Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 16
Miðvikudagur 22. júlí 200916 vestfirðir
„Helsti munurinn er færri kerlingar en
þegar maður var á bassanum og svo veit
maður núna alltaf hvar maður endar á
kvöldin,“ segir Siggeir Pétursson, skipstjóri
á flóabátnum Baldri, og brosir. En hann
var um árabil bassaleikari í hinni mögn-
uðu hljómsveit Vinum vors og blóma sem
meðal annars hélt ófáa dansleiki í sam-
komuhúsinu í Flatey á Breiðafirði
Siggeir fer tvær ferðir á dag á Baldri
með fólk og bíla yfir Breiðafjörðinn með
viðkomu í Flatey fjórum sinnum á dag
enda þaðan ættaður.
„Mitt hlutverk er að færa Vestfirðing-
um og Flateyingum ferðafólk. Við förum
með upp í þrjú hundruð manns í ferð og
það er stöðug aukning í þessu. Gaman að
sjá hvað margir notfæra sér að koma við
í Flatey enda er þar komið frábært hótel
og veitingastaður. Vestfirðirnir eru inn hjá
fólki núna,“ segir bassaleikarinn á Baldri.
Á vetrum starfar Siggeir að fiskveiði-
þróun í Brasilíu fyrir þarlend stjórnvöld
og stýrir Baldri svo á sumrum þannig að
hann er búinn að finna sitt eilífa sumar.
GS
n Siggeir Pétursson, skipstjóri og fyrrverandi
bassaleikari Vina vors og blóma:
fleiri kerlingar
í tónlistinni
Yst á Snæfjallaströnd, norðan Ísafjarðar-djúps, er hið gamla félagsheimili Dal-bær. Húsið hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú orðið vinalegt kaffihús
þar sem boðið er upp á mat og drykki auk vand-
aðrar sögusýningar um líf fólks í þessu harðbýla
héraði. Það eru hjónin Sigurður Sigurðsson og
Áslaug Jóhannsdóttir sem sjá um rekstur Dal-
bæjar.
„Við leggjum áherslu á að vera með mat-
seðil í samræmi við umhverfið, til dæmis erum
við með fjölbreytta rabarbararétti, sérlagaðan
plokkfisk og margt fleira mætti telja auk þess að
vera með hefðbundnari rétti og kaffibrauð,“ seg-
ir Sigurður. Auk þess að bjóða ferðalöngum mat,
gistirými og aðstöðu fyrir tjöld og vagna ýmis-
konar er boðið upp á margskonar görótt seyði
og sultur sem fólk fær á krukkum og krúsum
undir vörumerkinu Morgunsól. Einna mesta at-
hygli vekur seyði sem trúað er að stöðvi öldrun
og haldi mönnum ungum og fjörugum.
„Við framleiðum hér sultur, marmelaði og
fleira úr berjum, rabarbara og fleiru sem vex
hér á svæðinu, ótrúlegt magn af aðalbláberjum
sprettur hér og óhætt að segja að allt land hér sé
teppalagt af berjum þegar kemur fram í ágúst.
Ellistopparinn er einmitt afurð síðsumarsprett-
unnar og þykir líklegur til að auka mönnum
kraft og styrk,“ segir Sigurður um leið og hann
snarar fram ljúffengri vöfflu með heimgerðri
sultu og rjóma.
Byggð og mannlíf á Snæfjallaströnd á sér
langa og merka sögu. Til dæmis er boðið upp á
skoðunarferð út í Æðey sem er skammt undan
landi og skartar einstaklega skemmtilegu fugla-
lífi auk þess sem sjá má minjar um Spánarvíg-
in 1615. Fagrar gönguleiðir eru víða á strönd-
inni sem og yfir í Jökulfirði og í víkur og firði á
Ströndum. Kaldalón og skriðjökullinn sem
skríður fram í lónið hefur mikið aðdráttarafl og
náttúruunnendur njóta þess að geta ekið nánast
að jöklinum.
„Landslagið hér er stórkostlegt og lætur fáa
ósnortna. Umhverfi eins og hér er elur af sér
stórbrotið fólk, það er ekki nein tilviljun að Sig-
valdi Kaldalóns samdi verk eins og Hamraborg-
ina undir áhrifum þessa landslags þar sem hann
bjó við skriðjökulinn úr Drangajökli sem einn
jökla á Íslandi er að stækka þegar aðrir hopa.
Steinn Steinarr er fæddur hér inn á Laugalandi
1908. Hið þekkta ljóð Það vex eitt blóm fyrir vest-
an er einmitt óður til Etelríðar, móður skáldsins,
afar raunalegt ljóð um löngun til að hitta móð-
ur sína.“
Öllum framleiðsluvörum úr Dalbæ fylgja vís-
ur eftir Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson,
Ellistopparanum fylgja reyndar tvær:
Kraftinn geyma krækiber,
það kallast reyndar galdur
og rabarbarinn ríkur er
af reisn sem lengir aldur.
Lítill sopi lífgar kropp
Lasleik burt má sverfa,
ósköp létt er ellistopp
og allar hrukkur hverfa.
n Sigurður Sigurðsson og Áslaug
Jóhannsdóttir, vertar í Dalbæ á
Snæfjallaströnd, taka á móti ferðlaöngum
og bjóða upp á ýmislegt góðgæti.
göróttur
ungdómsseiður
Siggeir PéturSSon
Veit núna hvar hann endar
á kvöldin.
Mynd guðMundur SigurðSSon
Sigurður og ÁSlaug
Vísa fylgir öllum vörum frá Dalbæ.
Mynd guðMundur SigurðSSon