Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 26
Miðvikudagur 22. júlí 200926 vestfirðir Þetta er ellefta sumarið okkar hérna í Breiðavík en gisting hefur verið rekin hér frá því um 1980 og staðurinn nýtur vaxandi vinsælda fereðalanga enda dregur Látrabjargið fólk að úr öllum áttum,“ segir Birna Mjöll Atladóttir, bústýra í Breiðavík, hvar hún rekur ferðamannaþjónustu ásamt manni sínum Keran St. Ólasyni. Breiðavík er aðeins steinsnar frá bjarginu eina, fögur og friðsæl vík með fallegum fjörusandi upp í miðjar hlíðar, sann- kölluð hamravík í hinum mikilfeng- lega fjallgarði. Aldrei selt kAffi í sveitinni „Það hefur verið haft á orði að það sé hættulega fallegt hér, komið hefur fyr- ir að ferðalangar hafi gleymt sér þegar útsýnið yfir víkina opnast og ekið út af veginum í næstu beygju. En ánægjan leynir sér ekki. Það eru mest útlend- ingar sem gista hérna hjá okkur, þegar allt er fullt er líklega mest ef tveir Ís- lendingar slæðast með. Samt kemur svolítið af Íslendingum í mat og kaffi hjá okkur.“ Gestrisni í Breiðavík er viðbrugð- ið, til dæmis hefur aldrei verið selt kaffi á staðnum enda þekkist það ekki til sveita að selja gestum og gangandi kaffisopa. Á meðan DV gerði stutt- an stans komu innlendir gestir til að vita hvort hægt væri að fá keypt kaffi á brúsa. Svarið var stutt, hér er ekki selt kaffi. Eftir stutta vandræðalega þögn glotti Birna húsfreyja og sagði gest- um að þeim væri velkomið að fá allt það kaffi sem þeir vildu en þeir mættu eiga það. 80 uppbúin rúm Stöðug uppbygging hefur verið á staðnum frá því að þau hjón tóku við jörðinni. Nýlega er búið að bæta við nýrri álmu með 24 tveggja manna herbergjum og er nú hægt að hýsa um áttatíu manns í uppbúnum rúmum. „Við finnum fyrir mikilli aukningu hjá okkur, vorin eru í sókn enda eru þau stórkostlegur tími fyrir til dæm- is fuglaáhugamenn, það eru mest áhugamenn um náttúru sem koma á þetta svæði. Enda verður enginn svik- inn af náttúrunni hérna. Það er stund- um verið að segja okkur að við þurf- um að koma upp afþreyingu en hér er náttúran afþreying og hefur verið um aldir. Við erum með veiði hérna í Vaðlinum og í Stæðavötnum, bæði er hægt að renna fyrir urriða og svo er hægt að egna fyrir ál sem mörgum finnst skemmtilegur fiskur.“ ruddAleg símtöl vegnA breiðAvíkurmálsins Þrátt fyrir ferðaþjónustu í þrjá áratugi er Breiðavík líklega þekkt fyrir eitt- hvað allt annað en ljúfa gistiþjónustu. Í huga fólks er Breiðavík helst tengd þeirri meðferð sem unglingar voru beittir þar á tímum upptökuheimilis ríkisins á staðnum. „Ég þekkti nokkuð vel til þessara mála þegar umræðan gaus upp. Drengir sem voru hér hafa verið í miklu og góðu sambandi við okkur síðan við tókum við rekstrin- um hérna. Margir þeirra hafa komið í heimsókn vestur. Við eigum mikið af góðum vinum í þeim drengjum. Ástandið hér á meðan fyrsti fjöl- miðlaskellurinn gekk yfir var hræði- legt. Allir virtust tapa glórunni nema Breiðavíkurdrengirnir, flugvélar flugu hér upp að gluggum til að taka mynd- ir og stöðugar hringingar voru hing- að eins og við hefðum eitthvað að gera með þá meðferð sem ríkið beitti þess drengi. Fólk sem ekkert þekkti til og var ekki neinn hátt tengt staðnum né drengjunum sem hér höfðu verið hringdi og lét mjög ruddalega í sím- ann við okkur.“ sjónvArpið lét verst „En það hefur ekki breytt neinu um gott samband okkar við strákana sem hér voru á upptökuheimilinu. Það var afskiptasama fólkið úti í bæ sem þurfti að laga eigin samvisku held ég með því að hella sér yfir okkur. Eins og væri ekki nóg að verða fyrir enda- lausu áreiti fréttamanna sem virtust alls ekki geta skilið að upptökuheim- ilið hefði alls ekkert verið á okkar veg- um og löngu fyrir okkar tíð, verst held ég að Sjónvarpið hafi látið. Strákarnir hafa verið að koma hérna allt frá því að við byrjuðum hérna og ávallt ver- ið velkomnir. Þeir hafa sagt manni óhugnanlegar sögur af vistinni. Þess- ir vinir okkar koma margir orðið á hverju vori hingað til okkar. Mér þyk- ir vænt um þá og held að þeim þyki vænt um okkur hér,“ segir Birna Mjöll og ljóst er að henni mislíkar verulega hvernig farið hefur verið með þessa vini hennar sem gistu þessa fallegu sveit fyrir áratugum. GS HættulegA fallegt í Breiðavík n Birna Mjöll Atladóttir, bústýra í Breiðavík, hefur rekið gistiheimili þar í tíu ár. Birna upplifði mikinn dóna- skap í kjölfarið á Breiðavíkurmálinu en segir það nú liðna tíð. BirnA Mjöll Hefur rekið gistiheimili í Breiðavík í tíu ár. Mynd GuðMundur SiGurðSSon Tökum á móti hópum í dýrindis Muurikkaveislur í Fjósinu sem hefur fengið nýtt hlutverk sem veislusalur – framandi veislur í fallegu umhverfi. Er brúðkaup, ferming, afmæli, árgangsmót í vændum? Viltu halda tónleika, dansleik, námskeið? Við tökum vel á móti þér. Dalaport – flóamarkaður og kaffihlaðborð húsfreyjunnar sunnudaginn 9. ágúst frá kl: 13-16:30 Upplýsingar og bókanir í síma 860-6062 www.arnardalur.is Ferðaþjónustan Arnardal við Skutulsfjörð - Með sól í hjarta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.