Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 2
Tilviljun ein réð því að lögregluþjónarnir Svava Snæberg og Sigurður Betúel voru í bakaríinu Reynir bakari í Kópavogi þegar karlmaður um sextugt hneig niður þar inni og fór í hjartastopp. Snarræði lögregluþjónanna, sem hófu strax endurlífgun á manninum, bjargaði að öllum líkindum lífi hans. „Helvíti flott hjá þeim,“ segir starfsmaður bakarísins sem varð vitni að atvikinu. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni baráttan um bakkavör Stjórnendur eignarhaldsfélagsins Exista reyna nú að koma hlut fé- lagsins í Bakkavör út úr félaginu. Stjórn félagsins ákvað að selja tæplega 40 prósenta hlut sinn í Bakkavör Group út úr félaginu og yfir til eignarhaldsfélagsins ELL 182, sam- kvæmt heimildum DV. Þetta gerðist dag- inn áður en Fjármálaeftirlitið tók Kaup- þing yfir. Félagið er í eigu ELL 182 ehf. sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Ákvörðun stjórnarinn- ar var tekin með fyrirvara um samþykki kröfuhafa félagsins, sem meðal annars eru gömlu bankarnir þrír, ýmsir lífeyris- sjóðir og erlend fjármálafyrirtæki. Einhverjir kröfuhafarnir settu sig hins vegar upp á móti sölunni og því hefur hún ekki gengið í gegn. hef aldrei hitt sjeikinn Telma Halldórsdóttir lögmaður er með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara í rannsókninni á kaupum katarska sjeiksins Al-Than- is á hlutabréf- um í Kaupþingi. Telma er eini stjórnarmaður- inn í Q Iceland Finance, eignarhaldsfélagi Al-Thanis, sem keypti 5 prósenta hlut í Kaupþingi skömmu fyrir bankahrunið í haust. Telma segist hafa verið beðin um að vera í forsvari fyrir félagið og að hún hafi aldrei hitt sjeikinn. „Ég var bara beðin um þetta sem lögmaður. Fyrir bankahrun var mjög algengt að lögmenn væru beðnir um að sitja í stjórnum fyrir hönd kúnna. Þegar búið var að ákveða viðskiptin vantaði Íslending til að sitja í stjórn Q Iceland Finance og þá var ég beðin um þetta,“ sagði Telma í viðtali við DV. íslenskir vítisenglar Íslenski vélhjólaklúbburinn Fáfnir MC var lagður niður í síðustu viku og hætti Jón Trausti Lúthersson formennsku í kjölfarið. Klúbburinn hefur gengið inn í Vítisengla og telur ríkislögreglustjóri að hann fái fulla aðild á næsta ári. Sérstak- ur stýrihópur ríkislög- reglustjóra hefur verið starfræktur hér á landi um árabil og stýrt baráttu yfirvalda gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi vélhjóla- gengja. Ríkislögreglustjóri segir að þróunin á Íslandi og í nágranna- ríkjunum kalli á að aukinn þungi verði lagður í baráttu gegn þess- ari birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi sem Vítisenglar eru taldir vera. Þá er talið nauðsyn- legt að tiltæk úrræði verði tekin til endurskoðunar og telur ríkislög- reglustjóri að breyta ætti lögum til að auðvelda lögreglu að bregðast við þessari samfélagsógn. Segir rík- islögreglustjóri að alls staðar þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rótum hafi aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið. 2 3 1 Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Tugmilljónir fyrir börnin Yfir 45 milljónir króna söfnuðust í tengslum við söfnunarþáttinn Á allra vörum, sem sýndur var í beinni útsendingu á SkjáEinum á föstudagskvöldið. Allt söfnun- arféð rennur til kaupa á hvíldar- heimili handa krabbameinssjúk- um börnum. Auk fjárframlaga buðu marg- ir málarar og píparar vinnu sína, hjón gáfu sængur og kodda í þau fjögur rúm sem voru gefin á meðan á útsendingunni stóð, gefnar voru nudd- og streitu- losunarmeðferðir, gefnar voru lóðir fyrir hvíldarheimilið, kokk- ar buðust til að elda og útvega hráefni við byggingu og opnun hússins og sitthvað fleira var gefið. Sex stútar Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á laug- ardag og fimm á sunnudag. Þrír voru teknir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fjórir karlar á aldrinum 19 til 44 ára og tvær konur, 18 og 40 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá stöðvaði lögreglan för fimm ökumanna í Reykjavík um helgina sem allir voru undir áhrifum fíkniefna en einn þeirra var jafnframt með fíkniefni í fórum sínum. Fjórir þessara ökumanna reyndust enn fremur vera próflausir. Þriðjungur með minna en áður Meira en þriðji hver starfsmað- ur hefur lækkað í launum eða orðið fyrir lækkun starfshlutfalls eftir bankahrunið. Átján prósent hafa lækkað í launum, níu pró- sent vinna styttri vinnutíma en áður og átta prósent hafa orðið fyrir annars konar skerðingu, samanlagt eru þetta 35 prósent starfsmanna. