Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Síða 6
6 miðvikudagur 22. júlí 2009 fréttir Óvíst hvernig fer fyrir kröfu Rabes Enn er ekki komin niðurstaða um það hvort frávísunarkrafa Ólafs Arnar Svanssonar, lög- manns meints höfuðpaurs í Papeyjarmálinu svokallaða, nái fram að ganga. Peter Rabe krafðist frávísunar klukkutíma áður en aðalmeðferðin átti að hefjast í fyrradag. Hann fer fram á að málinu verði vísað frá vegna þess að hann var handtekinn utan íslenskrar lögsögu. Því hafi héraðsdómur á Íslandi ekki lög- sögu í málinu. Saksóknarinn í málinu seg- ir að afleiðingar brotsins ættu að gilda. Hann hafi flutt efnin hingað til lands og því hafi þau verið ætluð til sölu hér á landi. Það væru íslenskir hagsmunir í húfi og því átti að rétta yfir hon- um hér. Margir vildu reisa leikskóla Tuttugu og fjórir verktakar vildu taka að sér uppsteypu og frágang á nýjum leik- og grunnskóla sem Reykjavíkur- borg reisir í Úlfarsárdal. Sér- verk ehf. bauð lægst í verkið og var gengið til samninga við fyrirtækið. Alls hljómar samningurinn upp á 207,5 milljónir króna og hefjast framkvæmdir í byrjun næsta mánaðar þegar jarðvegsfram- kvæmdum verður lokið. Í húsinu verða leikskóli og grunnskóli fyrir 1. til 4. bekk auk frístundaheimilis. Lögregla óskar eftir aðstoð Lögreglan í Vestmannaeyj- um hvetur almenning til að aðstoða í baráttunni „við þá bölvun sem fylgir fíkniefnum og fíkniefnaneyslu“ eins og segir í tilkynningu. Hún hvetur jafnframt fólk til að vera vak- andi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíðina sem hefst eftir rúma viku. Lögreglan undirbýr sig nú fyrir Þjóðhátíð og óskar eftir aðstoð almennings. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hugsanlegt fíkniefnamis- ferli geta hringt í síma lögregl- unnar í Vestmannaeyjum 481 1665 eða sjálfvirkan símsvara ríkislögreglustjóra 800 5005. Yfirdýralæknir segir smithættu helstu ástæðu þess að hann er andvígur því að hrein- dýr séu flutt á aðra landshluta. Skotveiðifélag Íslands hefur talað fyrir því að auka útbreiðslu hreindýrastofnsins vegna mikillar eftirspurnar eftir veiðileyfum. Smithætta hamLaR hReindýRafLutningum „Gróðurfar, landslag, og margt annað er líkt á Vestfjörðum og Austfjörðum. Því mætti ætla að þar væri hreindýr- um kjörlendi. Bæði setja þessi glæstu dýr mikinn svip á umhverfi sitt auk þeirra búdrýginda sem hafa mætti af þeim.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur á Facebook en þar hefur verið stofnaður hópur sem vill að myndar- legum stofni hreindýra verði komið fyrir á Vestfjörðum. Á fimmta hundr- að manns hafa skráð sig í hópinn. Algeng umræða Umræður um tilfærslu hreindýra spretta upp reglulega. Þannig sendi stjórn Skotveiðifélags Íslands sveit- arfélögum víða um land bækling fé- lagsins í byrjun sumars. Þar er tal- að fyrir hugmyndum um aukna útbreiðslu hreindýrastofnsins, sér- staklega í ljósi þess að ásókn í veiði- leyfi hefur undanfarin ár verið langt umfram framboð á veiðileyfum. Það hefur gerst þrátt fyrir mikla fjölgun hreindýra á Austurlandi á undan- förnum árum og aukinn kvóta. Svæði á borð við Reykjanes, Mel- rakkasléttu og Vestfirði hafa gjarn- an komið upp í umræðu um þessar hugmyndir. Skarphéðinn Þórisson er líffræð- ingur við Náttúrustofu Austurlands. Hann segir að hugmyndir sem þess- ar hafi reglulega skotið upp kollin- um, allt frá svonefndnum Kollabúða- fundi, sem haldinn var um 1850. Skarphéðinn segir að hingað til hafi dýralæknar lagst gegn því að hrein- dýr fari á aðra landshluta þar sem þau gætu borið riðu eða aðrar pestir. „Þau taka allavega garnaveiki, þótt ég viti bara um eitt dæmi um það,“ seg- ir Skarphéðinn sem fylgist náið með hreindýrum á Austurlandi. Hann segir þó að hreindýr séu harðgerðar skepnur sem gætu eflaust lifað á fleiri svæðum, svo sem á viss- um svæðum á Vestfjörðum. „Þetta er auðvitað spurning um hluti eins og fæðu, snjóalög og fleira en það er óþarfi að velta því fyrir sér þegar yfir- dýralæknir hefur lagst gegn þessu.