við önnur lið. Heimir segist binda
miklar vondir við Norðmanninn
Alexander Söderlund, sem hafi
leikið mjög vel með liðinu á móti
Val og Fylki í Lengjubikarnum, þar
til hann meiddist. Hann bindur
einnig miklar vonir við yngri leik-
mennina í liðinu. „Þeir sýndu það
í úrslitaleiknum á móti Breiðablik
að þeir eru árinu eldri en í fyrra og
eru tilbúnir að spila fyrir þetta lið í
deildinni.“
Kunnugleg nöfn
Heimir fullyrðir að FH verði í topp-
baráttunni í sumar, eins og síðustu
sumur. Á því verði engin breyting,
enda sé krafa í Hafnarfirði um að lið-
ið sé í þeirri baráttu. Spurður hvaða
lið muni blanda sér í toppbaráttuna
segir Heimir að alltaf megi gera ráð
fyrir því að einhver lið komi á óvart.
Hann á hins vegar von á kunnugleg-
um nöfnum í efri hlutanum. „Vals-
ararnir hafa verið að styrkja sig og
KR-ingarnir verða með fínt lið, eins
og Keflavík. Framarar, sem enduðu
í þriðja sæti í fyrra, hafa ekki mikið
misst frá því í fyrra, svo þeir verða
sterkir. Svo eru það lið eins og Breiða-
blik, Fylkir og Fjölnir, sem gætu kom-
ið á óvart. Maður veit aldrei, en ég
er viss um að deildin verður jöfn og
skemmtileg,“ segir hann.
Erfitt í fyrstu umferð
FH-ingar eiga ekki öfundsvert verk-
efni í fyrsta leik. Þá sækja þeir Kefl-
víkinga heim, en liðin tvö börðust
sín á milli um titilinn í fyrra. „Þeir
hafa sýnt að þeir eru með sterkt
lið og yfirleitt byrja þeir Íslands-
mótin af krafti. Í fyrra fóru ríkjandi
Íslandsmeistarar til Keflavíkur í
fyrstu umferð og töpuðu stórt. Þetta
verður því erfiður leikur fyrir okk-
ur,“ segir Heimir en það voru Vals-
menn sem lutu í gras fyrir Keflvík-
ingum í fyrstu umferðinni í fyrra.
Efnahagur íþróttafélaga á Ís-
landi hefur verið til umræðu eft-
ir bankahrunið. Bankarnir voru
margir á meðal dyggustu bakhjarla
liðanna í efstu deildunum. Heimir
hefur ekki trú á því að bágur efna-
hagur veiki deildina. „Ég held að
liðin leyfi ungum leikmönnum að
spreyta sig í ríkari mæli og það er
bara jákvætt. Ég hef ekki orðið var
við að margir góðir leikmenn hafi
horfið á braut úr þessum liðum.
Ég held reyndar að fólk fari frekar
á völlinn til að sjá unga leikmenn,
uppalda í liðinu sem það er búið
að styðja stóran hluta ævinnar.
Fólk vill frekar sjá þá heldur en ein-
hverja aðkeypta leikmenn,“ segir
Heimir að lokum. baldur@dv.is
„SjálfStrauSt
í upphafi mótS“
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslands-
meistara FH í knattspyrnu, segir að
FH verði í toppbaráttu Íslandsmótsins í
sumar, eins og fyrri ár. Á því verði engin
breyting. Fjórir leikmenn eru meiddir,
núna þegar mótið er að hefjast, en Heim-
ir segir að það gefi öðrum mönnum tæki-
færi til að sanna sig. Hann spáir jafnri
og spennandi 12 liða deild í sumar.
„Þeir sýndu það í úrslita-
leiknum á móti Breiðabliki
að þeir eru árinu eldri en í
fyrra og eru tilbúnir að spila
fyrir þetta lið í deildinni.“
Ungir leikmenn fá tækifæri Heimir guðjónsson, þjálfari fH, segir þrengri
efnahag ekki veikja deildina. ungir leikmenn fái nú frekar tækifæri.
Krafa um toppbaráttuna Heimir segir að Hafnfirðingar geri kröfu um að fH
verði í toppslagnum. Hann spáir því að Valur, Kr og Keflavík verði ofarlega.