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ. 6 þriðjudagur 1. september 2009 fréttir REYNA ENN AÐ KOMA BAKKAVÖR UNDAN Eignarhaldsfélagið Exista reynir nú að koma tæplega 40 prósenta hlut sínum í Bakkavör Group út úr félaginu og yfir til eignarhalds- félagsins ELL 182, samkvæmt heimildum DV. Stjórn Exista tók þá ákvörðun þann 8. október síð- astliðinn, daginn áður en Fjár- málaeftirlitið tók Kaupþing yfir, að selja hlutinn til eignarhaldsfé- lagsins ELL 182 ehf. sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guð- mundssona. Ákvörðun stjórnarinnar var tekin með fyrirvara um samþykki kröfuhafa félagsins, sem með- al annars eru gömlu bankarnir þrír, ýmsir lífeyrisssjóðir og er- lend fjármálafyrirtæki. Einhverjir kröfuhafarnir settu sig hins vegar upp á móti sölunni og því hefur hún ekki gengið í gegn. Ástæðan er sú að sala á hlutnum í Bakka- vör mun rýra verðmæti Exista og þar með mögulegar endur- heimtur kröfuhafa en hluturinn í Bakkavör var seldur á yfir 8 millj- arða króna í október. Exista reynir nú að koma sölunni í gegn í sam- ráði við kröfuhafana. Ekki er vitað hvernig Lýður og Ágúst hyggjast fjármagna kaup ELL á hlutnum í Bakkavör. Exista rær nú lífróður og hefur átt í viðræðum við kröfuhafa sína um framtíð félagsins. Eigend- ur Exista vilja fá að eiga félagið áfram, að núverandi stjórnendur þess reki félagið áfram og kröfu- hafarnir fái greitt upp í skuldir sínar með hagnaðinum af rekstri dótturfélaga Exista, Símans, VÍS og Lífís. Einhverjir kröfuhafanna vilja hins vegar víkja núverandi stjórnendum frá, skipa nýja stjórn og reka félagið sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá kröfuhöfum Ex- ista er enn alveg óvíst hver framtíð félagsins verður, hvort núverandi stjórnendur fari fyrir því áfram eða hvort kröfuhafarnir láti nýja stjórnendur koma að félaginu. Koma að sölunni á þrenns konar hátt Bræðurnir Ágúst og Lýður eru stærstu eigendur Exista og voru stærstu hluthafarnir í Kaupþingi fyrir bankahrunið í haust. Þeir eru jafnframt stofnendur og eigend- ur Bakkavarar og má rekja upp- haf viðskiptaveldis þeirra aftur til starfsemi þess félags. Lýður er jafnframt stjórnarformaður Ex- ista og Ágúst situr einnig í þriggja manna stjórn félagsins. Bræðurn- ir eru því, ef svo má segja, öllum megin við borðið í viðskiptunum með hluti Exista í Bakkavör: þeir eiga félagið sem selur, Exista, eign- arhaldsfélagið sem selt er til, ELL 182 ehf., sem og félagið sem selt er í, Bakkavör. Gera má ráð fyrir að ástæð- an fyrir því af hverju stjórnendur Exista reyna að koma hlutnum í Bakkavör út úr Exista og til eign- arhaldsfélags í þeirra eigu, líkt og ELL 182 ehf., sé að þeir vilja að hluturinn skipti um hendur ef svo fer að kröfuhafar taki Exista yfir á næstunni. Tíu eignarhaldsfélög með ELL-nafninu skráð hjá Logos ELL 182 ehf. er eitt tíu eignarhalds- félaga með nafninu ELL sem skráð hafa verið hjá lögmannsstofunni Logos í Efstaleiti 5. Stjórnarmenn í félaginu eru lögmennirnir Erlend- ur Gíslason og Gunnar Sturluson, meðeigendur á Logos. Ekki er hins vegar vitað hvort þeir bræður Lýð- ur og Ágúst eru eigendur allra fé- laganna tíu. Félagið ELL 182 ehf. virðist hins vegar ekki lengur vera til samkvæmt upplýsingum frá hlutafélagaskrá þó svo að hin níu félögin með með þessu nafni séu það. DV leitaði svara frá Exista um hvort hluturinn í Bakkavör væri ennþá í eigu Exista. Viðbrögð Ex- ista voru þau að engar breytingar hefðu átt sér stað frá því gefin var út tilkynning um sölu bréfa Exista í Bakkavör í október síðastliðnum. Þetta þýðir að enn hefur ekki feng- ist samþykki fyrir sölunni á Bakka- vararhlutnum frá kröfuhöfum fé- lagsins. Svar Exista má skilja sem svo að viðræðum um það sé ekki lokið. IngI F. VILhjáLmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Viðbrögð Exista voru þau að engar breyt- ingar hefðu átt sér stað frá því gefin var út tilkynning um sölu bréfa Exista í Bakka- vör í október síðast- liðnum.