Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 44
44 föstudagur 4. september 2009 helgarblað Kreppa verður myndlist Ég var staðráðinn í því að láta atvinnu-leysið ekki buga mig og fór að mála,“ segir Hjalti Parelíus Finnsson, graf-ískur hönnuður í Keflavík, sem held- ur eina af fjölmörgum myndlistarsýningum á Ljósanótt. „Ég vann á stöndugri arkitektastofu í Hafnarfirði sem hönnuður þegar banka- hrunið reið yfir,“ heldur Hjalti áfram. „Þetta var svo fljótt að hafa áhrif í mínum bransa að strax í október voru allir starfsmenn kallað- ir á fund og okkur sagt frá yfirvofandi verk- efnaskorti og stöðnun í framkvæmdum. Ég var með þeim fyrstu sem misstu vinnuna í hruninu.“ Hann segir frá því þegar hann kom heim úr námi í dönskum hönnunarskóla upp úr aldamótunum og erfitt var að fá vinnu í faginu. „Þá kynntist ég því hvernig það er að vera atvinnulaus og mig heltók einhvers konar atvinnuleysisþunglyndi. Ég var stað- ráðinn í því að láta það ekki henda mig aftur og fór að mála myndir af kappi.“ Hjalti er þó síst af öllu sár út í fyrrverandi vinnuveitendur. „Þetta var frábær vinnu- staður. Það er miklu frekar að mér þyki Geir H. Haarde og stjórn hans skulda okkur hjón- unum skíðaferðina sem við gátum aldrei far- ið í.“ Verkin byrja í tölvunni Helsta vinnutól Hjalta í myndlistinni er myndvinnsluforritið Photoshop, sem kannski er ekki að undra í tilviki grafísks hönnuð- ar. „Í tölvunni byrja allar mínar myndir sem teikningar. Þar vinn ég svo áfram með liti og skyggingar þangað til hugmyndin er nógu sterk til þess að mála hana á striga. Á þessu stigi geri ég útlínuteikningu í tölvunni sem ég varpa svo á strigann með myndvarpa. Þar eru línurnar dregnar upp og svo klára ég myndina á hefðbundinn hátt með akrýllitum.“ Olíuliti hefur Hjalti ekki unnið með í nein- um mæli, enn sem komið er, en kveðst þó langa til þess að spreyta sig. „Það er bara svo seinlegt að vinna með olíuna að ég hef ekki haft þolinmæði, enda vinn ég oftast mjög hratt, og það hefur komið fyrir að ég klára mynd í einni tuttugu klukkustunda lotu.“ Hjalti hafði þó ekki málað um nokkurt skeið þegar hann skyndilega missti vinnuna. „Málningardótinu mínu var stolið í Kaup- mannahöfn og ég hafði ekki gefið mér tíma til þess að byrja upp á nýtt. Svo þegar konan mín gaf mér fyrirtaks trönur í þrítugsafmælisgjöf, þá var ekki eftir neinu að bíða.“ Sýnir með tengdamömmu Þessi fyrsta myndlistarsýning Hjalta inni- heldur fimmtán verk. „Öll eru þau í þess- um stíl sem Erró kallaði frásagnarfígúra- sjón eða „Comic-book“-myndlist,“ segir Hjalti. Hann verður þó ekki einn síns liðs á sýningunni, því tengdamóðir hans, Iða Brá Vilhjálmsdóttir, sýnir einnig ljós- myndir á sömu sýningu. Sýningin er á Hafnargötu 29 og verður opnuð á morgun, fimmtudag. „Auðvitað vildi ég helst selja sem flestar myndir,“ segir Hjalti en kveðst á sama tíma gera sér hóflegar væntingar. Það er náttúr- lega kreppa og ekki einu sinni víst að fólk geti keypt myndlist jafnvel þótt það gjarn- an vildi.“ Hann hefur því brugðið á það ráð að hafa nokkurs konar hljótt uppboð á meðan á sýningunni stendur. „Þetta fer þannig fram að ég verðmerki myndirnar ekki, heldur getur fólk komið til mín og boðið í myndir ef það hefur áhuga. Þá hengi ég þann verðmiða á myndina og þá geta aðrir komið og boðið hærra ef þeim sýnist svo. Uppboðinu lýkur svo á síðasta degi Ljósanætur, sunnudeginum næsta.“ Hjalti Parelíus Finnsson missti vinnuna sem grafískur hönnuður fljótlega eftir að bankarnir hrundu. Hann afréð að taka myndlistina föstum tökum í stað þess að leggjast í depurð og fram- kvæmdaleysi. Hann sýnir afraksturinn, fimmtán málverk, á sýningu á Ljósanótt í Reykjanesbæ. „Ég var með þeim fyrstu sem misstu vinnuna í hruninu.“ Pólitískur þráður Hjalti segir bankahrunið og atvinnumissinn hafa haft áhrif á innihald verkanna. Frásagnarfígúrasjón Hjalti vinnur í sumum tilvikum með frægar teiknimyndafígúrur í stíl sem Erró og fleiri hafa notast við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.