Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 22
22 föstudagur 4. september 2009 fréttir Á síðasta ári flaug sú saga fjöllum hærra að Vladimír Pútín, þáverandi forseti Rússlands, væri við að skilja við Lyudmilu, eiginkonu hans í ald- arfjórðung. Samkvæmt orðrómnum hugðist Pútín ganga að eiga Alinu Ka- bayeva, fyrrverandi fimleikastjörnu og núverandi þingmann. Lyudmila Pútína sést afar sjald- an opinberlega með eiginmanni sín- um og orðrómur um að hjónabandi þeirra sé lokið og að aðskilnaður þeirra sé jafnvel staðreynd hefur síð- ur en svo lognast út af. Erfitt getur reynst um vik að sann- reyna slíkan orðróm því umfjöllun rússneskra fjölmiðla um einkalíf Pút- íns og fjölskyldu hans er afar illa séð og ekki til þess gerð að auka farsæld þess fjölmiðils sem það gerir. Í skugga þessa orðróms og vanga- veltna hefur Lyudmila stigið fram og kynnt fyrir rússnesku þjóðinni þátta- röð um leiðir til hamingjuríks fjöl- skyldulífs, en Lyudmila er annars ekki þekkt fyrir að sækja í sviðsljósið. Langt og hamingjuríkt Fréttaritari breska dagblaðsins The Independent í Moskvu segir á vefsíðu blaðsins frá kynningu sem Lyudmila hélt í bókaverslun í Moskvu þar sem hún kynnti þáttaröð sem inniheld- ur ráð um fjölskyldugildi og hjóna- bandsráðgjöf. Þáttaröðin heitir Langt og hamingjuríkt – Allt um karlmenn, konur og fjölskyldu, og er á sex disk- um. Á þeim er að finna samtöl vel þekkts rússnesks sjónvarpsmanns og sálfræðings. Á diskunum má finna hluta sem bera yfirskriftina Eigin- maður og kona; Hamingja er ekki í peningum; Þú getur ekki yfirgefið fjölskyldu þína og Hugarleikfimi. Við kynninguna sagði Lyudmila: „Fólk glímir við vandamál, hefur glímt við vandamál og mun glíma við vandamál. En með hjálp þessara diska, og aðstoð einhvers sálfræð- ings, getur einstaklingur lært hvernig á að leysa þessi vandamál á einfald- an hátt.“ Einsleit umfjöllun Að sögn Shauns Walker, fréttarit- ara The Independent, upplýsti Ly- udmila Pútín ekki hvort þau hjónin hefðu nýtt sér þjónustu ráðgjafa til að leysa vandamál sem komið geta upp í hjónabandi. Fjölskyldulíf Vladimírs Pútín er sveipað hulu nánast fullkominn- ar leyndar og rússneskir fjölmiðlar undir stjórn ríkisstjórnarinnar virð- ast gera sér að góðu að sýna for- sætisráðherrann sem holdgerving karlmennsku, beran að ofan á tígur- veiðum eða við aðra karlmannlega iðju. Fjölmiðlar virðast líka fylgja þeirri óskráðu reglu að einkalíf for- sætisráðherrans sé með öllu forboð- ið fréttaefni. Óhætt er að segja að himinn og haf skilji á milli opinbers hlutverks eig- inkonu Pútíns annars vegar og Svet- lönu Medvedeva, eiginkonu Dmit- rys Medvedev forseta, hins vegar. Sú síðarnefnda hefur oft og iðulega sést opinberlega með eiginmanni sínum og skapað sér nokkuð áberandi sess í Rússlandi. Dagblað leggur upp laupana Þegar dagblaðið Moscow Kor- respondent birti á síðasta ári frétt- ir þess efnis að Pútín ætti í róman- tísku sambandi við Alinu Kabayeva brást Pútín reiður við. Hann sagði að líf stjórnmálamanna væri með réttu fyrir allra augum, en sagði að það væru takmörk hve langt mætti ganga og hann myndi ekki líða að einkalíf hans yrði gert að fréttaefni. Dagblaðið var í eigu Alexand- ers Lebedev, milljarðamærings, eig- anda London Evening Standard, og fyrrverandi liðsmanns KGB, forvera FSB, leyniþjónustu Rússlands. Le- bedev krafðist þess að starfsfólk dag- blaðsins færði sönnur fyrir fréttinni eða bæðist afsökunar ella. Í frétt á vefsíðu The Times frá þeim tíma var haft eftir starfsfólki dagblaðsins að fulltrúar FSB hefðu tvisvar komið og yfirheyrt ritstjóra blaðsins og krafið hann um upplýsingar um heimildir fyrir fréttinni. Dagblaðið var lagt nið- ur skömmu síðar. Með nefið í hvers manns koppi Áður nefnd Alina Kabayeva var kjörin fallegasta kona Rússlands af einu þarlendu tímariti og hreppti gullverðlaun í fimleikum á Ólymp- íuleikunum í Aþenu 2004. Hún var sögð ein af „stúlkum Pútíns“ í kjöl- far frétta um að Pútin, þá forseti, hefði fyrirskipað flokki sínum að setja hana og fleiri ungar konur á frambjóðendalista flokksins fyr- ir kosningarnar á síðasta ári til að gefa flokknum kynþokkafullra yfir- bragð. Sem fyrr segir brást Vladimír Pútín ókvæða við fréttum Moscow Korrespondent og sagði fréttina uppspuna frá rótum. „Ég hef ávallt brugðist neikvætt við þeim sem laumast með sín upphöfnu nef og erótísku fantasíur inn í líf ann- arra,“ sagði Pútín. Pútín sló síðan á léttari strengi og sagði að mikið væri fjallað um fallegar konur. „Ég held að ég kæmi ykkur ekki á óvart ef ég segði að mér líkar þær allar,“ sagði Pút- ín. Umfjöllun um einkalíf Vladimírs Pútín, forsætisráðherra Rússlands, í þarlendum fjölmiðlum er afar illa séð. Á síðasta ári kom upp sá kvittur að ekki væri allt sem skyldi í hjónabandi hans. Samkvæmt fréttaritara The Independent í Moskvu hefur ekki fennt yfir þann kvitt. Í skugga vangaveltna ýtti eiginkona Pútíns úr vör kennsludiskum um hamingjuríkt og langt hjónaband. Frú Pútín geFur hjónum ráð „Ég hef ávallt brugðist neikvætt við þeim sem laumast með sín upphöfnu nef og eró­tísku fant-asíur inn í líf annarra.“ KoLbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Vladimír Pútín Eitt er að sýna hann í ljósi karlmennsku, annað að fjalla um einkalíf hans. MynD: AFP Dmitry Medvedev og svetlana, eiginkona hans Hún sést iðulega opinberlega í fylgd eiginmannsins. Lyudmila Pútína Eiginkona Pútíns hefur ekki baðað sig í sviðsljósinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.