“ Lýðurágúst guðmundssynir seldu sér hlutinn í Bakkavör eigendur exista, Ágúst og Lýður Guðmunds-synir, seldu hlut exista í bakkavör til félags í eigin eigu degi áður en Kaupþing var yfirtekið af Fjármálaeftirlitinu í október síðastliðnum. Viðræður eru nú í gangi við kröfuhafa exista um að kröfuhafarnir heimili söluna. Lýður og Ágúst sjást hér ásamt forstjórum exista á aðalfundi félagsins árið 2007. Forseti tjáir sig ekki Talsmenn kjosa.is, afhentu í gærdag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, undirskriftir nær 10 þúsund kjósenda sem skora á hann að synja lögum staðfestingar um ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum. Samkvæmt stjórnskipuninni yrðu lögin um rík- isábyrgðina borin sjálfkrafa undir at- kvæði þjóðarinnar. Ólafur Ragnar tók sjálfur við áskoruninni og bauð talsmönnum kjosa.is, Hirti Hjartarsyni og Sigur- laugu Ragnarsdóttur, til bókaher- bergis í forsetabústaðnum. Forsetinn tjáði sig ekki um efni áskorunarinnar en talsmenn kjosa.- is vonast til þess að forseti Íslands taki rökum þeirra sem vilja þjóðar- atkvæðagreiðslu um þungar byrðar sem lagðar séu á herðar þjóðarinn- ar. Talsverð umræða hefur orðið um þau orð forsetans árið 2004, þegar hann synjaði fjölmiðlalögum stað- festingar, að myndast hefði gjá milli þings og þjóðar. Telja andstæðingar ríkisábyrgðarinnar að sú gjá sé engu minni nú en þá og því sé jafn rétt- lætanlegt og þá að skjóta málinu til þjóðarinnar. Stjórnvöld beittu sér hins vegar fyrir því árið 2004 að afnema fjöl- miðlalögin með setningu nýrra laga og því var málið aldrei borið undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjölmiðlalög hafa hins vegar ekki verið sett enn. Krafist þjóðaratkvæðagreiðslu Forseti Íslands bauð Hirti Hjartarsyni og sigurlaugu ragnarsdóttur til bókastofu er þau afhentu honum undirskriftalista á bessastöðum. mynd RaKEL Læknarnir í Boston telja best að gerð séu eyrnagöng í Aniku Rós til að hún fái heyrn. Það er sú aðgerð sem talin er best fyrir Aniku. Íslenskir læknar vilja hins vegar frekar láta setja svo- kallaðar skrúfur fyrir heyrnartæki á eyrnasvæðið til að hún heyri. Hildur segist ekki hafa fengið ís- lenska lækna til að samþykkja að eyrnagöng séu árangursríkasta leið- in og því myndi TR ekki taka þátt í greiðslu fyrir aðgerðina ef af henni verður. Hildur og systurnar eru nú staddar í Boston og bíða vonlitlar eft- ir endanlegu svari frá Íslandi. Fái hún afdráttarlausa neitun koma þær aft- ur heim í vikunni. Annars verða þær áfram og Anika fer í aðgerðina. Hildur segir að einn helsti kostur- inn við eyrnagöng umfram skrúfur sé að þau eru endanleg lausn en skrúf- ur þurfi að skipta um á nokkurra ára fresti það sem eftir er. Anika er með veiklað ónæmiskerfi og fær auðveld- lega sýkingar, auk þess sem hana þyrfti að svæfa fyrir skrúfuskiptingu, og því sé það áhættusamur kostur. Hildur hefur framvísað vottorði bæði barnalæknis og lýtalækna í Bos- ton til að reyna að fá samþykkt á Ís- landi fyrir eyrnagöngum. Ríkið er til- búið til að greiða fyrir skrúfurnar en ekki eyrnagöngin. „Þetta er óskiljan- legt,“ segir hún. Þessu til viðbótar segjast læknarn- ir í Boston aðeins gera aðgerð á Aniku ef hún heldur áfram á lyfjunum sem íslenskir læknar vilja taka hana af. Getur ekki lesið Gabríella Kamí fæddist með heila- skaða þannig að hluta heilans vantar. Sá hluti er í kringum mál- stöðvarnar sem Gabríellu skortir því og hefur hún fengið aðstoð tal- meinafræðings. Fyrir sex árum var ákveðið að setja hana í MRI-skanna vegna þess að sjónin virtist ekki eðlileg. Læknar í Boston fóru nýverið að hafa áhyggjur af því að Gabríellu færi versnandi og vildu að hún færi aftur í MRI hjá læknum sínum á Íslandi, en stúlkurnar sækja þá þjónustu hér