“ Hreinleiki á Vestfjörðum Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir aðspurður að tilfærslu hrein- dýra hafi hingað til verið hafnað vegna sjúkdómahættu. „Vestfirðirnir eru eitt af hreinustu svæðum lands- ins með tilliti til sjúkdóma í búfénaði. Á Austurlandi er unnið að útrým- ingu sjúkdóma en ekki er langt síðan garnaveiki kom upp á svæðinu,“ seg- ir Halldór og bendir á að hreindýr- in séu jórturdýr eins og kindur. Því sé almennt talið, þó dæmin séu ekki mörg hér á landi, að hreindýr geti borið smit yfir í sauðfé. „Ég held að hreinleiki svæðisins á Vestfjörðum verði að njóta vafans í þessu tilviki,“ segir Halldór. Dýrunum þarf að líða vel Ólafur R. Dýrmundsson er forsvars- maður Dýraverndunarsambands Ís- lands. Hann segir veðráttu skipta miklu máli í þessu samhengi. „Það skipt- ir máli að dýrunum líði vel. Hreindýr eru dýr sem ganga úti árið um kring. Ég held að menn þurfi að hugsa sinn gang áður en menn ákveða að kjör- lendi fyrir hreindýr finnist hvar sem er á Íslandi,“ segir hann og bætir því við að út frá velferðarsjónarmiðum dýr- anna hafi Dýraverndunarsambandið miklar efasemdir um að flytja hreindýr yfir á önnur svæði. Hann segir marga þætti spila inn í. „Það þarf líka að taka mið af því hvernig þau myndu verða liðin í sambýli við skógrækt. Hreindýr- in eru úti allt árið, ólíkt sauðfénu, og gætu verið mjög ágeng við nýskóg. Þau stökkva hiklaust yfir girðingar og það er erfitt að halda aftur af þeim,“ seg- ir Ólafur og bætir því við að svona til- færslur verði að hugsa alla leið og út frá hagsmunum ólíkra hópa. Ólafur kemur, eins og Halldór og Skarphéðinn, einnig inn á hreinleika sauðfjárstofnsins á Vestfjörðum. „Ég veit að fjárbændur á Vestfjörðum eru með mjög miklar áhyggjur vegna þess að það á að fella niður sauðfjárveiki- varnarlínurnar innan Vestfjarða. Það er stórmál því það getur gert mönn- um erfiðara um vik að verjast sjúk- dómum. Ég er alveg klár á því að þessi sjónarmið varðandi sauðfjárræktina eru mjög sterk. Ég held að það eitt geti orðið til þess að þetta komi ekki til greina. Mönnum er ekkert sama um það hvað er flutt inn á Vestfjarða- kjálkann,“ segir hann að lokum. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Vestfirðirnir eru eitt af hreinustu svæðum landsins með tilliti til sjúkdóma í búfénaði.“ Hreindýr geta borið smit Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að hreinleiki Vestfjarða verði að fá að njóta vafans. Hreindýr geta borið smit Skotveiðifélag Íslands og ríflega 440 manns á Facebook vilja flytja hreindýr á fleiri landsvæði en þau eru á núna. Eftirspurn eftir veiðileyfum er mun meiri en framboðið. Lítið þokast í viðræðum ríkisins og Breiðavíkursamtakanna: Hafna bótum ríkisins „Þær upphæðir sem hafa verið nefndar eru ekki einn tíundi af þeim bótum sem Breiðavíkurdrengir eiga skilið. Okkur finnst að bæturnar eigi að vera umtalsvert hærri,“ segir Bárð- ur R. Jónsson, formaður Breiðavík- ursamtakanna. Lítið hefur miðast í viðræðum samtakanna við ríkið um bætur til þeirra sem urðu fyrir slæmri meðferð á vistheimilum ríkisins á síð- ustu öld. Árið 2008 voru 124 milljón- ir króna lagðar til hliðar á fjárlögum ríkisins. Var þessi upphæð hugsuð til bótagreiðslna fyrir Breiðavíkurdrengi og þá sem dvöldu á öðrum vistheim- ilum. „Ég hef verið ósáttur við rök- stuðning fyrir væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem vísar fyrst og fremst í íslenska skaðabótalöggjöf og miskabætur. Hún er allt of lág,“ segir Bárður. „Félagsfundur Breiðavíkursam- takanna, sem haldinn var í síðustu viku, hafnaði því alfarið að þiggja eitthvað af þessum 124 milljónum króna. Það þarf að ræða málin fekar og við bíðum eftir því að halda fund með fulltrúum forsætisráðuneyt- is. Staða Breiðarvíkursamtakanna sem samningsaðila er ekki sterk. Við erum bara að lobbía til að reyna að hafa áhrif á frumvarp ríkisstjórnar- innar.“ Bárður bendir á að deilur standi nú um hvort afkomendur látinna vistmanna eigi rétt á bótum. Ríkið vilji að látnir vistmenn hefðu þurft að gefa nefnd skýrslu um reynslu sína. Um það bil 30 manns sem samtökin telja að eigi rétt á bótum eru látnir og áttu því aldrei kost á því að koma fyr- ir nefnd. „Við viljum að þessar bætur skipti máli og séu samfélaginu til sóma. Ef íslenska ríkið getur borgað fyrir Icesave getur það sannarlega borg- að Breiðarvíkurdrengjunum,“ segir Bárður. valgeir@dv.is Breiðavíkursamtökin Lítið miðast í viðræðum um bætur til vistmanna. Breiðavíkursamtökin höfnuðu alfarið hugmyndum um 124 milljóna króna greiðslur. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.