sem þær geta. Hildur segir hins vegar að lækn- ar hér hafi neitað að endurtaka MRI. „Ég var mjög ósátt. Læknarnir úti héldu að það væri blaðra í heilanum sem væri að valda þrýstingi,“ segir hún. Á endanum fór Hildur aftur til Boston með Gabríellu á eigin kostn- að þar sem tilvist blöðrunnar var staðfest. Hildur segir lækna á Íslandi ekki vilja gera uppskurð á Gabríellu þar sem blaðran væri fjarlægð vegna þess hversu áhættusöm aðgerðin er sem bandarísku læknarnir mæla með. Þeir eru hins vegar tilbún- ir að gera annars konar heilaaðgerð sem Hildur hefur minni trú á vegna reynslu læknanna í Boston. „Ég viðurkenni að ég er orðin virkilega reið. Ég ætla ekki að láta hana byrja í skóla enn eitt árið í þessu ástandi. Hún getur ekki lesið,“ segir hún. Hildur segir það hafa sýnt sig í því langa ferli sem hún hefur gengið í gegnum með stúlkunum að læknarn- ir í Boston hafi mun meiri þekkingu á Goldenhar og því beri hún meira traust til faglegs álits þeirra ef skiptar skoðanir eru á milli læknanna. „Aðalatriðið með Gabríellu Kamí er að þeir á Íslandi vilja ekkert gera. Við eigum bara að sætta okkur við ástandið eins og það er,“ segir Hild- ur. fréttir 1. september 2009 þriðjudagur 3 „Ég neita hreinlega að taka barnið af lyfjunum til að sanna fyrir þeim að þeir hafi haft rangt fyrir sér.“ „ÞEIR VILJA EKKERT GERA“ „Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi nokkra þýðingu. Þetta er bara mótorhjólafélag. Ég varð aldrei var við neitt annað. Fyrir mér eru þetta bara gúddí gaurar og gera mér ekki neitt. Ég hugsa að ég sé meiri glæp- on en þeir,“ segir Sverrir Þór Einars- son, betur þekktur sem Sverrir tattú. Hann hætti í vélhjólaklúbbnum Fáfni MC fyrr á árinu en klúbburinn hefur nú gengið inn í Vítisengla. Þar hefur klúbburinn stöðu væntanlegra fé- laga. Þetta kemur ríkislögreglustjóra ekki á óvart en embættið skilgrein- ir Vítisengla sem alþjóðleg glæpa- samtök. Í yfirlýsingu frá embættinu er staðfest að klúbburinn sem áður hét Fáfnir MC geti sótt um fulla aðild að Vítisenglasamtökunum á seinni hluta næsta árs. Fékk leiða Sverrir hætti í samtökunum því hann fékk leiða á því að keyra um á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann hefur nú snúið sér að búskap í Borgarfirði og segir starfsemi klúbbsins sem eitt sinn gekk undir nafninu Fáfnir MC ekki koma sér við. „Hvað ætti ég að vita um þetta? Ég veit ekkert um þetta eða hvað þeir eru að gera og mig langar ekki einu sinni að vita það,“ segir Sverrir. Að- spurður hvort innganga Fáfnis í Vít- isengla hafi orðið til þess að hann hætti í klúbbnum svarar Sverrir því neitandi. „Ég fékk bara leiða. Þetta er blautt og ógeðslegt.“ Full aðild á næsta ári Sérstakur stýrihópur ríkislögreglu- stjóra hefur verið starfræktur hér á landi um árabil og stýrt baráttu yfir- valda gegn skipulagðri glæpastarf- semi vélhjólagengja. Þessi stýrihópur hélt fund í gær og fór yfir fyrirliggj- andi upplýsingar um umsvif Vítis- engla hér á landi. Í yfirlýsingunni frá ríkislögreglu- stjóra kemur fram að þróunin á Ís- landi og í nágrannaríkjunum kalli á að aukinn þungi verði lagður í bar- áttu gegn þessari birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi sem Vítisenglar eru taldir vera. Þá er tal- ið nauðsynlegt að tiltæk úrræði verði tekin til endurskoðunar og telur rík- islögreglustjóri að breyta ætti lögum til að auðvelda lögreglu að bregðast við þessari samfélagsógn. Segir ríkis- lögreglustjóri að alls staðar þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rót- um hafi aukin skipulögð glæpastarf- semi fylgt í kjölfarið. Í samtali við DV í fyrra sagði Jó- hann R. Benediktsson, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, að reglan hjá Vítisenglum væri sú að ef menn vildu klifra upp metorða- stigann þyrftu þeir að fremja alvar- lega glæpi. Toppnum væri náð með morði. Nokkrir meðlimir fremja glæpi Sverrir segir þessa yfirlýsingu ríkis- lögreglustjóra vera þvætting. „Hvað, ætlar hann að reka ís- lenska ríkisborgara úr landi? Þeir geta það ekki neitt. Þetta er bara bull til að ná sér í aukafjárveitingu,“ segir Sverrir. Hann segir Fáfnismenn ekki hafa stundað glæpastarfsemi. „Það hefur enginn verið í glæp- um. Jón pissaði á einhvern róna og fékk tveggja ára fangelsisdóm fyr- ir það,“ segir Sverrir. Er hann að vísa til átján mánaða fangelsisdóms sem Jón Trausti Lúthersson, fyrrverandi formaður Fáfnis, fékk fyrir að ráðast á mann og misþyrma honum í tíu mín- útur með barefli, spörkum í höfuð og að lokum míga á hann. Jón Trausti hætti formennsku í síðustu viku. Sverrir segir meðlimi erlend- is hafa gerst seka um glæpi en ekki samtökin í heild sinni. „Erlendis er einn og einn meðlim- ur í einhverju rugli en yfir það heila fremja Hells Angels ekki glæpi.“ Kóngulóarvefur í fíkniefna- bransanum Michael Aastrup Jensen, borgarstjóri í Randers í Danmörku, hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína gegn Vítisenglum. Hann sagði í samtali við DV í janúar árið 2004 að Vítisenglum fylgdu glæpir, þar á meðal fíkniefna- viðskipti og morð. „Hells Angels munu án efa ná fótfestu á Íslandi, því miður. Hversu umsvifamiklir þeir verða veltur á því hversu samstillt yfirvöld og almenn- ingur verða í andstöðunni gegn þeim. Ef þeir fá að leika lausum hala munu fylgja þeim sömu ofbeldisverkin og annars staðar, þar á meðal morð.“ Jón Trausti Lúthersson Sverrir Þór Einarsson EINU SKREFI FRÁ VÍTISENGLUNUM „Ef þeir fá að leika laus- um hala munu fylgja þeim sömu ofbeldis- verkin og annars stað- ar, þar á meðal morð.“ LiLJa KaTríN GuNNarSdóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Tekið á móti gestum meðlimir Fáfnis hafa nokkrum sinnum boðið erlendum gestum til landsins og taka hér á móti nokkrum í október í fyrra. Þeir buðu meðlimum Vítisengla þrisvar í heimsókn, fyrst árið 2002, en í öll skiptin var þeim vísað úr landi. meðal þeirra sem reyndu að koma til landsins árið 2002 voru menn sem höfðu hlotið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir og fíkniefnasmygl. Sverrir tattú sverrir, sem hér er ásamt dóttur sinni, segir einn og einn meðlim Vítisengla vera viðloðinn glæpi en ekki samtökin í heild sinni. myNd SiGTryGGur ari JóhaNNSSoN 2 miðvikudagur 2. september 2009 fréttir „ÉG VAR BARA BEÐIN UM ÞETTA“ Telma Halldórsdóttir, lögmaður og eini stjórnarmaður eignarhaldsfé- lagsins Q Iceland Finance, er með réttarstöðu grunaðs manns í rann- sókn sérstaks saksóknara á Al- Thani-málinu, samkvæmt heimild- um DV. Lögmaðurinn hefur verið yfirheyrður hjá sérstökum saksókn- ara vegna málsins. Telma er meðeigandi á lögfræði- skrifstofunni Fulltingi ásamt meðal annarra Kristni Hallgrímssyni sem unnið hefur náið með auðmann- inum Ólafi Ólafssyni í gegnum tíð- ina, meðal annars þegar S-hópur- inn keypti Búnaðarbankann árið 2003. Kristinn hefur hins vegar ekki fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni, samkvæmt heimild- um DV, og er ekki talinn hafa kom- ið beint að viðskiptunum, þrátt fyrir tengslin við Ólaf. Grunur um markaðsmisnotkun Rannsóknin á málinu gengur út á að athuga hvort kaup katarska sjeiksins Al-Thanis á 5 prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna í lok september síðastliðins hafi verið lögleg. Grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi ver- ið að ræða og að tilgangurinn með kaupunum hafi verið að hækka verð á hlutabréfum í Kaupþingi og auka tiltrú markaðarins á bankan- um. Viðskiptin áttu sér stað fjórum dögum áður en íslenska ríkið leysti til sín 75 prósenta hlut í Glitni og tveimur vikum áður en Fjármálaeft- irlitið yfirtók Kaupþing, það er rétt fyrir hrun íslenska bankakerfisins. Félagið Q Iceland Finance, sem Telma fer fyrir, keypti bréfin í Kaupþingi með lánum frá félög- um í eigu Ólafs Ólafssonar og Al- Thanis sjálfs. Ólafur fékk svo aft- ur lán frá Kaupþingi, sem var án annarra veða en í hlutabréfunum sjálfum sem keypt voru, til að fjár- magna lánið til Q Iceland Finance. Ef um markaðsmisnotkun var að ræða er hugmyndin sú að tilgang- ur viðskiptanna hafi sem sagt ver- ið að blekkja markaðinn til að trúa því að staða Kaupþings væri góð þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika í íslenska bankakerfinu. Stjórnend- ur Kaupþings gáfu það út í kjölfarið að hlutabréfakaup Al-Thanis væru traustsyfirlýsing við bankann. Enn óvíst um ákærur Rannsóknin á Al-Thani-málinu er sú sem hvað lengst er komin af þeim málum sem komið hafa inn á borð til sérstaks saksóknara efna- hagshrunsins, Ólafs Haukssonar. Aðrir sem komnir eru með þessa stöðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings- samstæðunnar, Sigurður Einars- son, fyrrverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi 10 prósenta hluthafi í Kaupþingi í gegnum eignarhalds- félagið Kjalar. Aðrir hafa fengið rétt- arstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara en DV hefur ekki komist að því hverjir þetta eru. Heimildir DV herma hins vegar að þar sé meðal annars um að ræða Guðmund Oddsson, stjórnarmann í móðurfélagi Q Iceland Finance, Q Iceland Holding. Þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nokkuð langt komin er enn óvíst hvort og þá hvenær sérstakur sak- sóknari mun gefa út ákærur á hend- ur því fólki sem liggur undir grun í málinu. Ástæðan fyrir því að rann- sókn málsins tekur svo langan tíma er að embætti sérstaks saksóknara er alltaf að uppgötva nýja og nýja fleti á málunum eftir því sem það rannsakar málið betur. Embættið þarf því að elta þessa þræði til að ná betur utan um rannsókn málsins. Þó að ákveðnir aðilar séu með réttarstöðu grunaðs manns í rann- sókninni á Al-Thani-málinu er alls ekki gefið að þeir fái réttarstöðu sakbornings þegar þar að kemur og verði ákærðir fyrir dómi. Grun- aðir aðilar geta því annaðhvort hætt að liggja undir grun eða öðl- ast réttarstöðu sakbornings eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Rökstuddur grunur um brot þarf hins vegar að liggja fyrir til að maður fái réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Segist hafa verið beðin um þetta Telma Halldórsdóttir segir aðspurð að hún hafi fengið réttarstöðu grun- aðs manns sökum þess að sérstak- ur saksóknari teldi að betra væri að þeir sem yfirheyrðir væru fengju þá stöðu frekar en stöðu vitnis því erf- itt væri að láta vitni fá réttarstöðu grunaðs manns á seinni stigum rannsóknarinnar. „Þannig að það voru mjög margir sem fengu réttar- stöðu grunaðs manns í rannsókn- inni. Ég fékk hana í maí og á ekki von á að heyra neitt meira frá þeim,“ segir Telma en með þessu á hún við að það gæti spillt rannsókninni að skilgreina fólk sem yfirheyrt er sem vitni frekar en gefa þeim réttarstöðu grunaðra. Hún segist ekkert hafa komið að því að ákveða eðli viðskiptanna með bréfin í Kaupþingi. „Ég var bara beðin um þetta sem lögmað- ur. Fyrir bankahrun var mjög al- gengt að lögmenn væru beðnir um að sitja í stjórnum fyrir hönd kúnna. Þegar búið var að ákveða viðskiptin vantaði Íslending til að sitja í stjórn Q Iceland Finance og þá var ég beð- in um þetta,“ segir Telma. Aðspurð hver það var sem bað hana um að sitja í stjórn Q Iceland Finance segist hún ekki vilja greina frá því. „Veistu, ég vil ekki tjá mig um það því það skiptir ekki máli,“ segir Telma og bætir því við að hún hafi unnið fyrir félög tengd sjeik Al-Thani áður. Hún segir að hennar eina að- koma að félaginu hafi verið að til- kynna um viðskiptin til Kauphallar Íslands og annarra eftirlitsaðila en að hún hafi hins vegar aldrei hitt sjeikinn. „Ég hef aldrei hitt sjeik- inn. Þetta kenndi mér það að þetta fer ekki vel saman: að vera lögmað- ur og sitja í stjórnum félaga og fyrir- tækja. Þetta bara gerðu lögmenn á sínum tíma og þetta er eitthvað sem maður bara lærir af,“ segir Telma og er ljóst af máli hennar að rannsókn- in á Al-Thani-málinu hefur gengið nokkuð nærri henni. Hún situr hins vegar enn í stjórn fimm fyrirtækja og félaga, þar með talið í stjórn Q Iceland Finance og IP-Fjarskipta, Tals ehf., en hún var endurkjörin í stjórn þess félags í fyrradag. Telma Halldórsdótti Al-Thanis Lögmannsstofan Fulltingi Telma vinnur hjá Fulltingi sem er til húsa á Suðurlands- braut 18. Rúmlega 250 félög eru skráð til húsa að Suðurlandsbraut 18, þar á meðal er eignarhaldsfélag sjeiksins, Q Iceland Finance. InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ég hef aldrei hitt sjeikinn.“ Engar ákærur enn Telma Hall- dórsdóttir er einungis ein af þeim fjölmörgu sem hafa réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, á Al-Thani-málinu. Engar ákærur hafa verið gefnar út í málinu og er óvíst hvort og þá hvenær af því verður. Sjeikinn á Íslandi Al-Thani kom eitt sinn hingað. Nú eru kaup hans í rannsókn. fréttir 2. september 2009 miðvikudagur 3 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings Ólafur Ólafsson, fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings-sam- stæðunnar Guðmundur Oddsson, stjórnarmaður í Q Iceland Holding Grunuð Telma Halldórsdóttir, meðeigandi á lögmannsstofunni Fulltingi og stjórnarmaður í Q Iceland Finance, er með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara á Al-Thani-málinu. Í húsi Ólafs * Fleiri kunna að hafa réttarstöðu grunaðra í málinu Þessir hafa líka réttarstöðu grunaðra FATLAÐUR MAÐUR RÉÐST Á STÚLKU Fatlaður íbúi á sambýli í Kópa- vogi réðst að starfsmanni sambýl- isins er hann var við störf. Starfs- maðurinn, tvítug stúlka, komst naumlega undan íbúanum með því að hoppa ofan af stigapalli. Við það brotnaði stúlkan á báðum fót- leggjum og liggur nú á sjúkrahúsi. Hún gekkst undir aðgerð í vikunni og búist er við að hún þurfi að vera á sjúkrahúsi út vikuna. Stúlkan er bundin þagnarskyldu, eins og allir starfsmenn heilbrigðisgeirans, og tjáir sig ekkert um málið. Slysin verða Sigríður Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, get- ur ekki tjáð sig um þetta einstaka atvik en segir slys verða á sambýl- um, eins og á öðrum vinnustöð- um. „Þegar svona slys eiga sér stað fara þau í hefðbundinn farveg. Það er tilkynnt til Vinnumála- stofnunar og Tryggingastofnun- ar, allt samkvæmt verklagi. Síðan er vissulega unnið með sálræna þætti ef slys verða við störf, alveg sama hvaða störf það eru. Slys við störf verða alltaf öðru hvoru.“ Starfsmenn vel undirbúnir Að sögn Sigríðar var starfsmað- urinn sem slasaðist sumarstarfs- maður í námi og var ekki búinn að ráða sig til vetrarstarfa. Hún seg- ir að í atvikum sem þessu sé unn- ið með íbúa sambýlisins sérstak- lega. „Svæðisskrifstofan er með bú- setuþjónustu fyrir fatlaða og fatl- anir fólksins eru margvíslegar. Það geta komið upp atburðir sem leiða til einhverra meiðsla. Að sjálfsögðu er unnið með allt og öllum sem koma að málum. Því fylgja alls kyns teymi og stuðning- ur. Fatlaðir sem búa hjá okkur fá þjónustu því þeir þurfa þjónustu. Við búum okkar starfsfólk und- ir það og fræðsla til starfsmanna er sífellt í gangi, bæði til sumar- starfsmanna og annarra starfs- manna.“ Forstöðumaður bundinn þagnarskyldu Sigríður getur ekki tjáð sig frek- ar um atburðarás þessa tiltekna slyss né hvers kyns fötlun íbúinn er haldinn. „Ég get ekki tjáð mig um ein- staka þjónustu eða notendur sem búa á heimilum. Ég geti hvorki tjáð mig um málefni starfsmanns- ins né málefni einstaklingsins.“ DV hafði samband við for- stöðumann sambýlisins þar sem árásin átti sér stað. Hann gat ekki tjáð sig þar sem hann er bundinn þagnarskyldu. LiLja Katrín GunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Það geta komið upp atburðir sem leiða til einhverra meiðsla.“ Stórslösuð Stúlkan liggur nú á Landspítalanum, brotin á báðum fótleggjum. Mynd GuðMun dur ViGFúSSOn Fimmtíu sagt upp Nokkuð var um uppsagnir nú um mánaðamót en þó með minna móti. Nýherji tilkynnti að hjá fyrirtækinu yrði ellefu starfsmönnum sagt upp hjá fimm fyrirtækjum innan sam- steypu Nýherja. Var ástæðan sögð breytt verkefnastaða fyrirtækisins. Byr sagði upp sex manns og tóku uppsagnirnar gildi nú um mánaða- mótin. Herdís Pála Pálsdóttir, mann- auðsstjóri og yfirmaður rekstrar hjá Byr sparisjóði, sagði í samtali við mbl.is að frá því í maí síðastliðnum hefðu sex manns verið ráðnir til fyr- irtækisins og því væri ekki um eigin- lega uppsögn að ræða. Verktakafyrirtækið Borgarverk í Borgarnesi sagði upp 13 starfsmönn- um og BM Vallá í Borgarnesi sagði upp tíu manns. Mikill samdráttur hefur orðið í iðnaði í Borgarnesi en Loftorka sagði upp 66 af 120 starfs- mönnum fyrirtækisins í lok síðasta árs. Fyrirtækið 3X Technology á Ísa- firði sagði upp níu starfsmönnum. Hefur fjórðungi starfsmanna fyrir- tækisins þar með verið sagt upp það sem af er ári. Jóhann Jónasson, fram- kvæmdastjóri 3X Technology, hefur sagt frá því í fjölmiðlum að ein að- alástæða uppsagnarinnar sé mikil óvissa um fyrirkomulag aflaheimilda hérlendis. as@dv.is ísafjörður Fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði sagði upp níu starfsmönnum nú um mánaðamótin. 2 föstudagur 4. september 2009 fréttir BJÖRGUÐU LÍFI MANNS Í BAKARÍI „Við vorum bara að versla okkur í matinn í bakaríinu, félagi minn var nýstiginn út þegar ég heyrði skell á bak við mig og sá að þar var maður sem hafði hnigið niður,“ segir lög- reglumaðurinn Sigurður Betúel, en hann og félagi hans Svava Snæberg sýndu mikið snarræði í Reyni bak- ara á Dalvegi á miðvikudagsmorgun þegar þau björguðu lífi viðskiptavin- ar í bakaríinu. Það var fyrir algjöra tilviljun að lögreglumennirnir voru staddir í bakaríinu á miðvikudagsmorgun á sama tíma og maðurinn. Sigurður og Svava voru að kaupa sér morgunmat þegar karlmaður um sextugt, sem sat við borð inni í bakaríinu, hneig nið- ur og féll í gólfið, á tímabili var hann hættur að anda og hjarta hans hætt að slá. Að sögn vitna blánaði maður- inn mjög hratt og var greinilega mjög hætt kominn. Sigurður og Svava gengu beint til verks og hófu lífgun- artilraunir og segir Sigurður að þær hafi gengið vel. „Þegar ég kom að honum var hann greinilega í krampa og var all- ur tekinn að blána, ég lagði hann á gólfið og kallaði til sjúkrabifreið. Ég hnoðaði á meðan félaginn blés. Við náðum fljótlega að koma honum aftur í gang,“ segir Sigurður og bæt- ir við: „Þetta leit ansi illa út því hann blánaði svo hratt.“ Engir kleinuhringir Sigurður og Svava eru bæði þaul- reynd í að bjarga lífi fólks með þess- um hætti og hafa í starfi sínu áður þurft að beita lífgunaraðferðum. Skömmu eftir að maðurinn tók við sér kom sjúkrabíll á vettvang og flutti manninn á spítala. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að hafa verið réttur maður á réttum stað og bjarg- að lífi mannsins svarar Sigurður því að þetta hafi verið góð byrjun á deg- inum hjá þeim. En sú staðreynd að lögreglu- mennirnir voru fyrir tilviljun staddir í bakaríi, leiðir óneitanlega hugann að þeirri alþekktu klisju að lögreglu- menn nærist aðallega á kleinu- hringjum og kaffi. Sigurður hlær við þegar hann er spurður hvort þau hafi verið að kaupa kleinuhringi þenn- an morgun. „Nei, við kaupum enga kleinuhringi. Það er bannað,“ segir hann glaður í bragði. Getur þakkað lögreglumönnunum Henry Þór Reynisson bakari varð vitni að atvikinu á miðvikudags- morgun, en þó nokkuð var af við- skiptavinum í bakaríinu. „Hann sat inni á kaffihúsinu og var að borða ásamt öðrum. Allt í einu hneig hann niður og varð blár í framan. Það vildi til að lögreglumennirnir voru þarna. Þau stukku til og hömuðust á hon- um. Eftir um það bil eina og hálfa mínútu rankaði hann við sér. Þau voru smeyk um að þau myndu missa hann, en þau héldu áfram. Þetta var helvíti flott hjá þeim,“ segir Henry og bætir við að lögreglumennirnir hafi greinilega verið vel þjálfaðir í þessu. „Einn viðskiptavinur sagði í gamni að það væri eins gott að það væri ekki búið að skera það mikið nið- ur hjá lögreglunni að það væri búið að taka af þeim kaffitímann.“ Henry telur að nærvera lögreglumannanna hafi skipt öllu máli. „Hann væri ör- ugglega ekki hérna lengur ef lögg- urnar hefðu ekki verið þarna inni.“ valGEir örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Þau voru smeyk um að þau myndu missa hann, en þau héldu áfram. Þetta var helvíti flott hjá þeim.“ Sigurður Betúel og Svava Snæberg Lögregluþjónarnir voru að kaupa sér í matinn í bakaríinu þegar maður um sextugt hneig niður. Þau unnu hetjudáð og björguðu lífi mannsins. Mynd rakEl GenGisfall í ÁGÚsT Allar pizzur á matseðli 1.500 kr miðað við sóttar pizzur 568-6868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.